Alþýðublaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 11
blatt*1 Miðvikudagur 2. marz 1977 11 Víðivellir-nýtt dagvistun- arheimili í Hafnarfirði 1 fyrradag var formlega tekið I notkun nýtt barnaheimili i Hafnarfirði, og hlaut það nafniö „Víðivellir.” Stærð hússins er 873 fermetr- ar, en lóðarinnar 6270 fermetr- ar. Arkitektarnir Guðmundur Kr. Guðmundsson og ólafur Sigurðsson hönnuðu bygging- una, og reyndist byggingar- kostnaöur vera um 100 milljón- ir. Skiptist heimilið i fjórar deildir, vöggustofu og skrið- deild, tvær blandaðar almennar deildir og deild fyrir þroskaheft börn. Er gert ráð fyrir 18 manna starfsliði viö heimilið, sem rúm- ar 72-74 börn og hefur Þórelfur Jónsdóttir fóstra verið ráðin forstöðukona. Er heimilinu ætlað aö vera opið daglega frá kl. 7.30-18.30 alla virka daga, nema laugar- daga. Séra Bragi Benediktsson félagsmálastjóri Hafnarfjarðar sagði m.a, í ræðu sem hann hélt I tilefni opnunarinnar, aö þarna væri um að ræða mikinn og merkan áfanga i dagvistunar- málum í Hafnarfirði. Væri þetta fyrsta barnaheim- ilið sem bærinn starfrækti, en hann hefði i samvinnu viö verkakvennafélagið Framsókn rekið dagheimilið aö Hörðuvöll- um um áratuga skeið. Hvatamenn að byggingu barnaheimilisins hefðu verið Lionsmenn og konur i kven- félaginu Hringnum. Hefðu fyrr- nefndu aöilarnir lagt fram i fjárhæöir f þágu málefnisins, en kvenfélagskonur lagt til leik- föng, svo og mikla vinnu. Þá heföu fulltrúar i félags- málaráði unnið mikið starf til aö kynna sér starfsemi fyrir þroskaheft börn, og meðal ann- ars farið viöa í þeim tilgangi. Kvaðs séra Bragi kunna ofan- greindum aðilum, svo og arki- tektum, verktaka, Sveinbirni Sigurðssyni og öllum öörum, er lögöu hönd á plóginn, beztu þakkir fyrir vel unnin störf. Sjöfn Magnúsdóttir formaöur Kvenfélagsins Hringsins afhenti barnaheimilinu leiktæki fyrir kr. 14.000, sem þrjár litlar telp- ur höfðu aflaö með hlutaveltu, og gefið til Hringsins. Kvaðs hún vilja þakka bæjarstjórn Hafnarfjaröar fyrir veittan stuðning viö dagvistunarmál, svo og öllum öðrum, sem unnið hefðu að barnaheimilinu. jss Stærsti leiksalur barnaheimilisins var bjartur og rúmgóður. Meöfram veggjunum eru básar, og þar má finna hin margvislegustu leikföng, svo sem „alvörueldavéi” og steypt ker, sem fylia má með vatni. Er ekki að efa, að yngstu borgararnir f Hafnarfirði eiga eftir að una hag sinum vel i þessari leikparadis. í HÚSI IÐNAÐARINS VIÐ INGÓLFSSTRÆTI F ramhaldssagan eftir JAN TEMPEST F órnar- lambið — Sama er mér! Hann er vin- gjarnlegur! — Eftirþvi sem Eva sagði mér er ég hræddur um, að vingjarn- leiki þess unga manns hafi ákveðinn,,tilgang”. Hann gæti vel beðið þig um að lána sér peninga, Drú, en þú skalt ekki lána honum krónu. — Hvers vegna talarðu svona illa um hann, Davið? Mér hefði hundleiðst i gær, ef hann hefði ekki annast mig. Það vildi enginn annar dansa við mig, sagði hún og við lá að röddina brysti. — Einmitt! Einhverjar orsakir hljóta að vera fyrir þvi, að hann nennti aö daöra við þig, sagði Davið blátt áfram. — Attu við, að engan annan hafi langað til að dansa viö mig? — Elsku vina, hvernig helduröu að nokkurn langi til að dansa við stúlku, sem ekki kann aö dansa? Hann verður hlægilegur á þvi, sagði Davlð ólolinmóður. — Ég veit að það er ekki þér að kenna, og að þú hefur ekkert tækifæri fengiö til að skemmta þér, en það minnsta sem þú getur gert núna er að flýta þér aö læra allt, sem Chepneys geta kennt þér. — Ó.Davið! Tárinkomu fram i augu Drúsillu. — Við höfum alltaf verið svo góðir vinir og ég hlakkaöi svo til helgarinnar, en nú gerirðu ekki annað en finna að mér! — Faröu nú ekki aö væla! Hvað er eiginlega aö þér? — Mér liður illa! Ég vil ekki búa hjá Chepneys. Ég hata skemmtanir. Ég verð aldrei mik- ið fyrir þær. Drúsilla þerraöi augun með