Alþýðublaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 2
2 STJðRNMÁL Laugardagur 4. desember 1976 bíaSid1' alþýöu’ ÍJtgefandi: Alþýðiiflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simj 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. Vanhugsað qg óraunhæft rugl Flokksráðs- og formannaráðstef na Sjálfstæðisf lokksins var haldin fyrir skömmu og sendi frá sér stjórnmála- ályktun að vanda. Þar koma ekki fram nein úr- ræði eða nýjar hugmynd- ir til lausnar á vandamál um þjóðarinnar, heldur er endurtekin steinrunnin íhaldsstefna. Það á að draga úr umsvifum ríkis- ins og þjónustu þess við borgarana og það á að minnka hlut opinberra út- gjalda af þjóðartekjum, svo að fjársterkir ein- staklingar geti valsað með sem mest af fé þjóðarinnar, en hinir standi í stað, sem hafa lágar tekjur og greiða litla skatta. í þessu sambandi er ástæða til að spyrja: Af hverju framkvæmir Sjálfstæðisf lokkurinn ekki þessa stefnu sína? Af hverju gerir ríkis- stjórnin þver öfugt með síhækkandi sköttum og aukinni rikishlutdeild? Getur það verið, að þessi íhaldskenning standist ekki prófraun veruleik- ans og sé því ófram- kvæmanleg villukenning? Af hverju gerir Sjálf- stæðisf lokkurinn ekki ályktun um, HVAÐA opinbera þjónustu eigi að færa til einstaklinganna? Eru það sjúkrahúsin í landinu? Var ekki ríkið að kaupa Landakotsspítala sömu dagana og flokks- ráðstefnan sat við að semja ályktun sína? Það eru til einkasjúkrahús í Bandaríkjunum, en hvað kostar að liggja á þeim? Er það kerf i stefna Sjálf- stæðismanna? Hvað um þær stofnanir fyrir drykkju- og eitur- lyfjasjúklinga, sem svo mikill skortur er á? Ekki vantar dugmikla og áhugasama einstaklinga á því sviði, en er það stefna Sjálfstæðisflokks- ins, að ríkið eigi að kippa að sér hendinni og láta nægja, það sem áhuga- mennirnir geta snikt af burgeisunum? Eða þá dagvistunar- heimili barnanna, íbúðir og félagsaðstöðu fyrir gamla fólkið? Á ríkið að láta slík vandamál afskiptalaus? Segjum svo að einkaf jármagnið komi upp slíkum stofnunum. Það mundi láta þær standa undir sér fjár- hagslega — og þá mundu öll gjöld verða svo há, að þessi félagslega þjónusta yrði aðeins fyrir efna- fólk. Er þetta stefna Sjálfstæðisf lokksins? Svona var þetta í þá gömluog„góðu'' daga, er ríkisvaldið kom ekki nærri slíkum verkefnum. Það er athyglisvert, að Sjálfstæðisf lokkurinn tel- ur einstaklinga, einka- fyrirtæki og SVEITARFÉLÖG sam- an. Hingað til hafa sveitarfélögin verið talin til hins opinbera en ekki til einkareksturs og þau þurfa að skattleggja fólk til að standa undir þjónustu ekki síður en ríkið. Skyldi þessi furðulega meinloka í pólitískri hugsun hjá flokksráði Sjálfstæðismanna stafa af því,að þeim sé f arið að finnast Reykjavíkurborg eins konar einkafyr- irtæki. Það er mikill mis- skilningur, og Sjálf- stæðismenn hafa alls ekki framkvæmt stefnuyfir- lýsingar sinar í stjórn Reykjavíkur. Borgin er sífellt að auka starfsemi sína og „afskiptasemi" og sífellt að krefjast meira fjár af skattborg- urum. Borgin rekur stærstu bæjarútgerð í heimi og hefur margvís- lega f élagsþjónustu, stendur í stórfelldum byggingaf ramvkæmd- um, þar á meðal á ibúðum. Þetta er sann- arlega ekki í anda sjálf- stæðisstef nunnar. Nema þjóðin eigi að taka stjórn- málaályktunina bókstaf- lega og sjálfstæðismenn séu í raun og veru búnir að gera það að stefnu- skráratriði sínu, að sveitarfélög séu einka- rekstur! Alþýðublaðið minnir á, að í marga áratugi hefur það verið stefna Alþýðu- flokksins, að beita eigi einkarekstri í atvinnulífi, þar sem hann hefur sýni- lega yfirburði eða stendur jafnfætis öðrum rekstursformum. Hins vegar verður að kref jast raunhæfs skilnings á því, hvað einkarekstur er og hvar hann nýtur sín. Slík- an skilning skortir gersamlega í ályktun sjálfstæðismanna. Raunar verður ekki hjá því komizt að minna á, að einkarekstur hefur brugðizt á mörgum sviðum hér á landi. Hann hefur dregið sig út úr verzlun í dreifbýli en heldur sig aðeins að arð- sömustu greinum verzl- unar í þéttbýli. Þetta er ekki nógu gott. Víða um land hefur einkarekstur brugðizt í útgerð og fisk- vinnslu, sveitarf élög, samvinnufélög og aðrir orðið að taka við til þess að bjarga atvinnu. Einka- reksturinn selur atvinnu- tækin og flytur á milli eftir gróðavonum, en ekki eftir atvinnuþörf fólksins. Það eina jákvæða við