Alþýðublaðið - 10.11.1976, Síða 9

Alþýðublaðið - 10.11.1976, Síða 9
FRÉTTIR Miövikudagur 10. nóvember 1976 ;biaöiö Miðvikudagur 10. nóvember 1976 FRÉTTIR 9 Ráðstefna um mengun fersks vatns: Mengunfersks vatns fyrir hendi hér á landi Ráðstefna um mengun fersks vatns, verður haldin að Hótel Sögu nk. föstudag. Það er Landssamband stangarveiðifélaga sem hef- ur forgöngu um að tii ráð- stefnunnar er boðað. Á ráðstefnunni flytja er- indi tiu sérfræðingar um hin ýmsu viðfangsefni, en það eru 10 aðilar, sem að ráð- stefnu þessari standa, landssamtök, ráðuneyti og stofnanir ýmsar. Mengun hefur aukizt um allan heim sl. 30 ár og fer sífellt vaxandi. Má segja að hún sé oröin alþjóðlegt vandamál, og gefur fólk mengun mun meiri gaum nú en verið hefur. Vfða erlendis tiðkaðist þaö, og tiö- kastraunarenn sums staðar, aö veita úrgangi frá iðjuverum svo og skólpi frá bæjum og borgum i nærliggjandi vötn og ár. Afleiðingarnar má til dæm- is sjá á Thamesánni. Almenningur tók ekki viö sér fyrr en daunninn úr ánni fór að veröa svo mikill aö varla var líft i nálægðhennar, en þá kom lika kippur i fólk og árangur af hreinsunum lét ekki á sér standa. Island hefur aö mestu leyti verið laust viö alla mengun. Þó er mengun fersks vatns aö nokkru leyti fyrir hendi hér. Skólp frá byggð, landbúnaði og nú siðustu ár frá iðnaði og verkstæðum eru helztu mengunarvandamál okkar islendinga. Nokkuð algengt er að frárennsli frá sveitarbýlum sé veitt út i skurði og læki. Oft kemur það ekki svo ýkja mik- iðað sök meðan byggð er mjög litil, en vandamáliðeykst meö vaxandi byggö. Dýr hreinsitæki eða breyttar skólp- lagnir koma þar eingöngu til hjálpar. Tilgangur ráðstefnu um mengun fersks vatns er aö upplýsa menn um þessi mál, skýra frá stööunni eins og hún er i dag, benda á helztu hættustaöi og kynna leiöir til úrbóta. Stangarveiðimenn gera sér trúlega almennt ljósari grein fyrir þeirri hættu sem ám og vötnum stafar af of mikilli mengun, en menn almennt. Þeir læra aö hafa augun opin og einn eiginleiki góðs veiðimanns er aö skynja um- hverfi sitt. Er þaö ástæöan fyrir því að Landssamband stangaveiöifélaga hef- ur haft forgöngu um ráðstefnuhaldið. Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Aögangur er ókeypis. Hún hefst kl. 9.30, i hliðarsal Súlnasal- ar Hótel Sögu og lýkur um kl. 17.30. A ráðstefnunni flytja erindi meöal annars, Guttormur Sigurbjarnarson jarðfræðingur, vatnið og vatna- búskapur, Þór Guðjónsson veiðimála- stjóri, lif I fersku vatni, Baldur Jóhn- sen forstjóri, umhverfisvernd um veiðivötn og ár. Einnig verða flutt er- indi um gerlarannsóknir i ferskvatni, mögulega mengun hér á landi og áhrif hennar, mengun ferskvatns frá land- búnaöi, mengunarvarnir, mengunar- lög og reglugerðir. Að lokum verða leyfðar stuttar fyrirspurnir. Ráöstefnuna setur Hákon Jóhanns- son formaöur Landssambands stangaveiðifélaga. —AB SINE mótmælir út- hlutunarreglum LÍN Telur þær afturhvarf til þeirra tíma þegar menntun var forréttindi barna hátekjumanna Samband Islenzkra námsmanna er- lendis hefur harðlega fordæmt nýsetta reglugerð og