Alþýðublaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 8
8 ÚR YMSUIW ATTUM
Föstudagur 24. september 1976
alþyðu-
blaóid
alþýðu*
blMðlö
Föstudagur 24. september 1976
VETTVANGUR 9
Ha, Þórarinn?
Hinn 15. ágúst s.l. skrifaöi Þórarinn
Þórarinsson i dálk sinn Menn og mál-
efni. Þar segir á þessa leið: „Fram-
sóknarflokkurinn mun ekki binda sig
vi6 neina einsýna stefnu, heldur kapp-
kosta að leggja raunhæft mat frjáls-
lynds umbótaflokks á hin einstöku
vandamál. Hann mun leggja kapp á að
vera viösýnn og framsýnn, en binda
sig ekki viö meira og minna úreltar
kreddur. Þessi stefna er i fullu sam-
ræmi við hinn nýja tima og nýju kyn-
slóð, sem er á margan hátt minna
kreddubundin, óháðari og frjálslynd-
ari en fyrri kynslóðir voru, þegar
undan eru skildir tiltölulega fámennir
kredduhópar, sem hafa ýmist skipað
sér lengst til hægri eða vinstri.”
I leiöara Timans i gær leggur Þórar-
inn mikla áherzlu á þaö, aö afturhaldið
i landinu hafi alla tið beint spjótum
sinum aö Framsóknarflokknum og
Timanum. Siöan segir: „Afturhaldiö
gerir sér ljóst, að þvi stafar ekki nein
hætta frá uppvisnuðum krataflokki
eða grimuklæddum kommúnistaf-
lokki”. Nei sei nei. Siðan heldur Þórar-
inn áfram gunnreifur og segir:
„Afturhaldinu stafar mest hætta af
umbótaflokki, sem vinnur ábyrgt og
öfgalaust að félagslegum og verkleg-
um framförum.” Þarna á Þ.Þ. viö
Framsóknarflokkinn og heldur svo
áifram: „Framsóknarmenn geta talið
sér til sóma, að afturhaldsblaö og
sorpblað eins og Dagblaöið skuli sér-
staklega beina geiri sinum gegn þeim.
Það er góð sönnun þess, að þeir eru á
réttri leið. Þær öfgafullu ásakanir
blaösins, að flokkurinn sé eins konar
samsafn glæframanna, munu ekki
verða flokknum til tjóns, heldur öfugt.
Þær munu hins vegar verða þeim, sem
leggjast jafn lágt i öfgafullum áróöri,
til ævarandi skammar.”
Forsætisráðherra Noregs í opinberri heimsókn:
ENGIN VANDAMAL
Á DAGSKRÁNNI
SJ-Kcykjavfk. Odvar Nordli for-
sætisráöhrrra Norömanna kom i
opinbrra hrimsókn hlngaA til
lands slðdegis I gcr ásamt eigin-
konu sinni og fylgdarliði. Viftlá að
ekki v*ri hxgt aö lenda á Kefla-
vfkurflugvelli vegna þoku, en þaö
tókst, og kvaóst ráöherrann vera
áncgóur aö vera kominn á is-
lenzka grund, og kvartaöi ekki
þótt veöriö v*ri þungbúiö. Nordli
kváö Norómenn og Islendinga
ekki hafa vandamál. sem þeir
þyrftu aö rcóa sln I milli, en þeir
Geir llallgrimsson forsvtisráö-
herra myndu hinsvegar rröa
samvinnu landanna og önnur m
þar sem báöar þjóóirnar V
hagsmuna ab geta. Þetta .
fyrsta skipti sem Nordli forsætis- V K^nnrbf ti!
ráöherra kemur hingaö I opinber- kv' lands t.l
um erindagjöröum. .A Urnir
I fylgd meö norska forsætisrá* . -n
herranum eru Marit Nordi1
vind Bolle abstoöarráöh e&t -<C^
kon» hans Olga, P- .0' ^
ráöuneytisstjóri. • A'ð ,*a\ V J&P
aker skrifstof-
ráöuney tiny^ £%*
og fréttr V
feröinr
&
<f' .Aöt1:
Almannavi
Nægc
ráðstc
við Ki
miðaí
Í-O'A'
<-ff
&
eran
V'e^
Opinberri
heimsókn
utanríkis-
ráðherra
lýkur '■
<pk.« kJ>aö V/ fa/s i ff')},
r’
.ríkisráö-
0 Geir llall-
^rsctisráöherra,
.ikonum sinum, fyr-
,an heimiii forsætisráö-
i-ahjónanna 1 gxrkvöld.
vík. — Miö
vöur, þá
aráö aö þs
«gt aó nrgar ö
.air hafi verib g
.röflu, ságöi Guójón I
samóali vió Timann I ga
>kiö var fundi ráösin-
' vegar var r*tt um þaö I
stafanir þyrfti aó g
veturinn, þegar snjóalc
aö hamla eölilegri umi
ars er almannavarnane
vatnssveit og þarf aö
hana hvaba ráöstafi
heppilegar.
