Alþýðublaðið - 14.10.1976, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 14.10.1976, Qupperneq 11
ilþýðu- bS.aoíö Fimmtudagur 14. október 1976 ÍÞRðTTIR 11 UM KJARAMÁL að fara fram á ákveðna krónu- tölu, og mesta gæfa hefði verið að ekki fór ver en raun varð á i það skipti. Ýmis önnur atriði komu fram I þessari tillögu svo sem krafa um fulla verðtryggingu launa, rétt BSRB til uppsagnar samninga og verkfallsrétt á samningstímabil- inu ef veigamiklum forsendum samningsins yröi breytt og kaup- mætti umsaminna launa raskað. bá er krafa um að laugardagar teljist ekki til orlofsdaga, yfir- vinnukaup hækki i 100% miðað við dagvinnu, vaktaálag hækki frá þvi sem er, opinberum starfs- mönnum verði gefinn kostur á starfsmenntun og endurhæfingu. Fleiri atriði eru i þessari tillögu, en hér leyfir pláss ekki að farið verði nánar út i þá sálma. 1 umræðum kom einnig fram sú skoðun, að vafasamt væri að leggja mikla áherzlu á hækkun yfirvinnukaups. Spurning væri jafnvel, hvort ekki væri réttara að lækka það svo mikið að enginn nennti að vinna aukavinnu fyrir vikið. bannig væri aö minnsta kosti möguleiki að leggja niður þann þjóðarsið Islendinga sem lakastur er i verkalýsstétt — si- fellda aukavinnu vegna hreinnar nauðsynjar. betta væri að visu bundið þvi afgerandi skilyrði aö hægt væri að lifa af dagvinnutekj- um, en leggja bæri meiri áherzlu á það atriði en hækkað auka- vinnukaup. t gær tókum við tali þau Ingi- björgu Helgadóttur hjúkrunar- konu og Svein Kristinsson sem er fulltrúi Sambands islenzkra barnakennara á þinginu. ____hm GERIST EIGINN TlSKU TEIKNARI y/7Á 100 ÚRVALS FATAEFN/ Ultima KJORGARDI Getraunaspá Alþýðublaðsins Kerfisseðillinn notaður: Síðast voru níu réttir y fSLENZKAR GETRAUNIR Pósthólf 864 IþróttamlSstöSinni Reykjavik 8 Kr. 800 © The Football Leaguo Leikir 16. október 1976 Arsenal - Stoke K 1 X 2 J\ Birmingham - Middlesbro Bristol City - Leicester . . Coventry - Newcastle . Derby - Tottenham .... Liverpool - Everton .... Man. City - Q.P.R. . . . Norwich - Leeds Sunderland - Aston Villa W.B.A. - Man. Utd West Ham - Ipswich .. Hull - Wolves 1 * > % l 7 4 / X l X 2 Skrifið grelnilega nafn og heimilisfang s KERFI 16 RAÐIR v 4 leikir með tveim merkjum 8 leikir með einu merki i getraunaspá Alþýðu- blaðsins fyrir hálfum mánuði var notaður kerfismiði. A þennan miða fékk Alþýðublaðið 9 rétta og var þar af leið- andi aðeins einum frá því að fá önnur verðlaun. Viljum við þvi gera aðra tilraun með kerfisseðil- inn. Arsenal — Stoke Lið Arsenal er mjög sterkt um þessar mundir og er ekki liklegt til að tapa stigi á Highbury. Birmingham — Middles- bro Middlesbro er seinunnið lið. beir leggja alla áherzlu á vörn- ina og hún er góð hjá þeim. Með slikri leikaðferð verða fá mörk skoruð. bess vegna er spáin jafntefli, en til vara heimasigur. (Fyrsti tvöfaldi leikurinn). Bristol City — Leicester. Eins og margir spáðu i upp- hafi leiktimabilsins, þegar Bristol City trónaði á toppinum, að þeir myndu detta niður fljót- lega, þegar meiðsli tækju að hrjá leikmenn, hafa haft rétt fyrir sér. bó finnst mér hrakspá þessi rætast heldur fljótt. Spáin útisigur, en til vara jafntefli. (Annar tvöfaldi leikurinn). Coventry — Newcastle Leikir Newcastle eru alltaf fjörugir og erfitt að spá fyrir um þá. begar þeir ná saman geta þeir unnið beztu lið með lýgileg- um mun, svo tapa þeir fyrir botnliðum á milli. Ég spái, að þeir detti niður á góðan leik að þessu sinni. útisigur. Derby — Tottenham Derby hefur átt afar lélega leiki i haust. Með sin . frægu nöfn innan stokks nær liöið ekki saman. bað gæti kannski hjálpað upp á sóknarleikinn, ef Lee gamli þurrkaði rykið af skóm sinum og byrjaði að leika aftur. Útisigur. Liverpool — Everton Liverpool er ekki liklegt til að tapa stigi á heimavelli nú frekar en fyrri daginn. Heimasigur. Man. City — QPR betta gæti orðið skemmtileg- asti leikur vikunnar. betta eru tvö skemmtilegustu liðin i Eng- landi þessa dagana og er sóknarleikurinn i fyrirrúmi. City ætti að hafa það á heima- velli. Norwich — Leeds Andstætt næsta leik á undan, ætti þetta að verða með leiðin- legri leikjum vikunnar. Leeds hefur átt hvern botnleikinn á fætur öðrum og er liðið ekki nema svipur hjá sjón hjá þvi sem liðið var i fyrra. Heima- sigur og til vara jafntefli. (briðji tvöfaldi leikurinn) Sunderlsrid— Aston Yilla bó að Villa sé ekki eins sterkt a útivelli og heimavelli, hef ég '-kki trú á öðru, en að liðinu tak- .st að sigra slakt Sunderland lið- ið. WBA — Man. Utd. WBA hefur átt góða leiki i haust og er það lið, sem hvað mest hefur komið á óvart i haust. bó held ég að liðið megni ekki að standa i United, þó á heimavelli sé. United-menn eru sterkir og er spáin þvi útisigur. West Ham — Ipswich. Eg trúi ekki öðru en að þetta fari að ganga betur hjá West Ham. Er þetta ekki byggt á öðru en von, svo að mönnum er viss- ara að fara ekki alveg eftir þvi og treysta á það sem gullvægan sannleika. Spáin jafntefli, en til vara heimasigur. (Fjórði og siðasti tvöfaldi leikurinn) Hull — Wolves Siðasti leikur seðilsins er leikur úr annarri deild. Úlfarnir eru stefkir um þessar mundir, gráðugir i stig og þyrstir i að komast i fyrstu deild aftur. Spái ég þvi, að þeim takist það og spái um leið útisigri. —ATA

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.