Alþýðublaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 7
FRÉTTIB 7 blaXfö1 Fimmtudagur 4. nóvember 1976. Svíar tilkynntu lið sitt: NU er ljóst, aö allir beztu bad- mintonmenn Noröurlanda taka þátt i Norðurlandamótinu i bad- minton, sem haldið verður i Reykjavik dagana 20. og 21. nóvember. Sviar voru þeir siðustu, sem tilkynntu lið sitt. Meðal þeirra er Norðurlanda- meistarinn Sture Johnsson og heimsmeistararnir i tviliðaleik, þeir Bengt Frömann og Thomas Kihlström. Það er þvi alveg ljóst, að mótið hér verður á heimsmæli- kvarða, hægt verður að sjá bad- minton eins og það gerist bezt i heiminum. 23 íslendingar Islendingar hafa nú einnig valið lið sitt. Þeir völdu það siðastir allra, þar sem hvert land má senda vissan fjölda keppenda, og fylli þjóðin ekki upp i töluna, getur sá aðili sem heldur mótið hverju sinni sett menn i staðinn. Alls eru þátttakendur frá Islandi 23 að þessu sinni, 17 karlmenn og 6 konur, eða langmesti fjöldi Islendinga á NM til þessa og aldrei áður hafa islenzkar konur tekið þátt i sliku móti. Fyrst árið 1972 Islendingar tóku fyrst þátt i Norðurlandamóti árið 1972. Þá tóku þátt i mótinu þeir Haraldur Korneliusson og Siguröur Haraldsson. Taka þeir báðir þátt i mótinu að þessu sinni og Haraldur i fimmta skipti. Lið Sviþjóðar verður þannig: Sture Johnsson Thomas Kihlström Bengt Frömann Stefan Karlsson Norðurlanda- og heimsmeistarar meðal þátttakenda Kurt Johnsson Thomas Angarth Gert Perneklo Annette Börjesson Agnetha Lundh Karin Lindquist Carina Andersson Britt-Marie Larsson Lið íslands verður þannig: Jóhann Kjartansson, TBR Sigurður Haraldsson, TBR Haraldur Korneliusson, TBR Steinar Petersen, TBR Sigfús Ægir Arnason, TBR Otto Guðmundsson, TBR Hörður Ragnarsson, 1A Jóhannes Guðjónsson, 1A Friðleifur Stefánsson, KR Reynir Þorsteinsson, KR Sigurður Kolbeinsson, TBR Friðrik Arngrimsson, TBR Jóhann Möller (yngri), TBR Eysteinn Björnsson, TBR Lovisa Sigurðardóttir, TBR Hanna Lára Pálsdóttir, TBR Svanbjörg Pálsdóttir, KR Kristin Kristjánsdóttir, TBR Vildis Kristmannsdóttir, KR' Erna Franklin KR ATA Getraunaspá Alþýðublaðsins er á bls. 10 } I Ritstjórn Alþýðublaðsins er í j. I Síðumúla 11 - Sími 81866j STAÐGREIÐSLU AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SÓFASETTUM BORGARHÚSGÖGN Grensásvegi — Símar 8-59-44 og 8-60-70 G TÍL HADEGIS BÓLSTRUM OG KLÆÐUM GÖMUL HÚSGÖGN AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÁKLÆÐUM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.