Alþýðublaðið - 01.12.1976, Side 16

Alþýðublaðið - 01.12.1976, Side 16
Oþarfa bráðlæti að gera EBE tilboð á þessu stigi nálsins - sagði Geir Hallgrímsson á Alþingi í gær Lúövik Jósepsson tók til máls utan dagskrár á Alþingi i gær, og gerði samningaviðræður is- lenzkra ráðamanna við fulltrúa Efnahagsbandalagsins að und- anförnu, að umræðuefni. Sagði hann einkennilega að þessum viðræðum staðið, það.væri þrá- stagast á þvi að hér væri áðeins um að ræða ^könnunarviðræð- ur” og aftur „könnunarviöræð- ur”, en þó væri teflt fram i við- ræðunum forsætisráðherra og tveimur ráðherrum öðrum, tveimur alþingismönnum og 8 embættismönnum! Kvað Lúð- vik það vera ijóst, að gengið hefði verið fram hjá Alþingi i viðræðum þessumog krafði for- sætisráðherra um upplýsingar varðandi þær. Sagði hann það vera eftirtektarvert, að erlend- ar fréttastofur væru farnar að hafa það eftir fulltrúum Efna- hagsbandalagsins og einnig Bretum sjálfum, að þessir aðil- ar vonuöust til þess að samið yrði við Islendinga um fisk- veiðiréttindi hér við land fyrir jól. Meira aö segja væri farið að nefna ákveðna tölu á brezku togurunum i erlendum fregn- um. Hér heima væri hins vegar alltaf talað umt,könnun” á af- stöðu EBE. Lúðvik kvað tslend- inga ekkert hafa til að semja um, hvað varðaði fiskveiðar i is- lenzkri landhelgi og að tilboð um veiðar i Norðursjó og við Grænland breyttu siður en svo þeirri afstöðu. I svari Geirs Hallgrimssonar forsætisráðherra kom fram, að engir samningar hafi verið gerðir viö EBE, en málin kynnt og sjónarmið beggja lögð fram. Hann lýsti miklum áhyggjum islenzkra ráðamanna vegna svokallaöa „flökkufiskistofna” á Grænlandsmiðum og taldi það i verkahring Islendinga að fylgjast náið með stefnu land- anna í kring um okkur i málum er vörðuðu fiskvernd og „stjórnun fiskveiða”. Hann kvað tildæmis vera áhyggjuefni islenzkra fiskifræðinga, að svo- nefnd ryksuguskip og önnur fiskiskip, kynnu að eyða karfa- stofninum við Grænland. Siðan sagði Geir Hallgrims- son: „Við vitum að Bretar og Efnahagsbandalagið hafa á- huga á þvi að fá að veiða innan islenzkrar fiskveiðilögsögu. Það hefur lengi verið vitað og er ekkert leyndarmál. Hins vegar tel ég óþarfa bráðlæti af okkar hálfu að svara einu eða neinu fyrr en Efnahagsbandalagið hefur m6tað stefnu i fiskveiði- málum. Það hefur það enn ekki gert. Hugsanlegar viðræður eiga að fara fram á grundvelli gagnkvæmra fiskveiðirétt- inda”. —ARH Iðnaðarráðherra í umræðum um Kröflu: SUMT REYNDIST A AÐRA LUND EN ÆTLAÐ VAR í FYRSTU Eyjólfur Sigurðsson varaþingmaður Alþýðu- flokksins gerði fram- kvæmdirnar við Kröflu að umtalsefni utan dag- skrár i sameinuðu þingi i gær. Eyjólfur sagði ástandið á Kröflu- svæðinu oft hafa verið talið iskyggilegt, en nú um þessar mundir sé ástandið og horfur þó verri en áður. Vitnaði þingmaðurinn til frétta i dagblöðum þar að lút- andi og einnig vitnaði hann til greinar, eftir ísleif Jónsson, i nýút- komnu fréttabréfi Verk- fræðingafélagsins, máli sinu til stuðnings. Eyjólfur benti á, að i viðtali sinu viö skrifstofustjóra Orku- stofnunar i gærmorgun hafi komið fram, að kostnaður við borun á Kröflusvæðinu nemi nú um 1300 milljónum króna, en þaö sé nákvæmlega það sem áætlað hafi verið að verja til borana á siðasta ári og yfirstandandi ári. Eyjólfur sagði það vera kyndugt aö heyra ráðamenn þjóðarinnar tala um það , að almenningur i landinu verði að herða sultarólina á sama tima og menn horfa upp á það, að miklum fjárhæðum er varið til verks.sem gefur svo lltið af sér.sem raun hefur á orðið. Sagði