Alþýðublaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.11.1976, Blaðsíða 3
3KS" Fimmtudagur 4. nóvember 1976. VETTVAIMGUR 3 W Islenzkur piltur teiknaði 1388 tákn í bók fyrir heyrnardaufa Hinn árlegi bazar og kaffisala Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra verður haldinn i Hallveigarstöðum á sunnudag- innkemur,7. nóvember og hefst klukkan 14. Félagið hefur nú starfað i 10 ár, og orðið vel ágengt. Hér á eftir verður stiklað á helztu atriðunum i sögu þess: 1. A fyrsta ári var hafist handa umaöafla upplýsinga um mál- efni heyrnalausra á Islandi til að kynna þau mál fyrir al- menningi. — Var fyrir tilstuðl- an félagsins haldið útvarpser- indi af Brandi Jónssyni skóla- stjóra Heyrnleysingjaskólans. Þá voru birtar greinar um þessi mál i timaritinu Menntamál og Heimili og Skóli. Ennfremur gaf félagið út bækling sem Herdis Haraldsdóttir heyrnleysingja- kennari gerði fyrir félagiö og ber hann heitið: Agrip af þróunarsögu heyrnleysingja- kennslunnar og hugleiðingar um vandamál heyrnalausra barna. Hefur þessum bæklingi verið dreift viða, meðal annars i nokkrum skólum. 2. þegar félagið var stofnað 1966 var bygging nýs Heyrn- leysingjaskóla orðin mjög að- kallandi og vann félagið ötul- lega að þvl, ásamt skólastjóran- um, að hrinda þvi máli i fram- kvæmd. Félagið átti fulltrúa i byggingarnefnd skólans. Kennsluhúsnæðið er nú fullbúið og allt hið vandaðasta. Félagið hefur lagt nokkuð af mörkum árlega til kaupa á tómstunda- og iþróttatækjum til skólans. 3. A vegum félagsins hefur verið unnið að gerð orðabókar, sem einkum á að vera sniðin við þarfir heyrnadaufra. Hefur félagið fengið nokkurn styrk frá rikinu til þessa. Er það mál nú á lokastigi. 4. Félagið átti fulltrúa i nefnd, sem skipuð var af menntamála- ráðuneytinu til að fjalla um skipulag kennslu heyrnar- daufra. Nefndin sendi frá sér nokkrar álitsgerðir til ráðu- neytisins, og hefur lokið störfum 5. Strax á þriðja ári félagsins opnaði félagið skrifstofuog hef- ur smam saman aukið starf- semi sina með þvi að nú um rúmlega eins og hálfs árs skeið hefur félagið rekið þjónustu við félagsmenn sina og heyrn- leysingja. Hefur þessi þjónusta mælst mjög vel fyrir og hafa heyrna- lausirnotfærtsérhana iæ rikari mæli, erhér um að ræða félags- ráðgjafastörf i þágu heyrn- leysingja, sem vissulega var brýn nauðsyn á. 6. A 5. starfsári félagsins efndi það til ráðstefnu með heyrnar- daufu fólki viða að af landinu. Fengust þar upplýsingar um hagi þess og afkomu. Þetta var liður i þeirri viðleitni félagsins að efla kynni við heyrnardauft fólk. 7. A þessum árum hefur félagið fengið marga fyrirlesara, bæði islenska og erlenda, enda er einn þáttur i starfi félagsins sá að fræða félagsmenn um mál er snerta heyrnardaufa. 8. Hin siðari ár hefur starf félagsins i auknum mæli beinst að þvi að auka samskipti við Félag heyrnarlausra. Hefur samstarfsnefnd verið stofnuð sérstaklega i þvi skyni og hefur þessi nefnd haft forgöngu um að félag heyrnarlausra er nú full- gildur aðili að Norðurlandaráði heyrnarlausra og var siðasti fundur ráðsins haldinn i Reykjavik 15-17. október siðast- liðinn. 1 júlimánuði siðastliðnum var haldið norrænt æskulýðsmót fyrir heyrnarlausa að Reykholti i Borgarfirði, mótið tókst sér- staklega vel og voru þátttake- ndur 137, en það er fjölmennasta mót sem haldið hefur verið af þessu tagi. Greinar i timaritum heyrnar- lausra á norðurlöndum benda til að almenn ánægja hafi verið með mótið. Fimm aldraðir heyrn- leysingjar sóttu ráðstefnu i Finnlandi siðastliðið sumar og er nú ákveðið að næsta ráð- stefna fyrir aldraða heyrn- leysingja verði haldin hér á landi næsta sumar. Ennfremur fóru 2 piltar til Noregs á námskeið i félagsmál- um heyrnarlausra i ágústmán- uði siöastliðnum. Þá tóku 5 is- lenskir heyrnleysingjar þátt i skákmótum erlendis á siðast- liðnu sumri. Má af þessu sjá að islenskir heyrnleysingjar taka nú i æ rik- ari mæli þátt i norrrænu sam- starfi og hefur það vikkað sjón- deildarhring þeirra. Þessi þátttaka byggist á þvi að heyrnalausir nota sitt eigið mál, táknmálið, sem gerir það að verkum, að þeir skilja auð- veldlega hvorn annan þó þeir séu af óliku þjóðerni. 