Alþýðublaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 6
 Fimmtudagur 4. nóvember 1976! „AFLEITT STJÓRNARFAR EN ÞAÐ LANG SKÁSTA" Þegar fólk um Evrópu fór til vinnu sinnar í gær- morgun lágu enn ekki fyrir endanleg úrslit í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Að vísu höfðu kosningatölur og tölvuspár, sem birtust í sjónvarpi í Bandaríkjun- um og útvarpi um allan heim jafnan gefið til kynna alla nóttina að Carter myndi vinna nauman sigur — og þótt eilítið drægi saman með keppinautunum eftir því sem á talninguna leið, þá gat hver maður sagt sér að það myndi ekki nægja Gerald Ford til að halda embætti sínu. En klukku- stundu eftir að forsetinn gekk til náða í Hvíta hús- inu í gærmorgun varð Ijóst að hann yrði fyrsti forseti Bandaríkjanna, sem aldrei hefur verið kjörinn til embættis. James Carter hinn vel menntaði hnetubóndi frá Georgiu, sem hlaut nægan stuöning kjörmanna til aö veröa endanlega kjörinn forseti hinn 13. desember og tekur viö em- bætti i byrjun næsta árs, kemur þá til Hvita hússins klyfjaður kosningaloforöum, sem hin nýja rikisstjórn verður vart öfunds- verö af. í kosningabaráttunni var Carter óspar á loforðin um úr- bætur á öllum sviðum banda- risks þjóölifs, ekki sizt efna- hagsmála. Hinn verðandi vara- forseti, Walter Mondale, sem er norskættaður, lagði á það mikla áherzlu i sjónvarpseinvigi sinu við keppinaut sinn, Robert Dole, að Carter myndi fela sér sérstök verkefni sem varaforseta viö aö samræma alla viðleitni innan- lands til viðnáms gegn verð- bólgu, sem hann kvað órétt- látustu skattlagninguna i land- inu. Auk þess hafa þeir báðir boðað miklar úrbætur i skatta- málum, einkum hafa þeir sagzt munu draga úr aðstööu stór- fyrirtækja til skattafrádráttar. Þar verður við ramman reip að draga — en óhætt er að fuilyrða að hafi Carter pólitiskt þor til að biðja þingiö um aö standa með sér i þeim efnum þá hafi hann efnt það kosningaloforð sem trúlega kann að hafa fært hon- um sigurinn. Fylgzt með um allan heim. Þær raddir hafa svo sem heyrzt hér á landi og viðar að þaðsémeðeindæmum sá áhugi, sem fjölmiðlar utan Bandarikj- anna hafa sýnt þessum kosning- um vestan hafs. Þeir menn sem annað hvort eru haldnir ólæknandi fordóm- um i garð Bandarikjanna eða tekið hafa að pólitiskri erfð viðhorf svipaðrar ættar kunna að fussa og sveia yfir frétta- flutningi af kosningabaráttunni og telja, þegar beztlætur, að hér sé um hámark amerikaniser- ingar þjóðarinnar að ræða. Lýðræði i verki En málið er allt annars konar og áhugi þeirra milljóna manna um allan heim, sem vöktu fyrri nótt eða talsvert fram eftir nóttu og biðu fyrstu merkja úr- slita af kosningunum er af allt öðrum toga spunninn. Þótt segja megi að þátttaka i þessum kosningum sé hlut- fallslega litlu meiri en i prest- kosningum i Reykjavik og kosningaúrslitin sjálf nálgist að heita að teljast ólögmæt kosning i einhverju prestakall- inu hér i borg, þá er 56% kjör- sókn margfaldlega nægilegt úr- tak til að sýna hug þjóðarinnar. Kosningabaráttan i Banda- rikjunum hefur oft á sér nokkurt yfirbragð glæsilegrar leik- sýningar — og með tilkomu elektrónisku fjölmiðlanna hefur hún færzt af útifundum, handa- böndum og barnakossum inn i upptölusali litsjón varps- stöðvanna þar sem örugg og glæsileg sviðsframkoma hefur talsvert að segja. En þetta breytir þó engan veginn þeirri staðreynd, aö þarna gefst okkur kostur á að sjá lýðræði i verki. Carter er einmitt gangandi dæmi um það hvernig hægt er að hljóta ut- nefningu til valdamesta em- bættis eins af stórveldunum án þess að hafa að baki sér „flokksmaskinu” ráðandi stjórnmálaflokks eða yfirráð yfir herjum viðkomandi rikis. Aðdragandi forsetakosninga i Bandarikjunum er nú nær heilt