Alþýðublaðið - 02.03.1977, Side 16

Alþýðublaðið - 02.03.1977, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977 Greiðslu- byrði raf- orkufyrir- tækja af lánum á næstu níu árum: Fram kom 1 máli Aöalsteins Guöjohnsens á þingi Sambands islenzkra rafveitna I Reykjavlk i gær, aö um siðustu áramót hvflduláná raforkufyrirtækjum i iandinu að upphæö rúmir 49 milljaröar króna. Þar meö eru talin lán Rafmagnsveitna ríkis- ins vegna Noröurlinu 1.730, Kröfluiinu 650 og Bessastaöaár- virkjunar 320 miiljónir. Aöalsteinn sagöi, aö ef litiö væri til ársins 1985, kæmi-i ljós, að lánagreiöslur (þ.e. afborgan- irog vextir) þegar tekinna lána væru mjög breytilegar eftir ár- um. Augljóst væri, aö greiöslum þessara lána yröi aö jafna út með einhverjum hætti, t.d. lengingu lána, að þvi marki, sem lánamarkaður á annaö borö leyfir. Greiöslubyröi raf- orkufyrirtækja af áhvilandi lán- um 1. janúar s.l. nam 59.250 milljónum króna. Lán vegna virkjunar við Hrauneyjafoss og flutningskerfis frá henni eru ekki meðtalin. Þá er kostnaöur vegna Austurlinu ekki heldur inni i þessari tölu. Til grundvallar þessum út- reikningi liggur niðurstaöa Orkuspárnefndar. Svo koma nauðsynleg- ar framkvæmdir.............. En hér er ekki öll sagan sögð, þvi eftir er að taka inn i heildar- myndina nauðsynlegar fram- kvæmdir á þeim nlu árum sem Aðveitustööin aö Vegamótum, Snæfellsnesi. hér um ræöir, eöa til ársins 1985. Samkvæmt þvi sem Aöalsteinn Guðjohnsen sagði á fundinum I gær, má ætla beinan fjár- festingarkostnað vegna fram- kvæmda til að „tryggja næga orku með hæfiiegum gæðum og öryggi”, 61.720 milljónir króna. Inn i þessa tölu eru ekki reikn- aðir vextir á byggingartfma. Um framtiöarstefnu I fjár- festingarmálum raforkufyrir- tækjanna, sagöi Aöalsteinn Guðjohnsen meöal annars: „Varðandi fjárfestingu raf- orkufyrirtækja i framtiöinni verður sérstaklega aö taka miö af breyttri stefnu I húshitunar- málum m.a. með tilkomu æ fleiri jarðvarmaveitna svo og hugmynda um fjarvarmaveit- ur, sem svo hafa verið nefndar. Einu nafni leyfi ég mér aö nefna veitur þessar hitaveitur, hvort sem orkugjafinn er jarövarmi eingöngu eöa eitthvert sam- bland jarðvarma, oliu og raf- magns.... Á allra siöustu árum hefur komið i ljós, aö jarðvarmi er nýtanlegur á mun fleiri stöö- um á landinu, en áöur var taliö. Það sætir talsverðri furöu, aö boranir eftir heitu vatni skuli ekki hafa verið stórefldar mun fyrr en raun varö á, svo mjög sem jarövarmaveitur lækka hitunarkostnaö. Þess i staö hef- ur verið lagt ofurkapp á beina rafhitun i húsum, sem seld er of lágu verði, og kallar á umfangs- miklar og dýrar framkvæmdir i dreifikerfi, ekki sizt hjá Rafmagnsveitum rikisins. Bein rafhitun krefst auk þess mikils varaafls i disilvélum. Eflaust heföi verið skynsamlegra aö leggja meiri áherzlu á raftúbu- hitun sem millibilslausn, þar til hugsanlegar jarðvarmi nýtt- ist.... Húsahitun er veigamikill þáttur I orkubúskap tslendinga og þvi ber aö leggja höfuö- áherzlu á farsæia lausn þeirra mála bæði með réttu vali i hitunarkerfi, svo og meö ýms- um sparnaðaraögeröum, t.d. notkun varmadæla þar sem það hentar og aukinni áherzlu á góöa einangrun húsa. Finna þarf leiðir til aö hvetja fólk til bættrar einangrunar bæö)i bæöi með áróðri og jafnvel fyrir- greiðslu