Uppljóstranir Vilmundar Gylfason- ,
ar um fjármál Einars Ágústssonar
skall fyrir þjóðina i byrjun mánaðar-
ins, en þá hitti einmitt svo á að utan-
rikisráðherra var erlendis. Þaö var
þvi ekkert óeðlilegt þótt málgagn
utanrikisráðherra, Timinn, tæki upp
hanzkan fyrir Einar strax daginn eftir
að grein Vilmundar birtist i Dagblað-
inu.
IfréttTimansfrá 4. september segir
svo um þetta mál undir fyrirsögninni
„Vegið að utanrikisráðherra fjar-
stöddum”: „í grein eftir Vilmund
Gylfason, sem birtist i Dagblaðinu i
gær, er vegið að Einari Agústssyni
utanrikisráðherra vegna veðskulda-
bréfs, sem Landsbankinn hefur keypt
af honum siðastliðiö vor, að fjárhæð
5.7 miljónir króna."
Slðan segir svo i frétt Timans:
„Grein þessi birtist einmitt þá daga,
er utanrikisráðherra dvelst einhvers
staöar i Júgóslaviu i framhaldi af
heimsókn sinni til Tékkóslóvakiu og
Ungverjalands, og er ekki væntanleg-
ur heim fyrr en eftir allmarga daga.
Hún er með öörum orðum birt, þegar
hann getur ekki svarað fyrir sig fyrr
en seint og um siðir og verður sú að-
ferð að teljast álassverð, þar eö enginn
getur gert grein fyrir þessu máli frá
sjónarmiði utanrikisráðherrans nema
hann sjálfur.” Svo mörg voru þau orð.
Að visu heföi utanrikisráðherra ver-
ið f lófa lagiö að stytta för sina eitt-
hvað austan járntjalds til að svara al-
varlegum ásökunum. Ráðherrann
Jæja þá, Einar Ágústsson
kaus þó að fara sér hægt og vera viö-
staddur hátiöahöld i tilefni einnar
mestu niðurlægingar, sem um getur I
Evrópu á siöasta áratug. En það er
önnur saga.
Samkvæmt upplýsingum frá utan-
rikisráðuneytinu var gert ráð fyrir að
Einar kæmi til landsins 11. þessa mán-
aðar. Má vera aö það hafi staðizt. Eitt
er vist að ráðherrann er nú búinn aö
vera á landinu i nokkurn tima.
1 fréttum útvarpsins s.l. þriðjudag
var greint frá þvi að Einar Ágústsson
mundi ávarpa Alsherjarþingið mið-
vikudaginn 29. september. Hins vegar
hefur engin tilkynning borist frá utan-
rikisráðuneytinu þess efnis aö Einar
Agústsson, muni opinberlega gera
grein fyrir viðskiptum sinum við
Landsbankann.
Nú fer ekki á milli mála, að ráöherr-
anum er fullljóst hversu alvarlegt mál
hér er á ferðinni. Það er ekki bara
dagblaðið Timinn sem biöur eftir
skýrslu utanrikisráðherrans um þetta
fjármálahneyksli.heldur allur al-
menningur.
Að visu er það ekki bara ráðherrann,
sem þarf að standa fyrir máli sinu. Jó-
hannes Nordal og Jónas Haralz veröa
lika að gefa sin svör. Ef þessi svör fást
ekki með venjulegum leiðum verður
ekki annað séö en krafist verði tafar-
lausrar dómsrannsóknar.
Hitt er ljóst, að ráðherra getur ekki
endalaust þagað. Hann veröur að
komast að einhverri niöurstöðu.