ár, og allur gangur mála þar er fyrir opnum tjöldum. Allir þeir, sem sækjast eftir embætti, hvort sem það er til þings, byggðastjórnar eða forsetaem- bætti, verða að koma fram fyrir kjósendur sina, leggja unnin störf á vogarskálar þeirra, eða gagnrýna störf þeirra, sem við völd eru og bjóða betri kosti og sanna þá jafnframt heiöarleika sinn og einlægni. Þátttaka þjóðarinnar Hinar miklu umræður, sem fylgja kosningum draga athygli kjósenda að þjóðmálum og örva skoöanaskipti. Kjósendur táka síðan ekki aðeins afstöðu til manna, heldur einnig málefna — og fjölmiðlar stjórna um- ræðunum. Bent hefur verið á að þetta hafi stjórnkænskulega galla i för með sér. Forseti neyðist til að gefa út yfirlýsingar um hvað hann hafi i hyggju i viðskiptum sinum við önnur riki, og stjórn- endur þeirra kunni að hagnýta sér slikar yfirlýsingar. Það er rétt, að þessar opnu umræður , veikja stjórnmálalega tafl- mennsku bandariskra ráða- manna á alþjóðavettvangi. En án sliks fær lýðræði ekki staðizt. Þessar opnu umræöur og al- menna þátttaka fólks i stjórn- málum eru á einn hátt veikleiki lýðræðisins, þ.e.a.s. i viðskiptum þess við veldi annarra stjórnkerfa. En það-.er i senn styrkleiki lýðræðisins, og undirstrikar vel hin fleygu orð Churchills, að lýðræði sé máske afleitt stjórnarfar. En það sé bara það langskásta sem völ er á. Bjarm Sigtryggsson tÚR YMSUM ATTUMl Og þjóðin dottar í Reykjavikurbréfi Morgun- blaðsins nú um helgina var vikið að embættaveitingum. Þar segirmeðal annars á þessa leið: „Það sýnist stundum gleym- ast hjá þeim, sem með völdin fara (og þá er átt við valdaaðila á hinum ýmsu stigum kerfisins) og kunna sjaldnast með þau völd að fara, aö á bak við nöfn umsækjenda er fólk, lifandi fólk með tilfinningar, fólk sem hefur lagt aö sér til þess að afla sér menntunar eða sérþjálfunar á þessu sviði. Þetta fólk á kröfu til efnis- legrar afgreiðslu á umsóknum sinum. Það á kröfu til þess að þeir, sem með völdin fara og i of mörgum tilvikum hafa sótzt eftir þeim sjálfir, leggi efnislegt mat á hæfni þeirra til þess að gegna tilteknu starfi. En það á þó alveg sérstaklega kröfu til þess að vera ekki notað sem peö i einhverju undarlegu tafli, sem á sér oft meiri forsendur i brengluðu sálarlifi vandaaöila en I raunveruleikanum.” Embættisveitingar á íslandi eru orðnar að „krónisku” hneyksli. Að visu eru menn rétt. byrjaöir að rumska viö sér. Ráðherrar hafa verið skammaðir árum saman fyrir pólitiskar embættaveitingar. Þeir eru skammaðir fyrir að fara ekki eftir tillögum „réttra umsagnaraðila”. En vandamáliö nær miklu dýpra. Réttir umsagnaraöilar eru i mörgum tilvikum sizt skárri en ráðherrarnir. Dæmin skipta tugum og jafnvel hundruðum þar sem „réttir um- sagnaraöilar” hafa sniðgengið lög og reglur til þess eins að geta mælt með manni, sem hafði réttan pólitiskan lit. Það hlýtur að teljast mjög al- varlegt mál þegar allir fræðslu- ráðsmenn á Vesturlandi koma sér saman um að mæla með eina umsækjandanum, um til- tekna stöðu, sem ekki hafði full réttindi, en hafna hinum fimm, sem allir voru með full réttindi samkvæmt lögum. Auðvitað er hér um lögbrot að ræða. En það er ekki bara lög- brot. Það er miklu meira. Ráð- herra lætur „rétta umsagnar- aðila” þ.e.a.s. fræðsluráöið segja sér að endurtaka lögbrotið og staðfesta þaö með undirskrift sinni. Siðan heldur vanviröan áfram á gullfati upp til forseta Islands, og honum boðið að staðfesta embættisathöfnina með undir- skrift sinni. Þannig heldur sag- an áfram og ráðherrar senda frá sér yfirlýsingar, hvit- skúraöar og hreinar... og þjóðin dottar. í þessu sambandi væri til- teknum ráöherrum hollt að lesa yfir lög um ráðherraábyrgð og einstaka liöi refsilaga. I lögum um ráöherraábyrgö