Alþýðublaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 6
6 SJÖNMHMD Laugardagur 4. desember 1976 biadió DR. JAKOB JÓNSSON KRISTINDÓMUR OG LÍFSVIÐHORF Þaö hefir oft vakiö furöu, hve kristindómurinn barst geysi- lega ört út um rómverska heimsveldiö.Raunar voru sam- göngur góðar, og mannaferðir miklar fram og aftur á öllum árstimum. En slikt getur aldrei verið nein skýring á þvi, að and- legar hreyfingar nái fótfestu. Þær ná ekki tökum, nema þar sem dulinn þorsti er i sálum fólksins, eftir einhverju þvi, sem fullnægir andlegri þörf. Ég hefi verið aö dunda við að þýöa bók, sem fjallar um dag- legt lif á dögum Krists i löndun- um við Miðjarðarhafið. Þetta er ekki guðfræöi, heldur fræðsla um alls kyns efni, sem snertir daglegar þarfir fólksins til sjá- var og sveita. Að mörgu leyti hefir hin svonefnda menning verið komin á hærra stig en flestir geta imyndaö sér nú. En þaö dylst engum, sem kynnir sér andlegt lif i þessa timabils, aö bölsýni, ótti og kvíöi hefir legiö eins og mara yfir þjóö- unum.f rauninni þarf ekki ann- að en að lita á pislarsögu Krists i guðspjöllunum til að sjá örlitla mynd af þvi, hvernig ástandið var. Við kristnir menn eru vanir þvi aö lita á krossfestinguna sem einstæöan atburö i trúar- legu tilliti, — en frá sjónarmiði sögunnar er hér aðeins einn af mörgum svipuöum atburðum að ræða. Það hefir verið rætt um það, hvort gyðingar eða róm- verjar hafi staöið aö aftökunni. Og sérfræðingar i réttarfars- sögu fornaldarinnar munu vera þeirrar skoðunar, að dauðar- dómurinn yfir Jesú frá Nazaret hafi hvorki verið löglegur né réttarhöldin farið löglega fram. Maður, sem var þaulkunnugur þessu efni, sagði við mig, að ástæðan lægi raunar i augum uppi. Landið hefði veriö her- numið og hersetið, og ógurleg spenna legiö i loftinu. Þá væri sjaldan verið að setja það fyrir sig, hvort lögum væri nákvæm- lega fylgt. En þaö sýnir ef til vill bezt, hve farg óttans hefir legiö þungt á stjórnvöldum og um leiö öllum aimenningi, aö maöur eins og Jesús gat talízt hættu- legur bæöi rómverska keisara- dæminu og stjórnvöldum sins eigin lands. Þó var annað, sem aö minu áliti geröi sálarástand fólksins jafnvel ennþá kvalafullra held- ur en kúgun einstakra stjórnar- valda. Það var sú skoðun á lif- inu og tilverunni, að allt væri aö fara út i opinn dauöann sam- kvæmt óviöráöanlegum lögmái- um tilverunnar. Menn gerðu sér yfirleitt tvennskonar hugmynd- ir um tilveruna. Annaö hvort var hún stöðug hringekja eða menn tileinkuöu sér hugmynd- ina um aldaskiptin miklu, likt þvi sem gyðingar höföu kynnzt henni I herleiöingunni austur i jBabylon. Þá skiptist rás tilver- unnar { „aldir” eða „eillfðir”. Hvor megin-hugmyndin sem of- an á varð hverju sinni, var eitt vist, — að sjálf tilveran var að ganga úr sér, hrynja, það voru uppi göfugir hugsuðir, en trúin á, að unnt væri breyta heimin- um, snúa rásinni til góðs, — sú trú var ekki sterk. Hin fornu goð voru óteljandi, en hvert þeirra réö aðeins einhverju afmörkuðu svæöi, og voru sjálf örlögunum háð. Og það var sáran kvartað yfir þvi, að almenningur væri farinn að vanrækja fórnirnar i musterunum. A ýmsa vegu var reynt að bregöast við ömurleik- anum. Fundizt hafa rústir af veizlusölum, þar sem skreytingin var fólgin i mynd- um af beinagrindum. „Etum og drekkum, þvi