Alþýðublaðið - 14.10.1976, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 14.10.1976, Qupperneq 10
1 SJÖNARMID Fimmtudagur 14. október 1976 Lausar stöður Nokkrar stööur bifreiöaeftirlitsmanna viö Bifreiöaeftirlit rikisins i Reykjavik eru lausar til umsóknar. Staöa bifreiöaeftirlitsmanns viö Bifreiöaeftirlit ríkisins i Keflavik er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir berist Bifreiöaeftirliti ríkisins, Borgartúni 7, fyrir 22. óvember n.k. Reykjavík 13. október 1976 BifreiöaeftirliL rikisins Byggingaeftirlit Byggingadeild borgarverkfræðings óskar eftir að ráða 1-2 byggingaeftirlitsmenn. Til greina kemur að ráða tæknifræðing, byggingafræðing eða verkfræðing i aðra stöðuna. Umsóknir sendist deildinni, Skúlatúni 2 fyrir 21. okt. n.k. Auglýsing um starf Rikisútvarpið—Sjónvarp óskar að ráða viðskiptafræðing eða mann með sambæri- lega menntun i stöðu skrifstofustjóra Sjónvarpsins. Laun skv. 21. flokki B.H.M. Umsóknum sé skilað til aðalskrifstofu Sjónvarpsins að Laugavegi 176 fyrir 25. október n.k. á eyðublöðum sem þar fást afhent. Auglýsið í Alþýðublaðinu 9rik e>UÍ£ Vá/ maöur! Sjáöu hana þessa — þetta er sko min týpa! LÍFLEGAR UMRÆÐUR Meðan blaðamaður Alþýðublaðsins dvaldist á Hótel Sögu i gær og hlustaði á umræður á 30. þingi BSRB, voru umræður að mestu helg- aðar kjaramálum og lifeyrissjóðsmálum. Lögð var fram tillaga Starfskjaranefndar um kjaramál og fjallaði hún bæði um þróun kjara- mála undanfarin ár og siðan um kjarasamn- inga BSRB á næsta ári. I kaflanum um kjarasamning- ana á næsta ári kemur fram til- laga um að tryggð verði með samningum 120 þúsund króna lágmarkslaun, og voru skoðanir mjög skiptar um það atriði. Mest var deilt um það, hvort æskilegt væri að leggja fram slíka ákveðna krónutölu i samninga- viðræðum og einnig, hvort ekki væri hér i raun og veru verið að fara fram á óraunhæfa hluti, þótt allir viðurkenndu að þessi laun sem lægstu laun væru sizt of mikil. Hins vegar væri ákaflega vafasamt að setja svona tölur fram, þar sem það gæti vakið ótimabæra bjartsýni i hugum fólks og þvi sár vonbrigði, ef ekki yrðihægtaðsemja um þessa tölu. — Auk þess tóku sumir fram, að BSRB hefði áður gert þá skyssu Starfið er of lítils metið Ingibjörg llelgadóttir. Ingibjörg Helgadóttir hjúkrunarkona sagöi aö mikil óánægja væri meöal hjúkrunar- fólks meö launakjör og þaö vanmat á stéttinni sem fram kæmi i ákvöröun launa hennar. Hér er fyrst og fremst um það að ræða, að við erum með ákaflega lág laun, og auk þess er munur milli launaflokka litill, 3- 4000 krónur. Byrjunarlaunin eru 86.269 krónur á mánuöiy en eftir fjögurra ára starf. eru launin 95.333 samkvæmt 11 launaflokki. Eftir 6 ára starf eru svo launin 98.356 krónur. Glímum frá fyrri — Oréttlætið sem við- gengst meðal þeirra kennara sem starfa við sama skólastig er orðið óþolandi, sagði Sveinn Kristinsson kennari, þegar við spurðum hann um kjaramál barna- kennara. — Þar eiga all- ir að taka laun sam- kvæmt sama kerfi, en þó fá þeir sem kenna i efri bekkjum umtalsverð friðindi umfram þá sem kenna i neðri bekkjum. Þannig fá þeir sem kenna i 6., 7. og 8. bekk grunnskóla 13% auka- vinnuálag sem þeir sem kenna yngri bekkjunum fá ekki, ofan á það, að eldri bekkja kennararnir þurfa ekki að skila nema 30 stunda kennslu á viku en hinir 34 timum, sem verða reyndar 33 eftir 1. desember. Sérnám er ákaflega litils metið i launum, til dæmis fær hjúkrunarkona eða -maður sem, farið hefur i eins árs sérnám ekki nema eins flokks hækkun út á það nám sitt. Okkur finnst starfið ekki vera rétt metið, eðli þess. menntunin sem til þess þarf og stjórnunar- störf innan stéttarinnar er alls ekki metin til jafns við stjórnunarstörf annarra stétta. Þar á ég við deildarstjórn og þess háttar. sem dæmi get ég nefnt þér, að hæstu möguleg laun hjúkrunarfólks, sem er fyrir hjúkrunarforstjóra og skólastjóra Hjúkrunarskólans, eru 140 þús. krónur á mánuði' Þannig er lögð mun meiri áherzla á verðmætavörzlu i launakerfinu heldur en vörzlu lifandi fólks. 