Alþýðublaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 16
Þjóðhættulegt vanmat ríkisvaldsins á mikilvægi skólastarfsins:
Próf til að aka bíl
en ekki til að kenna!
„Við viljam vekja athygli
rikisvalds og foreldra barna,
sem i dag sækja islenzka grunn-
skóla, á cftirfarandi: Um árabil
hefur sivaxandi launamisræmi
skapast milli rikisstarfsmanna
annars vegar og fólks á hinum
almenna vinnumarkaði hins
vegar. Þessi óheillaþróun, sem
kostað hefur rikisstarfsmenn
m.a. 30-90% rýrnun á kaup-
mætti launa, hefur lirakið sifellt
stærri hóp velmenntaðra kenn-
ara yfir i aðrar atvinnugreinar,
þar sem lifvænlegri kjör bjóð-
ast.”
Þannig er komizt að orði á
ályktun frá Kennarasambandi
Vesturlands, en i þvi eru flestir
kennarar i Vesturlandskjör-
dæmi. A annað hundrað kenn-
arar sóttu fund i Borgarnesi og
Stykkishólmi, þar sem þessi
ályktun var samþykkt.
Aka bil og kenna.
i ályktuninni segir, aö við fjöl-
marga skóla séu nú réttinda og
reynslulausir kennarar i meiri-
hluta. Réttilega sé próflausu
fólki meinaður akstur skólabila,
en uppfræðslu barnanna, þegar
i skólann sé komið, megi hver
annast, sem býðst.
Þessari þróun mótmælir
Kennarasamband Vesturlands
harölega og skorar á heildar-
samtök kennara að útiloka slika
gervilausn mála þegar á næsta
hausti.
Þjóðhættulegt vanmat:
Kennararnir segja, að laun-
kjör islenzkra kennara i dag og
sú vinnuaðstaða, sem þeim sé
búin, endurspegli þjóðhættulegt
vanmat rikisvaldsins á mikil-
vægi skólastarfsins. Fundurinn
minnir alþjóö á, að kennarar
hafi verið seinþreyttir til vand-
ræða, en þegar laun kennara
nægi ekki fyrir brýnustu lifs-
nauðsynjum, virðing kennara-
starfsins sé i hættu, og sifellt
fleiri skólar geti vart sinnt
frumskyldu sinni við nemendur,
verði ekki lengur hjá aðgerðum
komizt.
Barnakennarar í Hafnarfirði,
Garðabæ, Alftanesi, og Suður-
nesjumhafaiákveðið að fella nið-
ur kennsiu þann 8. nóvembcr
næstkomandi, en verja deginum
til fundarhaida um þau vanda-
mál sem steðja að kennarastétt-
inni og skólahaldi almennt.
Kennarar þessir sem tilheyra
Fella niður störf 8.
nóvember.
Fundurinn samþykkti, að
beina þvi til félagsmanna aö
fella niður dagleg störf hinn 8.
nóvember næst komandi, en
verja deginum i þess stað til
fundarhalda um vandamál skól-
9. kjörsvæði SÍB, segja i frétta-
tilkynningu sem þeir hafa sent
blaðinu, að á fundinum 8.
nóvember verði rætt um þá
staðreynd, að vegna lélegra
launa ráðist sifellt færra rétt-
indafólk til starfa við skólana.
Eru jafnvel dæmi þess, aðheilu
skólarnir séu „mannaðir” rétt-
anna og ákvarðanatöku um
frekari aðgerðir til úrbóta.
Fundurinn mótmælir vanmati
rikisvaldsins á mikilvægi
kennarastarfsins og harmar, að
valdniðsla þess skuli knýja is-
lenzka kennara til nauðvarnar.
indalausum kennurum.
Þá fagna kennarar á 9. kjör-
svæði SIB þeirri samstöðu sem
skapast hefur i þessum aðgerð-
um og hvetja kennara um allt
land til að fylkja sér um 8.
nóvember.
