Alþýðublaðið - 02.02.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.02.1977, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 2. febrúar 1977 ffi£- Agúst Pétursson, lagasmiöur þenur nikkuna meöan Þorvaldur Þorvaidsson, stjórnandi Þorrablótsins syngur fullum hálsi Internationalinn. Hún Dórótea Erlendsdóttir er himin-lifandi meO bingó vinninginn. Bragi Nielsson læknir stjórnar bingói, en Hallbera Leósdóttir fylgist meö þvl aO allt fari rétt fram og ekkert svindl. Svala tvarsdóttir og Rannveig Edda Hálfdánardóttir skemmtu blótgestum meO söng og gitarleik. Á ÞORRABLÓTI HJÁ KRÖTUM Á AK Blaöamaöur Alþýöublaösins skrapp upp á Skaga um siöustu helgi og tók þar þátt i Þorrablóti, sem Alþýöuflokks- menn staöarins efndu til i sam- komuhúsi sinu, Félagsheimilinu Röst. Þetta er mjög vistlegur staöur og aöiaöandi, sem Alþýöu- flokksmenn hafa komiö sér upp á Akranesi. Andinn og stemn- ingin i þessari blótveizlu var lika eins góöur og bezt gerist, enda skemmtu menn sér kon- unglega viö dans, ýmisskonr skemmtiatriði og gleöskap. dansi lék sá ágæti tónsmiður og harmonikuieikari Agúst Péturs- son. Hér verður ekki frekar rætt um þá mörgu ágætu skemmti- krafta og stjórnendur, sem þarna lögðu sitt af mörkum til að gera þessa kvöldstund jafn ágæta og eftirminnilega, sem raun varð á. Og svo var þaö maturinn. Maður talar nú ekki um þaö, enda voru flestir sam- mála um, að betri Þorramatur hefði ekki áður verið á borðum þeirra. Nú, það var ekki meiningin að blaðamaðurinn væri þarna að- eins til að skemmta sér og kýla vömbina af gómsúrum þorra- mat. Það var þvi ekki annað að gera en að reyna aö draga ein- hverja pólitikusa inn á skrifstof- una og fá þá til að tala. Þetta reyndist nú ekki eins auðvelt og menn skyldu halda, enda voru allir komnir I hátiða- skap og þvi minna gefnir fyrir alvarlegar hugleiðingar um vandamál þjóðarinnar og kaup- staðarins. Annar tveggja bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins var þarna á spani um gólfið. Þetta var Rik- harður Jónsson, sá hinn nafn- frægi knattspyrnumaður Akur- nesinga. Eftir að blaðamanni hafði tekizt að króa hann af i vinstra horni og fá hann siðan með sér inn á skrifstofuna, fór útlitið strax heldur að batna. Rikharður Jónsson hef- ur brennandi áhuga á bæjarmálunum. Blm.: „Hvað segirðu um bæjarmálin Rikharður?” RJ.: ,,Það er mjög mikið búið að gera undanfarið. Framvinda mála, það sem af er þessu kjör- timabili, hefur verið mjög i þá átt, sem við Alþýðuflokksmenn höfum stefnt að, og viljum að nái fram að ganga.” Blm.: „Hvaða málaflokkar eru helzt i sviðsljósinu hjá ykk- ur?” RJ.: „Persónulega hafa iþróttamálin og æskulýðsstarf- ið alltaf verið efst i minum huga. Þessi mál hafa þvi miður ekki alltaf gengið eins vel og skyldi. Bygging iþróttahússins var illa skipulögð algert áfanga- leysi i 10 ár án markandi spora. A þessu hefur oröið mikil breyting og við höfum gert verulegt átak, eiginlega bylt- ingu með tilkomu nýja iþrótta- hússins. Svo eru það heilbrigðismálin. Þorvaldur Þorvaldsson for- maður Alþýðuflokksfélagsins stjórnaði Þorrablótinu af mikl- um skörungsskáp, en fyrir LMeö þorramatnum þykir viö hæfi aö drekka brennivln. Ólafur Arnórsson I lúgunni. Þetta er mikill og vandasamur málaflokkur. Gert hafði verið ráð fyrir að byggingu sjúkra- hússins lyki fyrir 1970. Staðan þá var hinsvegar sú, að sjúkra- húsið var rétt fokhelt. Siðan hafa þessi mál þróast á þann veg, að við höfum nú á hverju ári tekið i notkun stóra áfanga. Lyflækningadeildin, með 30 rúm, var tekin i notkun nú fyrir áramótin. Þá er stefnt aö þvi að ljúka Skurðlæknisdeild á þessu ári. Málefni aldraðra hafa einnig veriöstðrt mál hérna hjá okkur. Dvalarheimili aldraðra verður væntanlega tekið i notkun fyrir næstu áramót, en alls munu um 40 miljónir fara i Dvalarheimil- ið á þessu ári. í gatnagerðarmálum hefur verulegur áfangi náðst á hverju ári við lagningu varanlegs slit- lags og nýrra gatna. Um 70 milljónir fara i lagningu gatna með varanlegu slitlagi á þessu ári. Þá má nefna að lokum áætlun um byggingu leiguibúða. Þar er áreiðanlega um að ræða stórt hagsmunamál fyrir bæjarbúa, sem á eftir að vaxa á næstu ár- um.” Rlkaröur Jónsson, bæjarfulltrúi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.