9. Sumarið 1975 gengust félögin fyrir 5 daga námskeiði i tákn- máli fyrir almenning i Norræna húsinu. Sóttu það um 80 manns. Vorið 1976 var gefin út i fjöl- rituðu formi bókin Táknmál, en hún er teiknuð af islenskum pilti og i henni eru 1388 tákn. Hefur bók þessi vakið verðskuldaða athygli bæði hér á landi og er- lendis. M.a. var hennar getið i sérstökum þætti i danska sjón- varpinu. Sfðar i vetur verður haldið námskeið fyrir almenning i táknmáli. 10. Gerð hefur verið skýrsla af dönskum heyrnleysingjáráð- gjafa um stöðu heyrnleysingja á Islandi. Af henni má ráða að brýn nauösyn er á að starfandi sé félagsráðgjafi fyrir heyrnar- lausa hér á landi eins og tiðkast i öðrum löndum. 11. ( Allt starf félagsmanna er.sj- alfboðavinna, en þó fer ekki hjá þvi, að nokkurt fé þarf til starf- seminnar. Drýgsta tekjulind félagsins hefur verið bazar, sem félagskonur gangast fyrir á hverju hausti. Er þetta veiga- mikill þáttur i félagsstarfinu. NU hin siðari ár hefur félagið gengist fyrir Happdrætti i sam- vinnu viö Félag heyrnarlausra, auk þess hefur félagið notið nokkurra styrkja frá hinu opin- bera. Minningarkort félagsins fást i Bókaverslun tsafoldar, Austur- stræti.12. Foreldra og styrktafélag heyrnardaufra er aðili að öryrkjabandalagi Islands. 13. A aðalfundi félagsins sem halfinn var 2. október siðastlið- inn rikti mikill einhugur og voru margar samþykktir gerðar varðandi starf félagsins, stööu þess og stefnu. Skrifstofa félagsins er nú aö Hátúni 10A simi 13240 og er hún opin fyrir hádegi. Bókin hefur vakið mikla athygli, m.a. getið í þætti i danska sjónvarpinu. 1BRENNIDEPLI Skólinn og samfélagið Málefni skólanna eru nú mjög i sviðsljósinu og það að vonum. Nú siðast sú ákvörðun mikils hluta kennara i grunnskólum að fella niður kennslu mánudaginn8 nóv. n.k., en ræða þess i stað starfskjör sin og starfs- aðstöðu. Af mörgu er að taka i þeim efnum, en hér skulu nefnd tvö þau at- riði sem valda hvað mestri óánægju meðal þeirra grunnskólakenn- ara er heyra til Sam- bandi isl. barnakennara (S.Í.B.). Þessi atriði eru ekki eingöngu spurning um launakjör, heldur miklu fremur um mannréttindi og jafnrétti. Fyrra atriðið er hinn mikli munur á skyldukennslu kennara á grunnskólastigi. Kennarar i 6-12 ára bekkjum hafa frá og meö 1. des. n.k. 3ja stunda kennslu- skyldu á viku umfram kennara eldri bekkjanna. Hér sitja menn ekki við sama borð þótt þeir i mörgum tilfellum hafi sömu menntun, álika starfs- reynslu, séu i sömu stofnun og vinni sams konar störf. Það er íráleit og hættuleg skoð- un að miða eigi laun grunnskóla- kennara eftir aldri nemenda. Fylgir þvi minni vandi og minni ábyrgð að leggja undirstöðurnar enbyggja viö og ofan á? Eða þarf ekki grunnur hússins aö vera traustur til þess aö þaö standi? Siðara atriðið er hið misjafna mat sem lagt er á almennt kennarapróf eftir þvi á hvaða tima það er tekið. Réttindin eru þau sömu, skyldurnar einnig og starfið er þaö sama. Hvers vegna er þá niðst á þeim sem hafa þessa hluti alla I fullkomnu lagi miðað við þær kröfur og þau lög sem i gildi voru er prófið var tekið? Þekkist sliict i öðrum stéttum? Hér eins og oft áður er rikis- valdið seinheppið i gerðum sin- um, beinlinis býr til óþarfa vandamál. Eins og áður sagði er hér ekki eingöngu um launa- og kjaramál i venjulegum skilningi að ræða. Hér eru sjálfsögðu mannréttindi i húfi og jafnrétti að engu haft. Hvað segja lög um sömu laun fyrir sömu vinnu? Eru þessi atriði ekki brot á jafnréttislögunum? Með harkalegum og ósann- gjörnum ákvæðum hefur rétt- lætistilfinningu mikils meiri hluta kennarastéttarinnar verið mis- boðið og metnaður hennar særð- ur. Viðbrögð hennar verður að skoða i ljósi þeirrar staðreyndar. Ég leyfi mér hér með að skora á hæstvirtan menntamálaráðherra aö beita sér nú þegar fyrir þvi að þessi mál verði tekin til gaum- gæfilegrar athugunar með viðun- andi úrlausn i huga. Grunnskólinn stendur nú frammi fyrir miklum vanda i fjölmörgum efnum. Til hans eru gerðar margvislegar kröfur i margbrotnu samfélagi nútimans og er það út af fyrir sig eðlilegt. En hann hlýtur að gera sinar kröfur á móti á jafnréttisgrund- velli. Skólinn stendur og fellur með starfi kennarans. Hróplegt misrétti, lág laun og sifelldar deilur um kaup og kjör starfsmanna skólans eru hættu- merki á vegferð hans sem verður aðsneiða hjá ef ekki á illa að fara. Guðmundur Magnússon.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.