Alþýðublaðið - 02.02.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.02.1977, Blaðsíða 2
2 STJORNMAL Miðvikudagur 2. febrúar 1977 biaófö alþýöu- Útgefaadi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Árni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aösetur ritstjórnar er í Síöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Áskriftarverö: 1100 krónur á mánuöi og 60 krónur i lausasölu. Orkulindirnar eiga að vera sameign þjððarinnar i framhaldi af þeim miklu umræðum, sem orðið hafa að undanförnu um stóriðjumál, hefur flokksstjórn Alþýðu- flokksins fjallað sérstak- lega um þau á tveimur f undum. í ályktun flokks- st jórnarinnar segir meðal annars, að stefnt skuli að því, að uppbygg- ing orkufreks iðnaðar verði í íslenzkum hönd- um. Stofna þurfi íslenzk fyrirtæki, sem geti staðið að slíkum framkvæmd- um, án samvinnu við erlenda aðila og er bent á fordæmi Norðmanna í þessum efnum. Alþýðu- flokkurinn ítrekar þá stefnu sína, að reynist óhjákvæmilegt að semja við erlenda aðila á þessu sviði, skuli hver samning- ur koma til sérstakrar ákvörðunar Alþingis. Er- lend eignaraðild að orku- verum komi þó aldrei til greina. Orkulind er ekki auð- lind fyrr en hún er nýtt, og svo þarf að kveða á í löggjöf þjóðarinnar, að ótvírætt sé að orkulindir landsins séu sameign þjóðarinnar allrar, en ekki háðar eignarrétti einstaklinga. Benda má á, að með notkun þeirra orkulinda þjóðarinnar sem ekki eyðast, er jafn- framt að nokkru létt af jarðarbúum þeirra ógn, sem þeim stafar af fleiri kjarnorkuverum. Flokksstjórn Alþýðu- flokksins átelur vinnu- brögð núverandi ríkis- stjórnar í virkjunarmál- um, þar sem skipulagn- ingu er áfátt, eins og dæmin sanna. Sérstak- lega á þetta við um Kröfluvirkjun, en þar hafa þjóðinni verið bundnir baggar með vinnubrögðum, sem fyrirsjáanlega hlutu að leiða til öngþveitis, enda virkjunin gerð að mark- miði í sjálf ri sér, án tillits til annarra valkosta og án tengsla við aðrar fram- kvæmdir i orkumálum. Virkjunarf ramkvæmd- ir má ekki slíta úr tengsl- um við atvinnu- og byggðaþróun í landinu. Raunhæf stefna í orku- málum verður ekki mót- uð án þess að samhliða sé tekin afstaða til orku- freks iðnaðar og stað- setningu slíkra fyrir- tækja í landinu. Þegar þarf að gera úttekt á hin- um ýmsu greinum orku- freks iðnaðar frá félags- legu, umhverfislegu og fjárhagslegu sjónarmiði. Síðan verði stuðzt við niðurstöður hennar, þeg- ar stefna í málum orku- freks iðnaðar er ákveðin, bæði hvað snertir val iðn- greina og staðarval. Endurskipulagning raforkuiðnaðarins þolir ekki frekari bið. Það er skoðun Alþýðuf lokksins að öll hin stærri orkuver, tengilínur þeirra og stofnlínur raforku- og jarðvarmadreifing verði á vegum dreifiveitna kaupstaða og héraða. Á vegum ríkisins þarf að gera grundvallarrann- sóknir á orkulindum landsins og á orkubúskap þjóðarinnar með það fyrir augum, aðstuðla að góðri skipulagningu á að- gerðum og framkvæmd- um á sviði orkumála, og skapa grundvöll undir þá heilsteyptu orkumála- stefnu, sem Alþingi og ríkisstjórn þurfa að móta á hverjum tima. —ÁG Ályktun flokksstjórnar Alþýðuflokksins um orkumál: Uppbygging orkufreks iðnaðar í íslenzkum höndum ★ Orkulindir verða ekki vel nýttar án orkufreks iðnaðar ★ Stórvirkjanir verða að tryggja þjóðinni lægra rafmagnsverð ★ Endurskipulagning raforku- kerfisins þolir ekki bið Flokksstjórn Alþýöuflokksins hefur nýlega fjallað ftarlega um orkumál og orkufrekan iönaö á tveim fundum. 