Alþýðublaðið - 04.12.1976, Page 10

Alþýðublaðið - 04.12.1976, Page 10
14 LISTIR/MENNING Laugardagur 4. desember 1976 Finnskir vísnasöngvarar í Norræna húsinu TONLEIKAR FYRIR ALMENNING 5. DESEMBER í tilefni af þjóðhátiðardegi Finna, 6. desember, eru komnir til landsins tveir þekktir visnasöngvarar, annar frá Álandseyjum og hinn frá Abo i Finnlandi. Börje L&ng er frá Mariehamn á Alandseyjum og er hann i lands- stjórninni þar. Hann hefur sungiö i óperettum a Álandseyjum og meö Brahe Djáknar-kórnum, sem Islendingum er aö góöu kunnur, siöan hann söng hér i Háskólabió i april 1972. Börjc Láng hefur veriö forstjóri skemmtigarðsins Smedsgarden i österbotten þar sem sænskumæl- andi Finnar koma mikiö til að skemmta sér. Pia-Gunn Anckar er vinsæl visnasöngkona frá Abo i Finnlandi. Þau munu syngja klassisk lög eftir Sibelius, Kuula og Merikanto og einnig finnskar þjóðvisur, sem þau hafa getið sér miklar vinsældir fyrir. Fyrir utan aö skemmta hjá Finnlandsvinafélaginu Suomi á Þjóðhátiðardegi Finna, halda þau tónleika fyrir almenning á sunnu- daginn 5. desember kl. 16.00 I samkomusal Norræna hússins. Undirleikari þeirra veröur Carl Billich. Nýjar bækur: Almenna bókafélagið: Þrjár nýjar Ijóða- bækur - Þrjár nýjar ljóðabækur. Almenna bókafélagið hefur sent frá sér þrjár ljóöabækur ELFARNIÐ eftir Þórunni Elfu, og tvær fyrstu bækur kornungra höfunda, KOPAR Magneu Matthiasdóttur og I SKUGGA MANNSINS eftir Sveinbjörn Baldvinsson. Elfarniöur er aö visu fyrsta ljóöabók ÞórunnarElfu, en mun vera tuttugasta og önnur bókin sem hún sendir frá sér, hinar bækurnar eru eins og kunnugt er skáldsögur og tvö smásagnasöfn. Auk þess hefur hún samiö leikrit fyrir útvarp og ritað fjölda greina, sem birzt hafa viðsvegar. Ljóöin i Elfarnið eru frá nokkuö löngum tima og i margskonar formi, rimuö og órimuð og mjög persónuleg. Þórunn Elfa skiptir bók sinni i fimm kafla, sem hún nefnir: Vor, Ungt lif, Konan, Heitur hyr, Marquis de Sade, 1 skugga skálmaldar og Milli vonar og ótta. Alls eru 32 ljóð i bókinni, sem er 76 bls. að stærð, prentuö i prentverki Akraness. Kopareftir Magneu Matthias- dóttur. Höfundurinn hefur verið við sálfræöinám i Kaupmanna- höfn, en er nú kennari i Grundarfiröi. Magnea hefur áður birt eftir sig nokkur ljóð, m.a. i Nýjum Gretti, Sam- vinnunni og Lesbók Morgun- blaðsins. Hún skiptir bókinni i tvo hluta, Ný lif og gömul, alls 29 ljóð og ljóðaflokkinn Til mannanna minna. Bókin er kilja, 62 bls. að stærð, prentuð i Alþýðuprent- smiðjunni. t skugga mannsins eftir Sveinbjörn Baldvinsson. Höf- undurinn er aðeins 19 ára að aldri, Reykvikingur, nemandi i siðasta bekk menntaskóla. Hann hefur birt áður ljóð i Les- bók Morgunblaösins og skóla- blöðum. Ljóðin I bókinni eru alls 33 að tölu. Bókin er kilja, 64 bls. að stærð, prentuð f Alþýðu- prentsmiðjunni. Sveinbjörn Baldursson. Hörpubækur um ástir, örlög, líf og dauða örlög og ástarþrá Hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi er komin út ný ástar- saga eftir hinn vinsæla höfund Bodil Forsberg. Aður hefur Hörpuútgáfan gefið út sjö bækur eftir þennan höfund. Fjórar fyrstu bækurnar eru algjörlega uppseldar. .... Cecilfa Walters elskaði Hákon Borg, en hún óttaðist hann samtimis. Hann var faöir barnsins, sem hún hafði gefið frá sér þegar þaö fæddist. — En hver var dularfulli maðurinn i svarta frakkanum? Hvernig tengdist hann málum Cecilíu. Þessum spurningum og öðrum svarar Bodil Forsberg á snilldarlegan hátt i nýju bókinni örlög og ástarþrá: Þetta er heillandi og spenn- andi bók um dularfull örlög og heitar ástriður. Skúli Jensson þýddi bókina. Ný bók eftir Francis Clifford. Upp á lif og dauða. Hörpuútgáfan á Akranesi sendir frá sér nýja bók eftir hinn þekkta höfund Francis Clifford. Aður eru útkomnar á islenzku átta bækur eftir sama höfund. ... Sjö fallhlifahermenn svifa niður i frumskóga Burma, þar sem Japanir höfðu búiö um sig. Fallhlifasveitin átti að sprengja i loft upp þýðingarmikla brú. Verkefnið reyndist erfiðara