úthlutunarreglur Lána- sjóðs Islenzkra námsmanna um náms- aöstoð, og telja þeir að reglur þessar séu frekleg skerðing á kjörum náms- manna. SINE telur aö hér sé gengið þvert á yfirlýsta stefnu rikisstjórnar- innar að öllum, sem getu og vilja hafa til að bera, veröi gert kleyft að stunda nám sitt án tilliti til efnahags. SINE telur að menntamálaráðherra hafi samykkt þær reglur sem hér um ræöir án þess aö tekið væri nokkurt mið af athugasemdum námsmanna, og átelur SINE meirihluta stjórnar Lánasjóðs islenzkra námsmanna fyrir þá vanþekkingu á kjörum venjulegs námsfólks að þeir skuli geta staðið að tillögum sem þessum. Sine telur að við gerö reglnanna hafi verið lagöar tii grundvallar ágizkanir hálaunamanna, sem aldrei hafi tekizt á viö þá örðugleika, sem mæta náms- mönnum, sem i einu og öllu þurfa að sjá sér farborða sjálfir. Verstu gallarnir SINE hefur bent á nokkur atriði, sem þeir telja veigamestu galla út- hlutunarreglnanna. Þau eru: 1. Að lánsupphæð skuli ekki miðuð við framfærsluþunga, en það þýðir bein- linis, að fjölskyldufólk eigi ekkert er- indi i sérnám. 2. Að tillit sé aðallega tekið til barna þegar það horfir til lækkunar lána. 4. Aö hvergi sé tekið tillit til fram- færslu maka, sem hefur ekki aðstöðu til tekjuöflunar, s.s. vegna veikinda, barna o.s.frv. 5. Að ekki skuli tekið tillit til skóla- gjalda, nema að þau nemi að minnsta kosti eins mánaðar framfærslu. 6. Að framfærsla barna skuli aðeins metin 25% af framfærslu fulloröins fyrir fyrsta barn en síðan 12.5% af næstu, þ.e. i þeim tilvikum þegar tillit er tekiö til þeirra. 7. Að framfærslukostnaður skuli ekki miðaður við framfærslukostnaðar- könnun er gerð var áriö 1973, heldur byggt á ágizkunum og handahófs- kenndu mati einstaklinga, sem virðast hafa þá trú á námsmönnum, að þeir geri allt til aðsvikja féútúrLlN. 8. Að ekki sé tryggt, að lán fullnægi fjárþörf námsmanns umfram eigin tekjuöflun,þ.e. að 100% lán séu veitt. Ekki telja þeir SINE menn þessa upptalningu fullnægjandi, það sé sama hvar gripið sé niður I lögun um náms- aðstoð, reglugerð með þeim og út- hlutunarreglur, alls staðar blasi við að á tslandi riki ekki jafnrétti til náms, og að þær reglur er hér frá greinir séu stórt skref afturábak, — til þeirra tima þegar menntun var forréttindi barna hátekjufólks. Þá mótmælir SINE, þeim drætti sem orðið hefur á úthlutun haustlána. Cthlutun á að hefjast fyrir 15. okt. ár- hvert, en ekkert bólar á lánunum enn. Þetta hafi oröiö til þess aö margir námsmenn erlendis hafa orðið að hverfa frá námi til aö sjá sér farboröa þar til lánin berast. Og sé nú svo komiö að fjöldi þeirra hyggst hverfa heim þar til úr rætist. es. Söltuð síld í dreifingarumbúðum: Tilraunum með útflutning haldið áfram I upplýsingabréfi Sildarútvegs- nefndar til sildarsaltenda er nú frá þvi greint hvert starf nefndin hefur unnið við að leita leiða til að auka útflutningsverömæti sildar héðan með vinnslu I dreifingar- umbúðir, eöa neytendapakkning- ar, eins og kallað hefur verið. Svo sem kunnugt er, er söltuð sild að verulegu leyti flutt út sem fullunnin neyzluvara. T.d. fer öll sú sild, sem seld er til Austur- Evrópu, beint I verzlanir i þvi ástandi, sem hún er afgreidd héð- an. Sama er að segja um hluta af slldinni, sem seld er til Sviþjóðar, Finnlands, o.fl. markaðsianda. Kryddsildin er aftur á móti að mestu leyti tekin til frekari vinnslu, svo sem framleiðslu á gaffalbitum og öðrum svipuöum vörum i venjulegum smáum neytendaumbúðum. 