Alþýðublaðið - 10.11.1976, Side 14

Alþýðublaðið - 10.11.1976, Side 14
14 LISTIR/IWIENNING , ■Iþýðu- Miðvikudagur 10. nóvember 1976 Skrá- setja þarf ævi- sögu Huppu Birnis- dóttur Loks kom aö þvi aö frú Huppu Birnisdóttur var minnst. Hiín átti þaö sannarlega skiliö, svo mörg- um þyrstum hefur hún svalaö um dagana og ekki hafa afkomendur hennar látiö sinn hlut eftir liggja. Enda er þetta alveg einstök fjöl- skylda. Sannarlega var þaö vel til fundiö aö láta vin hennar Halldór Pétursson mála hana, enda er hann á svipuöum aldri, aöeins 10 árum eldri. Mynd Halldórs sýnir vel snilldarhandbragö listamannsins og kemur einkar vel fram á myndinni þessi þunglyndislegi svipur, sem svo mjög einkenndi Huppu heitina og fylgir mörgum afkomendum hennar og nánum aöstandendum, eins og best sést hjá þeim Búnaöarfélagsmönnum mörgum. Afkomendur Huppu eru nú dreiföir um land alltog hvarvetna til sóma, hvar i flokki sem þeir standa, þó þeir, eins og eölilegt er, skipi sér flestir i þann flokk sem formóöir þeirra var i og Helgi á Hrafnkelsstööum hefur skýrt frá vel og greinilega eins og hans var von og visa. En þó aö myndin sé góö og afmælisveizlan hafi hafi heppnast vel er þetta ekki nóg. Svo djúp spor hefur Huppa sáluga markaö i þjóðarsálina. Hér dugar ekkert minna enstór bók um frúna. Væri vel til falliö aö fela Indriöa G. verkið, en hann er mikilvirkur höfundur og hefur skrifað frægar bækur. Bókina um Stefán Islandi t.d., mjög vel heppnaöa bók, þó aö hann hafi þar kallaö Guömund Angantýsson Nikulás, og nú á hann að skrifa bók um Kjarval. Indriöi þarf að fara viöa, aö hann segir, til þess aö afla sér efnis i Kjarvalsbókina m.a. tala viö vini hans vitt um land. I leiöinni gæti hann talað viö afkomendur Huppu, sem eru dreiföir um landsins breiöu byggöir, kannaö afrek þeirra og lifsviðhorf svo og skoöanir á helstu deilu og dægur- málum, sem nú eru efst meö þjóðinni. Væri innlegg þessara aðila sist ómerkari en margra annara, sem skreyta nú siöur fjölmiðlanna. Jafnframt þarf að kanna nánar framættir Huppu, hvort hún t.d. er i tengslum viö Oddaverja eöa Haukdæli. Þá þarf aö kanna tengsl hennar viö Brynjólf Bjarnason fyrv. menntamálaráöherra, en Helgi á Hrafnkelsstöðum telur þau vafa- laus. Tala þarf við þá sambýlis- menn Huppu, sem enn eru á lifi og birta myndir af þeim i bókinni. Ættu Búnaöarfélagsmenn aö eiga af þeim myndir t.d. Nú kynnu menn að spyrja hverjir ættu aö kosta slika útgáfu og svariö er mjög einfalt. baö á aö safna áskrifendum fyrirfram. Ekki mun standa á afkomendum Huppu i þessu efni og kaupfélögin gætu innheimt áætlað verð bókar- innar eins og áskriftargjald Tim- ans. Sem sagt, gefiö nú út æfisögu 'Huppu Birnisdóttur færöa í letur af Indriða G. Þorsteinssyni og byggöa á samtölum viö afkom- endur og nána samflokksmenn Huppu. Þormóöur FJÖLDI ATHYGLISVERÐRA BÓKA FRÁ SKUGGSJÁ Skuggsjá hefur sent frá sér nokkrar nýjar bækur. Hin eftirtektar- verðasta i hópi þeirra er bókin „Lif og lifsvið- horf eftir séra Jón Auð- uns. A bókarkápu segir, aö i þess- ari bók komi höfundur viöa viö. Hann ’segi frá uppruna sinum, uppvaxtarárum, bæöi i kaup- staö og á gömlu vestfirzku stór- býli, og þeim mönnum, innlend- um og