Alþýðublaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 12
Alþýðublaðið ræðir við þrjá vitaverði: Óskar Aðalsteinn, vitavörður á Galtavita: „Er faríð að lengja eftir litteratumum” „Einu fréttirnar sem ég get fært þér héðan, eru af tiðarfar- inu en það hefur verið heldur risjótt undanfarið. Til dæmis hefur verið hér slikt stórbrim siðustu tvo mánuði, að ekki hef- ur verið hægt að komast hingað með vistir og aörar nauðsynjar. Af þessum sökum liggjum við hér uppi með ýmis plögg sem við þyrftum að senda frá okkur, nú og svo er mann farið að lengja eftir litteratúrnum.” Þetta voru orð Óskars Aðal- steins Guðjónssonar, rithöfund- ar og vitavarðar á Galtavita, Óskar hefur verið vitavörður i rúm 24 ár og er nú sem fyrr seg- ir búsettur á Galtavita ásamt eiginkonu sinni Valgerði Hönnu Jóhannsdóttur. Sagði Óskar að vitalifiö á Galtavita væri oft á tiöum erfitt vegna þess hve samgöngur að og frá staðnum væru stopular, væri nú svo komið að allt nýmeti væri á þrotum og farið að siga á ógæfuhliðina með aðrar vistir, þrátt fyrir þetta eru þau hjónin „staffirug”, eins og Óskar orð- aði það og hafa trú á þvi að brauð og bækur berist þeim inn- an tiðar. Það kom fram i viðtalinu við Óskar, að undanfarin ár hefur hann verið með tvær skáldsögur i smiðum. Sagðist hann hafa verið að gripa i þær sitt á hvað, en teldi sig loksins vera kominn sæmilega niður i aðra þeirra og vonaðist til að honum auönaðist að skrifa sig fram úr henni áður en allt of langt um liði. Annars væri þvi þannig fárið með hann, að eftir þvi sem ald- urinn færðist yfir, tæki hann lengri tima aðsemja verk sin en áður fyrr. Sagði Óskar aö ef til vill væri það skýringin, að eftir þvi sem menn eltust yrðu þeir gagnrýnni á eigin skrif. —GEK Jóhann Pétursson vitavörður á Hornbjargi: Sjónvarpsskilyrði vægast sagt bágborin „Hér hefur ekkert borið við sem máli skiptir í samanburði við alla þá atburði sem eru að gerast úti i hinum stóra heimi.” Svo fórust Jóhanni Péturssyni vitaverði á Hornbjargi orö, er blaðamaður Alþýðublaðsins ræddi við hann i gær. Sagði Jó- hann að þar væri vetur nýgeng- inn i garð, með norð-vestan átt og snjókomu, en þar hefði sum- arveðrátfa haldizt allt fram til 20. nóvember. Að sögn Jóhanns á svo að heita að varðskip komi þangað með póst einu sinni i mánuði, en þvi miður vill oft verða mis- brestur á þeirri áætlun. Sagði hann að i Hornbjargsvita væri timinn drepinn við bókalestur auk þess sem hlustað væri á út- varp. A sjónvarpi væri litið að græða, þvi að það næðist mjög illa, þyrfti oftast að geta sér til um hvað á skjánum væri, með hliðsjón af þeim óskýru punkt- um og strikum sem fram kæmu. I framhaldi af þvi var Jóhann spurður hvernig honum litist á litasjónvarpshugmyndir þær sem upp hafa komið meðal þétt- býlinga. Sagði Jóhann að það væri að hans mati algjört höfuö- pkilyrði að reynt yrði að bæta móttökuskilyrði sjónvarps úti um landsbyggðina, áður en ráð- ist yrði i jafn mikla fjárfestingu og litasjónvarp. 