1 Sviþjóð er hin venjulega saltsild, og I Finn- landi sykursildin, ýmist send i verzlanir i hinum upprunalegu umbúðum (þ.e. sildartunnunum) eöa pökkuð i mismunandi stórar dreifingarumbúðir i þvi ástandi, sem hún kemur úr tunnunum, sem hún verkast i. Nokkur hluti saltsildarinnar i Sviþjóð og sykursildarinnar i Finnlandi er þó flakaður áöur en pakkað er i dreifingarum búðirnar. Sé sildin flökuð, reyna sildar- kaupendur, eftir þvi sem mögu- legt er, aö flaka hana jafnóðum ogpantanir berast frá verzlunun- um eða öðrum þeim aðilum, sem kaupa sildina I svo stórum um- búðum, þar sem gæði flakanna rýrna, ef of langur timi liður frá þvi sildin er flökuð og þar til flök- in komast i hendur neytenda. Eftir að sildveiðibanninu meö hringnót lauk var haldið áfram þar sem frá var horfiö og er nú i undirbúningi að senda aukið magn i tilraunaskyni til Finn- lands, Bandarikjanna, o.fl. landa oghafa þegar verið gerðar ýmsar undirbúningsráðstafanir I þessu skyni. Gert er ráð fyrir að fyrstu sendingarnar veröi settar á markaöinn i 3-10 kg. dreifingar- umbúöum. Samningaumleitanir standa nú yfir milli Sildarútvegs- nefndar og finnskra sildarinn- flytjenda um sölu á verulegu magni af sykursaltaðri sild I 10 kg. umbúðum og er ekki óliklegt aö samningar takist um sölu á sykursaltaðri sild i slikum um- búðum fyrir allt að 50 milljónir islenzkra króna til afgreiöslu á fyrrihluta komandi árs. Aframhald á tilraunapökkun þessari veröur fyrst um sinn á vegum Sildarútvegsnefndar, en ef markaður eykst fyrir saltaða sild i þessum umbúðum á viðun- andi verði, er ráðgert að pökkun- in verði framkvæmd á þeim sildarsöltunarstöðvum, sem góða aðstöðu hafa til slikrar vinnslu. Annars hefir það komið á óvart, að samkvæmt nýlegri könnun Slldarútvegsnefndar virðist sem kaupendur islenzkrar saltsildar i Sviþjóðsendi nú sildina aftur i auknum mæli i upprunalegu tunnunum i verzlanirnar, en svo sem kunnugt er finnst mörgum saltsildin bezt til matreiðslu beint upp úr tunnunum. Rannsókn fíkniefnamálsins langt á veg komin: S0LUHAGNAÐUR GERÐUR UPPTÆKUR Undanfarið hefur staöið yfir á vegum Fikniefnadómstólsins i Reykjavik rannsókn á einu um- fangsmesta fikniefnamáli sem komið hefur upp hér á landi. Litur rannsóknin aö innflutningi og sölu á tugum kálóa á cannabis- efnum. I stuttu viðtali, sem Alþýöu- blaðið átti við Arnar Guðmund- son, fulltrúa við Fikniefnadóm - sblinn, kom fram að rannsókn þessa máls er nú langt komin. Hefur lögreglan nýlega lagt hald á nokkrar milljónir króna, sem eru hluti þess söluhagnaðar sem orðið hefur af innflutningi og dreifingu efnanna hérlendis og hafði hluta þessara peninga verið komið fyrir i bankahólfi hér i borg. Nú sitja i haldi átta menn