Alþýðublaðið - 02.02.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.02.1977, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR Verð til bænda, verð til neytenda. Dæmi: 1 folaldaskinn Hver hirðir 10 þúsund krónur af einu skinni? Alþýðublaðið hefur að undanförnu gert að umræðuefni háan siátur- kostnað hér á landi. Sagt hefur verið frá þvi, að á siðasta ári kostaði rösk- lega 2,2 milljarða króna að siátra rúmlega 900 þúsund fjár. t þessum tölum felst óhemjuhár milliliðakostnaður, sem bæði bændur og neytendur verða að greiða. Alþýðublaðið hefur m.a. sagt frá því, að bóndi fær um 600 krónur fyrir fol- aldaskinn, sem hann seiur sláturhúsi eða kaupfélagi. Eftir að skinnið hefur farið um alla ranghaia kerfisins og er komið á búðarborð i Reykjavik, kost- ar það 14 þúsund krónur. Munurinn er einar litlar 13 þúsund og 400 krónur. Blaftið hefur nii fengið staðfest dæmi um bónda nokkurn, sem sendi folaldaskinn f sútun f sútunar- verksmiðju. Hann er nú nýbúinn aö fá skinnið sent heim, og reyndist kostnaðurinn við sútunina 2400 krónur. f>ar við bættist 480 króna söluskattur og 100 króna flutningsgjald. Heildarkostnaðurinn varð þvl 2980 krónur. Ef bætt er við þessa tölu þeim 600 krónum, sem bóndinn hefði fengið fyrir skinnið, ef hann heföi selt það, er kostnaðurinn 3580 krónur. Skinniö hefur þá hlotiösömu verkun og það fær áður en það er selt út úr búð I Reykjavík, en mismunurinn á veröi er rösk- lega 10 þúsund krónur. Fróðlegt væri að fá upplýsingar um hvert þessar 10 þúsund krónur renna, og skorar blaðið á þá sem vita, að koma vitneskju sinni á framfæri. Múrarafélag Reykjavíkur S0 ára í dag Ritstjórn Siðumóla II - Simi 8186« um munu flokkarnir sem standa að þessum nýja meirihluta leggja megin- áherzlu á eftirfarandi verk- efni: 1. L'ndirbúning að lagningu hitaveitu frá Deildar- tunguhver i samvinnu við Borgarnes og hefja fram- kvæmdir eins fljóttog unnt er. 2. Taka dvalarheimili aldraðra, sem nú er komið á leiðis, i notkun þannig aö væntanlegir vistmenn geti flutt inn f lok þessa árs og á árinu 1978. 3. Unnið verði að stofnun f jölbrautaskóla á Akranesi til að auka möguleika námsfólks til menntunar heima fyrir og hef ja fram- kvæmdir við nýjan barna- skóla á Garðagrundum. 4. Ráðist verði i lengingu aðalhafnargarðs eins og fyrirhugað er. 5. Lagningu bundins slitlags á götur bæjarins verði haldið áfram svo og fram- kvæmdum við iþróttahús, sjúkrahús og leikskóla og fleiri framkvæmdir. Magnús Oddsson, bæjar- stjóri, sem gegnt hefur þvi Ásmundur Sveinsson viö eitt verka sinna „Gegnum hljóðmúrinn” sem staðsett er úti fyrir Hótel Loftleiðum. Hann hefur nú ánafnað Reykjavikurborg safn sitt. Sjábls.5. starfi undanfarið, mun gegna starfinu áfram til loka k j ör tim ab ilsins , skv. ráðningarsamningi. Að loknum siðustu bæjar- stjórnarkosningum mynduðu Framsóknar- flokkurinn, Alþýðuflokkur- inn og Alþýðubandalagið meirihluta i bæjarstjórn Akraness, en vegna vaxandi erfiðleika i þvi samstarfi ákváöu bæjarfulltrúar Al- þýðubandalagsins og Al- þýðuflokksins að hætta þátt- töku i þeim meirihluta og hafa tilkynnt fulltrúum Framsóknarflokksins þessa ákvörðun með svohljóðandi bréfi: Vegna vaxandi ágreinings i samstarfi þeirra flokka, sem mynduðu meirihluta i bæjarstjórn Akraness i byr j- un þessa kjörtimabils, sem þegar er farinn aö standa i vegi fyrir þvi að þessi meiri- hluti geti haft tilætlaða for- ystu um framgang málefna bæjarfélagsins, teljum viö undirritaðir bæjarfulltrúar Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks, að slikt ástand sé óviðunandi til lengdar með tilliti til hagsmuna bæjar- félagsins og lýsum þvi hér með yfir aö höfðu samráði við félög og fulltrúaráð flokkanna, að þátttöku i þessu meirihlutasamstarfi er lokið. Múrarafélag Reykjavikur er 60 ára i dag. Á bls. 3 er greint i stuttu máli frá sögu félagsins og helztu þáttunum i starfi þess. „Nýsköpun- arstjórn" ó Akranesi AIþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag mynduðu nýjan meirihluta með Sjálfstæðis- flokknum. Framsókn ekki með Samstarf meirihluta bæjarstjórnar á Akranesi, fuiltrúa Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags og Fram- sóknar hefur rofnaö. Fulltrú- ar Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags töldu, að ekki yrði lengur unnt að starfa með Framsóknarflokknum vegna margvislegs ágreinings. — t fyrradag tókst samkomulag um nýja meirihluta, og skipa . hann fulltrúar Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Sjálf- stæðisflokks. Þessi meiri- hluti hefur gert með sér samstarfs- og málefna- samning. Nýi meirihlutinn hefur sent frá sér eftirfar- andi fréttatilkynningu: A fundum I Sjálfstæðis- flokknum, Alþýðuflokkn- um og Alþýðubandalaginu á Akranesi sem haldnir voru mánúdaginn 31. janúar s.l. var samþykkt aö fulltrúar þessara flokka i bæjarstjórn Akraness stofnuðu til meiri- hlutasamstarfs innan bæjar- stjórnarinnar. Fyrir fundina voru lögð drög að samstarfs- og mál- efnasamningi, sem fulltrúar flokkanna höföu undirbúið. Samkvæmt samningi þess-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.