Alþýðublaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 5
VETTVANGUR 5 jjjjgjj1' Miðvikudagur 2. marz 1977 t biöstofunni aö Háaleitisbraut 13 er oft þröngt og eru þö tugir fólks á biðlista til aö komast til nauösynlegra meöferöa að Háaleitisbraut 13,1 tæp tvö ár, eða þar til Reykjavlkurborg hóf rekstur dagheimilis i næsta ná- grenni stöðvarinnar. Tókst þá samkomulag um að ætla 1/4 jluta af húsrými þess fyrir lömuð og fötluð börn. Leggur borgin þar til húsnæði og fullkomna aðstöðu, en Styrktarfelagið starfsfólk og nauðsynleg hjálpartæki. Hús- næðið sem þannig losnaði f æfing- astöðinni hefur siðar verið notað fyrir asthmasjúklinga að ósk fé- lags þeirra. Lögð hefur verið á það áherzla innan félagsins að bæta þjónustu við fatlaða að þvi er tekur til stoð- tækja-, umbúða og skósmiði. 1 þvi skyni hefur S.F.L. styrkt nokkra einstaklinga til slikra verkefna. Fjármál félagsins Arið eftir stofnun félagsins, eða 1953, var mikið rætt um aö afla fé- laginu fastra tekjustofna, þvi ljóst var, að félagsgjöld og frjáls framlög myndu duga skammt til fyrirhugaös starfs. Var þá ákveð- ið, að fengnu leyfi fjármálaráðu- neytisins að merkja hluta af eld- spýtustokkum, sem Tóbakseinka- salan verzlaði með. Skyldu þeir seldir á hærra verði, og hækkunin renna óskipt til féiagsins. Segja má að þetta hafi verið eini fasti tekjustofn S.L.F. gegnum árin, en hann hefur þó farið hlutfallslega lækkandi og er nú innan við 2 milij ónir króna á ári. önnur meginfjáröflun félagsins hefur verið ágóði af happdrætt- um. Þegar til símahappdrættis S.L.F. var stofnað á sinum tima var það hugmynd forystumanna félagsins að hagnaður þess rynni til nauðsynlegrar fjárfestingar i húsum og tækjum. Þrátt fyrir að undirtektir aimennings viö happ- drættið hafi ávallt verið góðar og með þvi safnazt háar fjárhæöir, hafa það ávallt orðið örlög þess sjóðs að hverfa inn I rekstrarhalla æfingarstöðvarinnar. Enn er ógetið ýmissa gjafa og áheita sem félaginu hafa borizt. á 25 ára starfsferli og styrkt hafa mjög stöðu þess og ööru fremur gert félaginu kleift að ráöast i þær framkvæmdir sem orðið hafa. Kvennadeildin Arið 1966 var stofnuð sérstök kvennadeild við S.L.F. Deild þessi hefur unnið að margs konar fjáröflunarstarfsemi og fært æf- ingastöðinni ýmsar gjafir. Eins og gefur að skilja hefur þetta ver- ið félaginu mikil lyftistöng. Formaður kvennadeildar er Jón- ina Þorfinnsdóttir. Þá ber að geta þess að siðastlið- in fimm ár hefur félagið fengið 1 milljón króna i byggingarstyrk frá Alþingi. Starfsemin I æfingastöðinni að Háaleitis- braut 13 starfa nú 10 sjúkraþjálf- ar auk lækna og sérfræðinga, en alls starfa þar 35 manns, þar af 20 i fullu starfi. A þeim tuttugu árum sem liðin eru frá þvi að Styrktarfélag lam- aðra og fatlaðra hóf fyrst rekstur æfingastöðvar, aö Sjafnargötu 14, hafa alls 7.555 sjúklingar feng- ið 222.452 æfingameðferðir á veg- um þess. Er þá ótalinn fjöldi æf- ingameðferða sem fötluð börn hafa fengið sumardvalarheimil- inu i Reykjadal. Til að gefa nokkra hugmynd um, hvað þessi þáttur i starfi félagsins hefur aukizt gifurlega að umfangi þau tuttugu og fimm ár, sem liðin eru frá stofnun þess, má nefna að fyrsta árið sem æf- ingastööin að Sjafnargötu var starfrækt, komu þangaö 240 sjúklingar og fengu 4406 meðferð- ir. A siðasta ári komu 779 sjúkl- ingar I æfingastöðina að Háaleit- isbraut 13 og fengu 22664 meö- ferðir. Félagið hefur sem fyrr segir staöið fyrir rekstri sumardvalar- heimilis fyrir fötluð börn. Alls munu á sjöunda hundrað börn hafa notið slikrar dvalar þau átján sumur sem starfsemin hef- ur verið rekin. Mörg barnanna hafa dvalið þar oftar en einu sinni, en þó mun ekki f jarri lagi að áætla að fjöldi einstaklinga sem notið hafa sumardvalar og æfingameðferða þessi ár sé liö- lega 400. Stjórn félagsins og for- stöðufólk Fyrstu 20 árin var Svavar Páls- son formaður og framkvæmda- stjóri S.L.F. Siðastliðin 5 ár hefur Friöfinnur Ólafsson verið formaður, en áður hafði hann frá upphafi verið varaformaöur. Aörir i núverandi stjórn eru: Guðný Danielsdóttir, Óli Pálsson, Óttar Kjartansson og Björg Stefánsdóttir. Forstöðukona er Jónina Guðmundsdóttir og skrif- stofustjóri Matthildur Þórðar- dóttir. Núverandi framkvæmda- stjóri er Eggert G. Þorsteinsson. Markmið — breytt verk- efni 1 annarri grein laga S.L.F. seg- irsvoum