—BJ
JARÐHITI VÆNTANLEGA NOTAÐ-
UR TIL GRASKÖGGLAGERÐAR
A siðustu árum hafa verið gerðar rannsóknir á
heyþurrkun við jarðhita. i upphafi árs 1974 var
Baldur Líndai efnaverkfræðingur fenginn til að
endurskoða fyrri athuganir sem farið höfðu fram á
vegum Rannsóknarráðs ríkisins og kom m.a. fram í
skýrslu hans, að rannsókn lokinni, að heyþurrkun við
jarðhita reyndist stórum hagkvæmari en meðnotkun
olíu.
Þessar niðurstöður voru sföan
teknar til athugunar hjá Land-
námrikisins, einkum með tilliti
til graskögglagerðar. Að sögn
Arna Jónssonar landnámsstjóra
er það einkum á tveim stöðum,
semkemurtil greina að nýta
jarðhita til heyþurrkunar. Er
það í Saltvik i Suður - Þing-
eyjarsýslu og Hólmi í Skaga-
firði. Á þessum stöðum er
fyrirhugað að reisa grasköggla-
verksmiðjur bráðlega, og i
báðum tilfellum hafa veriö
ræddir hugsanlegir möguleikar
á nýtingu jarðvarma.
Skortir fjármagn.
Nú hafa alls verið reistar 4
heykögglaverksmiðjur, og eru
þær allar byggðar á vegum
rikisins. En vegna stað-
setningar þeirra hefur ekki
verið möguleiki á að nota jarð-
hita við heyþurrkunina. Hins
vegar hefur ekki verið tekin
endanleg ákvörðun um hvenær
hafist verði handa við
byggingar áöurgreindra verk-
smiðja, enda hefur skort fjár-
magn til framkvæmdanna.
Sagði Arni, að rætt væri um að
framkvæmdir geti hafist á
næsta ári, en sem stæði væri
verið að undirbúa ræktun og
þ.h.
Aðspurður um sparnað með
jarðhitaþurrkun, sagði Arni, að
ekki væri hægt að nefna neinar
óyggjandi tölur enn, þvi énn
væri ekki vitað með vissu
hversu mikla fjárfestingu til
viðbótar þetta hefði i för með
sér.
Þurrkunarkostnaður með oliu
væri nú i kringum 15-17% af
öllum rekstrarkostnaði verk-
smiðjanna. Fyrir hvert kiló af
svartoliu fengjust um það bil 3
kg af kögglum. Ef svartolian
kostaði tæpar 20 kr. kg væri
þessi kostnaður tæplega 7 kr.
fyrir hvert kiló af graskögglum.
Það hefði komið fram I
skýrslu Baldurs Lindal, að hey-
þurrkun við jarðhita hefði
aukna f járfestingu i för meö sér.
Væri hún m.a. fólgin i þvi, aö
þegar heý væri þurrkað við lág-
hita, þyrfti talsvert stærri
þurrkunarflöt heldur en ef um
háhitaþurrkun væri að ræða.
„Sem dæmi má nefna, að
jarðhitinn sem yrði væntanlega
notaöur við heyþurrkunina, er
70-80 gráður. Hins vegar er
hitinn sem fæst meö svartoliu-
þurrkun miklu meiri eða 900-
1000 gráður. Það gefur því auga
leið, að það þarf mörgum
sinnum stærri þurrkflöt til að ná
sömu afköstum. En þetta dæmi
er ekkert auöreiknað fyrirfram,
og erfitt að nefna einhverjar
ákveðnar tölur i þessu
sambandi”.
100% nýting.
Sagði Arni Jónsson enn
fremur aö fengist hefði nokkur
reynsla varðandi þurrkun með
jaröhita með tilkomu Þörunga-
vinnslunnar á Reykhólum, en
þar er sem kunnugt er notaöur
jarðvarmi við þörunga-
þurrkunina. Ef farið yröi út i
slika heyþurrkun, yrði vafa-
laust notaöur svipaður út-
búnaður og er i Þörunga-
vinnslunni, en vegna litils
orkumagns reyndist það ekki
vera hægt. En þaö verða ef til
vill gerðar tilraunir með þetta
næsta sumar, og þá ættu málin
að fara að skýrast, sagöi Arni
Jónsson að lokum. —jss
HVERNIG BREGZT F0LK TILFINNINGA-
LEGA VIÐ NÁTTÚRUHAMFÖRUM
Sólfríður
Guðmundsdóttir
hjúkrunarfræðingur
Þótt þegar liggi fyrir talsverð vitneskja um eðli
náttúruhamfara hér á landi og við eigum nú kunn-
áttusama sérfræðinga — á sviði náttúruvisinda —
þá hafa ekki verið gerðar sem skyldi rannsóknir á
félagslegum áhrifum meiriháttar náttútuhamfara.
