Alþýðublaðið - 10.11.1976, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 10.11.1976, Qupperneq 5
^laSfð* Miðvikudagur 10. nóvember 1976 ÚTLÖND 5 Sambúð Carters og þingsins verður enginn dans á rósum Samsetning hins nýja fulltrúaþings Bandaríkjanna er merkilega lík því þingi, sem nú lætur af störfum, ef tekiö er tillit til styrkleika flokkanna. Demó- kratar halda yfirburöameirihluta, bæði i öldungadeildinni og fuIItrúadeiIdinni. Þeir áttu 290 fulltrúa á þingi, eða tvo þriðju meirihluta, en nú hefur þeim áskotnast tveir eða þrir til. I öldunadeild- inni er hlutfallið óbreytt. En samt hafa þar orðið miklar breytingar. Demó- kratar hafa nú unnið aftur sjö þingsæti, sem repúblikanar fengu frá þeim i kosn- ingunum 1970 (þar er kosið til sex ára — þriðjungur þingsins annað hvert ár) og repúblikanar hafa unnið jafn mörg sæti frá demókrötum. Á hugmyndafræðilegum mæli- kvarða, ef hægt er að berg slikan að bandariska þinginu, stendur hið nýja þing nokkru meira til vinstri en hið gamla. Það er einnig að sjálfsögðu yngra, og að þessu sinni eru þar komnir til þings menn, sem kunna að teljast Carter hefur að undanförnu verið í viku „frii” ef það er hægt að kalla það fri að undirbúa flutning sinn i Hvita húsið og velta vöngum yfir hverja velja skuli i hið nýja ráðuneyti. óútreiknanlegir. En í fljótu bragði er erfitt að átta sig á þvi hvaða vindar muni blása um Capitol- hæð. Frjálslyndir þingmenn, svo sem Joseph Montoya frá New Mexico, Gale McGee (Wyoming), Frank Moss (Utah) og John Tunney (California) hafa orðið að vikja fyrir ihaldssamari nýliðum úr röðum repúblikana. En þá hafa lika nokkrir hægrisinnaðir repúblikanar lent utandyra. Meðal þeirra sem biðu ósigur voru William Brock III (Tennessee), Robert Taft Jr. (Ohio) og James Buckley (New York). Arftakar tveggja þessara sem kveðja munu væntanlega láta nokkuð að sér kveða, en það eru arftakar Tunneys og Buckleys. Frá Californiu kemur nú til þings hinn sjötugi japanskættaði S.I. Hayakawa, en frá New York Daniel Patrick Moynihan, sem kunnur er fyrir störf sin (og stór- yrtar yfirlýsingar) sem sendi- herra USA hjá Sameinuðu þjóðunum. Báðir eru þeir háskólaprófessorar. Hayakawa varð þjóðkunnur á siðasta áratug, þegar hann gagn- rýndi bandariska skólanema af jafn mikilli hörku og Moynihan sakaði riki þriðja heimsins og kommúnistaveldin á vettvangi SÞ. Báðir fara þessir prófessorar sinar eigin leiðir i pólitik, eru frjálslyndir á sumum sviðum, en ihaldssamir á öðrum. Báðir munu' þessir nýju sena- torar auka litskrúð þinghússins, en vart er að vænta að áhrif þeirra verði jafn mikil og um- stangiö, sem mun fylgja þeim. Daniel Patrick Moynihan frá New York og S.I. Hayakawa frá Kaliforniu. Litrikir menn, sem nú koma á þing og eiga eftir að lífga upp á lifið i þing- sölunum. Neitunarvaldið daglegt brauð I forsetatið sinni hefur Gerald Ford beitt neitunarvaldi gegn samþykktum þingsins meira en sextiu sinnum. Eins hefur þingið oftar en einu sinni hafnað til- mælum forsetans. 1 fyrsta sinn i átta ár sezt nú i Hvita húsið for- seti,sem er isama flokki og þing- meirihlutinn. Augljóst er að sam- starf þingsins og forsetans verður núbetra en það var i tið Nixons og Fords, en vart er að búast við að sambúð Carters og þingsins verði neinn eilifur dans á rósum þegar hveitibrauðsdagarnir eru úti. Til þessara ályktana liggja gildar ástæður. Til að mynda skuldar þingið Carter ekki nokk- urn skapaðan hlut. Enginn þing- mannanna var kjörinn vegna Carters. Það var engin Carter- bylgja i kosningunum i siðustu viku, og hinn nýi forseti sópaöi ekki flokksbræðrum sinum inn i þingið eins og Lyndon Johnson gerði árið 1964 og Dwight Eisen- hower árin 1952 og 1956. Þvert á móti er ástæða til að ætla að Carter hefði ekki unnið nokkur fylki, ef ekki hefðu komið til vinsælir þingmenn demókrata i viðkomandi fylkjum. William Promire i Wisconson er dæmi um slikt. Þá er ástæða til að ætla að þetta nýja þing verði sjálfstæðara og þar sitji nú fleiri þingmenn, sem láta eigin sannfæringu sitja i fyrirrúmi fyrir flokksböndum. Ahrifalitlir leiðtogar demókrata eins.og Carl Albert, forseti fulltrúadeildarinnar og Mike Mansfield, formaður þingflokks demókrata i öldungadeildinni, munu nú vikja fyrir annars konar þingmönnum. ,,Tip” O’Neill verður arftaki Alberts, en i senat- inu stendur slagurinn milli Ro- berts Byrd frá Vestur-Virginiu og Huberts Humphrey frá Minne- sota. Vegna vináttu og góðs sam- starfs Humphreys og Walters Mondale, hins verðandi vara- forseta, vonast Carter að sjálf- sögðu að Humphrey vinni slaginn. I þriðja lagi á eftir að reyna á þau kosningaloforð Carters, að hann ætli að höggva á rætur „kerfisins.” Hann hefur lofað þvi að fækka opinberum kontórum úr 1900 niður i 200, en tengsl ein- stakra þingmanna við opinberar skrifstofur hafa farið vaxandi, og þeir hafa gegn um þær öðlast aðstöðu og vald, sem þeir láta ekki fúslega af hendi. Carter er óþolinmóður við þá, sem honum finnst vera i vegi sinum, og þegar hann ætlar að fara að skera niður i ríkisrekstrinum, þá eiga margir þingmenn eftir að verða i vegi hans. Bæði demókratar og repú- blikanar. Þá þarf hann að gera upp við sig hvort hann ætlar að sætta sig við málamiðlun til að halda sambúöinni góðri. —BS Ostur er byggingarefni. Hann hefur meira af kalki en flestar aðrar fæðutegundir. Hvort sem þú ert að byggja hús, fyrirtæki eða þjóðfélag, þarftu umfram allt að ,s byggja sjálfan þig upp, athafnavilja, kjark, hæfni og umfram allt, rjóm- V ann út á lífið ... hæfi- Jy ' leikann til að brosa. 1f .11' J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.