Alþýðublaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 3
ssr Föstudagur 24. september 1976 FRÉTTIR 3 Rannsókn sjónvarps- smyglsins heldur áfram í tveimur umdæmun — Þaö vinna þrir menn aö rannsókn litsjónvarpssmyglsins og ekki hægt aö segja tii um þaö nú hvenær henni lýkur. Frétt út- varpsins i hádeginu i gær þess efnis aö rannsókninni væri að ljúka var þvi alröng og i algjörri mótsögn við þær upplýsingar sem fréttastofan mun hafa fengiö hér, sagöi Þórir Oddsson rannsóknar- dómari i samtali við Alþýðublaöið I gær. Þórir sagðist ekki geta gefið neinár nýjar upplýsingar i málinu eins og sakir stæðu. Einn maður sæti i gæzluvarðhaldi, en ekki lægi ljóst fyrir, hvað mörgum sjónvarpstækjum hefði verið smyglað til landsins. Þá var Þórir spurður hvort þetta tengdist rannsókn á sjón- varpstækjasmygli, sem fram fer i umdæmi fógeta I Hafnarfirði. Hann svaraði þvi til, aö enn hefði hann ekki fengið fréttir af þeirri rannsókn. Þeir Kristján Péturs- son og Haukur Guðmundsson segðu það vera annað mál og kvaðst Þórir treysta þvi aö þaö væri rétt. Ef einhverjar upplýs- ingar kæmu fram við sina rann- sókn sem gætu komið að gagni við rannsóknina i Hafnarfirði léti hann þær upplýsingar ganga þangað, enda væri slikt venjulega gagnkvæmt i svona málum. Rannsóknarlögreglan i Hafnar- firði hélt i gær áfram leit aö fleiri smygluöum litsjónvarpstækjum, en þegar hefur verið lagt hald á eitt, sem búið var að fela. — SG Kröffuskjálftar hafa aldrei verið fleiri „Samstarfsvilji, góðvild og gagnkvæmt traust” Eftirfarandi hefur Alþýðublað- inu borizt frá Vilhjálmi Hjálm- arssyni, menntamálaráöherra: „Vegna blaðskrifa um veitingu embættis aðstoöarskólastjóra við Fjölbrautarskólann i Breiðholti vil ég greina frá meöferð málsins. Umsækjendur voru þrir, dr. Bragi Jósefsson, blaðamaður, Rögnvaldur Sæmundsson, skóla- stjóri, og Frimann Ingi Helgason, tæknifræðingur. Skólameistari, Guðmundur Sveinsson, segir i bréfi til fræðsluráðs dags. 28. ág.: „Hinn 20. ágúst s.l. rann út umsóknar- frestur um starf aðstoðarskóla- stjóra viö Fjölbrautarskólann i Breiðholti. Þrjár umsóknir bár- ust um stöðuna og fylgja' þær bréfi þessu. Að vandlega athug- uðu máli er það tillaga undirrit- aðs að Rögnvaldur Sæmundsson verði ráðinn i starf aðstoðar- skólastjóra. Tillaga undirritaðs byggist i senn á þvi að Rögnvald- ur Sæmundsson hafi þá fyllstu menntun sem krafizt verði til að rækja umrætt starf og óvenju mikla reynslu i skólastjórn, er hlýtur að teljast ávinningur, eink- um þegar hins er gætt að mikið og gott orð fer af forystu hans i þeim skóla, er hann hefur starfað lengst við.” , Afgreiðsla fræðsluraös Framhald á bls. 2 Alþýðublaðið haföi samband við Eið Guðnason hjá Sjónvarp- inu kl. 4 i gær, og spurði f regna af deilu Sjónvarpsmanna. — Það er ekkert að frétta. Það hefur enginn fundur verið haldinn ennþá. — Fundurinn sem átti að vera eftir hádegi i dag, hefur semsagt ekki verið haldinn? — Ja, eftir hádegi er ennþá. — Og getur það orðið fram aö kvöldmat? — Já, eflaust má teygja það þangað til. T.d. vita menn hér ekki hvort Alþýðublaðið kemur út fyrir eða eftir hádegi. — Nei, þá er bara að kynna sér það. Sem sagt, skýr og greinileg svör um stöðu deilumála, og fundurinn eftir hádegið gæti dregizt fram undir kl. 7. —AB Innkaupastofnun ríkisins: #■ Skapstirður fréttamaður íslenzki síldarstofninn stvrkist: „Vona að hann þoli 15 þús. tonna veiði” - segir Jakob Jakobsson, fiskifræðingur „Hvað er aö frétta af sildveið- um og útliti siidarstofnsins nú f upphafi nótaveiða, Jakob?” „Að okkar dómi er þetta allt á réttri leið, og i reknetaaflanum er nú 5 ára sild, sem búin er að