Alþýðublaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 4
4 VERKALÝOSMÁL Fimmtudagur 4. nóvember 1976.' Nú er Þjóðviljinn fluttur i nýtt húsnæði og Þjóðviljinn sem kemur út i dag er fyrsta blaðið, sem unnið er við Blaðsiðu- múla. Af þessum ástæðum lagði blaða- maður Alþýðublaðsins leið sina i nýja húsið, kynnti sér aðstæður og rabbaði við nokkra starfsmenn. Fyrstan hittum við að máli Árna Berg- mann. Andinn ekki kominn ennþá Arni sagöist vera búinn aö vinna á Þjóöviljanum í ein 14ár og þá aö sjálfsögöu niöur á Skólavöröustig. Árna fannst andann vanta i nýja húsiö, enda ekki nema von, þar sem þetta væri fyrsti dagurinn, sem þar væri unniö. Hann saknar gamla húsnæöisins, hann var þar svo lengi. Á sunnudaginn komu fjölda- margir starfsmenn, vinir og velunnarar Þjóöviljans i heim- sókn. Baö hann menn aö draga andann djúpt aö sér i þeirri von, aö eitthvaö yröi skiliö eftir af mannsandanum. A Skólavöröustignum áttu þeir sér draug, sem blés mönn- um undarlegustu hlutum i brjóst. t svona nýju húsi er aö sjálfsögöu enginn draugur, hins vegar hvin mikiö I kaffistofunni, þar er hægt aö una sér lengur og hlýöa á slag vindhörpunnar. Er Árni var aö því spuröur, hvort hann væri ekki bjartsýnn í nýja húsnæöinu, sagöi hann: Þegar ég byrjaöi á Þjóöviljan- um, var verið aö reyna aö breyta risinu i hæö. Það gekk bæði hægt og illa. Samt voru menn bjartsýnir. Sá, sem ekki væri bjartsýnn i þessu húsnæöi, mætti þá vera meiri bölsýnis- maðurinn. Flottustu ritstjórnar- skrifstofur i heimi Næst röbbuöum viö viö Gunn- ar Stein Pálsson. Þj óðviljahúsið glæsi- legasti vinnustaður blaðamanna hér á landi Gunnar sagöi, aö starfsfólkiö væri búiö aö biöa eftir þessum timamótum lengi. Segja mætti, aö allt siöasta ár hafi mann- skapurinn lifaö i tilhlökkuninni eftir aö flytja. Arkitektarnir geröu marga góöa hluti, eins og aökrefjast þess, að ný skrifborð yröu sett i öll herbergin, allt er ferskt og nýtt, meira aö segja ritvélarnar. Fyrst er ég sá skrifstofuna mina, fannst mér hún helzt til litil. Einar Olgeirsson heyrði þetta raus i mér og fór að hlæja. Hann sagöi, aö þegar þeir byrjuöu meö blaöiö fyrir 40 ár- um þá hafi öll ritstjórnin haft herbergi, sem var af svipaðri stærö og mitt. Eftir aö hafa heyrt þetta hef ég ekki minnst á stærö skrifstofunnar. Ertu ekki ánægður? Miðað viö þær kröfur, sem viö Islendingar gerum til húsnæöis almennt, og miöaö við þaö, aö þetta eru senniléga glæsilegustu ritstjórnarskrifstofur á Islandi, tel ég aö þær séu jafnframt flottustu ritstjórnarskrifstofur 1 heimi og er þvi ægilega kátur. Vaskarnir kosta 250.000 Annan ánægöan mann hittum viö næst. Hann heitir Einar Karlsson, og er ljósmyndari Þjóöviljans. Hann var aö koma fyrir tækjum sinum og öll starf- semin að komast i lag. Einar var önnum kafinn en vildi þó taka þaö fram, aö hann væri hæstánægöur meö hlut- skipti sitt i nýja húsinu, enda hefur hann unnið aö smiöi myrkrastofunnar sjálfur. Vaskarnir eru sér hannaöir og kostuöu 250.000 krónur. Loft- ræsting er eins og hún bezt getur oröiö. Gott pláss er fyrir myndasafniö og aöstaöa til „studiotöku”. Sem sagt hæstánægöur. —ATA 4 Gunnar Steinn Pálsson Einar Karlsson Ární Bergmann „Það vantar drauginn i húsið” Kosningum til Alþýðusambandsþings lokið Alþýðusambandsþing hefst 29. nóvember. Þangaö . munu milli 210 og 215 verkalýösfélög senda tæplega 400 fulltrúa. Félögin eru nú sem óöast aö senda kjörbréf fulltrúanna til skrifstofu Alþýöu- sambandsins aö sögn Kristfnar Halldórsdótturhjá ASl. Sagöi hún aö öll kjörbréfin þyrftu aö berast fyrir 15. nóvember, en kosningu er nú lokiö I öllum félögunum, þar sem ekki var sjálfkjöriö fyrir. Alþýöublaöinu hafa borist upp- lýsingar um fulltrúa eftirtalinna verkalýösfélaga til viöbótar þeim sem áöur hefur veriö greint frá: Verkalýösfélag Hólmavfkur Benedikt Sæmundsson Sveinafélag húsgagnabólstrara Daði Ólafsson Verkalýösfélagiö Skjöldur, Flateyri Hendrik Taulsen. Sjómanna- og vélstjóradeild Verkalýösfélags Grindavfkur Vilmundur Ingimarsson Félag matreiöslumanna Guöbrandur Gunnar Björnsson Eirfkur Viggósson Bifreiöastjórafélagiö Okuþór, Selfossi Gunnar Guönason Verkalýösfélagiö Hvöt, Hvammstanga. Haraldur Pétursson. Birgir Jónsson. Verkalýösfélag Hverageröis og nágrennis Sigmundur Bergur Magnússon Þórður Ólafsson Málarafélag Reykjavikur Magnús Þ. Stephensen Rafvirkjafélag Akureyrar Sigurður Andrésson Verkalýösfélag Borgarness Jón Agnar Eggertsson Ingibjörg Magnúsdóttir Gunnar V. Sigurðsson Guöleif Andrésdóttir Verzlunarmannafélag Austur- Skaftfellinga, Höfn f Hornafiröi örn Ingólfsson Verkalýösfélagiö Fram, Sauöárkróki Jón Karlsson Alexander R. Jónsson Verzlunarmannafélag Arnes- sýslu,Selfossi Gunnar Kristmundsson Steini Þorvaldsson Félag rafiönaöarmanna á Suöurlandi Björn Júliusson Verkalýösfélag Grindavfkur Benoní Benediktsson Július Danielsson —BJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.