1 raun réttri væri hér um að ræða mikið rétt- lætismál og það væri i meira lagi vitgrannir menn sem sæju ekki þá augljósustaðreynd. —GEK Erlendur Magnússon, vitavörður Dalatanga: MEÐ BÚREKSTUR SAMHLIÐA VITA- VARÐARSTARFINU . Vitavörður á Dalatanga er Erlendur Magnússon og hefur hann gegnt þvi starfi nú á ni- unda ár. Býr Erlendur þar ásamt fjölskyldu sinni og eru þau með litilsháttar búrekstur samhliða störfunum við vitann. Alþýðublaðið hafði samband við Erlend i gær og innti hann frétta af lífinu á Dalatanga. Að sögn Erlendar er þaðan allt gott að frétta, enda mannfólkið við góða heilsu. Að visu er nokkuð fámennt hjá þeim hjónum núna, þar eö börnin eru i heimavistar- skóla að Eiðum. Sagði Erlendur að þar hefði verið gott veöur i haust, en um siðustu helgi versnaöi veður þar um slóðir og er nú vegasam- bandslaust viö vitann og bjóst Erlendur við að svo yrði fram eftir vetri. t fyrra tepptist vegurinn til Mjóafjarðar I þrjá mánuði, en lengsta timabil sem Erlendur mundi eftir að vega- sambandslaust heföi verið við vitann er sjö mánuðir. Þó svo að vegurinn teppist, er ekki þar með sagt að um algjöra einangrun sé að ræða hjá vita- verðinum og hans fólki, þvi að póstbátur frá Mjóafirði færir þeim póst einu sinni i viku. Aðspurður hvernig þau veröu tómstundum sinum, svaraði Er- lendur, að nokkur hluti þeirra fritima færi til að sinna búinu en siðan horfðu þau á sjónvarp og hlustuðu á útvarp auk þess að lesa dagblöðin. Ekki vildi Erlendur spá hvernig veturinn yrði þar eystra, — enda vonlaust verk. —GEK Guðjón Petersen, fulltrúi Almannavarna ríkisins: „Veikasti hlekkur almanna- vama er löffláöfin um þær" mannavarnanefndir ekki nógu starfssamar æðslu- og leiðbeiningastarf nær ekkert t nýútkomnu fréttablaöi Rauöa Kross tslands er mikið fjallaö um Almannavarnir rikisins. Þar svarar Guöjón Petersen, fulltrúi Almannavarna, spurningum um styrk og veikleika þessarar stofn- unar. - Guðjón segir þar meðal annars, aö veikasti hlekkurinn ialmanna- vörnum sé löggjöfin. Lög um al- mannavarnir hafi verið sett árið 1962 og endurskoðuð 1967. Þótt þessi lög hafi verið vel gerð á sin- um tima hafi reynsla síðustu ára sýnt, aðþegar á almannavarnir reyni, seu agnúar á lögunum, „sem verka sem hemillá neyðar- aðgerðiriýmsum tilvikum. Þetta gerir uppbyggingu almanna- varna mun flóknari en þörf er á”, sagði Guðjón. Nefndir ekki nógu starfssamar. Þá segir Guðjón að almanna- varnarnefndir.séu almenntekki nógu starfssamar og þurfi jafnan aö ýta mikið á þær til þess að þær starfi. Þó séu einstaka undan- tekningar. Æskilegt sé að frum- kvæði almannavarnanefnda i héraði sé meira, en þar eigi stjórn aðgerða að vera. Þriðja atriðið, sem Guðjón bendir á er, að fræðslu- og leið- beiningastarf sé næstum ekkert vegna mannfæðar. Þetta valdi þvi, að þeir sem eigi að annast stjórn og aögerðir I almanna- vömum fái hvergi nærri þá þjálfun sem nauðsynleg sé. Hið jákvæða. Hins vegar segir Guðjón, að mesti styrkur almannavarna liggi i starfs- og viðbragðsskipu- lagi þeirra. Islenzkar almanna- varnir séu komnar það langt i þróun þessa skipulags, að það sé talið mjög gott á