þing- maðurinn, að þegar væri ljóst að borunin hafi ekki borið þann árangur, sem til var ætlast og gert hafi verið ráð fyrir. Kvað hann ljóst að rannsóknir á svæðinu, áður en að ráðist var i fjárfrekar framkvæmdir á þvi, hefðu verið allsendis ófull- nægjandi. Stæöu menn nú frammi fyrir þvi, að eiga fullbúið orkuver við Kröflu, en hins vegar væri ekki fyrirsjáanlegt að næg orka fengist til þess að knýja það! Eyjólfur Sigurðsson kvað það núhafa komið i ljós, svo ekki væri um að villast, að staðsetning virkjunarinnar hefði verið mjög vafasöm, sérsíaklega frá jarð- fræðilegu sjónarmiði, enda hafi visindamenn fyrir löngu bent á þá áhættu, sem tekin var með þvi að reisa orkuverið þarna. Hann beindi þeirri fyrirspurn til Gunn- ars Thoroddsen iðnaðarráðherra, hvort einhverjar breytingar væru áformaðar á áætlun varðandi Kröfluvirkjun, i ljósi frétta siðustu daga. ,,Sumt reyndist á aðra lund...” Iðnaðarráðherra rakti i ræðu sinni aðdraganda að fram- kvæmdum við Kröflu og sagði meðal annars, að hann teidi undirbúning að þeim siðuren svo hafa verið litinn. Sagði hann að kannanir á Kröflusvæðinu, boranir á tilraunaholum og fleiri rannsóknir, hafi leitt það i ljós, að svæðið stæði undir orkuveri af þeirristærð sem gert er ráð fyrir,, og jafnvel hafi verið talið að svæðið stæði undir verulegri stækkuná orkuverinu siðar meir. Hann vitnaði siöan til skýrslu, em sérfræðingar Orkustofnunar létu frá sér fara árið 1975, þar sem þeir meta likur á þvi að hraun frá hugsanlegu eldgosi á Kröflusvæði geti skaðað mannvirkin i Hliðar- dal. Segir i skýrslu þessari, að Hliðardalur sé i vari fyrir hrauni, nema þvi aðeins að gos hefjist innst i dalnum sjálfum. Iðnaðarráðherra sagði, að það hefði i rauninni verið sjálft Alþingi, sem tekiö hefði ákvörðun um virkjun við Kröflu á sinum tima og hefði það verið helsta áhyggjuefni þingmanna þá, að ekki myndi takast nægilega fljótt að afla véla og tækja til orku- versins, til þess að fá það sem fyrst i gagnið. „Sumt hefur þó reynst á aðra lund en gert var ráð fyrir i upphafi”, sagði iðnaðarráðherra siðan. Nefndi hann til nokkur atriði, meðal annars það, að gasinnihald gufu sé meira en getrt hafi verið ráð fyrir i áætlunum, aö tæring hafi komið fram i fóðringúm á nokkrum borholum, og að hlutfall gufu og vatns hafi reynst annað en haldið var i fyrstu. Ráðherrann vék að grein þeirri eftir Isleif Jónsson yfirmann Jarðboranadeildar rikisins, sem fyrirspyrjandi hafði gert að umtalsefni i ræðu sinni. Sagði ráðherrann að sérfræðingar Orkustofnunar væru i veiga- mikium atriðum ósammála Is- leifi Jónssyni varðandi mat hans - á ástandinu vi Kröflu. Ráðherrann „gleymdi” hins vegar að taka fram, hverjir af sérfræðingum stofnunarinnar væru á þessari skoðun og um hvaða „meginatriði” ágrein- ingurinn stæði. Gunnar Thoroddsen sagði að lokum i svari sinu við fyrirspurn frá Eyjólfi Sigurðssyni, að hann vildi gera orð forsvarsmanna Orkustofnunar að sinum, er þeir sögðu við ráðherra i gærmorgun að ,,á þessu stigi væri ástandið þannig að varast bæri ótimabæra bjartsýni og einnig ótimabæra svartsýni”. —ARH Félag stofnað til að standa fyrir ferðum milli fslands og Kanada Ahugi A AUKNUM SAMSKIPTUM „LANDANNA” Siðastliðin tvö ár hefur komið 'ram aukinn áhugi fyrir þvi að /iðhalda kynnum á milli Islend- nga hérheima og landa þeirra i Vesturheimi. Ahugi þessi jókst til muna eftir hátiðahöldin i Gimli Manitoba 1974, en þá sótti fjöldi islendinga landa sina neim til Manitoba. Samfara auknum áhuga á Vesturferðum og ferðum Vest- ur-lslendinga til