Alþýðublaðið - 14.10.1976, Síða 1

Alþýðublaðið - 14.10.1976, Síða 1
1 FIMMTUDAGUR 14. OKTOBER Áskriftar- síminn er 14-900 I BLAÐINU I DAG 'igÉi'/iVÍt- Flaska í vasann Það sem sumir nefna greiða, nefna aðrir mútur. Menn veita vinargreiða, en fá að launum krónu/dollar i vasann, flösku, bjórkassa eða jafnvel sólarferð. En nú er friðurinn úti. Alþýðuflokkurinn hefur lagt fram frumvarp. Sjá bls. 8 og 9 _j'i io L ----IC ’C Jacr scdczjci^ otlond Sukk í Moskvu Þeir sem eru gefnir fyrir hið ljúfa lif heimsborganna fá efni við sitt hæfi i dag. Höfuðborgin i riki Brésnefs er ekki barnanna bezt, við bregðum upp mynd af þessu i dag. Svo bregðast tré... Sjá bls.5 IBBBeW ts ]□ rs? nrzcz' FRÉTTIR Vísitala á flugaferð Visitalan stigur og stigur. Þegar Alþýðu- blaðið fór i prentun, var hún 26 stigum hærri en i ágúst s.l. Enginn fær vitað hvernig málin standa þegar blaðið kemur i þinar hendur. En hvað um það. Sjá bls.2 acr: ia nc 01 .LirV f&^cr-iaQaa Kaskótrygging ungmenna Er kaskótrygging ungmenna hugsanleg lausn á unglingavandamálinu, spyr kona ein i Horninu i dag. Hugmyndin er virð- ingarverð, en varla verða þó tryggingar- félögin i landinu fyrst til að æpa húrra. Sjá bls. 13 H »i—iui3rt;rj‘ ~ !C3T :> «= ’OC m ÍD' □Dj jOQE r'va r.71^^' Veigamikil mál Leiðarinn i dag fjallar um fimm veiga- mikil málsem þingmenn Alþýðuflokksins hafa lagt fram á þingi. Sum þeirra varða dóms- og sakamál, en fólk hefur tals- verðar áhyggjur af þróun þeirra upp á siðkastið. , . S|a bls. 2. susr ‘c :..n. :.iC~ o <=> «= IIOCOCZD ci'. - cr"> cm í íacz SF’QI gsC IV sca-s ÍOQDJ íOí inr TVEIR ÞÝZKIR HAFA VERIÐ STRIKAÐIR ÚT Vestur þýzki togarinn Hagen sem sviptur var veiðileyfi i gær eins og Alþýðublaðið skýrði þá frá, er annar þýzki togarinn sem strikaður er út af skrá siðan samningurinn var gerður við Þjóðverja i nóvember i fyrra. Nú hafa þvi 38 v-þýzkir togarar leyfi til veiða hér innan 200 milna markanna. I byrjun júni komst Landhelgis- gæzlan á snoðir um að togarinn Bremenhaven væri með klæddan poka og var hann þá tafarlaust strikaður út. Upphaflega fengu 40 þýzkir togarar leyfi til veiða hér við land og var skýrt tekið fram i samningum, að ef einhverjir brytu af sér og misstu þar með leyfið kæmu ekki aðrir i þeirra stað. Samningurinn við Þjóðverja rennur út i lok nóvember á næsta ári, en samkvæmt honum mega þeir veiða 60.000 tonn á ári innan 200 milna, en þar af aðeins fimm þúsund tonn af þorski. Engar skýringar Eins og Alþýðublaðið greindi frá i gær fullyrti skipstjórinn á Hagen að hann væri að veiðum á löglegu svæði þegar varðskips- menn á Öðni mældu hann 2,5 sjómilum fyrir utan hólfið á Kögurgrunni. Sýndi hann kort sin þvi til sönnunar, en þar voru aðrir miðunarpunktar en samningur- inn milli þjóðanna gerir ráð fyrir. Við athugun á frumritum orð- sendinganna milli Þjóðverja og Islendinga um samninginn fékkst staðfest, að ekki leikur neinn vafi á að okkar tölur eru réttar. Hins vegar hefur ekki fundist nein haldbær skýring á þvi hvers vegna þýzkir togarar hafa verið með aðrar miðunarpunkta til að reikna út leyfileg veiðisvæði. —SG. BÍLAR 0G HÚSÞÖK Það hvilir einhver værð yfjr þessari sérkennilegu mynd af bfl- toppum og húsþökum i höfuðborg- inni. Hún minnir okkur á það, að þegar erli dagsins er lokið færist hvild yfir borgina áður en nátt- myrkrið og lifandi fjör næturlifsins kviknar. Jafnvel hin ómanneskju- lega „blikkbelja” virðist hvildar- innar þurfi. N0RSK HYDR0: Keppist við að fegra ál- vers-áætlun sína fyrir íslenzkum ráðamönnum Það hefur vist ekki farið fram hjá mörgum manninum, að norska stórfyrirtækið Norsk Hydro hefur augastað á íslandi, nánar tiltekið Eyjafjarðarsveit- um, sem álitlegum stað til að byggja á álver. Eins og fram hef- ur komið, er hér ekki um neitt smá-fyrirtæki að ræða. Aætlað er að framleiðsla þess miðist við 100.000 tonn á ári og þar muni starfa 5-600 manns. Orkuþörf er áætluð um 200 MW. 1 viðtali við Alþ.bl. 5. október, sagði Garðar Ingvarsson starfs- maður viðræðunefndar um orku- frekan iðnað. að „hugmyndum um álver við Eyjafjörð hafi ein- ungis verið fleygt fram, án þess að nokkrar ákvarðanir hafi verið teknar eða samningaviðræöur við viðkomandi aðila hafi farið fram.” „Norsk Hydro hefur lengi átt gott samstarf við islenzka aðila og hefur um nokkurt skeið selt hingað til lands tilbúinn áburð og fleira”, sagi starfsmaðurinn Garðar, en vildi sem minnst gera i sögnum um áætlanir fyrirtækis- ins um framkvæmdir á Norður- landi. En hvað sem öllu liður, þá er staðreyndin sú, að Norsk Hydro reynir nú allt hvað af tek- ur að þrýsta á opinbera aðila á bak við tjöldin, um að gera ýmsar rannsóknir — „innan aðgengi- legra fjárhags- og tæknimarka”, eins og þeir segja. Fulltrúar fyrirtækisins keppast við að lýsa hinni „geysi öru þróun i tækn- inni”, sem á að þýða það, að hætta á mengun umhverfis af völdum álvers sé hverfandi. Minna fer fyrir skrifum um mengun menningarinnar af völd- um stóriðju i plöggum Hydro- manna. Aiþýðublaðið birtir i dag úrdrætti úr bréfum frá Norsk Hydro til islenzkra stjórnvalda. Sjá baksiðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.