öllum er ljóst hversu mikið rask eldgosið i Vest-
mannaeyjum hafði á allt mannlif tiltölulega stórs
byggðarlags, en enginn hefur grannskoðað þau
áhrif eða reynt að skrá þau.
Þá hafa sérfræðingar ekki skjálftarnir hófust i kjölfar
unnið skipulega að þvi að kanna
áhrif náttúruhamfara á andlega
heilsu fólks, en upplýsingar um
allar félagslegar afleiðingar
náttúruhamfara hljóta að verða
ómissandi við skipulag almanna-
varna og viðbúnaðar gegn
náttúruhamförum hér á landi.
Sólfriður Guðmundsdóttir,
hjúkrunarfræðingur, sem var á
Kópaskeri þegar jarðskjálftarnir
miklu gengu þar yfir i fyrra,
hefur ritað skemmtilega og
athyglisverða grein i nýútkomið
tölublað Timarits Hjúkrunar-
félags Islands. Þar greinir hún
frá ýmsu, sem hún veitti eftirtekt
i fari fólks og viöbrögðum þess
viö jarðskjálftunum.
Grein Sólfriðar ber yfir-
skriftina „Áhrif náttúru-
hamfara” og er svohljóðandi:.
Sólfriður Guðm undsdóttir
hjúkrunarfræðingur
Kæru lesendur. 1 þessari frásögn,
sem fjallar um náttúruham-
farirnar hér á Kópaskeri og i ná-
grenni, frá þvi desember 1975,
mun ég leitast við að fjalla um
áhrif þeirra á andlega heilsu
ibúanna, þar sem kviöi, tauga-
spenna, andlegt og likamlegt álag
kom þungt niður á fólkinu á þess-
um slóðum.
Það var um 20. des., sem
leirgoss úr Leirhnjúk. Þá var
ástandið verst i Kelduhverfi og á
sumum bæjum við öxarfjörð, en
fannst einnig hér á KÓpaskeri.
Þá þegar átti margur maöurinn
i erfiöleikum andlega, aðallega
eldra fólkið, sem hafði lent i jarð-
skjálftum áöur. Þar kom strax
fram kviöi og hræösla sem
orsakaöi vöðvaspennu, svo fólki
varð ekki svefnsamt nótt eftir
nótt. Það leitaöi eftir aðstoð og
fékk töflur fyrir svefn, sem
hjálpuðu þvi að slaka á yfir
nóttina svo að það væri betur
undirbúið fyrir erfiði næsta dags.
Dagarnir liðu hver af öörum,
stundum voru margir skjálftar,
en oft var rólegt á milli. Fólkið
undirbjó jólahátiðina eftir beztu
getu. A Þorláksmessu var ákveð-
ið að mynda almannavarnar-
nefnd á Kópaskeri. A nefndinni
áttu sæti 6 manns. Fjallað var um
neyðarvamir og undirbúningur
hafinn til að hægt væri aö senda
björgunarsveit til aöstoðar þeim i
Kelduhverfinu, þvi þar var ávallt
búist við einhverjum slysum af
völdum náttúruhamfara. Viö
töldum til allar jeppabifreiöar,
snjósleða og vörubifreiðir til
manna- og skepnuflutninga.
Einnig var lagt talstöðvarkerfi,
og ýmsum upplýsingum safnaö.
Aðalstöðvar almannavarna voru
ákveðnar i húsi kaupfélagsins og
þaðan skyldi starfinu stjórnað.
Björgunvarsveitir eru starfandi á
þessu svæði.
Nú voru jólin gengin i garð og
spenna lá i loftinu vegna stöðugra
skjálfta og á jóladagskvöld kom
reglulega snarpur kippur, þannig
að leirtauið hristist i skápunum
og fólkið hreyfðist til sitjandi sem
standandi, Það kom óhugur i fólk
og flestar umræður snerust um
hvaö væri að gerast hjá nátt-
úrunni.
Óvissa og kviöinn gerði nú enn
meira vart við sig en áður. Sumir
voru svo forsjálir að þeir tóku
niður dýrmæta muni af veggjum
og settu útvörp og sjónvarpstæki
á gólfiö, pökkuðu niður leirtaui og
voru viðbúnir að taka á
móti næsta kipp. Margir höfðu
þann háttinn á, að sofa sem næst
útidyrunum til aö geta hlaupið út
þegar skjálftar komu, en aðrir
stifnuðu kyrrir i sömu sporum og
náhvitnuðu. Flestir voru mjög
spenntir.