markmið þess: ,,Mark- miö félagsins er að greiöa fyrir lömuðu og fötluðu fólki, einkum börnum, á hvern þann hátt sem félagið hefur tök á og stuðlað get- ur að aukinni orku, starfshæfni og velferð þess.” Starfsemi Styrktarfélagsins hefur á liðnum árum einkum beinzt að endurhæfingu i þrengri merkingu,þe.að gera hinn fatlaða eins likamlega og andlega hæfan og hægt er. Hjá flestu fötluðu fólki eru þvi þó alltaf takmörk sett hve langt má ná á þeirri braut og hef- ur starfsemi félagsins þvi mikið veriö miðuð við börn. Svo sem ljóst er hafa verkefni félagsins breytzt mjög frá þvi aö það var stofnað árið 1952. Mjög fá lömunarveikitilfelli hafa komiö upp hér á landi frá þvi árið 1956. Hins vegar hefur þvl fólki fjölgaö mjög sem þarfnast hvers konar endurhæfingar. Má þar ne na börn með meöfæddar lamanir, ellisjúklinga, taugasjúklinga og siöast en ekki sizt hefur þvi fólki Slappað af að æfingu lokinni fjölgað stórlega sem þarfnast endurhæfingar vegna umferöar- slysa. Af þessu má sjá aö þrátt fyrir að mikiö hafi áunnizt á þeim tutt- ugu og fimm árum sem liðin eru frá stofnun félagsins eru verkefni þess næg og þörfin fyrir starfsemi æfingastöðvarinnar fer sizt minnkandi. Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra hefur þvi tvimælalaust unnið mikið og gott starf. Viðtöl við forystumenn Svavar Pálsson: Svavar Pálsson sem var formaður félagsins i tuttugu ár og framkvæmdastjóri þess flest þau ár, lét eftirfarandi orö falla i til- efni tuttugu og fimm ára afmælis félagsins: „1 tilefni þessara tima- móta tel ég rétt að það komi fram, að án lifandi áhuga manna innan læknastéttarinnar hefði fé- lag þetta aldrei orðið að þvi sem nú er. Vil ég i þvi sambandi sér- staklega geta þeirra prófessors Jóhanns heitins Sæmundssonar og dr. Snorra Hallgrímssonar. En þeir og reyndar fleiri læknar sem siðar tengdust starfi félagsins voru forráðamönnum þess ávallt til ráðgjafar þegar teknar voru stefnumarkandi ákvarðanir. Haukur Kristjánsson, yfirlækn- ir, einn af stofnendum félagsins, hefur unnið mikið starf við æf- ingastöðina i gegnum árin sem læknir stöðvarinnar frá þvl um vorið 1956 þar til um siðustu ára- mót. Er hann var eftir þvi inntur, hvað hann teldi að gera þyrfti i málefnum fatlaðra hér á landi á næstu árum, sagði hann: ,,Ég tel mjög brýnt að starfsemi S.L.F. veröi haldiö áfram, enda er fjöldi þess fólks sem þarfnast endur- hæfingar ávallt mikill. Þá er ég sannfærður um, aö ef hægt væri að koma á skipulögðum flutning- um á sjúklingum að og frá endur- hæfingastöðvum, væri hægt að bjarga ótrúlega mörgum frá þvi að lokast inni á stofnunum, en þvi miður hefur heilsugæzlan hér- lendis einkennzt um of af þvi, að safna sjúklingum á spitalana. Framtíðarverkefni Friðfinnur ólafsson: Þó að Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hafi látiö ýmislegt gott af sér leiða, siöan þaö var stofnað fyrir 25 árum, til þess að létta undir með fötluðu og lömuðu fólki, er langur vegur frá þvi að nóg sé að gert. Framtiðarverk- efni félagsins eru vissulega mörg og stór. * Ég nefni aðeins örfá. Það þarf ennþá að gera mikið til þess i okk- ar þjóðfélagi að gera fötluðu fólki, kleift að komast leiðar sinnar á sem eðlilegastan hátt. Gildir þetta bæöi utanhúss og innan_. Þaö þarf að kenna þessu fólki að vinna sem flest störf og skapa þvi möguleika til þess. Það þarf að gefa þessu fólki kostá að skemmta sér, að ferðast utanlands og innan og yfirleitt aö lifa eins eðlilegu lifi og þeir lifa, sem ekki þurfa að bera kross fötlunarinnar. Og svo fyrst og siðast verður að leggja allt kapp á endurhæfingu, bæði að hún geti byrjað nógu fljótt og öllum tiltækum ráðum sé beitt til þess að hún beri sem mestan árangur. Þar má einskis láta ófreistað, hvorki að þvi er snertir húsakost, hjálpartæki eöa vel- menntað starfsfólk. Félagið vill vinna að öllum þessum efnum eftir fremstu getu i framtiðinni og heitir á alla vini sina að duga þvi vel, um leið og það þakkar þeim fjölmörgu, sem hafa á liðnum árum lagt þvi liö. Við eigum að gera lif allra eins eðlilegt og bærilegt og hægt er — þaö er meginmarkmið þessa fé- lags. Stjórn S.L.F. frá vinstri: Björg Stefánsdóttir, Óttar Kjartansson, varaformaður, Friöfinnur ólafsson, formaður, B. óli Pálsson og Guðný Danielsdóttir ritari.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.