erlendum, sem hann tel- ur einkum hafa mótaö lifsvið- horf sin. Hann greinir frá afstööu sinni til ýmissa guöfræöikenninga, kynnum sinum af mörgum ráö- gátum dulsálarfræöinnar og hugsanlegum skýringum á þeim. Hann segir frá kynnum sinum af fjölda kvenna og karla, listamönnum, skáldum, menntamönnum og öðrum, stórbrotnu fólki og hversdags- manneskjum. Orlagasögu sumra þeirra las hann sem barn á gömlum legsteinum, öörum kynntist hann á uppvaxtar- og námsárum og 43 ára prests- starfi í viðum verkahring. Þessi bók segir frá auðugri lifs- reynslu, sem ástæöa er til aö ætla aö marga fýsi aö kynnast, þvi hér segir þjóðkunnur kenni- maöur og ræöusnillingur frá langri og viöburöarikri ævi sinni, opinskátt og af óvenju- legri hreinskilni. Af sjónarhrauni Þá hefur Skuggsjá gefiö út bókina ,,Af sjónarhrauni, aust- firskir þættir” eftir Eirik Sig- urösson. Þar kennir margra og olikra grasa. Sagt er frá prent- list og blaðaútgáfu á Eskifiröi og Seyöisfiröi á fyrri tiö. Þar koma viö sögu Jón Ólafsson, Þorsteinn Erlingsson, Ari Arn- alds og Skafti Jósefsson. Ábúendatal Disastaöa, er rakiö og er þaö einskonar þver- skurður eöa hnotskurn búsetu i sveitum landsins i hálfu þriöju öld. Einnig er itarleg lýsing á Fossárdal og byggöinni þar. báttunum fylgja mergjaöar draugasögur tengdar þessum stööum. Þá eru þættir um listamenn- ina Finn Jónsson og Jóhannes Kjarval, dr. Stefán Einarsson og móöur hans, Margréti Jóns- dóttur húsfreyju á Höskulds- stöðum i Breiödal. Loks er nokkurt safn þjóösagna úr Borgarfiröi eystra. Gamlir grannar Gamlir grannar heitir bók sem Skuggsjá gefur út og er eft- ir Bergsvein Skúlason. I bókinni eru viðtöl og minningar, og koma þar viö sögu eftirtaldir menn: Eggert Thorberg Gisla- son, bóndi i Fremri-Langey, Bergsteinn Jónsson, skipstjóri, Guðmundur Matthlasson, Ingi- björg Jónsdóttir, Lárus Agúst Gislason, hreppstjóri, Guðrún á Firði, Ólafur Guðmundsson, Þóröur Kristjánsson, Rósa Jónsdóttir, Siguröur Nielsson og Rósmundur i Skáleyjum. ,,Hér er lýst langri ævi merkrar og mikilhæfrar konu, ævi mikilla andstæðna og harör- ar en heillandi lifsbar- áttu, þar sem togast á veruleiki og skáldskapur,” segir i upphafi kynningar bókaútgáfunnar Skuggsjár á nýútkominni bók Þórodds Guðmundssonar: Hús- freyjan á Sandi. Þetta er saga lifsbaráttu Guð- rúnar Oddsdóttur, eiginkonu skáldsins Guðmundar Friðjóns- sonar á Sandi. Bókin er yfir 200 siöur að s.tærö, prýdd fjölda mynda. Fórnfús ástnefnist nýútkomin þýöing á sögu Barböru Cart- land, Against the Stream. Aður hefur Skuggsjá gefið út tvær sögur þessa vinsæla höfundar. Eins og nafniö gefur til kynna er þessi bók ástarsaga, þar sem koma við sögu læknar, óðals- herrar, þingmenn og fátæk, um- komulausen falleg læknisdóttir. Hamingja hennarer nafn enn annarrar ástarsögu frá Skugg- sjá, eftir höfundinn kunna, Teresu Charles. Teresa Charles er heims- kunnur höfundur, sem jafnan gefur út metsölubækur, og sög- ur hennar hafa birzt sem fram- haldssögur i blööum og tlmarit- um um allan heim. Andrés Kristjánsson íslenzk- aði þessa nýjustu bók hennar, sem á frummálinu nefnist My True Love. Bókaútgáfa menn- ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins lsiensk rit