á morgun deyjum vér.” Svipaðar setningar voru fleiri til i bókmenntum. Aðrir forðuðu sér inn I launhelgarnar, þar sem þeir lögðu stund á helga siðu af ýmsu tagi, til að lifa þar ódauðleikann á sinn hátt. En yfirleitt má segja, að bæði viö- leitni heimspekinganna og starf launhelganna hafi miðað að þvi, að frelsa einstaklingana frá heiminum, en ekki að frelsa heiminn. Sjálf endurnýjun ver- aldarinnar varð að biða sins tima, þegar sigurverkið væri út gengið, og ný öld rynni upp i stað hins dauðadæmda, ömur- lega heims. Meöal gyðinga höföu þróazt tvær trúarhugmyndir, sem veittu þeim sérstöðu. Þeir uröu strangir eingyöistrúarmenn. Hinn eini guð myndi eiga eftir aö bylta öllu um. Hjá honum voru öll önnur máttarvöld, himintunglin, goðin og keisar- inn I Róm máttvana og einskis megnug. 1 ööru lagi trúöu gyöingar þvi, aö guö myndi senda heiminum hinn smuröa, og þegar hann kæmi, færi allt saman, heimsendir, dómur og fullnaöarsigur hins góða og rétt- láta og upprisa dauðra. Kristnir menn erfðu þessa trú, og voru sannfærðir um, að með upprisu Krists væri hin nýja öld gengin i garð. Það er engin tilviljun, aö Nýja testamentið skýrir fjöl- margt i fari Jesú frá Nazaret sem uppfylling fornra spádóma eða guösrikisvona, og stöðugt er predikuð endurfæöing, endur- sköpun, nýr heimur, upprisa dauðra. — Enginn vafi leikur á þvi, aö kristnir menn bjuggust viö þvl, aö aldaskiptin myndu eiga sér staö meö Kristi. Þaö vekur athygli, að postularnir áttu örð- ugt, með aö trúa upprisu- vottunum fyrst i stað. Það var áreiöanlega ekkisökum þess, að þeir ættu erfitt meö að trúa á yfirnáttúrlega hluti, eins og sumir nútimamenn. Hitt er sennilegra, að þeir hafi búizt viö upprisu allra dauðra manna um leið, og ekki áttað sig á þvi, að hin nýja öld væri upp runnin, án þess aö hinn gamli heimur liöi undir lok um leiö. Það sést einnir greinilega á bréfum Páls postula, sem er einhver örugg- asta heimildin sem vér eigum um frumkristnina, að hann hefir lengi verið aö átta sig á þessu vandamáli. Svo fór þó að lokum, að það varð einn sterkasti þátt- urinn i trúarlifi kristninnar, að hin nýja öld væri runnin upp, og þeim bæri að lifa og breyta i samræmi við endurnýjun heimsins. Hér var komiö alveg nýtt llfs- viöhorf. Ekki undanhald, ekki farið undan brekkunni, heldur upp á við. Ekki stefnt til dauö- ans, heldur til lifsins. Og sá kraftur, sem knúði framrásina aö marki, var ekki köld örlaga- hyggja, heldur íifandi vilji, þrunginn af kærleika til alls og allra. Kristnir menn trúöu þvi, aö úrslitastundin væri þegar upp runnin, þar sem gyöingar og heiöingjar áttu von á henni viö heimsendi. Þaö var þessi bjartsýni lifs- skoöun og jákvætt lffsviöhorf, sem geröi þaö aö verkum, aö hræddur og óttasleginn heimur tók viö kristindómnum sem frelsandi boöskap. 