vegna málsins og hefur sá sem lengst hefur verið i haldi, setið inni i áttatiu daga. Þá hafa hátt i hundrað manns verið yfirheyröir vegna málsins. —GEK Yfirlýsing vegna blaðaskrifa Með viðtali viö Sigurð Markús- son útgerðarmann i blaöinu i gær átti að birtast ljósrit af yfirlýs- ingu skipverja á m/s Sögu, en það féll niður vegna mistaka. Með- fylgjandi er þessi yfirlýsing, og undir hana rita allir skipverjar nöfn sin. Yfirlýsing Við undirritaðir áhafnarmeð- limirm.s. Sögu viljum taka fram eftirfarandi vegna óvandaðra blaðaskrifa um dvöl tveggja Nigeriumanna um borð i m.s. TIL SKYRINGAR Vegna greinarinnar „Heim- sókn á Kleppsspitala” sem birtist . i blaðinu si. föstudag, hefur Tómas Helgason beðið um að eftirfarandi skýringar verði birt- ar: ,,A spitalanum sjálfum eru 126 rúm sem þyrftu öll að vera fyrir bráðveika. Af þessum rúmum eru 40-50 teppt af langdvalarsjúkling- um, sem flestir veröa að vera á spftalanum. Þá eru a.m.k. 15 sjúkiingar á spítaianum sem gætu verið á hvaða sjúkrahúsi sem er, en ekki hefur tekizt að fá piáss fyrir annars staðar. Tvær deildir eru eingöngu not- aðar af iangdvalarsjúklingum. A öðrum deildum eru bæði karlar og konur og sjúkiingar á mismun- andi sjúkdómsstigi. Er þessi blöndun gerð tii þess að skapa eðlilegra umhverfi og samfellda meðferð sjúklinganna. Að lokum skai þess getið, að verkstjóri sá sem nefndur er Jóhann Sveinsson i greininni heit- ir i raun Jóhannes Sigurösson.” —hm. Sögu á leiö skipsins frá Port Hartcourt til Reykjavikur: 1. Umræddir Nigeriumenn höfðu hvor sinn sérklefa um borö og var aðbúnaður þeirra og fæði hið sama og islenzkra áhafnar- meðlima. 2. Nigeriumennirnir voru aldrei beittir likamlegu ofbeldi, og er fullyrðingum þeirra um slikt mótmælt * sem ósönnum sögu- buröi. 3. Blaðaskrif um að umræddum Nigeriumönnum hafi verið ógnað með skotvopnum eru algerlega ósönn enda engin byssa um borð I skipinu og hefur ekki verið. 4. Við lýsum undrun okkar og vanþóknun á þvi hvernig vissir fjölmiðlar og hinn nýi forseti Sjómannasambands tslands hafa haldið á máli þessu. 5. Okkur er kunnugt um að út- gerð m.s. Sögu hefur ákveðið að óska eftir að haldin verði sjópróf til þess að leiða sannleikann i ljós i máli þessu. RANNSÓKNIR A VINNSLU PERLUSTEINS VEL Á VEG K0MNAR A blaðamannafundi, sem Iðnþróunarstofnun íslands boð- aði til i gær, um nýtingu perlu- steins, flutti Gunnar Thorodd- sen ávarp, þar sem hann rakti i stórum dráttum þróun gosefna- rannsókna á islandi. Vék ráð- herrann sérstaklega að uppbyggingu þessa iðnaöar hér á landi meö hliðsjón af þróun og reynslu annarra þjóöa. Hér á landi var gosefnanefnd sett á laggirnar á árinu 1975. 