Alþýðublaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER
258. tbl. — 1976 — 57. árg.
Áskriftar-
síminn er
14-900
Sterk samstaða um stjórnarkjör ó ASÍ-þingi:
Róttækari öflin sigruðu
í gær var kosið i
miðstjórn Alþýðu-
sambands islands,
eftir ströng funda-
höld, mikið makk og
langar vökur. ÍJrslit
kosninganna urðu á
ýmsan hátt mjög at-
hyglisverð og gefa
nokkuð góða mynd af
styrkleikahlutföllum
stjórnmálaflokkanna
á þinginu. Þannig
misstu Sjálfstæðis-
menn einn mann og
Fra msóknar menn
einn, Alþýðubanda-
lagsmönnum fjölgaði
um einn og svokölluðu
óháðum um einn.
Fjöldi Alþýðuflokks-
manna er óbreyttur.
Það sem mesta athygli vakti
var að Pétur Sigurðsson þing-
maður og sjómaður var felld-
ur Ut, þótt Guðmundur H.
Garðarsson hefði dregið sig úr
slagnum til að koma honum
inn. Þannig er nú enginn þing-
maður Sjálfstæðismanna i
miðstjórn Alþýðusambands-
ins. t stað þeirra tveggja var
Magnús Geirsson formaður
Rafiðnaðarsambandsins kos-
inn i miðstjórnina.
Annars fór kosningin þann-
ig:
Forseti var einróma kjörinn
Björn Jónsson (Alþýðufl.)
Varaforseti Snorri Jónsson
járniðnaðarmaður, með 34.250
atkvæðum (Alþýðub.). Aðal-
heiður Bjarnfreðsdóttir hlaut
10.225 atkvæði.
Aðrir i miðstjórn:
Hermann Guðmundsson,
form. Verkamannafélagsins
Hlifar'i Hafnarfirði, 42.600 at-
kv. (óháður).
Óskar Vigfússon, form. Sjó-
mannasambands Islands,
42.525 atkvæði (óháður).
Guðriður Eliasdóttir,
Verkakvennafélaginu Fram-
tiðin, Hafnarfirði, 42.250 atkv.
(Alþýöufl.).
Jón Helgason, form. Verka-
lýðsfél. Einingar á Akureyri,
42.075 atkv. (Alþýðufl.).
Jón Snorri Þorleifsson, Tré-
smiðafél. Reykjavikur, 42.000
atkv. (Alþýðubandal.).
Eðvarð Sigurðsson, Verka-
mannafél. Dagsbrún, 41.925
atkv. (Alþýðubandal.).
Þórunn Valdimarsdóttir,
Verkakvennafél. Framsókn,
41.325 atkv. (Alþýðufl.).
Jón A. Eggertsson, Verka-
lýðsfélagi Borgarness, 41.100
atkv. (Framsókn).
Einar Ogmundsson, Fél.
vörubifreiðastjóra, 40.475 at-
kv. (Alþýðubandal.).
Bjarnfriður Leósdóttir,
Ver-kalýðsfél. Akraness, 35.800
atkv. (Alþýðubandal.).
Björn Þórhallsson, Verzlun-
armannafélagi Reykjavikur,
28.075 atkv. (Sjálfstl.fl.).
Guðmundur Þ. Jónsson,
Iðju, fél. verksmiðjufólks,
27.800 atkv. (Alþýðubandal.).
Magnús Geirsson, Rafiðn-
aðarsamband Islands, 25.975
atkv. (Sjálfstæðisfl.).
Á þessum úrslitum má sjá,
að róttækari öflin á þinginu
hafa staðið mjög saman i
þessari stjórnarkosningu, og
er það vissulega fagnaðarefni.
Er vonandi að þessi samstaða
haldist i störfum sambands-
ins, enda veitir sannarlega
ekki af, þvi boðskapur sam-
bandsþingsins var sá, að nú
væri timi varnarbaráttunnar
liðinn, og sókn til betri lifs-
kjara tæki við.
—hm.
AFKASTAMESTA ASÍ
ÞING í ÞRJÁTÍU ÁR
Blaðamaður Alþýðublaðsins
áttistutt viðtal við Björn Jóns-
son forseta Alþýðusambands
lslands, að afloknu 33. þingi
sambandsins.
Taldi Björn nýafstaðið þing
merkilegt fyrir margar hluta
sakir, en þó fyrst og fremst
fyrir, að tekist hefði að ganga
frá stefnuskrá Alþýðusam-
bandsins, sem hefði veriö
mikið vandaverk enda mikil
vinna lögð i það.
Sagði hann jafnframt, að
menn hefðu tæpast átt von á
að takast mætti að ljúka þvi
verki á þessu þingi.
Áf öðrum málefnum þings-
ins sem Björn taldi athýgli
verð, voru kjaramálin, en um-
ræða um þau var háð undir
kjörorðinu Varnarbaráttunni
lokið — sóknarbaráttan hafin.
Þá sagðist Björn leggja á-
herzlu á, að þingið hefði mark-
að skýra stefnu um launa-
hækkanir til handa þeim lægst
launuðu og hefði náðst góð
samstaða um það mál á þing-
inu.
