Alþýðublaðið - 02.02.1977, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.02.1977, Blaðsíða 7
VETTVANGUR 7 ;!sa- AAiðvikudagur 2. febrúar 1977 Benedikt Gröndal, þingmaöur kjördæmisins ræðir við Engilbert Guðjónsson. Akraneskaupstaður, vaxandi bæjarfélag — Og svo settust menn niður og borðuðu. ?orramaturinn hjá þeim Skagamönnum var aldeilis ekki af verri endanum. DAKirCI Alþýðublaðsins ræðir við nokkra Alþýðu- KAIl to I flokksmenn á Þorrablóti á Akranesi 22. janúar s.l. Guðmundur Vésteinsson, bæjarfulltrúi. Blm.: „Hvað segirðu um Al- þýðuflokkinn og stjórnmálin?” Alþýðuflokkurinn er á timamótum, ekki bara á Akranesi, heldur á öllu landinu. RJ.: „Alþýðuflokkurinn hlýt- ur að vera á timamótum. Ekki aðeins á Akranesi, heldur á öllu landinu. Flokkurinn hefur tekið forystu á Alþingi i mörgum stórmálum þjóðarinnar. Það er einnig í imenn skoðun þeirra, sem kaupa Alþýðublað- ið, að þar hafi orðið á mikil og góð breyting, sem vert sé að vekja athygli á.” Guðmundur Vésteinsson er einnig fulltrúi Alþýðuflokksins i bæjarstjórn Akraness. Blaða- maður beindi nokkrum spurn- ingum til Guðmundar, sem undirstrikaði flest af þvi sem Rikharður hafði sagt. Guðmundur sagði að hita- veitumálið væri mál málanna, Hér er um að ræða hitaveitulögn frá Deildartunguhver i samfloti með Borgnesingum. Guðmund- ur sagði að þeir heföu staðið i tilraunaborunum uppi i Leirá undanfarin þrjú ár. Niðurstöður þessara borana hefðu ekki verið hagkvæmar. „Það er þvi hita- veitumálið, sem ég held, að eigi eftir að valda mestum breyting- um hér á Akranesi á næstu ár- um ef rétt og skynsamlega er að staðið,” sagði Guðmundur. Að lokum var Guðmundur spurður um stöðu flokksins. Hann sagði: „Ég held að Alþýðuflokkurinn eigi nú mjög góðan meðbyr, bæði hér á Akranesi og annars staðar á landinu,” sagði Guð- mundur Vésteinsson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins á Akra- nesi. Við sitjum uppi með lé- lega og máttlausa rikisstjórn Arni Kristinsson, vekamaður, sagði það skoðun sina, að núver- andi rikisstjórn væri bæði léleg og máttlaus. „Rikisstjórn verð- ur að vera sterk,” sagði Arni, „Annars getur hún ekki stjórn- að. Það er ekki nóg að rikis- stjórnin hafi stóran þingmeiri- hluta á bak við sig eða að hún sé fjölmennari en aðrar rikis- stjórnir sem setið hafa við völd hér á landi. Hún þarf fyrst og fremst að vera samhent. Það er þessi rikisstjórn ekki, enda er ástandið i öllum málum eins og raun ber vitni.” Arni sagði, að það væri mjög slæmt þegar verkalýðs- hreyfingin væri ekki nægilega samstillt. Sér virtist mikið skorta á, að svo væri nú. Að lokum sagði Árni Kristins- son: „Við þurfum að hafa i huga, að við erum ekki bara að kjósa þingmenn, við erum lika að kjósa rikisstjórn.” Skólamálin og æsku- lýðsstarfið Þá náði blaðamaður tali af Þorvaldi Þorvaldssyni kennara, formanni Alþýðuflokksfélags Akraness. Þorvaldur vék strax að höfuðáhugamáli sinu skóla- málunum. „Mesta vandamálið er það, að okkur vantar nýjan barnaskóla, sem gert er ráð fyr- ir að verði reistur á Garða- grundum, en þar hefur mest verið byggt undanfarið.” Þorvaldur sagði að fyrsti undirbúningur að byggingu þessa skóla væri hafinn, en gert er ráð fyrir að þar verði alls um 500 börn og unglingar á grunn- skólastigi. Þorvaldur sagði að gert væri ráð fyrir að þetta skólahúsnæði yrði jafnframt notað sem félagsmiðstöð fyrir þetta nýja bæjarhverfi, svipað þvi, sem hefði verið gert i Fellahelli i Reykjavik. Þorvaldur lagði mikla áherzlu á, að nauðsynlegt og eðlilegt væri að nýta þetta mikla húsnæði sem bezt, ekki aðeins til skólastarfsins, heldur einnig til ýmissa félagsstarfa unglinganna á kvöldin eftir að kennslu er lokið. „Svo er annað stórmál á döf- inni hérna hjá okkur. Það er fjölbrautaskólinn. Akranesbær hefur sótt um, að komið verði upp fjölbrautaskóla fyrir Akra- nes og nágrenni . Þetta mál er nú i athugun i ráðuneytinu, og væntum við þess, að afgreiðsla þess dragist ekki mjög mikið. Áhrif járnblendiverk smiðjunnar — aukin at- vinna og fólksfjölgun á Akranesi Þá var Þorvaldur spurður um byggingu járnblendiverksmiðj- unnar i nágrenni bæjarins. Þor- valdur sagði, að búið væri að tala um þessi mál siðustu árin, og menn gengju almennt út frá þvi, að verksmiðjan yrði reist. Þorvaldur sagði að augljóst væri, að bygging verksmiðjunn- ar þýddi 500-600 manna fjölgun á Akranesi ^ næstu árum. Benti hann á, að Norðmenn hefðu markað þá stefnu, að ekki væri eðlilegt eða heppilegt að byggja upp sérstaka bæi i kring um verksmiðjurnar, heldur stuðla að þvi að verksmiðjurnar veittu aukna atvinnu til þeirra bæja og sveitarfélaga, sem fyrir væru. „Það er þvi augljóst mál, að hér verður mikil fólksfjölgun næstu árin,” sagði Þorvaldur Þorvaldsson. Stefna Alþýðuflokksins i hitaveitumálum verð- ur að veruleika Þorvaldur vék þá nokkuð að hitaveituframkvæmdunum. Sagði hann, að segja mætti, að stefna sem Alþýðuflokkurinn markaði i þessum málum á Akranesi fyrir 5-6 árum væri nú að verða að veruleika. Hita- veitulógnin mun verða um 65 km löng. Þetta mun verða kostnaðarsamt, en jafnframt mjög hagkvæmt og á eftir að valda byltingu i mörgu hér á Akranesi.” Þorvaldur var að lokum spurður um flokksstarfið. Sagði hann að það hefði nú ekki verið mjög mikið, en þó væri alltaf eitthvað að gerast. Hann sagði að félagið mundi halda fund um orkumál i næsta mánuði, og i marz væri gert ráð fyrir fundi um launa og kjaramál. Þegar hér var komið sögu þurfti Þorvaldur að snúa sér að samkvæminu, enda veizlugestir orðnir svangir i góðan mat og tiibúnir að skemmta sér við söng, dans og annað gaman i góðum félagsskap. —BJ i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.