vasaklútnum sinum, en tárin héldu áfram að renna. í þrjú ár hafði hún lifaö i draumheimi, og nú haföi Davið eyðilagt hann. Hann elskaði hana ekki. Hann hafði aldrei elskað hana,aöeins litið á hana sem vin sinn. — Hættu þessu voli, krakka- flón! sagði Davið mynduglega. — Við erum ekki úti i skógi. Það glápa allir á þig. — Ég get ekki annað! Ég hélt, að þér þætti vænt um mig... — Mér þykir það lika! Hann klappaöi henni feimnislega á öxlina. — Ég ætlaöi ekki að særa tilfinningar þinar, stelpukjáni. Komdu nú! Komum heim og fáum okkur tesopa... Hann snérist á hæl og flautaöi á hundana. Drúsilla starði á hann gegnum tárin, en tómleikinn rikti i hjarta hennar. Hann hrukkaði ennið og óánægjudrættir voru um varirnar. Hann minnti ekki leng- ur á hinn heittelskaöa Davíð úr fyrra lffi hennar, heldur á kulda- legan ókunnan mann. Drúsilla kjökraöi. Þau höfðu aöeins verið úti i hálfa klukkustund, en Davfð vildi fara heim. — Klukkan er ekki orðin hálf fjögur, sagði hún dauf i dálkinn. — Það er ekki te fyrr en hálf fimm! — Sama er mér! Hann leit óþolinmæöislega á hana. — Ég vil ekki vera úti með þér skælandi. Fólk horfir á okkur. — Ég er hætt að gráta! — Það sjá allir, að þú hefur veriö aö gráta! Augun eru rauð- þrútin og nefið eldrautt. Hann gekk stórstigur í áttina að húsinu, og hann tók svo stór skref, að Drúsilla varð aö hlaupa við fót til að hafa við honum. — Þú hefur enga sjálfstjórn, kannt enga mannasiöi! sagði hann. — Ég get ekki imyndað mér, að Eva hagaði sér svona úti á götu. — Þú hefir ekki verið svona óvingjarnlegur við Evu! — Ég hef alls ekki verið óvin- gjarnlegur, bara sagt sannleik- ann! Eru vinir ekki til að segja manni til syndanna? Drúsilla fór aftur að gráta. Hún var viss um að þessi orð kæmu ekki frá brjósti Daviðs. Það haföi einhver talið honum trú um þetta, en hver? Auðvitaö Eva, en hvers vegna? Kannski tilaðhefna sin af þvi að Sebastian haföi dansað viö Drúsillu. Sebastian hafði álitiö það sjálfur, og hann þekkti Evu vist betur en Drúsilla. — Þetta er ósanngjarnt! sagði Drúsilla. — Ekki bað ég Sebastian um að dansa viö mig! — Um hvaö ertu eiginlega að tala? — Þess vegna sagði Eva þetta um mig við þig! Hún var abrýöi- söm vegna þess, að Sebastian dansaöi mest við mig! —' Afbrýðisöm við þig? Hún Eva? Vertu ekki svona mikill asni! — Það ersatt! Eva var ástfang- innaf Sebastian og er það kannski enn! Katrin sagði, að þau heföu verið næstum trúlofuð, áður en Maud frænka kom f veg fyrir það. — Ég trúi þvi ekki! Stúlka eins ogEva litur ekkiá slika slöttólfa. Hún getur valið úr, sagði Davíö með hrifningu sem Drúsillu fannst ónauösynleg. — Þú ert greinilega sjálf afbrýðisöm við hana, en þú ættir ekki að láta svona mikið á þvi bera. Hann hafði aldrei talað til hennar með þessum tónblæ fyrr og Drúsilla varð mállaus. Hún gat ekki sagt honum aö hún gréti ekki aðeins yfir vonbrigðum og særðum tilfinningum heldur lika út af brostnum draumi. Davið sagði ekki fleira, fyrr en þau komu aö innkeyrslunni. Hann leit ekki við Drúsiilu en hagaði sér eins og hann vildi að allir héldu, aö hann væri ekki meö henni. Hann opnaöi ekki einu sinni hliðiö fyrir hana, heldur fór sjálfur inn á undan. Svo sagði hann yfir öxl sér: Hlauptu upp og þvoðu þér áöur en fjölskyldan sér þig! Það er hryggðarmynd að sjá þig! — Ég.. ég fermeð hundana út I bilsskúr og inn um eldhúsdyrnar, sagði Drúsilla sljó. Davið kinkaði kolli og fór til aðaldyranna. Drúsilla kallaði titrandi á hundana og þeir eltu hana hlýðnir að bilskúrnum. Molly stökk upp um Drúsillu eins og til að biöja hana um aö læsa sig ekki inni. Bilskúrsdyrnar voru opnar og bill Sebastians stóð úti. Vélarhlifin var opin og Sebastian stóð álútur yfir vélinni. Drúsilla ætlaöi að fara, en Chu gelti ákaft að honum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.