1 framhaldi af störfum þeirrar nefndar var Iðnþróunarstofnun fengiö máliö til meöferðar og vinnur nú að þvi i samráði við iðnaðarráðuneytið og ýmsa aöra aðila innan lands sem utan. Að lokinni ræðu iðnaðarráð- herra, Gunnars Thoroddsen, tók til máls Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunar- stofnunar. Ræddi hann um þá margþættu möguleika, sem vinnsla perlusteins gæti opnað. Sagöi Sveinn að ef til vill væri sá timi kominn að menn ættu að fara að endurskoða þá fullyrð- ingu, aö Island væri hráefna- snautt land. ,,Ég tel að eftir svona 5 til 10 ár verði vinnsla perslusteins og margskonar framleiðsla úr perlusteini oröin þekkt framleiösla hér á landi,” sagði Sveinn Björnsson. Hann benti á að perlusteinn væri nú unnin i um 30 löndum og væri ársframleiðslan nú um það bil ein og hálf miljón tonn. Að lokum tók til máls Óttar Halldórsson og ræddi harin nánar um ýmsa þætti perlu- steinsframleiðslu og hugmyndir þar að lútandi. Perlusteinn finnst á nokkrum stöðum i heiminum og hefur fundið viðtæka notkun i bygg- ingariönaði og öörum iðnaði margra landa. Þaninn perlu- ~ steinn er mjög léttur, vegur aðeins um 60—80 kg hver rúmmeter, hann er mjög gott einangrunarefni, hann er óbrennanlegur og hefur marga fleiri kosti. Hér á landi finnst perlusteinn einkum á tveimur stöðum, i Prestahnúki á Kalda- dal og i Loðmundarfirði á Aust- fjörðum. Alllangt er siöan mörgum varð ljóst hér á landi, að allmik- il verðmæti væru fólgin i perlu- steinsnámum okkar. Siðustu 2 árin hefur verið unnið af enn meira kappi en áður að rannsóknum á perlusteini úr Prestahnúki, gæðum hans og magni, og nú á þessu ári hófst tilraunaframleiðsla á þöndum perlusteini, sem framkvæmd hefur verið við Sementsverk- smiðju rikisins á Akranesi. Siðastliðin tvö ár hefur tækni- hjálp Sameinuðu þjóðanna lagt fram aðstoð við rannsóknir þessar, m.a. meö þvi að hingað hafa fengizt erlendir sérfræð- ingar á þessu sviði, sem unnið hafa mikið gagn. Bandarikjamenn eru lengst komnir i notkun perlusteins. Arið 1974 var notkun Banda- rikjamanna um 500 þús. tonn, en Evrópumanna utan Sovét- rikjanna um - 350 þús. tonn. Hráefnisnotkun I öllum heimin- um á þvi ári erþvi'áætluð um 1.5. millj. tonna. Helztu not perlusteins eru til léttsteypu- gerðar og einangrunar, sem fylliefni til framleiðslu á ýmis konar plötum, sem hafa marga ákjósanlega eiginleika m.a. sökum léttleika sins, til múrhúöunar, til brunavarna á stálgrindahúsum, til siunar i iðnaði m.a. i sykurvinnslu, oliu- hreinsun og bjórframleiðslu og til hreinsunar á drykkjarvatni. Þá er perlusteinn notaöur sem fylliefni i málningariðnaði og plastiðnaði, sem járðvegsbætir i garðyrkju og jarðrækt o.m.fl. Notkun perlusteins hefur auk- ist hratt undanfarin ár, og er áætlað aðnotkun Evrópumanna muni aukast um 9—10% árlega næstu árin eöa m.ö.o. að notk- unin tvöfaldist á næstu 7 árum. Er þvi ljóst, að mikill markaður mun verða fyrir perlustein i nágrannalöndum okkar i V- Evrópu og væntanlega lika á austurströnd Bandarikjanna og I Canada. Okkar markaöur hér á landi er að sjálfsögðu ekki stór, en mikinngjaldeyri mætti spara meö aukinni notkun perlusteins til þilplötugeröar og tilhitaeinangrunar, en sá mark- aður einn er um 6—700 millj. króna árlega. Unnið hefur verið að rannsóknum á hagnýtingu Isl. perlusteins til iðnaðar nokkur undanfarin ár. Tilrauna- framleiðsla hófst á Akranesi i byrjun þessa árs. Þessari til- raunaframleiðslu má deila i tvö aðal þrep eða: flokkunarþrep sem afkastar um 10.000 tonn á ári, og þensluþrep, sem