1 lok umræönanna var gerð eftirfarandi ályktun um þau mál: Flokksstjórn Alþýöuflokksins ályktar aö stefna beri aö hagnýt- ingu orkulinda landsins til upp- byggingar atvinnuvega fyrir vax- andi þjóö. Flokksstjórnin itrekar af gefnu tilefni þau sannindi, aö orkulind er ekki auölind fyrr en hún er nýtt, og telur að kveða þurfi svo á i löggjöf þjóöarinnar aö ótvirætt sé, aö orkulindir landsins séu sameign þjóöarinnar allrar, en ekki háöar eignarrétti einstaklinga. bá bendir flokks- stjórnin á að meö notkun þeirra orkulinda þjóðarinnar, sem ekki eyöast, er jafnframt aö nokkru létt af jarðarbúum þeirri ógn, sem þeim stafar af fleiri kjarn- orkuverurri. Flokksstjórnin átelur vinnu- brögö núverandi rikisstjórnar i virkjunarmálum, þar sem skipu- lagningu framkvæmda er áfátt eins og dæmin sanna. Sérstaklega á þetta við um Kröfluvirkjun, en þar hafa þjóöinni verið bundnir baggar meö vinnubrögöum, sem fyrirsjáanlega hlutu aö leiöa til öngþveitis, enda virkjunin gerö aðmarkmiöi isjálfrisér án tillits tilannarra valkosta og án tengsla viö aörar framkvæmdir i orku- málum. Flokksstjórnin telur að virkjunarframkvæmdir megi ekki slita úr tengslum við atvinnu- og byggöaþróun i land- inu og að framkvæmdunum beri að haga þannig, aö þær falli sem bezt aö þörfum markaöarins hverju sinni. 1 þvi sambandi verður aö hafa i huga aö orkulind- ir landsins veröa ekki nýttar nema aö óverulegu leyti án til- komu orkufreks iðnaðar, jafn- framtþvisem orkufrekur iðnaöur gerir kleift aö ráöast I hagkvæm- ar stórvirkjanir, sem tryggja landsmönnum lægra orkuverö. Raunhæf stefna i orkumálum verður þvi ekki mótuð án þess aö samhliöa sé tekin afstaða til orkufreks iðnaöar og staösetning- ar slikra fyrirtækja I landinu. Flokksstjórnin telur aö þegar þurfi aö gera úttekt á hinum ýmsu greinum orkufreks iðnaðar frá félagslegu, umhverfislegu og fjárhagslegu sjónarmiði og siöan veröi stuðzt viö niöurstööur henn- ar þegar stefnan i málum orku- freks iönaöar er ákveöin, bæöi hvaö snertir val iöngreina og staðarval. Flokksstjórnin telur aö staðar- val og hraði uppbyggingar i orku- frekum iönaöi og virkjunarfram- kvæmdum eigi að ráðast af efna- hagslegum og atvinnulegum sjónarmiðum, þannig aö hluti vinnuaflsaukningar fái atvinnu við ný iðjuver og virkjunarfram- kvæmdir, og gætt sé á hverjum tima atvinnujafnvægis I landinu og einstökum byggðarlögum. t orkumálum verður einnig aö hafa i huga, að náttúra landsins er Islendingum mikils virði og Islendingar hafa ráð á þvi að skeröa nokkuö virkjunar- og stór- ijðjumöguleika sina til þess að forðast náttúruspjöll. Stefnt verði að þvi, aö uppbygg- ing orkufreks iðnaðar verði á islenzkum höndum. Stofna þarf islenzkt fyrirtæki, sem getur staðiö áö slikum framkvæmdum án samvinnu við erlenda aðila og skal bent á fordæmi Norðmanna i þeim efnum. Alþýöuflokkurinn