Alþýðublaðið - 02.02.1977, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 02.02.1977, Blaðsíða 16
Alþýðuflokksmenn spyrjast fyrir um skipaviðgerðir: Viðgerðir og viðhald fyrir 6,3 milljarða '75 Innanlands var unnið fyrir 4,6 milljarða, erlendis fyrir 1,7 milljarða Skömmu fyrir jóla- leyfi Alþingismanna bar Pétur Pétursson, þingmaður Alþýðu- flokksins, fram fyrir- spurn á Alþingi um skipaviðgerðir. Hann spurðist fyrir um hve mikið af viðhaldi og viðgerðum islenzkra skipa færi fram erlend- is, og hvernig unnt yrði að koma þvi svo fyrir, að þessi verk yrðu unn- in hér á landi. Eggert G. Þorsteinsson, alþingismaöur, fylgdi þessari fyrirspurn úr hiaöi á þingi I gær. Gunnar Thoroddsen, iönaðar- ráöherra svaraöi henni. Hjá ráðherra kom meöai annars fram, aö áriö 1975 heföi veriö unnið aö endurbötum og viö- gerðum á islenzkum skipum /yrir 6,3 milljarðar króna. Þar af heföi verið unniö fyrir 4,6 miiljaröa innanlands og liölega 1,7 milljaröa erlendis. Sagöi iönaöarráöhera, aö eöli- legt væri aö beita öilum ráöum svo þessar viögeröir gætu fariö fram hér á landi. Til aö svo mættiverða þyrfti aö jafna fjár- hagslega f y r ir g r eiös lu islenzkra skipasmiöastööva, gera áætlanir um þarfir og getu Islenzku stöðvanna. Hann sagöi, aö nú væri unnið aö áætlun um þessar viögeröir og viöhald. Til máls tóku þeir Stefán Jónsson, Karvel Pálmason og Matthias Bjarnason. Sáttafundur Landsvirkjunnar og Energoprojekt: Árangurslaus Næsti fundur verður hér á landi eftir tvær vikur Eins og sagt hefur verið frá i blaðinu fóru fram viðræður milli Landsvirkjunar og Energoprojekt i siðustu viku, vegna krafa jú- góslavnesku verktak- anna á hendur Lands- virkjun. Töldu Jú- góslavarnir að Lands- virkjun ætti að greiða þeim hundruð milljóna vegna aukakostnaðar sem þeir hefðu orðið fyrir vegna alls kyns tafa og aukakostnaðar við Sigölduvirkjun. Við- ræðurnar fóru fram i Zurich i Sviss, á skrif- stofu ráðunauts Lands- virkjunar, Electrowatt Engineering Services. Ekkert samkomulag náöist á þessum fundi, en aöilar hyggjast halda viöræðum áfram með það fyrir augum að ná samkomulagi, annað hvort um kröfurnar i heild eða hluta þeirra. Ef samkomulag yrði gert um hluta þeirra er gert ráð fyrir að um þær verði að öðru leyti fjallað i gerðadómi. Hins vegar ber verulega mikið á milli aðilaiþessu máli, en meðan ekki er séð fyrir endann á þessari deilu er ekki unnt að segja opinberlega frá gangi mála, eða gefa upp nákvæma upphæð krafna, að sögn Halldórs Jónatanssonar hjá Landsvirkjun i gær. Halldór tók þátt i viðræðunum I Zurich ásamt tveim öðrum fulltrúum Lands- virkjunar. Landsvirkjun og Energoprojekt hafa þegar skipað menn i gerðar- dóm, prófessor Slavko Stojkovic á þar sæti fyrir hönd Energo- projekt, en Magnús Thoroddsen borgardómari fyrir hönd Lands- virkjunar. Þess hefur verið farið á leit við Hæstarétt Islands að hann skipi oddamann geröar- dómsins. Næsti viðræðufundur Lands- virkjunar og Energoprojekt mun fara fram hér á landi eftir tvær vikur. —hm TVEIR í GÆZLU- VARÐHALD Siðdegis á mánudag úrskurðaði Fikniefna- dómstóllinn tvo menn i allt að þrjátiu daga gæzluvarðhald vegna rannsóknar á enn einu fikniefnamáli. Er Alþýðublaðið ræddi við Arnar Guðmundsson, fulltrúavið Fikniefna- dómstólinn i gær sagðist hann ekki geta skýrt nánar frá máli þessu, enda væri það á algjöru byrjunarstigi. I dag sitja þvi fjórir menn i gæzluvarðhaldi vegna aðildar að þremur fikniefnamálum sem Fikniefnadómstóllinn hefur nú til meðferðar. Raforkumál Norðlendinga Byggðalínu hraðað Þar sem það þykir nú nokkuð augljóst að Krafia verður ekki sú orkulind fyrir Norður- land sem fyrirhugað