Alþýðublaðið - 02.02.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.02.1977, Blaðsíða 5
SKxr Miðvikudagur 2. febrúar 1977 FRÉTTIR 5 Borgin fær listasafn Ásmundar eftir hans dag Vinnustofa, heimiliog listasafn Ásmundar að Kirkjumýrarbletti 10. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari hefur gefið Reykjavikurborg iistasafn sitt og vinnu- stofu, eftir sinn dag. Ásmundur er einn fremstu listamanna þjóðarinnar og löngu landsþekktur fyrir myndir sinar, sem komið hefur verið upp viðs vegar um borgina. Ásmundur nam högg- myndalist i Frakklandi og hefur list hans vakið athygli allra sem séð hafa, jafnt innlendra sem erlendra. Gjöf Asmundar er sem fyrr segir dánargjöf og er hún hdð ákveðnum skilyrðum af hálfu gefanda. Eru þær helztar, að Reykjavikurborg taki að séf að annast viðgerðir og viðhald húseignanna að Kirkjumýrar- bletti 10, þar sem vinnustofa og safn listamannsins eru til húsa, svo og viðhald á listavei kunum eftir þvi sem nauðsyn krefur. Höfundaréttur skal samkvæmt lögum vera hjá niðjum höfund- ar og geti þeir einir annazt stækkanir og gerð afsteypa af verkunum. Þá skal verða sett stjórn að safninu og samin reglugerö og skal i stjórn þess- ari eiga sæti einn fulltrúi af- komenda Asmundar. 1 viðtali við Alþýöublaöið i gærsagði Páll Lindal þetta hafa verið kynnt borgarráði fyrir all löngu en gjöfin fékk stað- festingu fyrir ráðinu siöast- liðinn föstudag. Reykjavikurborg hefur um nokkurra ára skeið veitt lista- manninum aöstoð við áð halda safni sinu og starfsemi gang- andi, meðal annars séð um við- gerð og viöhald húsanna að Kirkjumýrarbletti. —AB Bæklingar tilbúnir á skrifstofunni (sendum). Bókið snemma! r bjóðum við viðskiptavinum okkar möguleika til að heimsækja ÞRJÚ LÖND í EINNI FERÐ Sumarið 1977 verður sumarparadísin PORTOROZ í Júgóslavíu helsti áfangastaður Landsýnar Þaðan verða skipulagðar skoðunarferðir m.a. til Feneyja, Austurrísku Alpanna o.fl. Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að njóta í senn veðurblíðu, náttúrufegurðar og víðfrægra sögustaða BROTTFÖR 31/05 19 dagar 17/06 19 dagar 5/07 18 dagar 22/07 18 dagar 8/08 19 dagar 26/08 19 dagar 13/09 19 dagar Ferðaskrifstofan LANDSÝN h.f. lahdsyn-aíþýhuqrijOF Skólavörðustíg 16 — sími 28899

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.