1 annan staö er starf okkar gegnumgangandi vaktavinna. Engum þykir gott að vinna þannig, þar sem fólk dettur mikið úr tengslum við lífið vegna mikillar vinnu um helgar og margra aukavakta, sem koma til við arf tíma Þetta óréttlæti er arfur frá þvi fyrir grunnskólalög, en við höfum þó einhverja smávon um hreyfingu á þessum málum eins og ef til vill öðrum hagsmuna- málum okkar. Einhverjar viö- ræður hafa farið fram, en ég ótt- ast mjög að það sé aöeins verið að reyna að stinga upp i okkur dúsu til að gera okkur ánægð i bili. Það má nefna meira um þetta óréttlæti innan kennarastéttar- innar. Til dæmis fá þeir kennarar sem kenna \ið 8 mánaða skóla samkvæmt30 tfmaskyldunni heils árs kaup en þeir sem vinna sam- kvæmt 34 tima skyldunni fá ekki nema 11 mánaða laun á ári. Auk þess eru svo þeir punktar sem efri bekkja kennarar vinna sér inn á ári hverju. með námskeiöum eöa reynslu, 'úietnir meira hjá efri bekkja kennurum. Þannig hjálpast allt til að gera þessa kennara að hreinni yfirstétt innan félagsins. Ég vil taka það fram, að þessir efri bekkja kennarar sem ég hef talað um eru sammála hinum um þetta óréttlæti og vilja fá þvi breytt. Auk þessa er svo á dagskrá þessi venjulega launabarátta sem allir opinberir starfsmenn eiga I, enda eru þeir upp til hópa lág- launamenn. Við kennararnir erum svona einhvers staðar i miðjunni, hvað launakjör snertir. — Er ekki erfitt að fá kennara til starfa meðan kjörin eru svona slakleg? vegna of fárra sem þessu starfi vilja sinna. Og þæreru svona fáar vegna þess að launin eru of lág miðað við starfið. Þess vegna ber brýna nauðsyn til að kjör þessarar stéttar batni. Að öðrum kosti fást aldrei nægilega margir til að vinna aö hjúkrun. Við erum hins vegar stór hópur meðal opinberra starfs- manna og þess vegna þykir ráöu- neytinu það sjálfsagt alltof dýrt að hækka launin okkar. Hvað um verkfallsréttinn? Við eigum auðvitað að hafa verkfallsrétt eins og aðrar stettir. Ég veit að fólk er sumt hrætt við slikan rétt i höndum heilbrigðis- stétta, en verkfallsréttur er ekki annað en mannréttindi sem allir eiga að hafa. Hitt er svo annað að það er eins með okkur og aðra launþega, að við myndum ekki beita verkfallsvopninu fyrr en allt annað þrýtur. Við erum búin að ræða þetta mál hjá félaginu, og komumst að þeirri niðurstöðu, að við getum auðveldlega beitt verk- fallsvopninu án hættu fyrir sjúkrahúsin. —hm. Sveinn Kristinsson — Þú getur nærri. Ég skal segja þér það, að 40% þeirra kennara sem ráðnir voru í haust voru rétt- indalausir. Hins vegar er til kappnóg af mönnum með kennararéttindi.Þeir hafa bara ekki minnsta áhuga á að fara i kennslu, eins og ástandið er. Hjá ráðuneytinu virðist það sjónarmið eitt ráöa feröinni, aö manna þurfi skólana, þar virðast þeir ekki hafa nokkurn áhuga á að fá menn með réttindi til kennslu. Ef viö tökum dæmi um skóla úti á landi, þá verður bilstjórinn sem ekur börnunum i skólann að hafa meirapróf, það er skylda. Hins vegar þarf maöurinn sem kennir börnunum í skólanura. ekki einu sinni að hafa gagnfræöapróf til að fá starfið. —hm

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.