Alþýðublaðið - 15.12.1976, Síða 6

Alþýðublaðið - 15.12.1976, Síða 6
6 SJðMARMHI Miðvikudagur 15. desember 1976 al|iýðu- blaoíð SlflFFRfllSV/rniR FYRIR SIIÐIIR-AFRÍKII Hvað eftir annað hafa Sameinuðu þjóð- irnar samþykkt margs konar fordæmingu og refsiaðferðir gegn kúg- unarstjórnum hvita minnihlutans i sunnan- verðri Afriku. Má i þvi sambandi nefna viðskiptabann, bæði á Suður-Afriku og Rhódesiu. brátt fyrir samþykktir S.b. hafa viðskipti aðildarþjóðanna i sunnanverðri Afriku ekki stöðv- azt. Til marks um það má nefna að NATO-rikin selja gifurlegt magn vopna til Suður-Afriku. Fjárfestingar Vesturlanda eru gifurlegar bæði I Rhódesiu (Zimbaba), Suður-Afrlku, og Namiblu. Auk þess flytja flest ef ekki öll rlki Vesturlanda inn umtalsvert magn varnings og þjónustu frá sunnanverðri Afriku. í þessari grein verður reynt að bregða upp mynd af viðskipt- um Norðurlanda við Suður-Afrlku (engin viðskipti eru við Rhódeslu), svo og stefnu þeirra I málefnum sunnan- verðrar Afrlku og stuðningi við hinn kúgaða meirihluta bæði I gegnum Sameinuðu þjóðirnar og beint. Samstaða Norðurlanda Norðurlöndin hafa yfirleitt markað sér sameiginlega af- stöðu i málefnum sunnaverðrar Afriku á vettvangi S.þ. jafnt sem utan. bó hefur þessi sam- staða nokkuð oft viljaö rofna eins og sjá má á töflunni hér að neðan. Taflan sýnir hvernig at- kvæði Norðurlanda hafa fallið i aðaltillögum um Suður-Afriku á allsherjarþinginu. Einnig fordæma Norðurlönd aðgerðir hvitu minnihluta- stjórnarinnar I SOWETO. 1 lok yfirlýsingarinnar er þess farið á leit við öryggisráðið að það samþykki þegar I stað vopna- sölubann á Suður-Afriku. Sviar studdu tillögu um vopnasölubann i öryggisráðinu i haust (þeir voru einir Norður- landa er þar áttu sæti). Tillagan var felld, þar sem að U.S.A., Frakkland og Bretland beittu neitunarvaldi. Yfirlýsing sú sem aö framan er vitnað til er vissulega gott skref i rétta átt, þ.e. aukins stuðnings Norðurlanda við svarta meirihlutann I sunnan- verðri Afriku. Eins og fram kom á siðustu SUJ siðu voru málefni Suður-Afriku rædd á siðasta stjórnarfundi FNSU (Samtök norrænna ungkrata). bar var samþykkt að beina þvi til Norðurlanda að þau mörkuðu þegar I staö stefnu er innihéldi: — Kröfu um algert vopna- sölubann. — Stuðning við fordæmingu S.b. á öll lönd er hafa samvinnu við S.A. á hernaðarsviði. — Kröfu um fjárhags refsiað- gerðir við S.A. þar sem stjórn- vöid verða m.a. hvött til þess að stööva rikisf járfestingar I Suður-Afriku. — Stórkostlega aukningu stuönings við hjálpar- og upplýsingaraðgerðir S.b. I Suður-Afriku. — Stuöning viö rétt frelsis- hreyfingar til vopnaðrar baráttu. Með þvi aö taka upp ofan- greind baráttumál myndi stuön- ingur Norðurlanda við frelsis- baráttu svarta meirihlutans vera áhrifa meiri. Orð eru ekki nóg bráttfyrir yfirlýstan stuðning island Danm. Finnl. Svfþjóð Noregur 1972 setiðhjá setiðhjá setiðhjá setiöhjá setiðhjá 1973 setiðhjá Nei setiðhjá setiöhjá Nei 1974 setiðhjá Nei setiðhjá Nei Nei 1975 setiðhjá Nei setiðhjá setiðhjá Nei Danmörk hefur eftir inngöngu sina i EBE oftast staöið með EBE iöndum svo og Noregur. Af framangreindu má sjá að nokk- ur tvískipting hefur verið meðal Norðurlanda á alira siöustu árum með afstöðuna til Suöur-Afriku. A þessu ári hefur orðið breyting þar á. Búast má við að Noröurlönd reyni yfirleitt aö standa saman við atkvæða- greiðslur i málefnum. Suður-Afrfku. 