Alþýðublaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 2
2 STJÓRNMÁL alþýAu- Miðvikudagur 2. marz 1977 biadió Ctgefaadi: Alþýbuflokkurinn. • Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson.' Aösetur ritstjórnar er i Síöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuöi og 60 krónur I lausasöiu. Þegar hið sanna eðli Morg- unblaðsins kemur í ljós Kjaramálaráðstef na Alþýðusambands íslands hef ur sent f rá sér ályktun og greinargerð um efna- hagsmál. Svo sem vitað var f yrirf ram, er nú þung hreyfing meðal launþega, sérstaklega hinna lægst launuðu, um verulegar kauphækkanir, og kemur þetta fram í ályktun ráð- stef nunnar. Jaf nf ramt er bent á margvíslegar leið- ir, sem gætu stutt að því, að efnahagskerf ið veiti slíkar kauphækkanir, án þess aðjara úr skorðum. Það er ekki góðs viti, að Morgunblaðið skuli hafa snúizt til harðvítugrar andstöðu gegn þessum tillögum þegar á frum- stigi, fordæmt sumar með alkunnum hleypi- dómum, en grafið undan öðrum og snúið út úr þeim.Ef þessi harða og neikvæða afstaða blaðs- ins ber vott um viðhorf ríkisstjórnarinnar, eru það sannarlega skugga- leg tíðindi fyrir þjóðina, því sjaldan hefur verið meiri þörf á að ganga fordómalaust og af gætni til stórsamninga og ein- mitt nú, og sjaldan hefur ábyrgð ríkisvaldsins í þeim efnum verið meiri. Morgunblaðið ætti því að halda aftur af atvinnu- rekenda- og íhaldspólitík sinni og taka upp ábyrg- ari skrif, ef það vill sfuðla að friðsamlegri lausn kjaramálanna, og hjálpa til að koma í veg fyrir átök eða jafnvel verkföll, sem vel geta orðið ef harkan og of- stækið ráða rtkjum og ríkisstjórnin tekur sér stöðu við hlið atvinnurek- enda frá byrjun. Fyrir nokkrum vikum gaf OECD, Efnahags- og f ramf arastof nunin í París, út árlega skýrslu sina um afkomu islend- inga, eins og sú stofnun gerir um allar aðildar- þjóðir sínar. Þar kemur fram, að OECD telur ís- lenzku verkalýðshreyf- inguna hafa sýnt hófsemi og ábyrgð á undanförn- um árum í samningagerð allri, og fær íslenzkur verkalýður þar góða ein- kunn. Hins vegar kemur f ram í skýrslunni, að ráð- stafanir ríkisstjórnarinn- ar, gengislækkanir, skatta- og gjaldahækkan- ir og fleira, hafi undan- tekningalaust verið verð- bólguaukandi. Rikis- stjórnin er eins og á- fengissjúklingur, sem reynir að lækna vanliðan með því að rétta sig af með meira áfengi — hún hefur mætt verðbólgu- vanda með ráðstöfunum, sem beinlinis auka sjálfa verðbólguna.OECD segir að ráðstafanir ríkisins til að hafa hemil á eftir- spurn hafi verið mjög óf ullkomnar, svo að aftur sé vitnað í skýrsluna. Þegar þess er minnzt, sem OECD viðurkennir, að verkalýðssamtökin hafa verið ábyrg og hóg- vær í samningum undan- farin ár, en ríkisvaldið hefur aukið verðbólguna til að draga úr eftirspurn, þarf engan að undra þótt þolinmæði þeirra laun- þega, sem minnst fá, sé á þrotum. Við þetta bætist að í þjóðfélagi okkar hafa sumir einstaklingar og hópar getað mokað inn fé og grætt á verðbólgunni, og ekki bætir úr skák fyr- ir láglaunafólk að horfa upp á það — og skattsvik- in í þokkabót. Morgunblaðið boðar miskunnarlaust, að draga beri verulega úr þeim hluta þjóðarteknanna, sem fer um hendur hins opinbera, og reynir að snúa út úr samþykktum kjaramálaráðstefnu ASÍ til að draga hana í lið með sér. Það er Ijót iðja, því sannarlega vakir ekki hið sama fyrir þessum tveimur aðilum. Morgunblaðið er nú hætt að dylja þá stefnu sína, að samdráttur í um- svifum ríkissjóðs eigi að koma fram á