—GEK
Gagnfræðaskólakennarar
taka ekki þátt í aðgerðum
Gagnfræðaskólakennarar I
Reykjavik höfðu sumir ætlað
sér að standa með barnakenn-
urum í verkfallsaðgerðum nk.
mánudag, og höfðu jafnvel verið
gerðar samþykktir i þá veru I
einhverjum skólum, svo sem
Langholtsskóla.
En siðdegis i gær var haldinn
fundur i stjórn og trúnaðar-
mannaráði Félags Gagnfræða-
skólakennara i Reykjavik. Á
þessum fundi var samþykkt, að
félagið skyldi ekki standa að
verkfallsaðgerðum, þar sem
enginn grundvöllur fyrir þátt-
töku þeirra væri fyrir hendi.
Vegna þessarar samþykktar
stjórnar og trúnaðarráðs töldu
gagnfræðaskólakennarar i
Langholtsskóla a.m.k. ekki fé-
lagslega rétt að gera verkfall.
Það er þvi ljóst, að þrátt fyrir
vilja sumra innan stéttarinnar
verða gagnfræðaskólakennarar
ekki með i þessum aðgerðum
barnakennara. __^
Kennarar á 9. kjörsvæði SÍB:
Hvetja kennara á öllu landinu
að fylkja sér um 8. nóvember
Sigurpáll Einarsson um umræðurnar á Alþingi:
Stórmerkilegt að
hlusta á þetta
— Jú, það fer ekki hjá
því, að þetta liggur víða í
loftinu, þótt ekki hafi neitt
verið samþykkt formlega
um það, sagði Sigurpáll
Einarsson skipstjóri í
Grindavík, þegar Alþýðu-
blaðið hafði samband við
hann í gær, vegna þess
sem segir í ályktun sem
dreift var við afhendingu
undirskriftalista Frjáls
samningsréttar í f yrradag.
— Hins vegar er þetta orðalag
óþarflega afgerandi, réttara hefði
verið, að hætt sé við skipulögðum
uppsögnum vegna bráðabirgða-
laganna. Ég hafði hins vegar ekki
afskipti af samningu þessa texta
og réði þar engu um. Það breytir
hins vegar ekki þvi, að ég veit að
þessi mál hafa verið rædd i sum-
um af stærstu verstöðvunum, en
eins og ég sagði, hefur ekkert ver-
ið ákveðið formlega þar um. Við
hjá frjálsum samningsrétti
stöndum ekki að þvi og hvetjum
ekki til sliks.
Stórmerkilegt
— Þessi málflutningur kom
mér alls ekki á óvart, enda hef ég
heyrt i manninum áður, sagöi
Sigurpáll, þegar við spurðum
hann um álit hans á málflutningi
Matthiasar Bjarnasonar sjávar-
útvegsráðherra á Alþingi i fyrra-
dag. — Þaö var i rauninni stór-
merkilegt að hlusta á þetta.
Ég veit ekki hvernig á þvi
stendur, en ráðherrann virðist
hafa sérstakt lag á þvi að espa
sjómenn upp á móti sér þegar
hann opnar á sér munninn um
hagsmuni þeirra. Svo klifar hann
á þvi á milli, að hann vilji sjó-
mönnum allt hið bezta og að kjör
þeirra veröi sómasamleg. En eft-
ir þessar umræöur á alþingi fara
sjómenn örugglega ekki i graf-
götur með það, hverjir þeirra
bandamenn á þingi eru og hverjir
ekki. Það leyndi sér ekki i um-
ræðunum.
— Hvað um þau ummæli ráð-
herrans, að hann ætti „eftir að
tala við þessa menn betur siðar”?
