Alþýðublaðið - 14.10.1976, Side 14

Alþýðublaðið - 14.10.1976, Side 14
14 FRÁ MORGNI.. Fimmtudagur 14. október 1976 FRETTA- GETRAUN 1. Hver er maðurinn? 2. Einkennilegur misskilningur hefur komið upp varðandi veiði- samninga við V-Þjóðverja. 1 hverju er hann fólginn? 3. Hverjir urðu fyrst varir við leirgosið við Kröflu? 4. Hvaða stórfyrirtæki hefur hug á að reisa álver á íslandi? 5. Enn einn hópur starfsmanna innan rikiskerfisins hefur boðað til aðgerða vegna óánægju i launamálum. Hvaða hópur er þetta? 6. Og i framhaldi af þvi.hvenær er fyrirhugað að gripa til mót- mælaaögerðanna? 7. Hvaöa snillingur skrifaði dagbók blaðamanns i gær? 8. Fyrirhugað er að a.m.k. ein ný námsbraut taki til starfa við Háskólann i haust. Hvað verður kennt þar? 9. Hvað kostar nýi Volvóinn? 10. Hvaða sjúkdómar eru það, sem einkum hrjá drykkjusjúkt fólk? Og svo sagöi hún, vertu nú engillog lofaöu mér aö keyra /029 Bezti bfll, en hann titrar bara Iþegar ég er á 190 km hraöa. S V 0 R : -jeuiop^nts -jejjji 8o jipuiuia^sepaH '01 008 0S0 2 JBjsoii uubh ’6 jnQBUQieiæAjeHi'8 -uossQjnSis Jeuia •£ •jaqtuaAQU J!1J3 '9 •euueui ejQeiuu3Uie[9}fspq Sejepueg 'S •ojpj<H nsjON 't luipr p uuamjog •£ ■U|S iQaBASiQiaA eqjeuije Qe jij je8uipua(sj ua ejqundjeunQiui e jqb ejou jefjaAQpftj 'z •Suid-aHSH '0E Jlis nu jnjis uubh -uossuiApiea 'a uPÍQOO 'l í upphafi skyldi endinn skoða Skoðanir manna á köttum og kattahaldi eru skelfing skiptar. Sumum finnst virki- lega notalegt að hafa góðan heimiliskött, meðan aðrir segjast vart geta hugsað sér óhjrálegri kvikindi en einmitt ketti. í þriðja hópnum eru þeir, sem hugsa yfirleitt ekkert um ketti og láta sér á sama standa. Og það er einmitt spurningin, hvort það sé ekki þetta fólk, sem ætti aldrei nálægt köttum að koma. Það kannast flestir foreldrar við þau vandræði sem skapast þegar barnið i næsta húsi fær kött. Þá hefst ófriðurinn á heim- ilinu, þvi auðvitað vill barnið þitt lika eignast kött. Þvi miður láta margir undan þessu nöldri barnsins, án þess að gera sér grein fyrir, hvað slikt dýrahald hefur i för með sér.Oft er bætt við að börnin verði leið á hús- dýrunum, þegar nýjabrumið fer af þeim, en um þetta gilda sömu lögmál og um ný leikföng. Hver á að hugsa um köttinn? Og þá er það stóra spurningin. Hver á að hugsa um köttinn? ^Það þarf að gefa honum reglu- lega, skipta um sand i kassan- um og fleira og fleira sem fylgir sliku dýrahaldi. Oft er það svo, að þegar barnið hættir að hugsa um köttinn sinn sjálft, þá fyrst kemur i ljós, að enginn á heimil- inu hefur tima til að sinna dýr- inu, eins og þörf krefur. Það væri þvi vissulega skynsamlegt, að hugsa fyrir þessum mögu- leika, áður en látið er undan þrábeiðni barnsins, um að fá húsdýr. Þrifnaður er eitt af þvi sem köttum er meðfætt. En ef trass- að er að skipta um sand í kass- anum, og hirða matarleifar, þá getur farið svo, að kötturinn verði hinn mesti sóði, og geri þarfir sinar hvar sem vera skal. Út á gaddinn Þegar slikt kemur fyrir, þá gripa margir til þess ráðs, að losa sig við dýrið, og ósómann þar með. Og þvi miður, fara