Alþýðublaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 5
 msr Föstudagur 24. september 1976 VETTVANGUR 5 SAMEIGINLEG YFIRLYSING pólska og íslenzka utanríkisráðherrans eftir opinbera heimsókn þess fyrrnefnda Að lokinni opinberri heimsókn pólska utan- rikisráðherrans, Ste- fáns Olszowskis til ís- lands, gáfu hann og Einar Ágústsson út sameiginlega yfirlýs- ingu um þau mál, sem rædd voru meðan á heimsókninni stóð. Fer yfirlýsingin i heild hér á eftir: „Samkvæmt boði hr. Einars Agústssonar, ulanrikisráðherra Islands, kom hr. Stefan Olszowski, utanrikisráðherra alþýðulýðveldisins Póllands i heimsókn til tslands 20.-22. september 1976. Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn tók á móti Olszowski, ráðherra, meöan á heimsókn- inni stóð. Meðan á viðræðum stóð milli pólska ráöherrans og hins is- lenzka, en þær fóru fram á vin- gjarnlegan og hreinskilinn hátt, var skipzt á skoðunum um al- þjóðleg málefni sem efst eru á baugi, meö sérstöku tilliti til evrópskra vandamála. Einnig ræddu ráðherrarnir núverandi þróun pólsk-islenzkra sam- skipta og horfur á framtiðar- þróun á margvislegum sviöum. Viðræðurnar báru vott um viðtækt samræmi pólskra og is- lenzkra viðhorfa til vandamála þeirra sem rædd voru. Ráðherrarnir, sem voru á- nægðir með framvindu á slökun spennu (détente) eflingu örygg- is og þróun viðtækrar samvinnu i Evrópu og i heiminum yfir- leitt, bentu á nauðsyn þess að hin jákvæða þróun verði varan- leg og að ekki verði frá henni snúið. Báöir aðilarstaðfestu aftur á- kvörðun sina um að stefna aö og ná fullkomnum efndum á meg- inreglum og ákvæðum lokasam- þykktar ráðstefnu um öryggi og samvinnu i Evrópu. Það er Einar Agústsson skoðun þeirra, aö viðleitni til viðtækari og gagnkvæmt hag- kvæmrar samvinnu, sé mikil- væg fyrir málstað slökunar spennu i Evrópu. Þýðingarmik- ið spor i þessa átt sé að hrinda i framkvæmd hugmyndum á sviði ýmissa efnahagsmála, svo og á öðrum sviðum. Báðir aðilar eru sannfæröir um, að nauðsynlegt sé að þróa núverandi pólitiska slökun spennu meö framvindu á sviði hernaðar, að gera viðtækar ráð- stafanir, sem stefni að tak- mörkun og stöðvun vopnakapp- hlaups, og ná þannig allsherjar og algjörri afvopnun. Mikilvægt framlag að þessu marki væri sköpun hagstæðra skilyrða til að kalla saman Alheims Afvopnun- arráðstefnu, sem allar þjóðir heims tækju þátt i. Báðir utanrikisráðherrarnir bentu á nauðsyn þess að endur- skipuleggja alþjóðleg efnahags- samskipti, sem miöi að þvi að grundvalla þau á nýjum megin- reglum jafnréttist með fullu til- liti til hagsmuna allra rikja. Ráðherrarnir lögðu áherzlu á það hlutverk Sameinuðu þjóö- Stefan Olszowski. anna að efla alþjóð frið og öryggi og áréttuðu á ný ákvörð- un rikisstjórna sinna um sam- vinnu til að styrkja gervallt kerfi Sameinuðu þjóöanna. Þeir staöfestu einnig á ný hollustu bæði Póllands og tslands við markmið og meginreglur stofn- skrár Sameinuöu þjóðanna. Með tilliti til mikilvægis þeirra vandamála sem nú liggja fyrir á dagskrá Allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna, tóku ráöherr- arnir fram, að sendinefndir beggja landa myndu leitast viö að stuðla sameiginlega aö lausn þeirra. Utanrikisráðherrarnir lýstu ánægju sinni yfir hagfelldri framþróun samvinnu tslands og Póllands. Þeir staðfestu á ný mikinn áhuga á stöðugri og við- tækri aukningu á tvihliða sam- skiptum i framtíöinni. I þessu sambandi lögðu ráðherrarnir á- herzlu á mikilvægi persónu- legra samskipta milli fulltrúa beggja