var, að minnsta kosti ekki i bráð, hafa farið fram viðræður um það, hvernig bjarga megi þessum málum á komandi mánuðum og árum. Hjá Rafmagnsveitum ríkis- sins hafa farið fram umræður um aö hraða lagningu byggðarlfnunnar fyrir Hval- fjörð að Vatnshömrum i Borgarfirði, en þar er suður- endi byggðalinunnar nú. Lagning linunnar frá Geithálsi að Grundartanga er i höndum Landsvirkjunar, en RARIK mun sjá úm bútinn frá Grundartanga að Vatnshömr- um. Að sögn Kristjáns Jónssonar hjá RARIK er línan frá Grundartanga að Vatns- hömrum á framkvæmdaáætl- uninni fyrir næsta ár, en möguleikar fyrir að flýta lagningu hennar eru þó fyrir hendi. Sagði hann að ef henni yrði flýtt um ár, eins og til umræðu hefði verið, myndi það kosta um 150 milljónir króna. Það hefði hins vegar f för með sér að rafmagn kæm- ist norður á land, fyrr en ella. —hm Grjótjötunsmálið til Sakadóms Rikissaksóknari hefur nýverið stefnt Grjót- jötunsmálinu svokallaða til dómsmeðferðar við sakadóm Reykjavikur. Var málið afgreitt frá saksóknara siðastliðinn föstudag og barst það sakadómi siðdegis á mánudag. Er Alþýöublaöiö ræddi við Halldór Þorbjörnsson yfirsaka- dómara I gær, staðfesti hann að málið hefði borizt þangað, en sagöist ekki hafa komizt til að kynna sér það efnislega. Þar eð blaðinu tókst ekki að ná tali af Þórði Björnssyni rikissak- sóknara i gær, er þvi ekki kunn- ugt um hvaða ákæruatriöi eru til- greind i ákæruskjali hans. Það var upphaflega að beiðni Seðlabankans að rfkissaksóknari krafðist þess, að sakadómur rannsakaði hvort framin hefðu verið gjaldeyrislagabrot er sand- dæluskipið Grjótjötunn var á sin- um tfma keypt til landsins frá Noregi. I byrjun ágúst lauk rannsókn sakadóms og var málið þá sent rikissaksóknara. Sfðar i sama mánuði óskaöi ríkissaksóknari eftir framhaldsrannsókn og lauk þeirri rannsókn f byrjun nóvem- ber og hefur hann sem fyrr segir nú ákveðið að höfðað skuli mál. —GEK MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1977 alþýðu blaðið Tekið eftir: Að forstjóri Sölunefndar varnarliðs- eigna hefur verið beðinn að gegna starfinu áfram um óákveðinn tima. Astæðan mun vera sú, að svo margir góðir Framsóknarmenn sóttu um stöðuna að erfitt er að gera upp á milli þeirra, án þess að stofna til innbyrðis deilna, og við þvi má Framsóknarflokkurinn sizt af öllu. o Frétt: Að Stefán Valgeirsson, alþingis- maður.hafi tekið sig til og „ort” heilmikinn bálk um _ dómsmálin og „rógsiðju” ýmissa manna. Bálkurinn hefst á orðunum: „Þér farisear!” Ein visan er á þessa leið: Lögreglumenn, sem i fjölmiöla fara með flest sem þeir halda, en vita þó ekki iafbrotamálum þá ættiaðspara erlendismunu þeir settir i hlekki. Þá vitum við það! o Lesið: 1 Frjálsri verzlun: „Reynt er eftir megni að hafa stjórn á opinberum útgjöldum og eftirlit með rekstri einstakra stofnana rikisins hefur verið hert. Nýlega bitnaði þetta á Vegagerðinni, sem hefur haft i hyggju að kaupa sér tölvu vegna verkefna sinna. Svo vildi nefnilega til að Háskólinn var um sama leyti búinn að auka tölvukost sinn m.a. vegna þess, að hann ætlaöi að annast tölvuútreikninga fyrir Vegagerðina.” o Til athugunar: Fyrir Framsóknarmenn, sem hneykslast á svokallaðri „gulripressu”, og nefna þá Dagblaðið Visi og Alþýöu- blaðið, að þeir ættu að lesa grein eftir Jón nokkurn Sigurðsson, pólitiskan ferðamann, i Tímanum i fyrradag. Annar eins sóða- skapur á islenzkum ritvelli hefur ekki sézt i fjöldamörg ár. Allir eru sammála um, að ritsmið Jóns þessa verði lengi i minnum höfð og not- uð sem dæmi um mistök ritstjóra að lita ekki getur eftir efni blaðs sins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.