Alþýðublaðið - 02.02.1977, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 02.02.1977, Blaðsíða 11
alþýöu- biaðíó Miðvikudagur 2. febrúar 1977 ÚTLÖND 1! NÁMSMANNASKIPTI ERU BEZTA LEIÐIN TIL ÞESS AÐ KOMA í VEG FYRIR STRÍÐ Hér ræðir höfundur náms- mannaskiptalaganna, sem hann beitti sér fyrir 1946, um áhrif þeirra, og telur þau áhrifa- rikustu aðgerð, til þess að auka á velvild og skilning milli þjóða. Þannig megi afstýra ógnum ófriðar á komandi timum. „Það er skemmtileg tilviljun að á þritugsafmæli laganna um námsmannaskipti á bandariska þjóðin einnig 200 ára afmæli. Forfeður þjóðar okkar rekja ættir sinar til fjölda landa. Og þeir fluttu með sér úr heima- högum siðvenjur og menningu, sem bæði var viðfeðm og marg- brotin. En þótt við séum — sem riki — aðeins 200 ára, eig- um við þakkir að gjalda fyrir þjóöfélagsleg og stjórnmálaleg verðmæti, sem hafa öldum saman verið þróuð viða um i þeirri baráttu að manna og mennta hina áhugaverðu dýra- tegund Homo sapiens. Ég lit svo á, að lögin og áætl- anirnar um námsmannaskipti séu nú þýðingarmesta tækið, ef svo mætti aö orði komast, til þess að manna mannkynið og á grunni þessa vonum við að unnt verði að kenna þjóðunum að lifa i friði. Þá má ekki siður binda vonir við að með samvinnu þjóðanna i visinda- og öðrum menningar- málum, fremur en meö kaldri samkeppni, getum við i fram- tiðinni stigið stærri skref þjóð- um heims til framdráttar, i stað þess að leggja alla alúh við framleiðslu gereyðingarvopna. Eftir að kjarnavopnin fund- ust, getur beiting þeirra i styrjöld aðeins leitt til algerrar tortimingar. Með þá staðreynd i huga, verður ekki séð, að annað sé nærtækara heldur en aö freista að þjappa þjóöum heims saman á grundvelli skilnings og vin- áttu. Reynsla okkar i Banda- rikjunum sýnir blátt áfram, aö á þann hátt hefur tekizt, að bræða saman ólikustu sjónar- mið og nýta menningararf, hvaðan sem hann kom, til þess aö byggja þjóðfélag, sem hefur heill allra þegna aö markmiði. Frá upphafi vega hafa ein- ungis verið notaðar tvær aðferð- irtil að skapa frið og reglu f ein- stökum rikjum. Onnur, sem byggirá valdbeit- ingu og allskonar hömlum, sem haldið hefur verið uppi með harðri hendi. Við frumstæö skilyrði gat þetta tekizt um hrið — já jafnvel um nokkurn aldur — með þvi að einskonar yfirstétt hélt fólkinu i skefjum með valdi. En þróun, sem hefur tekið mörg þúsund ár, hefur smáttog smátt breytzt i þá átt, að vald- inu var beitt mannúölegar. Og hömlurnar hafa i timanna rás birzt I formi laga. Árangurinn af þvi er svo borgaralegur réttur, sem gilt hefur á takmörkuðum svæðum — rikjum — sem hafa svo hvert um sig ástundað sinar aðferðir tilað auka á öryggi þegnanna og tiltekna réttargæzlu til handa borgur.unum. Frekari þróun — einnig með auknum kynnum þjóða milli — hefur svo hnikað lögum hinna einstöku rikja saman, þó auð- vitað sé fleiri hluta að gæta en bókstafsins. Þar kemur fram- kvæmdin ekki siður til, enda er kunnugt, að mismunandi skiln- ingur er lagður i sama hugtakið, eftir þvi hver á heldur. Eins og á stendur er aðeins litill minnihluti þjóðanna sem stjórnað er á lýðræðislegan hátt, og hafa löggjöf, sem byggir á þeim forsendum, að minnsta kosti eftir þeim skiln- ingi, sem við leggjum i hugtakið lýðræði. Flestöllum þeirra er það sameiginlegt, að stjórnun þeirra er reist á sameiginlegu mati þegnanna á stjórnlögum hvers rikis, og þegnarnir hafna ótimabærri valdbeitingu. Rauði þráðurinn i samheldni núti'ma rikja yfirleitt er einmitt þessi sameiginlegi