almanna- tryggingum, heilbrigðis- þjónustu og skólakerf inu, sem eru stærstu útgjalda- liðir ríkisins. Enda þótt heilbrigð endurskoðun á þessum kerfum, til að koma í veg fyrir misnotk- un, sé sjálfsögð, er sýni- legt að Morgunblaðið stefnir að samdrætti á þessum sviðum. Það á að minnka hlut þeirra gam- almenna, öryrkja og ann- arra, sem njóta trygging- anna, og draga úr heil- brigðisþjónustunni, — annað geta orð blaðsins ekki þýtt. Um þetta segir AS(, að engar ráðstafanir megi bitna á almennri, félagslegri þjónustu, og er sú stefna skýr. Þar að auki er rétt að athuga, að með sam- drætti ríkisins, og þá væntanlega skattalækk- unum (sem lítið ber á enn) mundi láglaunafólk- ið, sem greiðir litla sem enga skatta, ekki fá meira fé til ráðstöfunar, þótt félagsleg þjónusta sé skert, eins og Morgun- blaðið vill. Það verður hátekjufólkið, sem fær meira fé í hendur við minnkandi umsvif ríkis- sjóðs, éf kenningar Morg- unblaðsins ná fram að ganga. Fjárfesting hefur verið skipulagslaus og langt umfram nauðsyn í mörg- um greinum undanfarin ár, enda miklu stærri hluta þjóðartekna varið til f járfestingar, en talið er nauðsynlegt í öðrum löndum. í þessum efnum mundi skynsamleg stefna geta bætt hag launþega. Hvað ríkissjóð snertir má benda á, að á f járlögum eru ekki aðeins framlög til ríkisfram- kvæmda, heldur og risa- stórar upphæðir, er renna i sjóði, sem síðan lána til hverskonar aðila í efna- hagskerfinu. Það er vafasamt, að nauðsyn- legt sé að nota á þennan hátt skattfé almennings til útlána í fjárfestingu, en eðlilegra væri að spariféstæði undir henni. Vaxtamálin eru að sjálfsögðu tvíeggjuð, enda nátengd hinu al- menna efnahagsöng- þveiti. Hins vegar er það staðreynd, að fyrirtæki greiða gífurlegar fúlgur í vexti og gætu hækkað laun, ef unnt væri að létta þeim Vaxtabyrðina. Það gengur ekki til lengdar, að atvinnurekstur greiði slíka þrælavexti sem hér tíðkast. Því miður hefur fram- leiðni íslenzkra atvinnu- vega um árabil farið minnkandi og það hefur verið látið bitna á laun- um, sem dregizt hafa aft- ur úr því, sem gerist í grannlöndunum. Orsak- irnar eru margar/ óhag- kvæm fjárfesting, minnkandi afli sem sístækkandi floti skiptir á milli sín, óstjórn og verð- bólga. Þessari þróun verður að snúa við og þar verður að hugsa um laun fólksins f ramar öllu öðru, því að tilgangur atvinnu- veganna er að brauðfæða þjóðina en ekki að raka saman gróða fyrir vildar- vini Morgunblaðsins. B.Gr. 24 MORGUNBÍl Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavfk. FramK vœmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjorn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Höfnum kröfu ASÍ um höft ls\ kau ingíj o.s.f biliðl kennu meginl ur alls i Nú v* ustu mi.t almennij urlítii ur KJ þýðusambands Islands hefur lokið störfuj sett fram. kannast áreiðanlega við, að innflutningsh| stuðlað að svo virðist sem al- samstaða hafi orðið um öana i miðstjórn Alþýðu- sambandsins og á kjaramála- á tið vTnsln stórlega stjórnar. En það fer ekki á milli mála. njárðar króna með lækkun söluskatts. afnámi sjúkragjalds og laékkun vóru- gjalds. og telur, að á þann hátt r Efnahagsstefna ASI par sem sæti að hér mælir kjaramálaráð- megi ,J*ka Zga^ ■2— ólikustu stefna Alþýðusambandsins um ™ d að með því. að við drögum svo ur væntanlega vts Lu okkar. að hún verð, ASI v,l|, draga urriji^^ , með og minnkaJ ríkiscl um 5C ríkissjóðl kennileg( orðinu létt verðl atvinnuj hann gja'í au EIN- DALKURINN Sigarettureykingar