I einhverri mynd (t.d. varðandi tolla, lánafyrirgreiösi- ur o.fl.). Lifskjör íslendinga i dag byggjast i rikum mæli á mikilli notkun orku, bæði innfluttrar og orku, sem framleidd er meö innlendum orkugjöfum. Innflutningur eldsneytis kostar þjóöina i dag yfir 10 milljaröa króna og orkuvinnsla úr vatns- föllum og jarövarma ásamt dreifingu orkunnar kosta einnig miklar fjárhæöir i erlendum gjaldeyri. Þegar litiö er á þær tölur, sem raktar hafa veriö hér að framan um fjárfestingar- þarfir raforkuiönaðarins, hljóta að vakna efasemdir um, hvort þjóöin verði svo fjárhagslega I stakk búin, aö hægt sé aö mæta þessum þörfum. Þaö viröist a.m.k. full ástæöa til aö hefja samræmdar aögerðir til þess aö draga úr aukningu á raforku- þörf og auka hvers konar hag- kvæmni i raforkunotkun. Meö þvl móti væri unnt að dreifa fyrirhugaðri fjárfestingu á lengra timabil en hér hefur ver- ið gert ráö fyrir, án þess aö lifs- kjör skeröist. —ARH „Móta þarf ákveðna stefnu í orkusparnaði á íslandi" — sogði Aðalsieinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri á fundi SIR í gær Á 18. miðsvetrarf undi Sambands íslenzkra raf- veitna sem hófst í gær í Reykjavík, flutti Aðal- steinn Guðjohnsen erindi sem hann nefndi „Fjármál raforkuiðnaðar á l'slandi." í erindi sinu leitaðist Aðalsteinn meðal annars við að svara þeirri spurningu hvort nokkur ástæða væri til þess að spara orkuna á Islandi. Hann sagði m.a. í erindi sinu: „Þaö er nauðsynlegt aö gera heildarúttekt á orkubúskap þjóöarinnar og nota niöurstööur þeirrar úttektar til þess aö gera stórt átak i orkusparnaði. Viö Is- lendingar höfum a.m.k. undan- farna 2-3 áratugi, ekki tamið okk- ur slikar neyzluvenjur, aö unnt sé að tala um verulegan sparnað á nokkru sviði. Þaö er sjálfsagt eitt af einkennum veröbólguþjóð- félagsins — og gildir jafnt á sviöi raforkunotkunar sem öðrum sviöum. Þvi hefur lika óspart ver- iö haldið að fólki, aö I landinu sé slik gængð ódýrrar orku, aö end- ast muni um ókominn tima. I flestum hinna iðnvæddu rikja Vesturlanda er hins vegar fyrir alllöngu hafin skipulögö herferð til orkusparnaöar. Orsökin er fyrst og fremst skortur á orku- lindum, verðhækkanir á oliu og andstaða viö byggingu orkuvera, sem talin eru geta haft neikvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft. En er nokkur ástæða til orku- sparnaðar á Islandi? Viö höfum gnægð hreinna orkugjafa, þurfum ekki oliukyntar rafstöövar, nema i litlum mæli, heldur ekki kjarn- orkustöövar — og landið ér stórt og strjálbýlt og þvi nóg rými fyrir háspennulinur. En við þurfum annaö. Við þurfum fé til aö byggja orkuver og til að efia flutnings- og dreifikerfi raf- orkunnar. Við búum I verðbólgu- landi,— og ástæða er til aö ætla, að verðbólga verði hér áfram til- tölulega mikil, þótt eitthvaö dragi vonandi úr hraða hennar á næstunni. Þegariitiðer til þeirrar gifurlegu fjárfestingar, sem aö framan er lýst, og þó ekki gert ráð fyrir neinni frekari stóriöju til ársins 1985, en þegar hefur verið ákveöin, hlýtur aö þurfa aö hyggja aö þvi, hvort ekki beri að hvetja mjög ákveðið til orku- sparnaðar, þannig aö dreifa megi þeirri miklu fjárfestingu, sem framundan er, á lengri tima. Ný- framkomin orkuspá byggist að verulegu leyti á áformum I hús- hitunarmálum. Þar