— Ég veit nú ekki við hvað
hann átti, en tók það til min. Geri
ráö fyrir ða hann eigi við að hann
ætli sér að talavið okkur. Við er-
um að sjáifsögðu reiðubúnir að
tala við manninn hvenær sem er
og höfum alltaf verið. Við mund-
um þess vegna fagna þvi ef hann
sæi sér hag i að tala við okkur,
það væri að minnsta kosti
ánægjuleg tilbreyting. Hann hef-
ur ekki verið svo viljugur til þess
hingað til, sagði Sigurpáll að lok-
um.
—hm.
25.664 TUNNUM MEIRA NÚ
EN Á SAMA TÍMA í FYRRA
Veiðar á Suðurlandssild hafa
gengiö mjög vel það sem af er
vertiöinni og hefur nú verið salt-
að 25.664 tunnum meira en á
sama tima i fyrra. 31. október
sl. nam heildarsöltun á Suður-
landssild samtais 75.576 tunn-
um, en á sama tima i fyrra nam
heildarsöltunin 49.912 tunnum.
Sildin hefur verið söltuð á
nitján stöðum á landinu. Á Höfn
i Hornafirði hefur verið saltað
mest, eða 14.031 tunnur. Þá hef-
ur einnig verið saltað mikið
magn i Vestmannaeyjum, eða
alls 12.932 tunnur. Þriðji stærsti
söltunarstaðurinn er Reykjavik
og hefur verið saltað i 9.126
tunnur.
JSS
FIMMTUDAGUR
I alþýðu
I blaðið
HEYRT,
SEÐ 0G
HLERAÐ
Tekið eftir: Að Morgun-
blaðiiðminntist ekki i gær á
umræöur um bráðabirgða-
lög rikisstjórnarinnar gegn
sjómönnum, sem fram fóru
utan dagskrár á sameinuðu
þingi I fyrradag. Umræð-
urnar stóðu i tvær og hálfa
klukkustund og þingmenn
allra flokka tóku þátt i
þeim. Morgunblaðið hefur
kannski ekki heyrt það sem
Matthias Bjarnason sagði?
o
Frétt: Að i lok september-
mánaðar hafi skuld rikis-
sjóðs við Seðlabankann,
samkvæmt tölum fjárlaga-
og hagssýslustofnunar
numið 12 milljörðum 774
milljónum króna, eða um
480 þúsund krónum á hvern
framteljanda i landinu.
Frétt: Að fyrir útflutt
dilkakjöt fái Islendingar
47,3% af þvi verði, sem i
gildi er innanlands. Fyrir
útflutt ærkjöt fái þeir 29%
af verði innanlands, fyrir
útflutt hjörtu, lifur og nýru
fái þeir 25,7% af verði, sem
hér gildir og fyrir útflutta
uli fái Islendinga 57,5% af
þvi verði, sem ullin er seld
á á Islandi.
o
Lcsið:l Dagblaðinu i gær:
„Dagblaðið Timinn hefur
að undirlagi menntamála-
ráðherra lagt til að ég segi
af mér sem formaður
fræðsluráðs Reykjanesum-
dæmis vegna tillagna
minna um að menntamála-
ráðherra og ráðuneytis-
stjóri menntamála segi af
sér. Ég legg til að við segj-
um af okkur allir þrir og
gildir þetta sem loforð af
minni hálfu. Jónas
Kristjánsson.”
o
Frétt: Að þegar saman séu
lagðar þær ógreiddu eftir-
stöðvar útflutningsuppbóta
frá yfirstandandi ári, svo
og þær fjárhæðir, sem
verja þarf til uppbóta i út-
fluttar landbúnaðarafurðir
á næsta ári, þurfi að verja
úr rikissjóði á árinu 1977 til
þess að greiða bætur á út-
fluttar landbúnaðarafurðir
upphæð, sem er á bilinu frá
2300 milljónum króna
minnst til 2700 milljóna
króna mest. Þetta jafngild-
irum hálfri milljón á hvern
framleiðanda landbúnað-
arvöru.