og þáttur kaupmanna, stórra og smárra Sfgarettureykingar hafa mikiö veriö til umræBu siBustu mánuBi. Þar hefur mesta athygli vakiB hve miklum og góBum árangri unga fólkiB hefur náB. Þetta er betri hliBin á málinu. — Hin hliBin er auglýsingaherferB sigarettu- innflytjenda og undirtektir all- margra kaupmanna. Störkaupmenn og verzlunar- eigendur hafa boriB þvl fyrir sig, aB auglýsingarnar séu þáttur I frjálsri verzlun. I þessum efnum er sitthvaB sósa eBa kjöt. ÞaB getur varla veriB sómi frjálsrar verzlunar aB auglýsa varning sem sannaB er meB áratuga vfsindalegum rannsóknum, aB veldur bæBi krabbameini og hjartasjúkdómum, auk annarrar óhollustu. AuBvitaB ættu kaupmenn aB koma til liBs viB heilbrigBisyfir- völd og áhugamenn og reyna aB stuBla aB minnkandi sigarettu- notkun. Þeirra sómi yrBi liklega mestur, ef þeir hættu algjörlega aB selja sigarettur. Þar meB legBu þeir verulegan skerf af mörkum í baráttu gegn þeim sjúkdómum, sem nú deyöa fleiri karla og konur en nokkrir aBrir. Rétt er aö þaö komi skýrt fram, aB fjölmargir kaupmenn hafa ýmist neitaB aö auglýsa slgarett- ur I verzlunum sinum, eöa tekiö auglýsingaspjöld niöur, þegar þess hefur veriö óskaö. Nokkrir berja þó hausnum viö steininn. Þeim mönnum ætti aö bjóöa aö vera viö uppskurö á krabba- meinssjúklingi eBa dveljast dag- langt á VifilsstöBum og fylgjast meB lungnaþembu-sjúklingi. — Varla eru menn svo harösvfraBir, aB eftrir slika heimsókn láti þeir viöskiptin ganga fyrir skynsem- inni. Annars er sannleikurinn sá, aö framkoma sumra manna í þessu auglýsingamáli er slik aö þaö hlýtur aö vekja andúB eBa fyrir- litningu allra hugsandi manna, hvort sem þeir reykja eöa ekki. Viöskiptahagsmunir eru látnir ganga fyrir heilsu manna, og þeg- ar gagnrýni er borinn fram er svariB ávallt hiB sama: þetta er þjónusta og þaö er hver maöur frjáls aö því hvort hann reykir eBa ekki, hvort hann fær sér síga- rettupakka eöa ekki. En spurningin fjallar alls ekki um þetta atriöi. Hún er um heilsufar heillar þjóBar. Hún snýst um óþarfan fjáraustur og mikla gjaldeyriseyöslu. Hún snýst um hundruB milljóna króna, sem variö er til lækninga og greiöslu vistar I sjúkrahúsum. Spurningin er um mengun lofts og tillitsleysi viö þá, sem ekki reykja. Spurningin er um lif og dauöa: hvorteinstaklingur lifir 10 árum lengur eöa skemur. Svo al- varlegt er máliö. ÞaB er þvi ekki bara ljótur leik- ur, heldur ætti þaB aö varöa viö lög, aö hvetja unga og aldna til aö reykja. Flestar auglýsinganna höföa til ungs fólks. Birtar eru glæsimyndir af bráBfallegu fólki I fögru umhverfi. Þaö lætur sér ýmislegtum munn fara, sem gæti náö eyrum ungs fólks. Jafnvel eru notaöar myndir af Iþróttamönn- um og ýmsum hetjum hversdags- lifsins. Allt veröur þetta fólk þó fremur aumkunarvert, og væri gaman aö sjá framan i þaö eftir aö hafa hlaupiö upp sjö hæBir I blokk. Liklega væri mesti glans- inn af þvi. HvaB sem þessu lföur hljóta all- ir aö fordæma framkomu ýmissa fulltrúa verzlunarinnar i þessu máli. íslenzk verzlun hefur á und- anförnum árum aukiö viröingu sina meBal alls almennings. Hætt er aö lita á kaupmenn sem blóö- sugur, er leggjast á varnarlausa alþýBu. SÍgarettumáliB gæti gert aö engu baráttu kaupmanna- stéttarinnar fyrir meiri skilningi á hagsmunum hennar. ÞaB skilur enginn, aö sigarettusala geti ver- iB einn af hyrningarsteinum hennar. A.m.k. hefur mikiö veriö kvartaö undan lágri álagningu á tóbak.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.