veröur að leita að ódýrustu lausnum m.a. með hgnýtingu varmadæla og hvers konar orkusparnaði. En auk orkusparnaðar ber að gera ákveðnar tillögur um alls konar sparnaö i rekstri, sem og hagræðingu og aðgeröir til lækkunar á rekstrarkostnaði. I þessum efnum þarf aö koma til alveg nýr hugsunarháttur. Ég tel einsýnt að yfirstjórn orkumála beri að leggja fram mjög ákveönar tillögur i þessu efni og móta meö þvi ákveðna stefnu.” —ARH Fargjöld SVR hækka Hækkunin mest á fargjöldum aldraðra og öryrkja Frá og með deginum í dag hækka fargjöid strætisvagna Reykja- vikur um 10-30%. Mest er hækkunin á kortum fyrir aldraða og öryrkja, eða um 30% Hingað til hefur þessi hópur getað keypt 58 ferða kort fyrir 1000 krónur en nú verða á kortum þessum 44 ferð- ir. Hækkanir á öörum fargjöld- um eru sem hér segir: Einstök fargjöld fulloöinna eru nú 60 krónur en voru áður 50 krónur, hækkun sem nemur 20%. 1000 krónu farmíöaspjöld sem nú veröa meö 19 miöum voru áöur meö 21 miða, hækkun sem nem- ur 10%. 2000 krónu farmiða- spjöld sem áöur voru meö 58 miöum veröa númeö 44 miöum, hækkun sem nemur 44%. Einstök fargjöld barna eru nú 20 krónur, en voru áður 18 krónur hækkun sem nemur um 10%. Farmiðaspjöld fyrir börn 40 miöa barnaspjöld hækka úr 500 krónum I krónur 600, hækkun sem nemur 20%. Sem sjá má er lltið samræmi I hækkunum þessum fargjöld eru ýmist hækkuö um 10, 20 eöa 30%, en einna mesta athygli verkur aö viö hæfi þykir aö hækka fargjöld fyrir aldraöa og öryrkja mest eöa um 30%. Hér er um aö ræöa þann þjóö- félagshóp sem stendur einna verst að vigi f járhagslega, en er jafnframt mjög háöur al- menningsvögnum. ES alþýöu bflaöiö Frétt: Að framundan séu allmiklar breytingar á rit- stjórn Timans. Alfreð Þorsteinsson hætti þar I gær, og menn hafa mjög hugleitt hvér verði eftir- maður hans. Ýmsir hafa nefnt Jón Sigurðsson, sem skrifað hefur skrýtnar greinar i Timann að undan- förnu, og virðist vera hæfi- lega orðljótur fyrir smekk ýnissa Tima-manna. Eirík- ur Tómasson, sem hefði getað bætt blaðið að mun, er nú orðinn aðstoðarmað- ur ráðherra. Þá er vitað, að fljótlega hætta störfum á Timanum tveir hæfustu blaðamennirnir þar. Lesiö: I öðru siðdegisblaö- anna i gær I smáauglýsing- um undir „Einkamál”: „Hugguleg og greind ekkja óskar eftir að kynnast efn- uðum manni, hjúskapur eða sambúð útilokað, beggja hagur. Tilboð send- ist blaðinu fyrir 10.3. merkt „Trúnaðarmál””. Heyrt: Þeir, sem ekki kunna að meta tviræða brandara, ættu ekki að lesa áram — Hvað er likt meö karlmönnum og Volkswag- en bilum? Svar: Þeir eru báðir með skottið að fram- an!H! Frétt: Að þaö hafi vakið; verulega athygli islenzkra gesta I sendiráði Sovétrikj- anna fyrir nokkru, að einn starfsmaður sendiráðsins fór með ljóö eftir Matthias Johannessen, Morgun- blaðsritstjóra, á islenzku. Matthias var þarna stadd- ur og mun hafa haft mikla ánægju af þvi, að maðurinn skyldi kunna utan aö ljóð sin. Heyrt: Að Seðlabankinn sé nú fallinn ,frá þeirri hug- mynd að reisa nýja Seðla- bankann i grunninum djúpa norðan við Arnarhól. Þar muni koma i staðinn bilageymsla, sem ekki skerði strá á Arnarhóli. Seðlabankinn eigi hins veg- ar að risa þar sem nú stendur Sænska frystihúsið og er að hruni komið.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.