heimsmæli- kvarða. Otbreiösla þess um landið gangi þó of hægt. Þá greinir Guðjón frá þeim árangri, sem náðst hafi I upp- byggingu almannavarna rikisins, en hann sé mikill styrkur. Almannavarnaráö, starfsfólk þess og stjórnstöö séu þjálfunar- lega og tæknilega aö ná þvi marki, að standa jafnfætis, og i sumum tilvikum framar, en þekkist annarsstaðar. Útbún- aður st jórnstöðvarinnar sé að verða mjög „fjölhæfur” og gefi 'mikla möguleika á skipulögðum viðbrögðum við hvers kyns vá, hvar sem er á landinu. Að lokum segir Guðjón, að einn mesti styrkur almannavarna liggi I liknar- og björgunarfélög- um landsins, eins og til dæmis Rauða Krossinum, sem gengið hafi til samstarfs við almanna- varnir. Þetta óeigingjarna sjálf- boðaliðastarf, sé kjarni neyðar- varna landsins, og væru al- mannavarnir aöeins svipur hjá sjón ef þess nyti ekki við. Strikuöu svæöin eruþausem Al- mannavarnir hafa skipulagt eöa eru aö ljúka skipulagningu á. Hefur þá veriö lokiö viö aö skipuleggja allt eldvirka beltið. LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976 alþýðu blaöið Tekið eftir: Með aðstoð góðra manna hefur Alþýðublaðið vakið athygli á öryggismálum Reykja- vikurhafnar, sem hafa ver- ið i hinum mesta ólestri. Einhver áhrif hefur þetta haftþvi að i siðustu fundar- gerð hafnarstjórnar Reykjavikur er greint frá þvi, að lagt hafi veriö fram bréf frá öryggiseftirliti rikisins, bréf hafnarstjóra til Rannsóknarnefndar sjó- slysa og bréf Slysavama- félags íslands. Hafnar- stjórnin hefur óskað eftir þvi við eftirtalda aðila að þeir tilnefndu fulltrúa i viö- ræðunefnd um öryggismál hafnarinnar: Dagsbrún, Farmanna-og fiskimanna- sambandið, Sjómannafélag Reykjavikur, Slysavarna- félagið, lögreglustjóraem- bættið og öryggismála- stjóri. o Séð: 1 blaðinu Kópavogi: „að hópur manna hefur tekið sig saman um að reisa mikið hús til handa félagsstarfsemi kringum Hafstein miðil, og skal húsið risa við Skemmuveg. Bæjarráð hefur enn ekki samþykkt frumteikningar þar eð bilastæði eru talin of litil fyrir svo stórt sam- komuhús. Heyrt: Að i aratugi hafi það verið venja að félags- málaráðherra hefði boð inni fyrir fulltrúa á ASl þingi. Ekki hefur Gunnar Thoroddsen, núverandi félagsmálaráðherra, séð ástæðu til að viðhalda þess- ari hefð, og þingfulltrúar hafa þvi sótt molasopann I aðra sali en ráðherrans. o Frétt: Að á næstunni muni Einar Agústsson, utan- rikisráðherra halda áleiöis til Frakklands i opinbera heimsókn. Með þessu er ráðherra að endurgjalda heimsókn utanrikisráð- herraFrakklands sem kom hingað fyrir nokkrum árum. o Tekið eftir:Að við setningu ASl-þings, sem öllum stóð opið, en engum boðið sér- staklega, nema erlendum fulltrúum, að enginn full- trúi rikisstjórnarinnar lét sjá sig þar. Mætti þó ætla að rikisstjórninni stæði ekki alveg sama hvaö gerð- istáþingum ASt, enda ekki nema sjálfsögð kurteisi að sýna sig á slikum samkom- um. o SÉÐ: Að borgardómari hefur sýknað ritstjóra Þjóðviljans af kröfu að- standenda Varins lands um ómerkingu 31 ummæla

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.