1 þessa átt bendir yfirlýsing siðasta fundar utan- rikismálaráðherra Norður- landa, en á honum var m.a. mörkuð sameiginleg afstaða til Suður-Afriku. 1 yfirlýsingunni er gefin var út um málið I fundarlok er m.a. lýst yfir stuðningi við frelsis- baráttu blökkumanna i Rhódesiu. Fordæmd eru yfirráð Suður-Afriku á Namibiu. Bent er á að nauðsynlegt sé að SWAPO frelsishreyfing Nami- biu taki þátt I undirbúningi aö sjálfstæði Namiblu. við myndun meirihlutastjórn- ar svartra i sunnanverðri Afriku, fordæmingu á kúgunar- stjórn hvita minnihlutans og i andstöðu við viðskiptabann S.b. á S.A. verzla öll Norðurlöndin við S.A. og á þann hátt leggja sitt af mörkum til þess aö við- halda þeirri kúgun og þvi arð- ráni er fasistastjórnin þar beitir. Finnst efiaust mörgum hér skjóta nokkuö skökku viö t.d. yfirlýsingu siðasta fundar utan- rikismálaráðherra Norðurlanda og litill hugur þar fylgja máli. Eru þessi viöskipti svartur blettur á samvizku Norður- landa, er ávallt hafa við há tiðleg tækifæri lýst yfir stuön- ingi við þá er kúgaðir eru hvar I heimi sem er. Ef Norðuriönd ætla að vera sjálfum sér sam- kvæm i orði sem á boröi, verða þau sjálf að þvo af sér þennan skammarblett. bó svo að ekki séum mikil eða viötæk viðskipti Frá SUi Sambandi ungra jafnaðarmanna m Umsjón: Tryggvi Jónsson, Bjarni P. Magnússon, ^ Guðmundur Árni Stefánsson, Óðinn Jónsson v að ræöa eru þau þó siöferðileg viðurkenning á kúgunarstjórn- inni I Pretoriu. Af Norðurlöndunum verzla Sviar langmest við Suður-Afr iku, bæði á sviði inn- og út- flutnings, en einna minnst virðast viðskipti Islendinga. bannig fluttum viö tslending- ar inn áriö 1975 vörur frá Suöur-Afriku fyrir kr. 28.000.000.- Innflutningur þessi var að mestu leyti bananar og niðursoönir ávextir. Allt vörur er við getum fengið annars staðar frá. tJtflutningur okkar árið 1975 nam þó ekki nema kr. 1.800.000.-. baö er siðferðisleg krafa ts- lendinga að rikisstjórnin stöðvi þegar I stað þessi viðskipti og beini þeim inn á aðrar brautir. Þvi eins og áður hefur verið bent á eru tslendingar með þessum viðskiptum að styðja áframhaldandi blóðbað i Suöur-Afriku. A þetta hefur verið margbent hér á siðum Alþýöublaðsins og er það vel. Þegar verður að krefjast að þingmenn Alþýðuflokksins gangi þegar i stað fram fyrir skjöldu og láti stöðva þennan ósóma. Framlög til sjóða S.Þ. S.Þ. hafa sett á stofn ýmsa sjóði til hjálpar og stuönings svertingjum I S-Afriku. Fram- lög hinna ýmsu Norðurlanda i þessa sjóði sem eru 4 talsins eru ærið mismunandi en þó leggja þær flestar eitthvað af mörkum. Ég sagði flestar, þvi að það er ein þjóð sem ekki leggur fram svo mikið sem eyri. Þér hefur efiaust dottiö I hug, lesandi góður, hver sú þjóð er. Jú, það erum við þessi friðelskandi þjóð i norðri. Það er ekki nóg með aö við veitum Pretoriu stjórninni siðferöisstimpil okkar meö þvi að verzla við hana, við veitum henni og stjórnarháttum hennar siðferðislega aflausn með þvi að leggja ekkert af mörkum til þessara sjóða S.Þ. (Þetta er angi af öðru og á margan hátt alvarlegra máli þ.e.a.s. fram- lögum okkar til S.