skilningur, auk frændsemi og viðtekinna hefða, en alls ekki á grunni lögregluvalds. Þjóðrækni er mikilsverð og varla þess að vænta, að ef hana brestur, geti menn orðið neinir heimsborgarar i viðu samhengi. Að visu erum við yfirleittkomin af frumskógastiginu, en einkum þó i tækniefnum. Þvi miður hef- ur mannkyninu yfirsézt i þvi að treysta á sama hátt sanna menningu i samskiptum milli þjóða, og færa þjóðir heims á þann hátt saman. Á þessari öld hafa verið gerð- artvær athyglisverðar tilraunir til að skakka leikinn milli þjóða, sem löngum gátu ekki setið á sátts höfði. Sumirlita svo á, að Þjóðabandalagið og Samtök sameinuöu þjóðanna hafi verið og séu reist um of á óraunhæfum hugsjónum og hefði orðið betur ágengt ef fremurheföi verið byggt á gam- alli reynslu. En bezt er að hafa það hug- fast, að hvortveggja þessi sam- tök hafa risið upp af heims- ástandi, sem eftir gömlu aöferð- unum höfðu leitt þjóðirnar út 1 hryllilegt blóðbað þar sem tug- mílljónir manna týndu lifi, að ekki sé talaö um hina geypilegu verðmætasóun aðra. Ef litið er á brýna þörf mannkynsins, verð- ur ekki sagt að hvorki Þjóða- bandalagiö sé Samtök sam- einuðu þjóðanna byggðu á óraunhæfum hugsjónagrunni. Markmiö þeirra var og er aö gera hófsamlegar tilraunir til að koma á alþjóðlegum sam- skiptum og skilningi i þessari veröld stjórnleysis og valdbeit- ingar. Hér er ekki aðeins um að ræða brýna þörf, heldur og vaxandi skilning á alþjóðlegum samtök- um, sem hafa orsakað þessar tvær tilraunir, þó önnur mis- heppnaðist að visu. Aðalspurningin um Samein- uðu þjóðirnar, eða réttara sagt um mátt þeirra til að koma á alþjóölegu öryggiskerfi, er ekki hvort við þurfum, heldur hvort við verðum þess umkomin að fylgja eftir þeim hugsjónum, sem liggja að baki sáttmála þeirra. Vandinn er sá, hvort okkur tekst að hemja tilhneigingar til valdbeitingar með alþjóðlegum skilningi þjóða milli, sem eru nógu áhrifarikar, til þess að af- stýra gjöreyðingarstyrjöld, en hafa þann sveigjanleika, að geta leitt til samþykkis deiluað- ila svo viðhlitandi sé. Engin „patentlausn” er i sjónmáli, en við eigum að hafa leyfi til að vona, sem byggist fyrst og fremst á aukinni menntun, sem ein getur brúað bilið, ef hún er nægilega viðfeðm, til þess að þjóðunum skiljist að við erum öll i reynd á sama báti. Ef við kappkostum að tryggja sómasamlegt öryggi allra og getum gert nokkurn árangur ljósan sem flestum, af þvi starfi, hlýtur það að leiða til frekara samþykkis og færa þjóðir heims nær hverja ann- arri. Þetta gildir ekki aðeins um stórþjóðirnar, heldur og hinar smærri ekki siður. Tilgangslaust er aö reyna að útbreiða menntun og menningu með valdi. Menningin er hæg- fara, en hún er samt mikill máttur. Vera má, að hún sé of hægfara til að forða okkur frá slysum. En hún er samt eina aflið, sem á að vera þess um- komið. Og þar er alþjóðlegur skilningur og vinátta það sem allt verður að snúast um. Það skal fram tekið, að ég lit ekki svo á, að það eitt sé nægi- legt, þó gagnlegt sé, að dreifa visindalegri kunnáttu þjóöa milli.