Alþýðublaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9 8 FRÉTTIR albvdu Fimmtudagur 4. nóvember 1976. blaðiö ÍKS? 1 Fimmtudagur 4. nóvember 1976. íþróttafélag fatl- aðra sendir tvo keppendur á „Solna-leikana” í Stokkhólmi Á morgun halda tveir keppendur á vegum íþróttafélags fatlaðra til keppni, sem haldin verður i Sviþjóð, Stokk- hólmi nánar tiltekið. Nefnist mótið „Solna- leikarnir”. Islenzku keppendurnir eru báð- ir sundmenn og heita Hörður Barðdal og Snæbjörn Þörðarson. Taka þeir þátt i 100 metra frjalsu sundi. Iþróttafélag fatlaðra sá sér Hér stinga Hörður og Snæbjörn sér til sunds. Sundlaug Vesturbæjar er ekki, frekar en svo margar abrar bygg- ingar, hönnub með þab i huga, ab fatlab fólk geti ferbast þar um. Hér sést.er Erla Stcfánsdóttir er abstobub nibur einar af mörgurn d- þarfa tröppum. Hjálparlaust væri þetta feröalag erfitt. ekki fært að senda fleiri menn á þessa leika að þessu sinni. A mót- inu verða 752 þátttakendur. Erla Stefánsdóttir, ritari i- þróttafélags fatlaðra verður far- arstjóri og Július Arnarson, þjálf- ari fer einnig utan. Mikill áhugi Við ræddum litillega við kepp- endurna. Þeir sögðu, að mikill hugur væri i þeim og jafnframt spenningur. Þeirhafa aldrei áður tekið þátt i slikri keppni og þess. vegna gætti töluverðs taugaó- styrks. Þeir ætla sér þó stóra hluti, og timi þeirra er mjög fram bærilegur. Hörður sagði, að þátttaka i sliku móti væri mikil hvatning, ekki sizt fyrir aðra. Þeir hafa æft vel að undanförnu, t.d. sagðist Snæbjörn synda milli 1500-1700 metra á dag. 100 meðlimir Arnór Pétursson, formaður fé- lagsins, sagði að félagar væru nú um eitt hundrað og vildi hann hvetja fólk til ið ganga i félagið. Stundaðar eru lyftingar, borð- tennis, curlh.g og bogfimi. Timar eru á laugardögum klukkan 2-4 og eru að Hátúni 12, fyrstu hæð. Sund er stundað i Sundlaug Arbæjar- skóla á miðvikudögum klukkan 20-21 og á laugardögum frá 15-16. —ATA Námsmenn skera upp herör gegn námslánareglum: RÁÐHERRA DRAGI UNDIR- SKRIFT SÍNA TIL BAKA i — Það er krafa námsmanna að menntamálaráðherra dragi til baka undir- skrift sina á úthlutun- arreglum námslána, vegna þess, hve óhag- stæðar þær eru fjöl- skyldufólki, sögðu þeir Einar Harðarson og Sæmundur Guðmunds- son við Alþýðublaðið i gær. Þeir félagar eru i Kjarabaráttunefnd námsmanna, en nefnd- in boðaði til blaða- mannafundar í fyrra- dag til að vekja athygli á þvi óréttlæti sem námslánakerfið er. Einar og Sæmundur sögðu við blaðamann Alþýðublaðsins eftir fundinn, að ekkert tillit væri tekið til maka eða barna náms- manna. Fjölskyldumenn hefðu ekki á neinn hátt betri lán eða kjör, utan hvað þeir hefðu heim- ild til að afla meiri tekna á sumrin. Þá kom fram að námsmenn hafa ákveðið að skera upp herör til að mótmæla þessum reglum. Reynt verður að upplýsa al- menning og i þvi skyni verða prentuð 15-20.000 dreifibréf. Auk þess verða skæruverkföll i ýms- um skólum, byrjað i Tækniskól- anum með eins dags verkfalli, en siðan mun það breiðast út i Kennaraháskólann, Myndlistar- og handiðaskólann o.fl. Síðast en ekki sizt verður stór fundur á Austurvelli i næstu viku til kynningar á sjónarmið- um námsmanna. Mismunun t reglugerð um Lánasjóð is- lenzkra námsmanna kemur fram töluverð mismunun á Námsmenn krefjast þess ab Vil- hjálmur Hjáimarsson, mennta- málarábherra dragi undirskrift sina til baka. námsmönnum framhaldsskóla, eftirþvi hvaða nám þeir stunda. Þannig kemur i fyrstu grein reglugerðarinnar fram að meg- intilgangur LtN sé að veita is- lenzkum námsmönnum fjár- hagsaðstoð til framhaldsnáms við stofnanir sem gera sam- bærilegar kröfur til undirbún- ingsmenntunar nemenda og gerðar eru til Háskólans. Þetta þýðir i raun að nemendur Há- skóla tslands, Kennaraháskól- ans og tæknimenntunar á há- skólastlgi hafa forgang til námslána. 