alltof margir auðveldustu leið- ina, þ.e. sleppa kettinum út á guð og gaddinn og vonast til að . sjá hann aldrei meir. Það hefur meir að segja kom- ið fyrir, að fundist hafa blindir kettlingar úti á viðavangi, matar- og hjálparlausir. Það hlýtur að þurfa talsvert hug- rekki til að skilja dýrin eftir, svona á sig komin, einkum þeg- ar hugssð er til þess, að þvi fylg- irhreint ekki mikil fyrirhöfn, að koma þeim til dýralæknis, sem leysir vandann á skjótan og kvalalausan hátt. Hér á þvi vel við að minna á gamla máltækið, sem enn er i fullu gildi og á ekki hvað sist við þama, nefnilega að ,,i upphafi skyldi endinn skoða”. Enginn ætti að taka kettling inn á heimili sitt, án þess að gera sér grein fyrir, hvort ein- hver aðstaða sé fyrir slikt hús- dýr, hvort einhver á heimilinu hafi tima til að sinna þvi og um fram allt, að koma þvi fyrir fljótt og þjáningalaust, ef svo reynist ekki vera. FRAMHALDSSAGAN Staðgengill stjörnunnar * * eftir Ray Bentinck Shirley heyrði Luke bölva. Hún sá móta fyrir honum i rökkrinu. En nú var hann á leið til dyra. Um leið og hann opnaði sást i dags- skimunni, að hann hélt á byssu. Svo fór hann til að finna þann i fjöru, sem skotið hafði. En hann kæmi aftur, og sú tilhugsun örvaði Shirley til dáða. Hún þaut eins og elding út úr kofanum og út i móana, en hún var ekki komin nema fimmtiu metra frá kof- anum þegar þrekinn maður kom til hennar og dró hana með sér. Hann tók fyrir munn hennar til að þagga niður i henni, og þegar hún barðist um til að losna, ýtti hann henni lengra niður. — Þegiðu, ef þú vilt lifi halda! Þetta var rödd Glen Mallorys, sem hvislaði i eyra hennar. Bandarikja- maðurinn lá á hné við hlið hennar og starði skelfingu lostinn á hana. — Þetta er ekki Paula! Þetta er staðgengill hennar! Um ieið heyrðu þau fótatak i nágrenninu. Luke var aö leita þeirra, og Shirley sá það á Mallory, að hann var hræddur við bófann. Þau lágu grafkyr, uns fótatakið fjarlægðist. — Þér... björguðuð mér! hvisl- aði Shirley þakklát. — Ég hélt, að þér væruð Paula, útskýrði hann. — Ég vissi, að þessi skepna ætlaði að ná f hana fyrr eða siðar, svo að ég fylgdist með honum. Þetta er aðsetur hans. Ég sá gegnum rifurnar, hvað hann gerði við yður, og þá skaut ég. Luke nam staðar smáspöl frá þeim og þau heyrðu hann kalla: — Komið þið! Ég sé ykkur! — Gabb! tautaði Mallory. — Ég átti að skjóta svinið, en þorði ekki! — Hver eruð þér? hvislaði Shirley. — Þér heitið ekki Glen Mallory og eruð ekki fararstjóri. — Ég get ekkert sagt yður! — Þér verðið! sagði Shirley ákveðin. — Þér hafið bjargað mér, og ég get kannski bjargað yður, þegar lögreglan nær yður. — Lögreglan? spurði hann skelkaður. — Já, lögreglan leitar að ykkur Luke Castle báðum, sagði Shir ley. — Ef þeir finna yður vilja þeir fá að vita, hvers vegna þér komið alltaf, ef einhver hætta vofir yfir Paulu. Hann svaraði engu, en lagði hlustirnar við. Þau heyrðu vélar- hljóð frá kofanum og skömmu seinna fjarlægðist það. — Þetta var Castle, sagði Mallory rólega. — Ég sá hann. Nú erum við örugg. Shirley reis skjálfandi á