Nýr bókaflokkur gefinn út I samvinnu viö Rannsóknastofn- un i bókmenntafræöum viö Há- skóla Islands. Fyrstu bindin eru: Jón Þorláksson á Bægisá: Kvæöi, frumort og þýdd. Heimir Pálsson annaöist úrval verka skáldsins, ritar ýtarlegan inngang og tók saman athuga- semdir og skýringar. Bjarni Thorarensen :Ljóömæli. Þorleifur Hauksson annaöist úrval verka skáldsins, ritar ýtarlegan inngang og tók saman athugasemdir og skýringar. Hér er um að ræöa mjög vand- aöa útgáfu. Þrjár Ijóðabækur Guttormur J. Guttormsson: Kvæöi, úrval. Gils Guðmundsson og Þóroddur Guömundsson frá Sandi önnuö- ust þessa útgáfu ljóöa hins vest- ur-Islenska skálds og rita um hann og verk hans. Olafur Jóhann Sigurðsson: Aö laufferjum og brunnum. Verðlaunaljóð Ólafs Jóhanns hafa veriö ófáanleg um skeiö og eru nú gefin út i einu bindi. tslcnzk Ijóö 1964-1973 eftir 61 höfund. Eirikur Hreinn Finnbogason, Friöa A. Siguröardóttir og Guö- mundur G. Hagalin önnuðust þetta þriöja bindi isl nútimaljóöa Alfræöi Menningarsjóös dr. Ingimar Jónsson: tþróttir I- II. Mjög ýtarlegt myndskreytt upp flettirit sem eftir verður tekið■ Hannes Pétursson og Helgi Sæmundsson: tslenzkt skálda- tal II. Alfræöin nýtur þegar mikilla og verðugra vinsælda meöal al- mennings. Tvö fræöirit Baldur Jónsson: Mályrkja Guö- mundar Finnbogasonar. Könnun á störfum Guðmundar Finnbogasonar aö islenskri málrækt og nýyrðasmiö er merkur kafli i sögu islenskrar tungu. Dr.Simon Jóh. Agústsson: Börn og bækur II. Síðari hluti hinnar merku rann- sóknar á lestrarvenjum og menningarandrúmslofti is- lenskrar æsku. Hiö islenzka þjóövinafélag islenzkar úrvalsgreinar eftir 19 höfunda. Bjarni Vilhjálmsson og Finn- bogi Guömundsson önnuðust. Lönd og lýöir. Þórunn Magnúsdóttir: Ungverjaland og Rúmenia. Nýtt rit i hinum vinsæla bóka- flokki. Endurprentanir Ólafur Jóhann Sigurösson: Spói, barnabók. tslenzk oröabók.Ritstjóri: Arini Böðvarsson. Jón Þórarinsson: Stafróf tónfræöinnar. Sturlunga saga I-II er nú fáan- leg eftir mörg ár, mjög tak- markaö upplag. Andvari, 101. árgangur, ritstjóri Finnbogi Guömunds- son. Studia Islandica 35. hefti, ritstjóri Sveinn Skorri Höskuldsson. Efni þessa heftis er Þjóðfélagsmynd islenskra barnabóka eftir Silju Aðal- steinsdóttur. Almanak fyrir lsland um áriö 1977, ritstjóri dr. Þorsteinn Sæmundsson. Almanak Hins tslenzka þjóö- vinafélags 1977 meö Arbók ts- Iands. Almanakið er eitthvert hið merkasta heimildarrit sem út er gefið a Islandi. Ritstjóri þess er dr. Þorsteinn Sæmunds- son, en höfundur Arbókarinnar er próf. ólafur Hansson. Tækni/Vísindi í þessari viku: Virkjun bylgjuorku 2 Þá má geta þess að bylgju- orka þessi er mest þegar mest þörf er fyrir raforku, þaö er aö segja á veturna. Bretar njóta nokkurar sér- stööu hvaö varðar möguleika á nýtingu bylgjuorku og breskir visindamenn hafa gert áætlanir um varöandi nýtingu þessarar orku. Eölisfræöingar hafa reiknaö út aö bylgjuorka sú sem nýtanleg er viö 1000 km langa strandlengju gæti fullnægt 50% af heildarrafmagnsþörf Bretlands. 790-2 Orku þess'' mætti virkja með 12 „bylgju-virkjunum” 80 km löngum, sem staösettar væru utan viö mestu iðnaðarsvæði Bretlands.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.