1 annarri grein reglugerðarinnar eru svo taldir upp ellefu aðrir framhaldsskól- ar, sem reglugerðin nær einnig til, — en „eftir þvi sem sérstök fjárveiting leyfir”! Vegna þessarar mismununar liggur til dæmis ljóst fyrir, að sögn Sæmundar, að fjöldi nem- enda i Stýrimannaskólanum mun hætta námi um næstu ára- mót, vegna fjárhagsörðugleika. Þessir menn verða þá annað hvort að skipta námi sinu þann- ig, að þeir komi aftur til náms eftir áramótin 1977-78 — eða ein- faldlega hætt námi, en sú hætta mun vera hvað einhverja þess- ara manna snertir. 75 þús.-65 þús. Útlánaregur lánasjóðsins eiga að byggja á könnun á neyzluþörf námsmanna. Slikar kannanir hafa verið gerðar, en hins vegar heur aldrei verið farið eftir þeim. Námsmenn gerðu slika könnun siðast árið 1973 og ef hún væri færð til dagsins i dag, mið- að við verðlag, væri þörfin 75 þúsund krónur á mann á mán- uði. Athugun LIN segir hins vegar 65 þúsund krónur á mán- uði, en þá eru ekki tekin með at- riði eins og tóbak og menningar- neyzla, kvikmyndir, leikhús- ferðir og þess háttar. Þegar þessar úthlutunarregl- ur voru i samningu hafði menntamálaráðherra við orð, að hann myndi taka sér góðan tima til að kynna sér þær. Þar yrði ekki flasað að neinu, heldur myndi hann yfirvega hlutina og fella niður og breyta eftr eigin beztu samvizku. Vegna þessa var verkinu hraðað og það hefur ugglaust orðið til þess að margt varð hroðvirknislegra en æski- legt hefði verið. En raunin varð sú, að ráð- herra skoðaði ekkert. Tveim dögum eftir að ráðherra hafði borizt plaggið hafði hann undir- ritað það. Námsmennirnir létu i ljósi þær grunsemdir, að fulltrú- ar meirihlutans hefðu þrýst mjög á ráðherra að skrifa undir, áður en námsmenn hefðu kynnt sér reglurnar til fullnustu og gætu beitt sér gegn þeim. Lán eða laun? — Okkar framtiðarmarkmið er auðvitað að námsmönnum verði greidd námslaun, sögðu þeir Einar og Sæmundur. — Sli'kt fyrirkomulag myndi þá ryðja á brott þvi mikla launa- misrétti sem rikir i okkar þjóð- félagi, þar sem kröfur háskóla- genginna manna til hárra launa vegna námsskulda, væru þá úr sögunni. A þetta hefur hins veg- ar aldrei verið fallizt og þar til að þvi kemur, verðum við að íryggja námsmönnum þau skil- yrði til náms, sem bezt eru á hverjum tima. —»m. JÓN BRYNJÓLFSSON ERLAíINN Jón Brynjólfsson, endurskoðandi, er látinn 74 ára að aldri. Hann varð bráð- kvaddur aðheimili sinu s.l. mánudag 1. nóv. Jón var fæddur að Hvoli i ölfusi 15. júni 1902. Hann tók loftskeytapróf árið 1926 en starfaði við embætti bæjar- stjóra á ísafirði 1930 til 1934 og varoftsettur bæjarstjóri. Skrif- stofustjóri Mjólkursamsölunnar i Reykjavik var hann á árunum 1935-41 en gegndi næstu tvö ár starfi framkvæmdastjóra Alþýðublaðsins. Frá 1942 til 1957 gegndi Jónýmsum störfum, s.s. starfi aðalbókara hjá raforku- málaskrifstofunni 1945-50. Jón tók virkan þátt i starfl ýmissa félagssamtaka og starfaði m.a. um árabil að félagsmálum hestamanna. Jón Brynjólfsson var tvi- kvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Sigurborg HaJldórs- dóttir frá Gröf i Miklaholts- hreppi, en hún andaðist árið 1960. Seinni kona Jóns, Guðrún Sigurðardóttir frá Sleitustöðum i Skagafirði, lifir mann sinn. Jóns verður minnst hér i blaðinu siðar. Landssamtök menntskælinga endurreist ,,Nú stendur