itrekar þá stefnu sina, að reynist óhjákvæmilegt að semja viö erlenda aöila á þessu sviöi, skuli hver samningur koma til sér- stakrar ákvöröunar Alþingis. Erlend eignaraðild aö orkuverum kemur þó aldrei til greina. Flokksstjórnin telur aö endur- skipulagning raforkuiðnaöarins þoli ekki frekari bið. Þaö er skoð un Alþýöufloksins að öll hin stærri orkuver, tengilinur þeirra og stofnlinurraforkukerfisinseigi aö vera á hendi eins aðila, en raf- orku- og jarðvarmadreifing veröi á vegum dreifiveitna kaupstaöa oghéraöa. A vegum rikisins veröi framkvæmdar grundvallarrann- sóknir á orkulindum landsins og á orkubúskap þjóöarinnar meö þaö fyrir augum aö stuöla aö góðri skipulagningu á aögeröum og framkvæmdum á sviöi orkumála og skapa grundvöll undir þá heil- steyptu orkumálastefnu, sem Alþingi og rikisstjórn þurfa aö móta á hverjum tima. Sú stefnu- mörkun á aö ná til langtima- markmiða jafnt og nærtækra framkvæmda, þannig að heildar- stefnan sé ævinlega ljós. „Jóhanna” undanþegin herskyldu í Frakklandi Forstjóri sædýra- safnsins i Marineland i Frakklandi hefur ritað sendiráði islands i Paris og mótmælt fréttum i is- lenzkum fjölmiðlum um að háhyrningsveiðar safnsins á íslandi hafi verið gerðar i hernaðar- legum tilgangi. Bréf forstjórans er dagsett 13. desember 1976 og er stílað til sendiherra íslands i Paris. Það er svo- hljóðandi: „Okkur voru aö berast fréttir um að háhyrningsveiða- leiöangurinn sem hefur vakið mikinn áhuga i Evrópu hafi ný- lega verið geröur að umtalsefni i islenzkum blöðum og útvarpi og sennilega hafi þar verið túlkaðar rangar upplýsingar. Viö fullvissum yöur um aö leiðangur þessi hefur ekki fengib neinskonar stuðning frá hernaðarmálaráöuneytinu og að sædýrasafn Antibes á eingöngu frumkvæðið að honum en það hef- ur þegar farið i nokkra svipa á leiðangra, vegna veiöa á höfrung- um af ýmsum tegundum. Marineland vinnur með borgaralegum félögum eins og Náttúrugripasafninu eða Rann- sóknarstofunni i heyrnarlifeðlis- fræði, en engin beiðni varðandi dýrin hefur verið gerö af franska hernum. Hvorki Marineland né franski herinn hafa i hyggju aö nota há- hyrningana i hernaðarlegum til- gangi og við æskjum þess ein- dregið að tilkynningu verði komið á framfæri viö sömu aðila sem geröu þetta aö umtalsefni, þar sem bornar eru tilbaka þessar al- gjörlega tilhæfulausu fréttir. S.l. þrjú ár hafa myndast sterk vináttubönd með vinnuhópum frá Marineland og islenzkum sjó- mönnum, sem við vonum að hald- ist lengi og við óttumst aö þessar röngu fréttir komi óoröi á okkur meðal þeirra. Viröingarfyllst, R. de la Poype.” —ARH UTIVISTARFERÐIP Föstudag 4/2. kl. 20. Ilaukadaiur, Bjarnarfell, Brúarhlöð, Gullfoss sem nú er i miklum klakahjúp. Gist við Geysi, sundlaug. Fararstj. Jón I. Bjarnason. Ferseölar á skrifst. Lækjarg. 6, simi 14606. SKIPAUTGCRB RIKISINS m/s Esja fer frá Reykjavik þriðjudaginn 8. þ.m. vestur um land i hringferð. Vörumóttaka: fimmtudag, föstudag og til hádegis á mánudag til Vestfjarðahafna, Norðurfjarðar, Siglu- fjarðar, ólafsfjarðar, Akureyrar, Húsavik- ur, Raufarhafnar, Þórshafnar og Vopna- fjarðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.