en njósnadeildirnar höfðu gert ráð fyrir. Þetta er hörkuspennandi frásögn um ótrúlega hreysti og karlmennsku. Francis Clifford hlaut 1. ferð- laun „Crime Writers ’Association” 1969 og siðan fjölda af verðlaunum og viður- kenningum fyrir bækur sinar: Skúli Jensson þýddi bókina. Örn og Örlygur: Með báli og brandi - Enginn veit hver annars konu hlýtur Með báli og brandi, ævintýraskáldsaga eftir metsöíuhöfundinn Joe Poyer Bókaútgáfan örn og örlygur hefur gefið út skáldsögu eftir Joe Poyer, en hann hefur á sið- ustu árum verið að ryðja sér til rúms á erlendum skáldsagna- markaði og má til marks um þaö nefna sem dæmi, að hinn kunni Alistair Maclean sagði um fyrstu bók Poyers, North Cape, að hún væri bezta ævin- týráskáldsaga sem hann hefði lesið um árabil. Hin nýja bók Poyers nefnist Með báli og brandi og segir frá Kristófer nokkrum Boyd, fyrr- verandi flugmanni I bandariska flughernum, er rekur flutninga- fyrirtæki i smáum stil. Hann gerist aðstoöarmaður Interpool og tekst að hafa upp á aðal- tekjulind nýnazistanna I Mið-Evrópu. Atburðarásin kemur viða við, hún hefst i Júgóslaviu og sveig- ist siðar til Miö-Austurlanda. Lokaátökin eiga sér stað I Burma. Þar berst maður við mann og Boyd veitir andstæðing sinum grimmúðuga eftirför til kinversku landamæranna. Það er barist á láði og legi og þreytt eftirför i lofti heimsálfa á milli. Bókin er sett i Prentstofu G. Benediktssonar, prentuö I Prentsmiðjunni Viðey hf. og bundin I Arnarfelli. Káputeikn- ingu gerði Hilmar Þ. Hegason. Enginn veit hver annars konu hlýtur, fimmta bóf Snjólaugar Bragadóittur frá Skáldalæk. Bókautgáfan Orn og örlygur hefur sent frá sér fimmtu bók Snjólaugar Bragadóttur frá Skáldalæk og ber hún titilinn: Enginn veit hver annars konu hlýtur. 1 bókinni segir frá ungri stúlku sem er haldin alvarleg- um sjúkdómi. Stallsystur henn- ar ákveða að gera henni llfiö sem léttast og flytja nokkrar saman og skiptast á um að ann- ast þá sjúku og heimilishaldiö. Brátt hætast fleiri I hópinn, karlar og konur, og fer ekki hjá þvi að ástin birtist i margskonar myndum. Ýmist er ástarfuninn að brenna upp báða elskend- urna svo annað kemst ekki aö I lifi þeirra, eöa sundurleitar hendur hafa leitað helzt til langt útfyrir velsæmisrammann, svo annar aðilinn lifir i stöðugri af- brýði og örvæntingu. Snjólaug hefur af næmni og náinni mann- þekkingu ritað margslungið verk um ást viö dauöans dyr, þar sem návistin við manninn með ljáinn skerpir tilfinn- ingarnar, dýpkar lifsskilninginn og dregur fram ýmsa þá eigin- leika, sem fólk vissi ekki áður að það byggi yfir. Bókin er sett i Prentstofu G. Benediktssonar, prentuð 1 prentsmiðjunni Viöey og bundin i Arnarfelli h.f. Káputeikningu geröi Hilmar Þ. Heigason. I.augard. 4/12 kl. 20 Tunglskinsganga-fjörubál. Komið i kapellu heilagrar Barböru á Barbörumessu siö- an kveikt fjörubál og gengið um Hvaleyri til Hafnarfjarö- ar. Fararstj. Gisli Sigurðsson og Jón I. Bjarnason verö kr. 500 Sunnud. 5/12 Kl. 11 Helgafell-Búrfell I fylgd með Einari Þ. Guðjohnsen. Verð kr. 600 kl. 13 Arnarbæli og viðar með Sólveigu Kristjánsdóttur. Verð 600 kr. frltt f. börn m. fullorönum. Fariö frá B.S.l vestanverðu I Hafnarf. v. kirkjugarðinn. Tækni/Vísindi Liffræðiklukkur, sem háðar eru árstiðasveiflum eru greinilega til þess gerðar að hjálpa dýrunum aö búa sig undir breyttar ytri aðstæður, áður en breytingarnar eiga sér stað. Árlegar sveiflur líffræðinnar 5. Kanadiski ikorninn veröur aö byrja að safna fitu áður en vetur gengur i garð, — og aug- ljóslega treysta þeir á liffræði- klukku sina hvað það snertir að vera timanlega á feröinni meö forðasöfnunina. 787-S I Það er mörgum umhugsunar- !efni hvort maðurinn sé búinn slikri liffræðiklukku sem háð er árstíöasveiflum, eri eins og fyrr er frá greint hefur hann slika klukku sem háö er komu dagsognætur. SUkur liffræðilegur timagjafi getur verið mikilvægur fyrir geimfara,sem eru lengi úti i geimnum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.