hrygna tvisvar. Stærðin er um 33 cm. Við vonum, að þessi ár- gangur verði uppistaöan i siid- araflanum á komandi hausti.” „Hvað er að frétta af yngri árgöngum?” „Við teljum, að næsti árgang- ur, fjögra ára sildin, sé iélegur. Klakið 1972 hefur misheppnast, en aftur á mdti virðist árgang- urinn frá 1973 vera sterkur, og það gæti valdið nokkrum erfið- ieikum á sildveiðunum i haust.” „Hverjum helzt?” „Ef svo tækist til, að þriggja og fimm ára árgangarnir blönd- uðust saman á miðunum, gæti svo fariö, að stöðva yrði veiðar á þeim svæðum þar sem þannig er ástatt, a.m.k. um stundar- sakir. Þriggja ára sildin er um það bii að ná 27 cm stærð, sem er lágmark þess sem veiða má. En á það er að lita, að þó hún slyppi yfir lágmarksstærðina, er hún á engan hátt sambærileg við eldri árgangana að verð- gildi, og það er fyrst I júii i sum- ar, sem hún hrygnir. Veiöi á henni væri þvi ákaflega misráð- in.” „Munuð þið hafa eftiriitsskip á miðunum?” „Já, örugglega.” „Nú hafa fiskifræðingar gefið yfirlit um seiðarannsóknir, en þar vantar alveg yfirlit um siid- ina. Hvernig stendur á þvi?” „A þvi er eðlileg skýring. Það er miklum erfiðleikum bundið að rannsaka ástand sildarseið- anna, einkum vegna þess, að þau halda sig svo örgrunnt fyrst i stað, eftir að þau eru þó komin á seiðastigið. Þess er þvi naum- ast að vænta, að yfirlit fáist fyrr en siðar, þegar þau ganga sem smásild inn á firðina, svona á öðru og þriðja ári. Við höfum ekki tölulegar mælingar, en höf- um fundið verulegt magn af þriðja árs árgangnum.” „Nú hefur verið veitt leyfi til nokkuð aukinnar veiði frá I fyrra, það bendir til að stofninn sé á uppleið, er ekki svo?” „Jú, það gerir það, og ég vona, að stofninn þoli 15 þús. tonna afla. Samt á hann langt i land enn, til þess að ná sér að fullu. En þegar við athugum hvað hefur gerzt um hinn sildar- stofninn, vorgotssildina, sem við höfðum hér, gefur það bend- ingu um hve varlega þarf að fara. Ennþá sýnir hann engin batamerki, sem þýðir það, að sá stofn komst niður fyrir hættu- mörkin á sinum tima. Hinsveg- ar tókst að stöðva veiðar á sum- argotssildinni áður en svo ilia fór. Þar skildi milli feigs og ófeigs.” „En hvað telur þú að fært sé að taka árlega mikinn hiuta siidarstofnsins, án þess að hann biði tjón af?” „Ég tel, að hann ætti að þola 10-15% veidd.” „Hafa háhyrningarnir ásótt reknetamenn eins og á undan- förnum árum?” „Nei, fréttir hafa ekki borizt af þvi. Menn virðast hafa fundið ráð tii að snúa dálítið á háhyrn- ingana, þó kiókir séu. Þaö er I þvi fólgiö, aö leggja minna af netum i einu og draga oftar. Þá gefst þeim minna tóm til að éta úr netunum.” „En svo að öðru sé vikiö. Er ekki dálitið þröngt um tima hjá ykkur fiskifræðingum, til þess að anna þvi, sem þiö teljið nauð- syn á?” „Jú, og eftir þvi sem við fáum stærra svæði tii að gaumgæfa má búast við að það versni að marki.” „Þið þyrftuö þá fleiri rann- sóknarskip?” „Já, viöbót við þau væri kær- komin og nauðsynleg.” „En er þá nóg framboð af fiskifræðingum, ef kostur væri á fleiri skipum?” „Já, það tel ég, en eins og nú stendur hefur enginn nýr veriö fastráðinn s.l. tvö ár,” sagði Jakob Jakobsson fiskifræðingur að lokum. — OS — 12% STARFSFOLKS HEFUR SAGT UPP VEGNA ÓÁNÆGJU MEÐ LAUN Skjálftavirkni við Kröflu hefur aukizt að undanförnu. Sl. sólar- hring mældust alls 138 skjálftar, og er það það mesta sem mælzt hefur hingað til. Sumir þessara skjálfta eru þó svo vægir að þeir teljast varla með. — Þetta þarf ekki að þýða neitt óvenjulegt, skjálftatiðnin gengur svona i bylgjum og eru skjálftar fleiri einn daginn en annan, — sagði Halldór Halldórsson, vakt- maður á skjálftavakt