afkast- ar um 1 rúmm. á klst. af þönd- um perlusteini. Þessi tilrauna- framleiðsla hefur gert kleift að kanna efnisgæði, gera ýmiss konar vöruþróunarprófanir og vinna að markaösöflun. Segja má að flokkunarþáttur- inn nægi innlendum markaði næstu árin enda eru afköst hans um 25 sinnum meiri en þenslu- þáttarins. Gert er ráð fyrir að selja megi flokkaðan perlustein hér innan- lands á sama verði og hann er boðinn á erlendum mörkuðum þrátt fyrir erfiðar og langar flutningaleiðir miðað við núverandi aðstæður. Einsogáðurvar minnstá hef- ur verið unnið að margháttaðri vöruþróun og upplýsingaöflun um eileida framleiðslu úr perlu- steini. Nokkrir möguleikar eru sýndir hér. Meðal þeirra mögu- leika er við viljum sérstaWega vekja athygli á er einangrun á steyptum þakplötum, perlu- steinspussning (tilbúin), asfalt- húðaður perlusteinn til varma- einangrunar, m.a. á hitavatns- lögnum, plötur ýmiss konar úr perlusteini, pappir, kisildufti og sementi, perlusteini til garð- ræktar og siuperlusteini. Við viljum sérstaklega undirstrika ýmsa möguleika isl. iðnaðar til framleiðslu úr innlendum gos- efnum. Tilrauna verksmiðjan á Akranesi, sem hóf framleiðslu á þöndum perlusteini, tók til starfa i ársbyrjun 1976. Um verðlag má segja, að verð þanins perlusteins frá tilrauna- verksmiðjunni á Akranesi er alls ekki raunhæft verð, enda er kostnaður verið framleiðslu i svo smáum stil mjög hár miðað við afköst. Hver rúmmetri þan- ins perlusteins frá Akranesi hef- ur verið seldur á 5000 kr., en með hæfilegri stækkun til aö anna þörfum innanlandsmark- aðarins eingöngu mætti ná verðinu niður i um 2000—2500 kr rúmm. Miðað við einangrunar- hæfileika perlusteins, sem er mjög gott, og reyndar aöeins lakara en beztu einangrunar- efni, sem til eru i dag, yrði samt sem áður um 20% ódýrara en að einangra jafnvel með perlu- steini, auk þess sem perlu- steinninn hefur þann ágæta kost, að hann er óbrennanlegur. Engum dettur i hug að halda fram, að perlusteinn muni á næstu árum ryðja úr vegi nema hluta af þeim byggingarefnum, sem við notum i dag. Hitt er aft- ur ljóst, að byggingariðnaður okkar, sem veltir árlega 15—20 milljörðum króna, getur á ýms- an hátt nýtt perlustein i stað innfluttra efna. Loks má nefna möguleika á útflutningi. Verðlag á flokk- uðum perlusteini óþöndum er væntanlega um $ 40 cif. I V- Evrópu, en þar af er helmingur flutningskostnaður. Miðað við það magn, sem fyrir hendi er i Prestahnúki af 1. flokks perlu- steini, sem hefur af jarðfræð- ingum verið áætlaður 17—18 milljón rúmmetrar, og er e.t.v. allmiklu meiri, er ljóst, að þarna er um veruleg verðmæti að ræða. Allmargirerlendiraðilar hafa þegar látið i ljós áhuga á að kaupa óþaninn perlustein frá íslandi. Erekki enn ljóst hvaöa ákvarðanir verða teknar i þeim málum, þvi að margs er hér að gæta. M.a. verður að benda á, að vegasamband við Prestahnúk er slæmt og námu- vinnsla getur ekki fariö fram nema yfir sumartimann. Fjölmennur fundur náms- manna á Austurvelli 1 gær hélt kjarabar- áttunefnd námsmanna útifund á Austurvelli í Reykjavik. Á fundinum komu námsmenn