Alþýðublaðið - 14.10.1976, Page 16

Alþýðublaðið - 14.10.1976, Page 16
Aætlun um víðtækar rannsóknir vegna álvers við Eyjafjörð &orsk Hydro a.i Eins og fram hefur komiö I Alþýðublaðinu, hefur Rann- sóknarstofnun Norðurlands og Veðurstofu íslandsverið falið aö framkvæma rannsóknir við Eyjafjörð, vegna hugmyndar urn byggingu álvers þar um slóðir. 1 bréfi frá hringnum NorskHydro, dagsettu 15. marz 1976 er greint frá þeim rann- sóknum sem norska fyrirtækiö vill aö fram fari hér með þetta I huga. Fylgir hér lausleg þýðing bréfsins: „Náttúru- og umhverfisaðstæður Rannsóknir sem hefja ber þegar f stað: 1. Veðurfræði-, loftslag og úrkoma Samvinna verði höfð við Veðurstofu Islands. a) Kanna starfssemina við veðurathugunarstöðina á Akureyri: rannsóknaraðferðir og upplýsingar sem fyrir liggja. b) Hefja veðurfræðiathuganir við Gæsir og mæla og kanna hita, úrkomu, skýjafar, vind- hraða og vindátt. Bera saman niðurstöður frá Akureyri og Gæsum. c) Ef Veðurstofa Islands æsk- ir þess, skal komið á fót rann- sóknarstöð á Akureyri eða við Gæsir, til þess að mæla loftslag og úrkomu. Er þá höfö i huga hliðstæðstöð og þær sem gerter ráð fyrir i áætlun OECD um rannsóknir á loftmengun I Norð- ur-Evrópu. Ahugavert væri t.d. að mæla leiðni og sýru, og innihald flú- ors, brennisteins og ryks i úr- komunni. 2. Gróður Samvinna við landbúnaðar- yfirvöld. a) Framkvæma almennt mat á gróðurríki og vaxtar- skilyrðum við Gæsir og næsta umhverfi. b) Kanna F-innihald (flúor ?) i sinum af beitargrasi hey og á ákveðnum stöðum á ákveðnum timum við Gæsir og næsta um- hverfi. c) Rannsaka vaxtarhraða trjáa við Gæsir og i næsta um- hverfi. 3. Landbúnaðarframleiðsla Samvinna við landbúnaðar- yfirvöld. a) Framkvæma almennt mat á búskap á Gæsum og nágrenni, m.a. bera saman mjólkurfram- leiðslu, sláturþunga o.s.frv. b) Kanna flúormagn i beinum búfjár og nautgripa frá Gæsum og nágrenni. Aldur dýranna verður að vera þekktur. c) Sé flúormagn i beinum óvenju hátt, skal það staðfest með mælingu á flúor i hlandi.” Undir bréf þetta skrifar LA. Conradi. —arh Natur- op. mil.i cfrorhold Unders^kelser som b0r ta til straks: 1. Meteorolop.i, luft op: nedb'/r Samarbeid med Islands meteorolociske institutt a) Finne ut hva slags virksomhet so meteorologiske stasjoner^^^^^ metoder oE husdyrholdet pá b) Etab^^^^“Ítae ^^eproduhsjon. ^en) Irl°k?nh°ldet 1 kn°kler bahre •’ zæznæ :r~ °slo, 15. mars 1976 --i Q L-A. Conradi Hér getur að lita bréf frá Norsk Hydro, þar sem’ fjallað er um umhverfisrannsóknir við Gæsir i Eyjafirði, vegna áætlunar um byggingu álvers þar um slóðir. Bréfið er dagsett hinn 15. mars 1976. NORSK HYDRO GERIR LITIÐ ÚR MENGUNAR HÆTTU FRA ÁLVERUM Þann 29. janúar 1976, sendi Norsk Hydro hingað til lands tillögur að umhverfisrannsókn vegna áætlana um álversbyggingu Þar sem plagg þetta er hin fróðlegasta lesn- ing fyrir leikna jafnt sem lærða, er ætlunin að birta hér alllangan texta úr þvi. Þar segir i upphafi: „Alver hafa oft leitt af sér töluverðar breytingar og skað- leg áhrif á umhverfið, vegna mengaðs úrgangs — i langflest- um tilfeUum á þetta við um flú- orsambönd sem sleppa út I