Alþýðublaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 3
SKKr Laugardagur 4. desember 1976 10. kirkjuþingi íslands lokið: KIRKJAN FAl LEIGU AF KIRKJUJÖRÐUM - Mikill einhugur ríkti um þau 30 mál sem þingið afgreiddi Tíunda kirkjuþingi is- lands lauk í fyrradag og í tilefni af því ræddi biskup ásamt nokkrum kirkju- þingsfulltrúum og ritara sínum við blaðamenn. Þetta bar helzt á góma. ,,Þetta hefur verið einkargott og gagnlegt þing”, sagði herra Sigurbjörn biskup. „Hér hefur rikt mikill einhugur, og þingið afgreiddi öll — þau 30 mál — sem fyrir það voru lögð. Sam- vinna allra þingfulltrúa hefur verið einstaklega góð. Við send- um nú frá þinginu i fjórða sinn tillögur okkar um breytingar á prestskosningum, til hins háa Alþingis. Um það var alger ein- hugur. Væntum við, að tillit verði tekið til svo eindregins vilja.” Umræður uröu um tillögur kirkjuþingsins um kirkjueignir. Sú skoðun kom i ljós hjá þing- fulltrúum, að nauðsynlegt væri að koma þessum málum á hreint, enda væri „garður granna sættir”, þó ekki væri þar með vikið að ósamkomulagi milli rikis og kirkju. Sr. Pétur Sigurgeirsson, vigslubiskup lét þaö i ljós, að með þessu væri ekki stefnt að aðskilnaði rikis og kirkju, held- ur að hvor vissi hvað hans er. Fulltrúarnir töldu, aö miðað viö kirkjueignirnar bæri kirkjan sizt meir úr býtum en henni bæri með réttu. Biskup lét i ljós, að þegar seldar kirkjueignir yrðu ekki aftur teknar. Það mál væri afgreitt, en til þess er ætl- ast, að rikið hafi meðalgöngu um, að kirkjan fái leigu fyrir þær eignir, sem hún á i vörzlu rikisins, og komið væri á fram- tiðarskipun i þessum efnum. Aöspurðir um stofnun hins nýja biskupsembættis, svöruðu full- trúar þvi til, að um það væri já- kvæðar umsagnir. Raunar væri stefnt að þvi, að biskupar yrðu þrir i framtlðinni, Hólabiskup, Skálholtsbiskup og Reykja- vikurbiskup. En ekki töldu þeir áhuga á að stofna til erki- b'iskupsembættis. Þá er nú hafizt handa um að koma upp starfsaðstöðu — eins- konar starfsstöð fyrir kirkjuna á Skólavörðuhæð. Það mál hef- ur dregizt úr hömlu en kirkjan á lóð, sem hún mun hafa fengið fyrir um 30 árum. Hermann Þorsteinsson lét i ljós áhuga sinn á þvi, að leik- menn kæmu meira við kirkju- legt starf en raun er á. Hann ræddi einnig um þörf þess að biblian yrði endurútgefin, færð til nútima stafsetningar og letri breytt. Væri nauðsyn á, að letrið yröi stækkað bæði vegna barna og aldraðs fólks. Einnig kom nokkuð til umræðu ný bibliuþýð- ing, sem ekki væri vanþörf á, enda taldi biskup, að þýðing bibliunnar væri meiri „orða- bókarþýðing” en góðu hófi gegndi, sem flestir voru ásáttir um. Hefur og kirkjan gert nokk- uð i þvi máli. 1 kirkjuráð voru kosnir þessir, en biskupinn er sjálfkjörinn for- maður: Sr. Pétur Sigurgeirs- son, viglubiskup, sr. Eirikur J. Eiriksson þjóðgarösvörður, Gunnlaugur Finnsson, alþingis- maður og Vilhjálmur Hjálmars- son, menntamálaráðherra. Þá voru kosnir 3 leikmenn til þess að vinna með kirkjunnar mönnum aö aðlögun eða aðhæf- ingu kirkjunnar við nýja tima. Þeir voru: Arini Gunnarsson, ritstjóri, Arni Sigurjónsson, bankastj. og Helgi Rafn Traustason, kaupfélagsstj. Fulltrúar létu i ljós ánægju sina mað, að hafa getaö haldið þingið i Hallgrimskirkju, þó enn væri eftir mikið átak, að full- gera það veglega guðshús. Væntu þeir að svo stæöi þó ekki lengi hér eftir. Gæzluvarðhaldsiír- skurður framlengdur A fimmtudag var gæzluvarð- haldsúrskurður yfir nýjasta fanganum i Geirfinnsmálinu framlengdur um sextiu daga. Maður þessi sem er rúmlega þritugur Reykvikingur var sem kunnugt er úrskurðaður I gæzlu- varðhald fyrir þremur vikum, þar eö talið var aö hann kynni að búa yfir vitneskju er varpað gæti Ijósi á hvarf Geirfinns Einarssonar. Lögmaður fangans kærði gæzluvaröhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar, en Hæstiréttur staðfesti úrskurð Sakadóms. Jólabasar Sjálfsbjargar Jólabasar Sjálfsbjargar félags margir góöir vinningar, einnig fatlaöra, verður haldinn sunnu- sala á lukkupökkum, jóla- daginn 5. desember I Lindarbæ kl. skreytingum og kökum. 