LÍM (Landssamband isl. menntaskólanema) á timamótum. Tiu ár eru að baki, tíu erfið ár fyrir samtök sem eiga að vera hagsmunasamtök allra nemenda á menntaskólastiginu. En á þessum árum hafa, þvi miður, alls konar labba- kútar eyðilagt LÍM. Við höfum fengið nóg af framagosum, flippurum og fjárglæframönnum sem á sinum tima voru að gera út af við sam- bandið. LIM er ekki pólitiskt samband heldur hagsmunasamtök væntan- lega allra menntaskólanema hvar i flokki sem þeir standa. Það mun beita sér fyrir þvi að á okkur nemendum sé ekki troðið og það mun beita sér fyrir þvi að hags- munir okkar verði metnir á jafns viö hagsmuni annarra hópa”'. Þetta er brot úr formála á kynningarbæklingi um LIM, þar sem boðuð er endurreisn þessara samtaka menntskælinga. Virðast menntskælingar i Kópavogi hafa haft frumkvæði að endurreisninni, en einnig hefur Fjölbrautarskólinn i Breiðholti slegist i hópinn. Menntaskólarnir i Reykjavik og á Akureyri hafa hins vegar ekki sýnt merki þess að vilja ganga til samstarfs um endurreisnarstarfið, en áhugi aðila þar er þó sagöur vera fyrir hendi. —ARH Söluskattstekjur ríkis- sjóðs af bensini munu losa milljarð á næsta ári Á næsta ári er áætlað að sala á bensini á ís- landi nemi nálægt 100 millj. litra. Af þeirri sölu munu söluskattstekjur rikissjóðs nema kr. 1.267.000.000.- eða 12.67 af hverjum Iitra. Samkvæmt frumvarpi til fjár- laga 1977, eru tekjur af rekstrar- kostnaði bifreiða áætlaðar kr. 4.677.000.000,- Þetta eru tekjur af innflutningsgjaldi af bensini, gúmmigjaldi, innflutningsgjaldi af bifreiðum, bifreiðaskatti, skoð- unargjaldi og skrásetningar- gjaldi. Samanlagt eru þvi tekjur rikis- sjóðs af bensini og rekstrarkostn- aði bifreiða á næsta ári áætlaðar kr. 5.944.000.000.- (tæpir 6 milljarðar!) Verður þvi ekki ann- að séð, en bifreiðaeigendum sé ætlað að bera riflegan hluta af skattbyrði næsta árs. —ARH Meðalbrúttótekjur kvæntra karla á síðasta ári: Læknar og tann- læknar með 3,6 milljónir Ófaglærðir við fiskvinnslu 1,5 milljónir % Samkvæmt upplýsing- um i Hagtiðindum voru meðalbrúttótekjur kvæntra karla á íslandi á siðasta ári hæstar hjá læknum og tannlæknum, eða 3 milljónir 632 þús- und krónur, og höfðu hækkað frá 1974 um 31,6%. Lægstar tekjur höfðu lifeyrisþegar og eignafólk (eins og það er orðað) 884 þúsund krón- ur, og höfðu tekjur þessa hóps hækkað um 33,7%. Af vinnandi fólki eru tekju- lægstir bændur og gróðurhúsaeig- endur með 1 milljón 223 þúsund krónur. Tekjur þeirra höfðu hækkað um 26,2% á milli ára. Þá koma ófaglærðir við önnur störf en flutningastörf með 1 milljón 424 þúsund krónur, hækkun 30,9%, og ófaglærðir við iðnaðar- framleiðslu með 1 milljón 473 þúsund krónur, hækkun 32,6.% Oafaglærðir við fiskvinnslu vorumeð 1 milljón 513 þúsund að meðaltali. — Meðalbrúttótekjur kvæntra karla, sem unnu við af- greiðslu i verzlunum eða á skrif- stofum (ekki yfirmenn) voru 1 milljón 690 þúsund krónur, hækk- un á milli ára 32,4%. Kennarar og skólastjórar voru með rétt liðlega 2 milljónir, hækkun 27,3%, og opinberir starfsmenn almennt með 2 milljónir 62 þúsund krónur, hækk- un 26,2%. Svipuð laun höfðu starfsmenn varnarliðsins og verktaka þess. Þeir, sem unnu i þjónustu Energoprojekt og ann- arra verktaka Sigölduvirkjunar voru með liðlega 2,4 milljónir, og hækkun hjá þeim nam 53,6%. Starfsmenn Islenzka álfélagsins voru með rúmlega 2 milljónir og nam hækkun hjá þeim 34,6%. Alyktanir 37. þings fllþýðuflokksins: Áskorun um að duga sem bezt í baráttunni fyrir jafnrétti karla og kvenna 37. flokksþing Alþýðuflokksins