heimalandsins hefur eftirspurn eftir ferðum aukizt að sama skapi. Nú hafa þeir Stefán Stefánsson og Ted Arnason, báðir kunnir Vestur- Islendingar, ásamt konum sin- um, stofnað fyrirtækið Viking- travelf þvi skyni að auka feröir á milli landanna. Kom hópur Vestur Islendinga hingað til lands á þess vegum á síðast- liðnu ári. Umboðsaðili Viking-travel hér á landi er nýstofnað fyrir- tæki, Is-Can. Munu þessi fyrir- tæki í sameiningu standa fyrir tveimur ferðum milli landanna á næsta ári, ef næg þátttaka fæst. Ferðir þessar hafa verið á- kveðnar 15. júni til 6. júli og seinni feröin 14. júli til 4. ágúst. Verði er mjög stillt i hóf og áætl- að verð er um 57.000 krónur fram og til baka. Þjóðræknisfélögin hér i Reykjavik og á Akureyri munu greiða götur Vestur-lslendinga hér á landi eins og undanfarin ár. Reynt verður að haga þvi þannig bæði hér heima og I Kan- ada að þeir sem þaö vilja geti búið á einkaheimilum. Forráöa- menn Viking-travel munu greiða götu islendinga i Canada. A fundi með forráðamönnum Þjóðræknisfélagsins i Reykja- vik i gær kom fram,aö þeir, sem fóru á tslendingahátiðina i Can- ada 1974 vilja mjög gjarna fara aftur og komið hafa fram sér- stakar óskir frá Vestur-Islend- ingum úti um að fá að koma heim á þjóðhátiðardaginn 17. júni. Mestur hluti þess fjármagns, sem úthlutaö er til þessara mála, fer i rekstur Lögbergs- Heimskringlu, en blaöið heldur uppi miklum og góðum tengsl- um á milli Islendinga bæði hér heima og i Canada og eins á milli islendinga um þver Bandarikin. Bragi Friðriksson formaður Þjóðræknisfélagsins sagði það ósk félagsins að auka samstarf á milli islenzkra blaðamanna og Lögbergs — Heimskreinglu. Eins og er, er ritstjóri blaðsins frá Islandi, en hún mun láta af störfum bráð- lega. Einnigsagði hann þaðósk fé- lagsins að halda áfram ferðum sérstakra hópa til Kanada, svo sem æskufólks. Mætti einnig gera meira i þvi að senda söngvara, leikara, ýmsa kóra og þess háttar út, því islenzkir listamenn væru alltaf mjög vel- komnir. ,,Það er lika greinilegt að Vestur-Islendingar eru aufúsu- gestir hér á landi, svo vel er tek- ið á móti þeim, sagði sr. Bragi Friðriksson. _ab MIÐVIKUDAGUR DESEMBER 1976 alþýðu blaðið HEYRT, SÉÐ 0G HLERAÐ Heyrt: að einn af þing- mönnum Framsóknar- flokksins, Halldór As- grímsson, hafi undanfarin ár greitt fimm þúsund krónur á mánuði i húsa- leigu, fyrir húseign á Höfn i Hornafirði. Talið er að Halldór, sem unnið hefir i Reykjavik við endurskoðun hafi talið hagkvæmt að eiga lögheimili.á Höfn og þar með orðið aðnjótandi sérstaks „þéttbýlisstyrks”, sem þingmenn „utan af landsbyggðinni” fá ofan á tekjur sfnar. Þá hefur og heyrzt að Halldór þessi hafi fest kaup á umræddru hús- eign, sem verið hefur i eign rikisins til skamms tima. o Heyrt: að enn séu uppi menn á tslandi, sem telja sér það til ágætis að vera framsóknarmenn. Einn slikur gaf þessháttar yfir- lýsingu á þingi ASI i gær. o Heyrt-.Tveir menn voru að karpa um þær aðferðir Sovétmanna, að flytja and- stæðinga stjórnarinnar á geð veikrahæli. öðrum fannst þessi aðferð fyrir neðan allar hellur og for- dæmanleg. Hinn sagði: „Það hlýtur aö vera geð- veikur maður, sem lætur sér detta i hug að mótmæla stjórnarfarinu i Sovét- rikjunum, ef hann veit hvaða afleiðingar það get- ur haft i för með sér”. O- Séð: Birnu Þórðardóttur, ritstjóra Neista ásamt ööru fréttafólki á Alþý-öúsam bandsþingi. Birna hefur þaö fram yfir aðra frétta- menn að hún selur einnig blað sitt og boöar sinn Trotskyisma.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.