landa og lýstu vilja sin- um til þess að halda við slikum samskiptum á ýmsum stigum. Báðir ráðherrarnir voru sam- mála um, að frekari aukning viðskipta og efnahagssamvinnu milli Póllands og tslands væri mjög veigamikil fyrir allsherjar tvihliða samskipti. Þeir lýstu ánægju sinni yfir samkomulagi þvi, sem náðist nýlega á fundi i i sameiginlegri nefnd Pólverja og tslendinga með tilliti til magns viðskinta og annarra efnahagssamskipta, i samræmi við langtima viðskipta- og greiöslusamkomulagið áriö 1975. t viðræðunum voru mjög rædd fiskveiðivandamálin. Sam- komulag varð um, að haldiö skyldi áfram pólsk-islenzkum viðræðum og stefnt aö þvi að komast i nálægari framtið að lausn, þar sem tekið verði tillit til lifshagsmuna tslands og Pól- lands. Slik lausn gæti m .a. falizt i sameiginlegum visinda- og tæknisamvinnu-verkefnum sem miðuðu að skynsamlegri nýt- ingu á lifriki sjávar. Báðir ráðherrarnir lýstu ánægju sinni á þeirri tvíhliöa samvinnu, sem nú fer fram, á sviði visinda- og menningar og lögðu áherzlu á, aö beitt yrði öll- um tiltækum ráðum til frekari þróunar á þessu sviði i framtið- inni. Þeir lögðu sérstaka á- herzlu á tækifæri til þess aö koma á nánari samskiptum pólskra og islenzkra visinda- manna, listamanna og aðila frá fjölmiðlum. Stefan Olszowski ráöherra bauð utanrikisráöherra tslands, Einari Agústssyni, i heimsókn til Póllands. Boði þessu var tek- ið með ánægju, en timasetning veröur ákveðin siðar að diplo- matiskum leiðum.” Nýtt sæluhús Ferðafélags íslands á Emstrum Dagana 10.-12. sept. var farið með sæluhús inn á Emstur. Er það fyrra húsið, sem Ferðafélag Islands setur upp á milli Þórs- merkur og Landmannalauga. Fyrirhugaö er að velja hinu húsinu stað austan við Hrafn- tinnusker. En sökum þess hvað mikill snjór er enn á þessum slóð- um, siöan i fyrravetur, er ekki hægt aö koma þvi húsi á sinn stað nú i ár. Farið var með húsið á bilpalli og þvi valinn staður nálægt Fremri-Emstruá. Þessi tvö gönguhús eru byggð eftir sömu teikningunni. Þau eru að grunn- fleti 27 ferm. og rúma um 20 manns. Teikninguna geröi Jón E. tsdal, og hefur hann haft umsjón með smiði og uppsetningu húsanna, en Astþór Runólfsson byggingameistari tók að sér smiði á þeim. Með tilkomu þessara húsa breytist mjög til batnaðar aðst. þeirra, sem leggja leið sina fót- gangandi á milli Landmanna- lauga og Þórsmerkur, en það hefur aukist i sumar að menn hafa fariö þessa leið. A sumrinu 1975 var sett bilfær brú á Innri- Emsturá og fyrirhugaö er aö setja göngubrú á Fremri- Emsturá, en þessar ár hafa verið helztu farartálmar á þessu svæði. Er óskandi aö tslendingar notfæri sér bætta aðstööu og fari að ferðast meira fótgangandi um óbyggöir landsins. Um mánaðamótin júli-ágúst urðu framkvæmdastjóra skipti hjá Ferðafélagi tslands. Tómas Einarsson, sem gegnt hefur starf- inu frá 1. april hætti, en hann er kennari að atvinnu og tók það að sér aðeins til skamms tima. Þórunn Lárusdóttir er nú fram- kvæmdastjóri.en hún hefur unnið hjá F.l. siðan 1961, i mörg ár aðeins að sumrinu, en frá 1. april 1975 i fullu starfi. Sérkennileg „hlaupakeppni Hver verður fyrstur í mark? Það var býsna fróðlegt að lesa fórsíðu Tímans ? gærmorgun. Þar er getið um, að bankastjórar Al- þýðubankans hafi e.t.v. tekið milljóna lán hjá sjálfum sér í Alþýðu- bankanum og án þess að fyrir þeim lánum væru viðhlítandi tryggingar Vissulega eru þetta ekki nein smátíðindi, ef sönn reyndust, enda er réttilega tekið fram, að það muni ekki vera venja, að starf smenn