skorar á alla flokksmenn að duga sem bezt i baráttunni fyrir jafnrétti karla og kvenna i islenzku þjóðfélagi. Þingiö minnir á 7. gr. laga um jafnrétti karla og kvenna, þar sem svo er mælt fyrir að i skólum og öðrum mennta- og uppeldisstofnunum skuli veitta fræðsla um jafnrétti kvenna og karla og kennslutæki og bækur þannig úr garði gerð, að kynjum sé ekki mis- munaö. Jafnframt vekur þingið athygli á 7. gr. laga um skólakerfi, þar sem stendur: töllu starfi skóla skulu konur og karlar njóta jafnréttis i hvivetna, jafnt nemendur sem kennarar. I framhaldi af þessu felur flokks- þingið alþingismönnum Alþýðu- flokksins, að beita sér fyrir þvi að þessi lög verði sem fyrst gerð að raunveruleika, m.a. með þvi að gera á Aiþingi fyrirspurnir til menntamála- ráðherra, hvað sé gert i grunnskólum landsins i dag til þess að veita fræöslu um jafnrétti kynjanna, i hve mörgum grunnskólum stúlkur og piltar njóti sama námsefnis, þar með taldar smiðar og hannyrðir, i hve mörgum skólum jafnrétti á þessu sviði sé ekki fyrir hendi, hve margir nemendur eru i hvorum hópi (sem njóta jafnréttis og ekki jafnréttis) og hvernig og hvenær menntamálaráðuneytið ætli að koma þessu jafnrétti á, sem getið er um i fyrrgreindum lagagreinum. Þá samþykkir þingið, að Alþýðu- blaðið skuli tafarlaust taka upp þá reglu að birta ekki auglýsingar, sem brjóta í bág við 4. gr. laga um jafnrétti kvenna ogkarla, og verði þannig fyrst islen.zkra blaða til þess að neita að taka auglýsingar, sem fela i sér mis- rétti kynjanna til hinna ýmsu starfs- greina i þjóðfélaginu. Kaupum ekki vörur frá Suður-Afríku! „Við viljum geta þess, að islending- ar gcta stutt baráttu okkar með ýmsu móti. Þaö er hægt með þvi að kynna málstað okkar hér á iandi, með beinni aöstoö við þjóðfrelsisöflin I iandinu og siöast en ekki sizt með þvi að berjast fyrir þvi að öllum viðskiptum isiands við stjórnina i Azaníu verði tafarlaust liætt. Þessi viðskipti hafa aldrei verið inikil, en þau eru til staðar og það væri okkur mikili siðferöilegur stuöu- ingur ef þeim væri hætt.” Þannig fórust tveimiir fulltrúum þjóöfrelsisaflanna Pan African Con- gress i Azaniu (Suður-Afriku) orð, i viötali sem birtist við þá i Aiþýðublað- inu þriðjudaginn 26. október siðast lið- inn. Þrátt fyrir itrekuð tilmæli sem fram hafa komið á þingum Sameinuðu þjóð- anna, þess efnis að þjóðir heims setji viðskiptabann á Suður-Afriku hafa is- lcnzk stjórnvöld ekki séð ástæðu til aö verða við þeirri beiðni. Meginuppistaða innflutnings til ts- lands frá Suður-Afriku eru nýir ávext- ir sem scldir eru undir merkinu Out-Span Auk nýrra ávaxta er flutt inn nokk- urt magn af niðursoðnum ávöxtum og ávaxtamauki (marmelaði) og eru menn hér meö hvattir til aö kynna sér framvegis cr þeir festa kaup á um- ræddum vörufiokkum, hvaðan vörurn- ar cru. Er sjálfsagt að sneiöa hjá þess- um vörum og sýna þannig f verki sam- stöðu með alþýðu Suður-Afriku, sem kúguö cr af hinum hvfta minnihluta. Blaðamenn Alþýðubiaðsins könnuðu i gær í tveimur verzlunum í Reykjavík undir hvaða merkjum vörur frá Suður Afríku eru seldar. Sjálfsagt er eftir- farandi listi engan veginn tæmandi, en hann gcfur þó til kynna að úrvalið cr þó nokkurl: Sýnishorn af þeim merkjum sem vörur frá Suður-Afriku cru seldar und- ir: Out Span: — nýir ávextir Koo: —niðursoönir ávextirog ávaxta- mauk IxL: — niðursoönir ávextir Summit: — niðursoðnir ávextir Erineló: — niðursoönir ávextir Golden Glory: — niðursoðnir ávextir Pcarl Recf: — niðursoðnir ávextir. —GEK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.