Ahrif skjálftanna á blessuö
börnin voru misjöfn, fór það mjög
eftir skapgerð barnanna. Einnig
tel ég viðbrögðin i kringum þau
hafa haft talsvert að segja á
framkomu og liöan barnanna.
Það var si og æ verið að tala um
jaröskjálfta, hvað kippurinn i gær
hafi veriö mikill og hvort þessu
ætlaði aldrei aö ljúka, hvað
myndi gerast næst? Alltaf hlust-
uöu börnin og fundu spennuna i
loftinu. A hverju heimili voru
óvænt komnir einhverjir jarð-
skjálftamælar, svo sem hurðir
sem hristust til, ljósakrónur sem
glömruöu, einhverjir hlutir sem
hreyfðust til við smáskjálfta.
Yngstu börnin kölluðu á mömmu,
þegar þau urðu fyrir einhverjum
áhrifum skjálftanna. Þau spurðu
starandi, hrædd og hissa: „Hvaö
var þetta mamma?” Skólabörnin
og unglingarnir sögðu t.d.:
„fannstu þennan?” eöa hlupu til
og sögöu frá þvi, að þau hefðu
fundiö jaröskjálfta og séð eitt-
hvað hristast.
Ahrifin voru sem sagt mörg og
misjöfn. Hver hefur sina sögu að
segja, en i öllum tilfellum er erfitt
að lýsa þeim svo, að óreyndir fái
einhverja hugmynd um hvernig
það er að búa á jarðskjálftasvæöi.
Haft hefur verið eftir jarð-
fræðingi, að af öllum náttúru-
hamförum hafi jarðskjálftar
verstu áhrifiná fólkið, þvi það
getur i rauninni ekki forðast hætt-
una, það er huglægt atriði, en
þegar eldgos brýst út, þá getur
það haldið sig i hæfilegri fjar-
lægð, það er hlutlægt. Þetta held
ég að sé mikið rétt hjá honum, þvi
óvissan um næsta kipp er mjög
mikil. Hvað verður hann sterkur
og hvar gætir áhrifa hans mest?
Aðfaranótt hins 13 dags janúar-
mánaðar var töluvero ókyrrö þvi
við vöknuöum oft þá nótt, sem
sumar aörar nætur. En það veit
sá sem allt veit að enginn bjóst
við þvi sem við áttum i vændum
þann dag.
Það var þriðjudaginn 13. janúar
kl. 13.32 að þaö kom mjög stór
jarðskjálftakippur, sem mældist
ca. 6,5 á Richterkvarða. Hann
kollvarpaöi þessum lyrrkáta staö,
allt lif fór úr sinum föstu
skorðum. Margar frásagnir eru
til um það sem gerðist. Tel ég vist
að allir hafi lesið dagblöðin, en
þar var t.d. greint frá jarðfræði-
legurn breytingum sem uröu á
þessu svæði.ásamt þeim
skemmdum sem uröu á mann-
virkjum. En hvernig brást fólkið
við?
Ég var stödd inni i litlu lyfja-
herbergi viö vinnu mina, þá heyri
ég óskaplegar drunur og sér-
kennileg óhljóð utan frá og lit
upp. Húsið fór að hoppa til og
lyfjaglösin að detta úr hillunum.
Fyrsta hugsun min var að jþessi
skjálfti væri stærri en hinir og að
húsið myndi e.t.v. hrynja. Börnin
min, eins og tveggja ára, voru
uppi á efri hæðinni ásamt tiu ára
tviburasystrum, sem voru aö
fóstra þau fyrir sig. Ég kallaöi
upp yfir mig: „Börnin min!” og
hentist af stað upp til aö bjarga
þeim út. A leið minni upp stigann
sá ég hvernig sprungur komu i
veggina og stór gluggi gegnt mér
gekk i bylgjum. Ég hélt mér i
handriðið og gat togað mig ein-
hvern veginn upp. Þegar þangað
varkomið fann ég börnin öll liggj-
andi hér og þar á gólfinu, ékk’ert
þeirra var slasaö, þó svo að allt i
kringum þau lægju hutir sem
höfðu dottiö niður af veggjum og
hillum. Þá fór skjálftanum að
linna og við lituðumst um i
húsinu, þar sem ekkert var á sin-
um rétta stað, eins og hvirfil-
vindur hefði komiö og sópað öllu
til.