viðKröflu, i samtaii viö blaðið I gær. Það er ekki einungis hjá rikis- útvarpi og sjónvarpi, sem menn una hag sinum illa vegna bágra launakjara. Hjá innkaupastofnun rikisins hafa 4 konur sagt upp starfivegna þessa og fleiri starfs- menn munu að öllum likindum fara að dæmi þeirra, ef þeir fá ekki leiðréttingu mála sinna. „Það fer ekkert dult, að það rikir almenn óánægja meðal op- inberra starfsmanna varðandi kjaramálin, sagði Jónar Hólm- steinsson trúnaðarmaður starfs- fólks á staðnum i viðtali við blað- ið. Rikisvaldið hefur reynt að halda þessu niðri, eins og unnt hefur verið, og við erum orðin langt á eftir hvað snertir kaup og kjör. Það er alveg rétt, að starfsfólk hefur sagt upp störfum hér vegna óánægju með launin. Konurnar, sem eru yfirleitt i lægri launa- flokkum, hafa veriö að kynna sér hvaða laun þær gætu fengið ann- ars staðar. t framhaldi af þvi, hafa þær fengið atvinnutilboö, sem lofuðu sýnu betri launum, en þær hafa nú. Þetta leiddi siðan til þess að nú hafa 4 konur sagt upp, og fleiri eru aö lita i kringum sig eftir atvinnu. En þaö er ekkert hægt aö fullyrða hvort fleiri upp- sagnir fylgja i kjölfar þeirra sem þegar hafa borist, en undir niðri er mikil ólga I mönnum. —AB ÍST8] Hef alltaf leitað álits póst- Sj manna varðandi stöðuveitingar Vegna fréttar i Aiþýðublaðinu um óánægju póstmanna með skipan starfsmannaráðs, var haft samband við Jón Skúiason póst- og simamálastjóra. Sagðisthann ætið hafa óskað eftir þvi, að ræða öll mál, er varða stöður sem póst- menn sækja um, við póstmenn svo að þeir gætu komið sinum skoðunum á framfæri. Það væri alls ekki ætlunin af hans hálfu, að setja þá hjá á einn eða annan hátt, eða ganga fram hjá skoðun- um þeirra. „Eg hef boðið þeim, aö koma fram með sjónarmið sin, þegar um stöðuveitingar hefur verið að ræða, sagði Jón Skúlason. Þegar embætti umdæmisstjóra á Akuréyri var t.d. veitt, þá hafði ég þann háttá, að spyrja formann póstmannafélagsins hvort þeir hefðu ekki eitthvað til málanna að leggja , og yrði það þá tekiö til greina við stöðuveitinguna, svo sem sjónarmið annarra starfs- manna hjá pósti og sima. Þessu svöruðu þeir neitandi, en vildu einungis binda sig við sam- eiginlegt starfsmannaráð. Eg tei personulega að best fari á þvi, að menn getr rætt malin i starfs- mannaráði og komið þar á fram- færi sinum félagslegu skoðunum og sjónarmiðum. En meðan svo er ekki, er sanngjarnt að veita þeim tækifæri til viðræðna við póst- og simamálastjóra, og að koma sjónarmiðum sinum þannig á framfæri. Sagði Jón Skúiason ennfremur, að fyrrverandi formaður félags póstmanna hefði kosið að fara þessa leið og oftsinnis rætt mál félagsins við póst- og simamáia- stjóra. Hins vegar heföi núver- andi stjórn að þvi er sér skildist, tekið þá afstööu, að hafna öllum viðræðum við sig, en bundiö sig eingöngu við tillögurétt I starfs- mannaráði. Eg er siður en svo að afellast stjórnina fyrir afstöðu hennar I þessum málum, en þó teldi ég æskilegra, að hún kæmi skoðunum sinum á framfæri við mig, meöan póstmenn eiga ekki tiltögurétt i starfsmannaráöi, sagði Jón Skúlason að lokum. —JSS. Sagði Jónas ennfremur, að fólk væri orðið þreytt á að biða eftir niöurstöðum umræöna milli svo- kallaðrar samstarfsnefndar og Fjármálaráðuneytisins. Þær hefðu gengið hægt og tafist mikið vegna sumarleyfa, og nú virtist sem menn væru farnir að gripa til eigin ráða, til að bæta hags sinn. Þetta fólk, sem sagt hefur upp, er yfirleitt i lægstu launaflokkun- um. En það má segja að aðrir séu að biða, og sjá hvaö kemur út úr umræðum samstarfsnefndar og ráðuneytis. _ jss

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.