Að ytra formi hvað Björn
þetta þing taka öðrum þingum
fram, hvað varðaði skipulag
og afköst. Þar hefði vinnudag-
ur hafizt snemma og reynt að
forðast næturfundi, þó ekki
hefði verið hjá næturfundi
komist undir það siðasta.
Einnig hefði verið einkenn-
andi fyrir þingið sá mikli á-
hugi sem verið hefði fyrir
störfum þess og afköstum.
Fullyrti Björn að þetta væri
afkastamesta Alþýðusam-
bandsþing sem haldið hefði
verið þau þrjátiu ár sem hann
hefði setið þing A.S.I., bæö’
hvað snerti f jölda ályktana og
gæði þeirra.
Að endingu gat Björn þess,
að á þessu þingi hefðu átt sér
stað miklar mannabreytingar
i miðstjórn A.S.l. en átta
menn hefðu horfi úr stjórninni
og nýir menn tekið við i stað-
inn.
Vonaði hann að hin nýja og
endurskipulagða stjórn reynd-
ist vaxin þeim vanda, sem við
henni blasir og verðug þess
trausts, sem þingheimur hefði
sýnt henni.
—GEK
STJORNIN SEGI AF SER
OG EFNI TIL KOSNINGA
,,Þess vegna krefst33ja þing
Alþýðusambands tslands þess
að rikisstjórnin segi þegar af
scr og boði til almennra þing-
kosninga, svo að vilji þjóðar-
innar koini i ljós og móti
stefnu opinberra aðila. Skorar
þingið á launafólk hvarventa
um land að fylgja þeirri kröfu
eftir meö markvissri baráttu,
sem sanni f verki að rikis-
stjórnin nýtur ekki lýðræðis-
legs stuðnings við hina þjóð-
hættulegu láglaunastefnu
sina. Varanlegar og raunhæf-
ar kjarabætur nást þvi aðeins
að I landinu sé rikisstjórn, sem
hafi eðlilegt og jákvætt sam-
starf við verkalýðssamtökin.”
Þannig hljóðar niðurlag á-
lyktunar, sem samþykkt var
með 176 atkvæðum gegn 97 á
þingi Alþýðusambandsins i
gærmorgun. 1 upphafi álykt-
unarinnar segir, að fram-
leiðslukerfi Islendinga sé aö
tveimur þriðju hlutum i hönd-
um, rikis, sveitarfélaga og
samvinnuhreyfingar. Hlut-
skipti einkaatvinnurekenda sé
ráðið af Alþingi og rikisstjórn
ár hvert, og fari oft mestur
timi alþingis i slíka fyrir-
greiðslu. Þvi sé það fyrst og
fremst rikisstjórn og stefna
hennar, sem ákveði skiptingu
þjóðartekna og skeri úr um
lifskjör launafólks, aldraös
fólks og öryrkja.
NUverandi rikisstjórn hafi
ráðist af einstæðri hörku og
tillitsleysi á lifskjör launafólks
og komi það harðast niður á
þeim, sem lakast voru settir
fyrir. Sé nú svo komið að lifs-
kjör láglaunafólks muni óviða
i Evrópu ver jafn bágborin og
á Islandi i samanburði við
þjóðartekjur. Skipti megin-
máli að allt a lþýðufólk geri sér
ljóst, að þar sé fyrst og fremst
um að ræða afleiðingar af
stefnu rikisstjórnarinnar og
störfum.
Stuðningsflokkar rikis-
stjórnarinnar hafi boöað þver-
öfuga þróun i loforðum sinum
fyrir siðustu alþingiskosning-
ar. Ekkert hafi á það reynt
hvort stefna stjórnarflokk-
anna njóti fylgist meirihluta
þjóðarinnar. Þess vegna
krefst þing ASl þess, að rikis-
stjórnin segi þegar af sér og
boði til almennra þingkosn-
inga.
ASI-þingið samþykkti:
Úr NATO og herinn burt
A þingi Alþýðusambands ts-
lands var samþykkt tillaga með
202 atkvæðum gegn 157, um að
tsland segði sig úr NATO og
segði upp herstöðvarsamningn-
um við Bandarlkin. Flutnings-
menn tillögunnar voru Herdis
ólafsdóttir, Akranesi, Bjarn-
friöur Leósdóttir, Akranesi og
Björgvin Sigurðsson, Stokks-
eyri.
t tillögu þeirra segir, að vegna
þess að ástæða sé til að ætla að
undirskriftir um variö land,
sem fram voru lagðar á sinum
tima hafi ekki speglað rétt vilja-
yfirlýsingu þjóðarinnar til her-
setu Bándarikjamanna á ts-
landi og veru landsins I NATO,
samþykki fjölmennasta stéttar-
þing þjóðarinnar, 33ja þing Al-
þýðusambands tslands, að mót-
mæla veru tslands I NATO og
dvöl Bandarikjahers á tslandi.
Markmiðið verði, að tsland
standi utan hernaðarbandalaga
og að engar herstöðvar verði á
tslandi.