Það er hin huglæga sam- staða, sem ein er þess megnug að forða mannkyninu frá ógnun styrjalda, svo vitnað sé i orð Alberts Einsteins. Þegar við litum á hina ómælanlegu eyðileggingu tveggja stórstyrjalda á þessari öld, og höfum þaö einnig hug- fast, að stórþjóðirnar eyða árlega um 250 þúsundum milljóna dollara, af takmark- aðri getu sinni, I hamslausan undirbúning undir styrjöld, er hvorki rökrétt og þaðan af siður skynsamlegt að verja ekki — þó ekki væri nema svo sem einum hundraðshluta — til friðsam- legra samskipta og kynningar milli þjóðanna i menningarefn- um. Hugsum okkur t.d. að Banda- rikin, sem verja um 50 miilj. dollara i þessu skyni árlega, ykjuframlög sinum þaö fé, sem nú er eytt i tilraunirnar með og byggingu á einum Trident kaf- báti, og þannig væri unnt að veita tugþúsundum fólks tæki- færi til heimsókna og náms i framandi löndum! Væri þetta gert á skipulegan hátt, eins og hérhefur verið gert um hrið, hvert myndi hljóta aö verða svar annarra þjóða við þvi, jafnvel þeirra, sem ekki eru neitt fiknar i að sleppa höndum af þegnum sinum i þessum til- gangi? Það er sannfæring min, að þau riki sæju einnig fljótlega, að þær gætu ekki til lengdar staöið utanvið umfangs miklar til- raunir til að eyða á þann hátt grunsemdum, hatri og fordóm- um, sem hafa lengst af þjáð mannkynið. Ég trúi þvi að þrýstingurinn af slikri starf- semi yrði fljótlega of mikill til þess aö viö hann yrði ráöið. Ég trúi þvi einnig að sérhver þjóð, sem hefði i senn til aö bera þjóðlegan metnað og traust á erfðamenningu sinni myndi ekki skerast úr leik um þátttöku islikrihreyfingu, og á þann hátt vera viðurkennt sem verðug þess að leggja til heimsmenn- ingarinnar sinn skeVf. Engin þjóð myndi i reynd viðurkenna, að lifshættir henn- ar, félagslegir, stjórnmálalegir og f járhagslegir gætu ekki stað- izt slikt sameiginlegt próf, né heldur að hún hefði ekkert til að selja i sumblið. Sannleikurinn er sá, að öll þjóðfélög hafa eitthvert verðmæti, andlega séö, og geta þvi verið hlutgeng i að leggja nokkuð af mörkum i sameigin- legan sjóð heimsins. Þetta er, að minu viti, eina svarið sem við eigum við ör- þrifatilburðum þeirra, sem þeg- ar hafa komið okkur fram á fremstu nöf með sinu ótrúlega valdi á gjöreyöingaröflum. Athyglisvert er, að hvert ein- asta riki, jafnvel þó það sé ekki hrifið af framgangi Sameinuðu þjóðanna, vill vera þar áfram, hvað sem öðru liður. Rétt er að ótti margra þjóða við endurtekningu styrjalda hefur hamlað þeim frá að leyfa veruleg samskipti námsfólks, eða annarra þegna. En meðan menn hika ekki við að selja hver öðrum skaðræðisvopn-ger- eyðingarvopn jafnvel — sýnast slikar hömlur vera bæði fávis- legar og tilgangslausar. Fariallt i bái og brand, skiptir annað engu máli. Sannleikurinn ersá að samskipti fólksi stórum stil i nútið og framtið, mun koma mönnum i skilning um, að hugarfarsbreytingar, sem af þeim gætu stafað, i viðhorfi til erfðavenja, er stórum þýðingarminni en þörfin fyrir að geta lifað i friði og öryggi. Með hliðsjón af núverandi lággengi Sameinuðu þjóðanna hlýtur sú spurning að vakna. Eigum við að láta arka að auðnu um hvort til gereyðingarstriðs kemur., eða eigum við að reyna að afstýra þvi? Ef við föllumst ekki á menningarsamskipti, t.d. með námsmannaskiptum, hvaða ráð eru þá haldbær, til að koma i veg fyrir ógæfuna? Getur nokkuð frekar haft áhrif á viðhorf manna en aukin kynniog gagnkvæmur skilning- ur í þessum striðshrjáða heimi, sem á einni öld, öldinni okkar, hefur tvivegis verið sundurtætt af ógnvekjandi styrjöldum,?” KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Siini 7 1200 — 7 1201 ®-C P0STSENDUM TRULOFUNARHRINGA Joli.nmts Umsson í.,ma,iurgi 30 áé’imi 10 200 i nuLi Heimiliseldavélar. 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Oðmstoig Simar 25322 og 10322 Birgir Thorberg malarameistari simi 11463 onnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul husgögn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.