and- rúmsloftið. A síöustu árum hefur orðið geysiör þróun, hvað varðar það að draga úr flúor- mengun frá álverum. betta hef- ur orðiö til þess, að flúorinn er ekki lengur rlkjandi i úrgangi verksmiðjanna, heldur finnst hann i samhengi við önnur úr- gangsefni, svo sem brenni- steinsdioxið, hydrokarbón og venjulegt ryk. Hin merkjanlega minnkun loftmengunar frá álverum, ásamt aukinni umhverfisvit- und, hefur svo einnig leitt til þess að mengaður úrgangur sem rennur i' sjó og vötn, hefur verið dreginn meira fram i dagsljósið. I seinni tið hefur svo athygli manna beinst mjög mikið að heilbrigðisástandi á vinnustöð- unum. Þau atriði sem hér hafa verið nefnd, er ekki hægt aö skoða einangruð hvert frá öðru, þar sem sömu þættir orka á þau öll. Til þess að ná sem beztum árangri, hvað varðar umhverfismálin innan aðgengi- legra fjárhags- og tæknimarka, cr mikill styrkur af bráða- birgðarannsókn. (min undirstr. — Þessi niðurstaða Hydro- manna veldur tæplega straum- hvörfum i sögu visindanna! 1 frumheimild hljóðar þessi merkilega setning þannig: „Til a oppna miljömessing optimale resultater innen en akseptabel ökonomisk-teknisk rammer en forundersökelse til god hjelp”). Slik bráðabirgðarannsókn mun auk þess hafa verulega þýðingu fyrir hugsanlega skoð- anamyndun um málið og varð- andi staðsetningu fyrirtækis á borð við álverið." „Gagnaðgerðir” verði áætlaðar Siðan er i áætluninni gerð grein fyrir svæðisrannsóknum sem gera á þar sem fyrirhugað er að reisa álver. Er þar gert ráð fyrir „kortlagningu” i lik- ingu við þá sem talað er um i bréfi þvi sem birt er á öðrum stað i blaðinu og varðar fyrir- hugað álver við Gæsir. Athuga á búskaparhætti, gróöur, veður- lago.s.frv. Einnig á að „áætla” magn eitraðs Urgangs frá verk- smiðjunum út frá fengnum upp- lýsingum. I þeim tilfellum er mengun virðist ætla að fara yfir hættumörk, skal hafin vinnsla á tillögum til úrbóta og „gagnað- gerða”. „Alvarleg mistök” Sfðan segir i plagginu: ,,1 framhaldi af þvi sem fyrr greinir, er viö hæfi að segja frá reynslunni af skipulagningu, stofnun og rekstri af Karmöy- verksmiðjum Norsk Hydro (áður ALNOR Aluminum Nor- way A/S), og þá er aðgengi- legast að draga fram þau atriði sem litið eða ekkert hefur verið minnst á áður. Alvarlegustu mistökin sem gerð voru, vörðuðu útreikn- ing/áætlanir um reykhreinsun, magn mengaðs úrgangs og áhrif hans. Þetta leiddi til alvarlegra óvæntra vandamála og skað- legra áhrifa. Þaö skal nefnt til „hræðslu og aðvörunar”, að magn flúorsambanda varð tvöfalt meira en gert haföi verið ráð fyrir. Einnig sýndi sig, að rann- sóknir á vissum atriðum varö- andi búskap og skógrækt, voru ekki nægilegar. Til dæmis sýkt- ist sumt sauðfé af völdum flú- ors, þrátt fyrir að flúorinnihald fóðursins væri ekki ofan þeirra hættumarka, sem dýralæknis- menntaðir menn töldu vera. Skýringin er liklega sú, að dýrin voru i slæmu ásigkomu- lagi og höfðu ekki fengið full- komið fóður með tilliti til bæti- efna, og þess vegna voru þau mjög næm fyrir þessu tiltölu- lega litla flúormagni (min undirstr.)” Vindafar verði kannað.... ,,A þeim tíma er áætlun var gerð um Karmöy-verksmiðj- uraar, voru