banka taki lán hjá þeirri stofnun, sem þeir vinna hjá, sízt ætti það að henda banka- stjóra. Það, sem vekur þó meiri athygli en annað, er að þessi fregn er alger- lega óstaðfest, þvi „ekki hafi náðzt í saka- dómarann, sem með Al- þýðubankamálið fer ", áður en f réttin var birt Nú er það raunar ekki nein nýlunda, að Tíminn fari með fleipur. En þetta er nú einmitt nákvæmlega hiö sama sem blaðiö hefur uppi sem aðalsakir á hendur t.d. Dagblaðsins, að það birti og ástundi slúðurfrétt- ir, og telur það eðlilega mark sorpblaðamennsku Ekki er þvi að neita, að af og til hafi birzt i Timanum býsna undarleg skrif, þar sem haft hefur verið í hótunum beint og óbeint, að ef reynt yröi að fletta ofan af misferlum, myndu þeir kumpánar þar taka sig til og gera slikt hið sama líklega i ein- hverju hefndarskyni Þennan Svarta Pétur hefur blaðiö boöist til að spila ef...Nú liggur þaö I hlutarins eðli, að það má vera ráðgáta, hversvegna Timinn er svona hörundssár, þótt flett sé ofan af þvi, sem úrskeiðis geng- ur i þjóðlifinu. Geta þeir herrar þar virki- lega ekki hugsað sér annað, a.m.k. aö óreyndu, en að upp- ljóstrun hneykslismála hljóti endilega að vera bundiö við Framsóknarflokkinn? Er ástæða til þess, að þeir hleypi sér i hnút, og skjálfi á beinunum, ef orðrómur kemst á kreik um misferli? Viðbrögðin við þessum aug- ljósa skelk er svo annar kapi- tuli. Það er, aö mati allra heiðar- legra manna, alger firra, að þaö eitt aö aðrir gerist sekir um af- brot, bæti nokkuð úr skák fyrir neinum. Það getur alls ekki samrýmst hugmyndaheimi þroskaðs fólks með óbrenglaða siðferöiskennd. t annan stað er svo þess að gæta, sem mætti vera Tíma- mönnum nokkur huggun, og veitir vist ekki af, að maður sem styður tiltekinn stjórnmálaflokk og brýtur ai ser, gerir þaö auð- vitað á sjálfs sin ábyrgð, nema afbrotin séu framin á vegum og aö tilhlutan þess sama flokks. Hitt mætti vera meira i- hugunarefni, ef það kemur i ljós, að skúrkar safnast saman á vegum tiltekins flokks og velja sér þar starfsvettvang, hvort ekki væri þörf á þvi aö moka flokksflórinn, fremur en að skjóta skjólshúsi yfir þann lýð og verja með kjafti og klóm Nú virðist svo komið, aö Tim- inn sé að mynda sveit, til þess að vera einskonar mótvægi við það, sem hann hefur áfellzt Dagblaðið hvað skarpast fyrir, að birta óstaðfestar ,,æsi- fregnir” einsog rækilega kemur framiblaðinu igær. Vel fer au- ðvitað á þvi, að forystan sé i höndum „álfsins”, en auk hinn- ar ómerktu fréttar á forsiðu, veður Guðjón Styrkársson fram á ritvöllinn og upplýsir þar, að Jón Ragnarsson sé einn af hinum umræddu keðjuá- visanamönnum eða sé „ talinn í HREINSKILNI SAGT það” eins og komizt er að orði Hvort það er svo ætlunin að hefja einhverskonar „Olympiu- keppni” við Dagblaðið I þessu efni, skal ósagt látiö, en þá er þó liklegt, aö Jónas þurfi að fara aö hisja upp um sig, ef hann á ekki að verða algerlega undir Sýnt er a.m.k., aö Timinn get- ur teflt fram með sáralitlum fyrirvara, mannafla, aö tölunni til, sem umtalsverður er Landsmönnum mun nú, ef að likum lætur, gefast kostur á, að horfa á þetta athyglisverða kapphlaup, sem nú er hafið, og sjálfsagt mun ekki skorta á kapplið og hvatningar úr þeim hópnum, sem hafa geðslag til þess að „kaupa sig inn” á „tunderinguna” Hér skal ekki spáð, hvor betúr hafi, þó benda megi á, að „frjálsleg meðferð” á stað- reyndum hefur fyrir löngu hlot- iö nafnið „Timasannleikur”. Oddur A. Sigurjónsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.