Þ. annars vegarog betli hins vegar). Það er orðið heldur litið samræmi milli orðs og athafnar og segja má að glansinn af yfirlýsingu norrænu utanrikismálaráð- herra sé horfinn. Hér er komið ágætt mál til aö kanna fyrir þingmenn, þ.e.a.s. hvernig standi á þvi að framlög tslands i þessa sjóði sé 0. (Og i viðara samhengi framlög okkar til S.Þ. og þróunar aöstoðar). Af Norðurlöndum leggja Finnar mest til þessara sjóða S.Þ. eða I allt N. kr. 2.960.000.-. Sviar, Norðmenn og Danir styðja einnig beint frelsishreyf- ingar I sunnanverðri Afriku. Er stuðningur Svia einna mestúr. Stuðningur Norðurlanda er mestur við SWAPO (Namibia) en minnstur við ANC (Suður-Afrika). A næstu árum er ráðgert að stuðningur Noregs og Sviþjóðar fari mjög vaxandi. Fjárhagsstuöningur tslend- inga við frelsishreyfingarnar er 0. bvi hvorki er um beinan stuðning né stuðning i gegnum sjóði S.Þ. að ræöa. A fyrrnefndum stjórnarfundi FNSU komust ungir jarnaðar- menn að eftirfarandi niður- stöðu: — Norðurlönd eiga þegar I stað að stofnsetja sjóð til styrktar frelsisbaráttunni I sunnanverðri Afriku. Skal sjóð- urinn áriö 1977 vera $ 25.000.000.- og vaxa siöan eitt- hvað. Skai veita fé úr sjóðnum til hinna óliku frelsishreyfinga eftir þörfum og möguleikum. — Norrænu þjóðirnar verða að vera tilbúnar til þess að ganga skrefi lengra I stuðningi sinum við frelsishreyfingar þ.e.a.s. frá mannlegri hjálp yfir i raunverulegan stuðning viö vopnaöa frelsisbaráttu. Ef þessar hugmyndir fengju hljómgrunn meðal rikisstjórna Norðurlanda má gera ráð fyrir að tsland gæti á einhvern hátt bjargað andliti slnu og stutt á raunhæfan hátt frelsisbaráttu blökkumanna. Þó svo við ungir jafnaðar- menn skiljum og séum tilbúnir til þess að styöja vopnaða frelsisbaráttu blökkumanna til þess að ná fram rétti sinum er það þó einlæg von að til hennar þurfi ekki að grípa. Ég sagði von þvi eins og málin standa I dag virðast litlar likur á þvi aö hviti minnihlutinn sé tilbúinn að láta af kúgunar- og arðráns- stjórn sinni og færa meiri* hlutanum stjórn landsins I hendur svo og önnur sjálfsögð mannréttindi. Þvi verðum við jafnt sem aðrir fylgjendur frelsis og framþróunar að vera tilbúnir til stuðnings við vopnaða réttlætisbaráttu blökkumanna og i anda þessa er ofangreind samþykkt gerö. Ekki er öll von úti Svo sem að framan greinir er beinn eða óbeinn stuðningur tslands við frelsishreyfingar I sunnanverðri Afriku mjög litill (aðeins I orði). Þó er rétt aö geta þess að tsland er eitt Norðurlandanna sem hefur hvorki sendiráö né ræðismanns- skrifstofu I S. Afriku og er það vel. Stuðningur okkar við frelsis öflun I sunnanverðri Afriku er heldur ómerkilegur og hræsnis- fullur á meðan viö veitum kúg- unarstjórninni i Pretoriu synda- aflausn með þvi að kaupa þaðan vörur og leggja ekkert af mörk- um til stuðnings frelsishreyfing- unum beint eða óbeint (I gegn- um S.Þ.). Fyrsta skrefið I þessa átt á aö vera tafarlaust viðskiptabann á Suður-Afriku og þvi framfylgt. I kjölfar þess fylgir siöan fjár- hagslegur stuöningur við þjóð- frelsisöfiin i sunnanverðri Afriku. A þennan hátt verður stuðningur okkar við frelsisbaráttu blökkumanna fyrir þeim sjálfsagða rétti að fá að stjórna eigin landi. TJ/shk

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.