aðeins til lög um flúormagn i úrgangi sem fór beint út i andrúmsloftið.. Organgur sem rann i sjó, var háðurlögum, og þarsem ákveð- ið var að hann væri hættulaus, voru engar rannsóknir gerðar i sjónum og með ströndinni. Upplýsingum varðandi þetta hefur þó verið safnað núna, þó svo það hafi ekki haft fnikla þýðingu. Atriði sem ekki beinlínis snertir ytri aðstæður, en er þó nefnt i þessu sambandi, er stað- setning verksmiðju með hlið- sjón af vindafari á staðnum sem hún á að standa á. Sé þetta ekki kannað nægilega og tekið tillit til þess, þá er hætta á þvi að mikil vandamál kunni siðar að koma upp varðandi endurnýjun lofts á vinnustaðnum.AKramöy varstaðsetningin ákveðin án til- lits til vindafarsins, og það varð dýrkeypt reynsla. Þvi er ráðlegt að rannsaka aðstæður með að- stoð módels, sé fyrirhugað að reisa álver á vindasömum stöö- um”. Norsk lög um vinnuvernd ófullkomin 1 lok áætlunarinnar frá Norsk Hydro, er gerð grein fyrir norskum lögum um úrgangsefni og vinnuvernd. Segir að engin lög nái beinlinis yfir vinnuað- stæður á vinnustöðunum. „I lögum um vinnuvernd eru þó ákvæði sem orka ákvarðandi á einstaka þætti ástands á vinnustöðum. En þrátt fyrir það, er liklegt að ný lög um vinnuskilyröi verði sett á þessu ári. Þau munu taka yfir ástand á vinnustöðum á ákveðnari hátt.” Undir þessa áætlun skrifar Per nokkur Ravn, en bréfið er dagsett i janúar á þessu ári, sem fyrr segir. —ARH FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1976 alþýöu blaðiö Lesið: I Dagblaðinu: „Niu skiluðu auðu, þegar Ragn- hildur Helgadóttir (S) var i gær kjörin forseti neðri Alþingis. Ókyrrð var i þingflokki Sjálfstæðis- flokksins vegna þessa og talið var, að nokkrir stjórn- arliðar hefðu ekki kosið Ragnhildi. o Heyrt: Að Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóð- viljans, sé liklegasta for- mánnsefni Alþýðubanda- lagsins, þegar Ragnar Arn- alds lætur af þvi starfi á næsta landsfundi flokksins, sem haldinn verður á næsta ári. Alþýðubandalagsmenn telja Kjartan duglegan og greindan, og að hann hafi þá yfirsýn yfir landsmálin, sem formaður þurfi að hafa. Andstæðingar Alþýðubandalagsins munu einnig fagna þvi mjög, ef Kjartan nær kjöri: hann muni endurnýja „komma- stimpilinn” á flokknum. o Séð: 1 Visi i gær er birt yfirlýsing frá Vilhjálmi Hjálmarssyni, mennta- málaráðherra, með þess- um formála: „Alþýðublað- inu hefur borizt eftirfar- andi frá Vilhjálmi Hjálmarsyni, mennta- málaráðherra:. „Margir munu spyrja hvort Alþýðu- blaðið sé að verða of áhrifamikið i rekstrarsam- starfi blaðanna tveggja. En gamanlaust! Þarna munu hafa orðið mistök i prent- smiðju. o Lesið: 1 smáauglýsingum Visis i gær: „Ég er sjálfur 40 ára og óska eftir að kynnast liflegum stúlkum á aldrinum 18-25 ára. Hef ekki aðlögun fyrir eldri konur. Svarið fljótt og vel af hreinskilni...” o Séð: Að bæjarstjórn Akur- eyrar hafi samþykkt, að fela húsameistara bæjarins að gera kostnaðaráætlun um nauðsynlegar endur- bætur til tryggingar öruggri varðveizlu Laxdalshúss við Hafnarstræti. Þar með mun vera ákveðið að húsið verði varðveitt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.