Eftir á að hyggja held ég að
viðbrögð min hafi verið ósjálfráð
og eflaust þaö sama að segja um
fólk almennt fyrstu mlnúturnar.
Ég sá að fólkið hljóp um göturnar
eflaust að huga að fjölskyldu sinni
og eignum. Böm voru grátbólgin
og óttaslegin. Eginmaður minn
tók nú börnin okkar með sér og
fór að aka skólabörnum úr skól-
anum heim á bæina i Núpasveit
enég fór að vinna.
Þennan eftirmiðdag var
staddur læknir á Kópaskeri, þvi
þeir koma reglulega einu sinni i
viku frá Húsavik og við vorum
svo heppin að það var einmitt á
„læknisdegi” sem stóri kippurinn
kom. Við byrjuðum á þvi að taka
til á læknisstofunni svo að hægt
yrði að ganga þar um. Viö bjugg-
umst við að fólk hefði farið illa út
úr þessum skjálfta og máttum
eins vel búast við fjöldamóttöku.
Viö unnum saman að þeim verk-
efnum sem upp komu. En þegar
leið á daginn kom i ljós að engin
stórslys höfðu orðið og er það
kraftaverk.
Rafmagnið sló út smá
tima, vatn kom ekki úr krön-
unum og simasamband var
mjög lélegt og um tima alls ekk-
ert. Almannavarnanefndin ákvað
að flytja skyldi alltfólk i burtu, en
þar sem sagt var i fyrstu aö
brýrnar sunnan við Kópasker
væru ófærar, var aðeins ein und-
ankomuleið, þ.e. i áttina noröur
til Leirhafnar og Raut’arhafnar.
Lögðu bilar af stað fullhlaðnir
fióttafólki. Þá var farið að hvessa
og kominn skafrenningur um
kvöldið. Það kom i ljós eftir smá-
tima aö brýrnar voru færar þrátt
fyrir skemmdir. Þá tók sumt af
fólkinu stefnu til Húsavikur.
Þangað fór eiginmaður minn með
börnin okkar og fleira fólk, en afi
barnanna kom svo með flugvél til
Húsavikur næsta dag til að sækja
þau.
Stööugar jarðhræringar fund-
Myndirnar sýna glögglega vegsummerki náttúruhamfaranna.
ust næstu daga á eftir, svokallaðir
eftirskjálftar, en þá vann hópur
fóiks að endurreisnarstarfinu.
1 byrjun febrúar fór fólkið að
flytja heim aftur, þá var bráða-
birgðavatnslögn komin i sam-
band og hægt var að byrja á að
lagfæra og þrifa almennilega.
Þegar þetta er ritað (i april
1976) er allt fólkið komið heim til
sin. Þeir sem ekki geta búið i sin-
um húsum dvelja hjá kunningjum
sinum. En eru hræringar stöku
sinnum, en þaö hef ég ekki fundiö
persónulega, heldur frétt úr út-
varpinu.
Jörðin er mjög illa farin eftir
þessar hamfarir, viða sprungur,
gjótur, og stórar og ljótar gjár
inni i miðju þorpinu, þar sem
jarövegur, sem settur er ofan i
þær sigur stöðugt niöur. Húsin
bera þess einnig merki, þvi þau
eru viða mjög sprungin og eitt hús
þarf að jafna við jörðu vegna
hættu á hruni. Þar hoppaði eftir
partur hússins ofan á þeim neöri
svo það er misgengi i veggjum
hússins.
1 mörgum tilfellum lætur
mannfólkið lika á sjá. Börnin eru
sum hver ekki enn búin að jafna
sig, þurfa e.t.v. að leita hjálpar
sálfræðings. Fullorðna fólkið
geymir þessa sérstöku minn-
ingu, eins og einn Kópaskersbúi
sagði: „Það var gaman að fá
þessa reynslu áður en maöur fer i
gröfina.”
Kæru lesendur, ég vil leyfa mér
að nota þetta tækifæri til aö senda
innilegar kveöjur og þakklæti til
stéttarsystra minna, samstarfs-
manna og þeirra mörgu sem hafa
sýnt mér og fjölskyldu minni
vinarhug.
Læt ég nú þessari frásögn
minni lokið, þó að heilmargt sé
látið ósagt, meö ósk og von um
góöa framtið fyrir Kópaskersbúa
og nábýlisfólk.