fætur. Grasið var döggvott. — Þér verðið að koma með mér til Tolbury og hreinsa mannorð yðar, sagði hún biðjandi — Lögreglan trúir yöur, ef ég styð framburð yðar. Hann kinkaði kolli. — Sækið kápuna og við göngum yfir móana til þorpsins. Hún þaut inn i kofann, þreif kápuna og stökk út. Glen Mallory var horfinn. Shirley skimaði i kringum sig. Hún skildi nú, að hann hafði aldrei ætlað til lög- reglunnar. Kjökrandi af hræðslu og þreytu staulaðist hún yfir móana i þá átt, sem Mallory hafði bent áðan. Sem betur fór hafði hún heppnina með sér, þvi að hún hitti mjólkurbil við veginn, og bilstjórinn leyfði henni að sitja i... 16. kafli Það var að koma morgunverð- ur, þegar Shirley gekk inn um hliðið. Max kom æðandi þangað. Hann nam snögglega staðar, þeg- ar hann sá þessa útgrátnu og úfnu stúlku, sem hann hafði leitað að alla nóttina. — Shirley! sagði hann. — Guði sé lof! Hvað kom fyrir? Hvar hefurðu verið. HUn lét fallast i faðm hans, og hann þrýsti henni að sér. — Luke Castle, hvislaði hún. — Hann lét ræna mér i stað Paulu. Max hélt fast utan um hana. — Hvað gerðu þeir við þig? — Ekkert! Mer liður .....vel! stundi hún. Þegar Max sá, að hún varalvegaðleka niður, lyfti hann henni upp og bar hana að húsinu, en þar náði hann strax i Paulu og Walt Silverstein. Walt hlynnti að Shirley, en Paula byrjaði strax að spyrja hana spjörunum úr. — Láttu hana i friði, skipaði Max. — Ég hringi umsvifalaust i lögregl- una. Luke Castle rændi henni. Ég sagði ykkur, að hún hefði aldrei farið og skilið mig eftir einan. Hann brosti bliðlega til Shirley. Shirley var að jafna sig, þegar rannsóknalögreglumaðurinn kom. Hún sagði honum alla sög- una, og lýsti bófunum tveim og kofanum. Þegar hún hafði lokið máli sinu, sagði Paula og hrollur fór um hana: —-Þetta hefði getað verið ég! Það endar með þvi, að Luke nær mér! — Ekki ef við fáum hann fyrst#. frk. Langton, sagði rannsóknar- lögreglumaðurinn. — Og það ger- um við með yðar hjálp. Þér gætið t.d. sagt okkur, hvort þér hafið svona fæðingarblett. — Og hvað með það? spurði Paula hvasst. — Þér sögðuð, að Luke Castle væri geðsjúkur aðdáandi yðar en hann virðist samt hafa góða hug- mynd um... dálitið persónulegt, sagði rannsóknarlögreglumaður- inn. — Aðdáendur stjörnu vita allt um hana! sagði Paula stórbokka- lega. — Fæðingarbletturinn sést, þegar ég er í bikini, og það hefur verið minnzt á hann i mörgum blaðagreinum, svo að þetta er ekki jafnpersónulegt og þér reynið að gefa i skyn. — Og þessi Glen Mallory er að- dáandi yðar? spurði rannsóknar- lögreglumaðurinn. — Eftir þvi sem Shirley segir, sagði Paula hæðnislega. — Ég hef aldrei hitt hann sjálf, en hann birtist i hvert skipti, sem Castle kemur fram á sjónarsviðið. Ég KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 7 1200 — 74201 V’ POSTSENDUM TROLOFUNARHRINGA Jolj.iiiiirs Utifsson U.uifl.iutai femii 19 209 DUflA Síðumúla 23 sími 64900 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 önnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn >

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.