frá 1963 segir i 9. grein, að þaö varði ráð- herra ábyrgö, „ef hann veldur þvi, aö brotið sé gegn öðrum lögum landsins en stjórn- skipunarlögum þess: a. með þvi aö leggja fyrir forseta til undirskriftar ályktanir, til- skipanir eða erindi, er fara i bága við lögin, eða með þvi að láta farast fyrir aö útvega for- setaundirskrift undir ályktun, tilskipun eöa erindi, þar sem hún er lögmælt: b. með þvi annars að framkvæma eða valda þvi, að framkvæmt sé nokkuð það, er fer i bága við fyrirmæli laganna, eða með þvi að láta nokkuð ógert, sem heimtað er i lögum, eða verða þess valdur, að slik framkvæmd farist fyrir.” ólafur tvfstígur í dóms- málunum A siöasta þingi kom berlega i ljós aö Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra hugðist ætla að bæta eitthvað úr þvi vand- ræöaástandi, sem rikir I dóms- málunum. Aö visu munu flestir hafa verið þeirrar skoðunar, bæði innanþings sem utan, að dóms- málaráðherrann og lagaprófessorinn væri tiltölu- lega ánægður með ástandið og vildi i rauninni engu breyta. En hvort sem hér var um að ræða sýndarmennsku eöa raun- veruiega umbótastarfsemi, gerðist það að ráðherrann mælti fyrir nokkrum frumvörpum, sem miðuðu að þvi að bæta ástandið hjá rannsóknarlög- reglu og efia dómskerfið al- mennt. Þegar svo til kastanna kom reyndist styrkur dómsmálaráð- herrans ekki meiri en svo, að flokksbræður hans og aðrir stjórnarsinnar treystu sér ekki til að samþykkja frumvarpið. Töldu ýmsir að ráðherrann hefði ekki tekið það nærri sér, enda hugur ekki fylgt máli. Hins vegar vakti það nokkra athygli að Alþýðuflokkurinn var eini stjórnmálaflokkurinn sem lýsti yfir fullum stuðningi við frum- varpið. A þessu sama þingi flutti Sig- hvatur Björgvinsson og fleiri þingsályktunartillögu, sem fór i þá átt aö efla rannsóknarlög- regluna og hraða meðferð dómsmála. Ólafur Jóhannesson snérist gegn þessari tillögu og sýnir það meðal annars hug ráðherrans i reynd. A þessu nýbyrjaða þingi hefur Alþýðuflokkurinn flutt til- lögu um skipun sérstakrar rannsóknarnefndar i dómsmál- um. Það var Sighvatur Björg- vinsson sem fylgdi þessari til- lögu úr hlaði með langri og Itar- legri ræðu, sem vakið hefur þjóöarathygli. Olafur Jóhannesson tók til máls við þessa umræðu. Þar kom fram tviskinnungsháttur dómsmálaráðherrans svo skýrt sem verða mátti. 1 upphafi máls sins sagði ráð- herrann, að hann heföi siður en svo nokkuð á móti þvi aö þessi rannsóknarnefnd yrði sett á laggirnar. A hinn bóginn taldi hann óliklegt að slik nefnd hentaði vel hér á landi þar sem þingræði væri hér i heiðri haft. Ráðherrann benti siðan á, að i Bandarikjunum væru slikar rannsóknarnefndir starfræktar með miklum fyrirgangi og augl- ýsingaskrumi, eins og hann orðaði það. Ólafur sagði, að þar i landi hefðu slikar rannsóknarnefndir reynzt vel ungum og framgjörn- um stjórnmálamönnum til þess að vekja athygli á sjálfum sér. Það veröur vart annað séð en að ráðherrann hafi skilið til- löguflutninginn sem einskonar samsæri, enda mun fáum koma til hugar, að dómsmálaráð- herrann vilji I raun setja slika rannsóknarnefnd á laggirnar, sjálfum sér til höfuðs. Það hefur marg oft komið fram að Ólafur Jóhannesson tel- ur sig og embætti dómsmála- ráðherra upphafið yfir lög og rétt. Framkoma hans staðfestir það svo ekki veröur um villzt. 1 ræðu sinni reyndi ólafur að gera litið úr tillögunni, sem hann i upphafi sagöist ekkert hafa á móti. Hann sagði að Nixon hefði fyrst orðið frægur i störfum slikrar nefndar. Það er auðvelt aö nota Nixon I svona dæmum fyrir dómsmálaráð- herrann. Þó mundu ýmsir ætla að hann ætti að fara varlega I sak- irnar eins og nú er ástatt i réttarfarsmálum á Islandi. -Bj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.