þessa fáránlegu ályktun forustuliðs Sjálfstæðis- flokksins er sú vissa, að sjálfstæðismenn í ríkis- stjórn og á Alþingi munu ekki fara eftir henni — geta ekki farið eftir henni af því að hún er vanhugs- að og óraunhæft rugl. BGr Fjárhagsáætlun borgarinnar: Heimild til innheimtu að- stöðugjalda ekki fullnýtt - en fasteignagjöld og útsvör innheimt með fullu álagi hann gefa 150 milljónir króna til viðbótar. Taldi Björgvin Guðmundsson að nýta ætti heim- ild þessa að fullu. Reiknað er með að skattheimta og aðrir tekjuliðir borgarsjóðs nemi á næsta ári meira en 10 mill- jörðum króna, en I fjárhags- áætlun yfirstandandi árs er gert ráð fyrir að tekjur nemi 8 milljörðum króna. Af þessum 10 milljörðum er áætlaö aö 7,3 fari í rekstrargjöld, en 2,6 i eignarbreytingar, það er framkvæmdir á vegum borgar- innar. Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavikurborgar var til fyrri umræðu i borgarstjórn s.l. fimmtudag. Við umræöu gagnrýndi Björg- vin Guömundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, þá miklu skatta- hækkun, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Sérstaklega gagnrýndi hann hækkun fasteignagjalda, en þau eiga að hækka um 36,5% frá i fyrra, eöa úr 984 milljónum i 1343 milljónir. Ætlunin er að inn- heimta fasteignagjöld með 40% álagi i stað 30% áður. Björgvin gagnrýndi einnig að gert er ráð fyrir að innheimta út- svar með 10% álagi, en formleg heimild félagsmálaráðherra fyrir þvi hefur enn ekki fengist. Aætlað er aö útsvör á næsta ári nemi rúmum 5 milljöröum króna, sem er einum milljaröi meira en i ár. A hinn bóginn er ekki ætlunin að beita heimild til álagningar aöstöðugjalda til fulls. A næsta ári er gert ráð fyrir að innheimt aðstöðugjöld nemi samtals 1475 milljörðum króna, en ef sá tekju- stofn væri nýttur til fulls mundi 1 ræöu sinni benti Björgvin Guðmundsson einnig á, aö ekki væri gert ráð fyrir að verja neinu fjármagni til byggingar leigu- ibúða fyrir ungt fólk og efnalltið. Einnig vantaöi fjárframlag til endurbóta á fisiðjuveri BOR, en útgerðin hefur ráðgert að endur- bæta aðstöðu starfsfólks í húsinu og að koma á hagræðingu viö fiskvinnsluna. EIN- DÁLKURINN Stefnuskrá ASÍ: Gölluð, en þó fyrsta skrefið Þau merku tlðindi gerðust I fyrradag, að samþykkt var stefnuskrá Alþýðusambands ís- lands. Þótt ASI hafi nú verið sverð og skjöldur íslenzks verka- lýðs um sextíu ára skeið, hefur það ekki átt sér stefnuskrá siðan skipulagstengsl þess og Alþýðu- flokksins voru rofin árið 1940. En þótt þarna hafi verið sam- þykkt stefnuskrá, er þó ekki um neina framtiðarstefnuskrá að ræða. A þinginu var samþykkt að kjósa milliþinganefnd, sem taka skal þessa nýsamþykktu stefnu- skrá til endurskoðunar I ljósi framkominna breytingatillagna. Skal slðan verkinu endurskoðuðu skilað fyrir árslok 1978 og leggj- ast fyrir næsta Alþýðusambands- þing. Þannig hefur framtlðar- stefnuskrá heildarsamtaka Is- lenzkrar verkalýöshreyfingar i raun ekki séð dagsins ljós. Það verður aö segjast, að þött það sé vissulega fagnaðarefni, aö Alþýðusamband Islands skuli vera búið að samþykkja sér stefnuskrá, þá er æði margt I þessu plaggi sem betur mætti fara, með hliösjón af hagsmunum verkalýðsstéttarinnar sem heild- ar. I því eru of margir „1. mal frasar”, ef svo má að orði kom- ast. Það eru atriöi, sem hljóma svo fallega.aðallir gea samþykkt þau, hvar I pólitlskum flokki sem þeir standa. Stefnuskrá verka- lýðssamtaka á hins vegar ekki aö byggjast upp á frösum, hún á að byggjast upp á þeim hugmyndum um framtlðarþjóöfélag, sem verkalýðshreyfingin gerir sér. Hún á að gera grein fyrir þvl, sem hreyfingin vill að breytist og hún á aö gera grein fyrir þvi, ’hvaða 1 leiðir verkalýðshreyfingin hyggst fara til að knýja fram slikar breytingar. Sllkt er hlutverk stefnuskrár sem þessarar. En þótt margt megi aö stefnu- skrá þessari finna, þá er hitt meira vert, að hún hefur séð dagsins ljós. Hún er nefnilega ekki neitt óumbreytanlegt plagg. Má raunar ekki vera það. Milli- þinganefndin sem áður er getið á að sjá um það. Það er vitaö, aö margar mjög róttækar og góðar breytingar hafa komið fram og þess er að vænta, að þær verði teknar til greina, að einhverju leyti að minnsta kosti. Og þótt svo verði ekki, þá er þó alltént fyrsta skrefið stigið I þessu máli. —hm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.