1 aldanna rás hafa margar hreyfingar séö dagsins ljós vegna þeirrar bjartsýni og sigurvissu, sem kristin trú kveikti i hugum manna. Meira að segja pólitiskar þjóðfélags- hreyfingar eins og Marxisminn eru endurnærðar af þeirri von, sem gyðingdómur og kristni vöktu á sinum tima. Það er einnig eftirtektavert, hve margskonar mannúðar- og rétt- lætishugsjónir hafa breiðst út um heiminn, einmitt frá Kristn- um löndum. Nútimaguðfræðingar hafa iátið sér tiðrætt um að bjartsýni sýni eldri kynslóðarinnar hefi orðið sér til skammar. Hún hafi verið byggö á heimspeki þróunarkenningar Darwins, og það hafi verið orðin algeng trú, að öllu hlyti að fara fram, >— og sú barnalega bjartsýni hafi gert þaö að verkum, að harmleikur tveggja styrjalda hafi orðið enn sárari en ella. Svartnætti Á djöfulskaparins hafi komið I staðinn fyrir morgun nýrrar aldar. Auðvitað er mikill sann- elikur I þessari kenningu, og þar sem hún náði sér niðri, skeði þaö mikið sökum þess, að kirkj- an sjálf hafði komizt úr tengsl- um við hugsun timans. Það er til dæmis mjög eftirtektavert, aö hin frægi maður Albert Schweit- zer hélt þvi fram, að þetta sam- band hefði slitnað við það að skynsemishyggjan hafi beðið ósigur innan kirkjunnar, og hún hefði látið undan þeirri freist- ingu að einangra sig, hamra á kenningum sinum án verulegs viðtals við fulltrúa skynsam- legrar hugsunar. Sjlafur tel ég þessa skoðun full einhæfa. En hvað sem þvi liður, viröist allt benda til þess, aö hinar svo- nefndu mannbætandi hreyfing- ar eöa framfara-stefnur nútim- ans úrkynjist, ef þær njóta ekki hins endurnýjandi kraftar, sem fylgir bjartsýni kristindómsins. Sú bjartsýni byggist á trúnni á þaö, aö fyrir guðs eigin kraft sé hafin hin nýja öld i sögu heims- ins. ' * Það er mikil vandaspurning, hvernig kristin trú eigi að verða kjarnakraftur framtiðarinnar. Það eru enn til menn, sem lifa samkvæmt hvatningunni: „Et- um og drekkum, þvi á morgun deyjum vér.” Aðrir eiga það til að fara að likt og sumir heiðingjarnir i fornöld, aö gera ráðstafanir til eigin frelsunar, án tillits til þess, hvernig fer um heiminn, jörðina, mannkynið. „ÉG er frelsaður”. — „Það verður dásamleg dýrð handa mér”,þannig er sungið og talað. Ofur-eðlileg hugsun frá vissu sjónarmiði skoðað. En þaö er dapurlegt til umhugsunar, ef þeir sem fagna sinu eigin frelsi, láta sér á sama standa um heiminn. Loks heyrum við stundum kristna menn tala eins og allt sé að fara til fjandans. — Þó stenzt ég ekki reiðari heldur en þegar ég heyri presta pre- dika eins og þeir séu að halda likræður yfir kristindóm og kirkju. Eða ræða um einhvern ræfil, sem af tilviljun hefði flækzt inn i baráttuna fyrir björgun heimsins. Eins og kristindómurinn væri „alltaf að tapa”. Þá koma mér i hug orð Jóns biskups Helgasonar”: Ég sé ekkert aumara heldur en prest með afsökunarmerki yfir sér.” Nei, heiöraði lesandi, kristur og hans kenning þarf ekki aö biðja afsökunar á tilveru sinnil. Kristindómurinn er lif hins nýja tima, nýrrar aldar, nýs heims, þrátt fyrir þaö, sem eftir er af hinum gamla. Þess vegna, þyk- ir mér alltaf vænt um konuna i Hjálpræðishernum, sem söng á torginu: „Ég skal aldrei, aldrei gefastupp nei, nei, Þvi um tima og eilífð fæ ég frægan sigur”. Þetta er hiö bjartsýna lifsvið- horf kristindómsins. LAN Stjórn Lifeyrissjóðs Austurlands hefur ákveðið að veita sjóðfélögum lán úr sjóðn- um i janúar n.k. Umsóknareyðublöð fást hjá formönnum aðildarfélaga sjóðsins og á skrifstofu hans að Egilsbraut 11 i Neskaupstað. Nauðsynlegt er að umsóknareyðublöðin séu fullkomlega fyllt út og umbeðin gögn fyigi. Umsóknir um lán skulu hafa borizt til skrifstofu sjóðsins fyrir 20. desember n.k. Stjórn Lífeyrissjóðs Austuriands. Auglýsið í Alþýðublaðinu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.