1. e.h. Eins og ávallt er mikið af góðum munum, happdrætti, Komið og styrkið gott málefni. FRÉTTIB 3 Talsvert um kvartanir vegna húsnæðis í Reykjavík - segir heilbrigðisfulltrúi borgarinnar Árlega berast á milli 40 og 50 kvartanir til heilbrigðisyfirvalda borgarinnar vegna húsnæðis og eru þær sprottnar af mjög mis- munandi tilefni. Fer það eftir eðli kvartan- anna, að hve miklu leyti það er talið nauðsynlegt og mögulegt að fylgjast með þvi, hvaða árangur kvartanirnar bera. Eiganda húsnæðis er heimilt að búa Ihúsnæði sinu svo lengi sem það ekki hefur áhrif á heilsufar. Þetta kom meðal annars fram i svari Matthiasar Garðarsson- ar heilbrigðisfulltrúa, við spurningum Alþýðublaðsins varðandi eftirlit með heilsu- spillandi húsnæði i Reykjavik. Varðandi það, hvaöa ráð- stafanir væru gerðar, ef ekki væri orðið við endurbótumá til- teknu húsnæöi, eftir að kvörtun hefði borizt um það sagði Matthias, aö Heilbrigðisráö Reykjavikurborgar gæti bannaö ibúðina til afnota, unz fullnægj- andi endurbætur hefðu veriö gerðar. Er þá ekki sizt tekið tillit til velferðar barna. Ef ibúö telst heilsuspillandi, er hún bönnuð af heilbrigðis- málaráði. Metið er hvort við- gerð er gerleg. Ef svo er, er hægt að aflétta banninu að við- gerð lokinni. Hægt er að beita dagsektum ef ibúðareigandi brýtur þinglýst bann á ibúðinni. Að lokum var þeirri spurn- ingu beint til heilbrigðisfulltrúa, hvort upplýsingar um heilsu- spilandi ibúðir væru látnar ganga til þeirra manna, sem út- hluta nýbyggðum ibúðum á vegum húsnæðismálastjórnar. Matthias sagði, að þeir aöilar sem sækja um Ibúðir á vegum húsnæðismálastjórnar, fengju itarlegt vottorö hjá borgarlækni um ástand og gerð þess húsnæð- is, sem þeir byggju i. Að öðru leyti fær húsnæöismálastjórn ekki upplýsingar um heilsuspill- andi húsnæði, sagði heilbrigðis- fulltrúi að lokum. —ARH Dr. Kristján Eldjárn og kona hans frú Halldóra Eldjárn. DR. KRISTJÁN ELD- JÁRN SEXTUGUR - mánudaginn 6. des. Forseti tslands, dr. Kristján ldjárn, er sextugur mánudag- in 6. des. Hann er fæddur þann desember 1916 á Tjörn i varfaðardal, sonur hjónanna órarins Eldjárns fyrrum reppstjóra og Sigrúnar Sigur- jartardóttur. Dr. Kristján Eldjárn Lauk túdentsDrófi frá Menntaskól- anum á Akureyri árið 1936, en stundaöi siðan nám við háskól- ann i Kaupmannahöfn i 3 ár. Hann lauk magistersprófi i is- lenzkum fræðum frá Háskóla tslands árið 1944 og doktorsprófi frá sama skóla árið 1957. Dr. Kristján Eldjárn var skip- aður þjóðminjavörður i desem- ber 1947 og gegndi þvi starfi allt þar til hann var kjörinn i embætti forseta tslands árið 1968. Hann hefur sinnt margvis- legum verkefnum á sviði forn- leifafræði og liggja eftir hann margar bækur og ritgerðir um fornfræðileg efni. Kona dr. Kristjáns Eldjárns er frú Halldóra Eldjárn. —ARH n^mamngetom: TyÆR SKEMMTANIR Fjáröflunarnefnd Styrktar- félags vangefinna efnir til skemmtana á morgun, sunnu- dag, og rennur allur ágóði af þeim til stofnana vangefinna. Klukkan 14:30 verður barna- skemmtun i Sigtúni. Þar leikur Lúðrasveit Reykjavikur, Hrókar leika fyrir dansi, einsöngur og leikfangahappdrætti með eitt þúsund vinningum. Aðgöngumið- ar verða seldir i dag, laugardag, klukkan 2-4 i Sigtúni og á morgun við innganginn. Þá verður kvöldskemmtun á morgun i Hótel Sögu. Hún hefst klukkan 21. Kynnir verður Frið- finnur ólafsson, Guðlaugur Þor- valdsson, rektor, flytur ávarp, Fóstbræður syngja og ómar Ragnarsson fer meö gamanmál. Þá verður málverkahappdrætti. dregið um 15 málverk, sem þjóð- kunnir listamenn hafa gefið. Áskriftarsími Alþýðublaðsins er 14900 v_______________________________________/

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.