á framfæn kröfum sinum um breytta stefnu rikisstjórnarinnar i lánamálum langskóla- fólks. Að kjarabaráttunefnd náms- manna standa nemendasamtök stúdenta hér heima og erlendis, skólafélög eftirtaldra skóla: Tækniskólans, Vélskólans, Stýrimannaskólans, Fóstru- skólans, Fiskvinnsluskólans, Myndlista- og Handiðaskólans, Iðnskólans, Tónlistarskólans og Leiklistarskóla rikisins. Ræður á fundinum héldu Ein- ar Haröarson, sem talaði fyrir hönd námsmanna, er standa ut- an Háskólans, Guðmundur Sæmundsson talaði af hálfu SINE (Samtök islenzkra náms- manna erlendis), og formaður stúdentaráös, össur Skarp- héðinsson, talaði fyrir hönd stúdentaráðs. Fundurinn var fjölmennur, milli þrjú og fjögur þúsund manns. Eftirfarandi tillögur voru sambvkktar á útifundinum: Askorun til ráðherra. Almennur fundur náms- manna, haldinn á Austurvelli 9. nóvember 1976, skorar á menntamálaráðherra aö: 1. Draga til baka hinar nýju úthlutunarreglur og láta hinar fyrri gilda, meðan unnið er að nýjum og bættum reglum. 2. Við úthlutun ’76-’77 verði miðað við kostnaðarkönnun frá LIN frá 1973, og aö veitt veröi fullnægjandi lán til framfærslu, þ.e. 100% af þvi, sem á vantar að tekjur brúi. 3. Úthlutun haustlána dragist ekki fram yfir 15. nóvember. 4. Námsmönnum i lista- og verkmenntunarskólum verði veitt sambærileg aðstoð og öðr- um, og hún nái til allra deilda þeirra og árganga. Áskorun til Alþingis. Almennur fundur náms- manna samþykkir að skora á Alþingi, að hækka nú þegar þá upphæö, sem fellur i hlut Lána- sjóðs islenzkra námsmanna, samkvæmt frumvarpi að fjár- lögum fyrir 1977, til samræmis við fjárbeiðni sjóðsins frá þvi i vor. Samþykktir þessar verða sendar réttum aðilum. —ATA Verzlun með gler- dýrá Eyrar- bakka Fyrir nokkru var opnuð á Eyrarbakka ný verzlun með gjafavörur, lampa, skerma, loft- ljós og kristal. Þarna má einnig kaupa hunda og ketti úr gleri, listmuni og annað skraut til heimilisprýði. Verzlunin er til húsa i Túnbergi, en þar hefur verið rekin verzlun allt frá þvi 1914. Þarna eru gaml- ar verzlunarinnréttingar, sem ósjalfrátt hljóta að vekja athygli þeirra sem inn lita. Það er fyrrvcrandi kaupmaður úr Reykjavik, sem þarna hefur numið nýtt land. „Ég nenni ekki að vera lengur I Reykjavik,” sagði kaupmaðurinn, „Og mér liður mjög vel hérna á Eyrar- bakka.” —BJ Eyjólfur Sigurðsson: Formaður Fram- kvæmdastjórnar Alþýðuflokksins Eyjólfur Sigurðsson hefur veriö kjörinn formaður framkvæmda- stjórnar Alþýðuflokksins. t fram- kvæmdastjórninni eiga sæti Kenedikt Gröndal, Kjartan Jó- hannsson, Björn Jónsson, Kristin Guðmundsdóttir, Karl Steinar Guðnason, Gylfi Þ. Gislason, Sig- urður Guðmundsson og Sigþór Jóhannesson, auk Eyjólfs. . -4> € f R37550 Gestur Þorgrimsson, kennari og listamaður, dvelur nú i Danmörku. Gestur sagði við brottför: ,,Trabantinn fylgir mér hvert sem ég fer, því að hann er ávallt til taks og svíkur ekki" Gestur keypti sinn fyrsta Trabant 1964 og hefir siðan ekið á Trabant. Vorum að fá sendingu af Trabant-bifreiðum TRABANT UMBOÐIÐ INGVAR HELGASÖN Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.