Alþýðublaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 6
6 SJÓNARMIÐ AAiðvikudagur 2. marz 197/ .bSSð* Þorrablótsgleði í sunnlenzkri sveit A dögunum brá ég mér á heljarmikla þorrablótssam- komu I ónefndri sunnlenzkri sveit, en öörum þræöi var stofn- aö til feröarinnar til aö kanna hvort siöir Sunnlendinga i þorrablótshaldi væru. i veiga- miklum atriöum frábrugönir þeim sem viö Norölendingar notum, og eins vildi ég kanna atferli og almennt kristnihald meöal alþýöunnar i sveitinni. Samkoman átti aö byrja á slaginu kl. hálf niu og ég haföi undirbúiö mig vel fyrir samkomuna: þrifiö hverja fertommu llkamans úr sápu- legi, klippt negiur af tám og puttum, stangaö úr og burstaö tennur og greitt hárið út til vinstri. Að þessu loknu klæddist ég næstsjálegustu fötunum sem ég á i klæðaskápnum minum, en þau föt sem mér finnst sjálfum sjálegust, finnst konunni minni full púkó og ég gaf eftir i þetta sinn til aö halda heimilisfriöinn. Laugardagurinn fór i almenn- an undirbúning fyrir blótiö og voru minnst 3 pottar á eldavél- inni i einu frá hádegi og fram undir miöaftan. Auk þess var ketlæri i bökunarofninum, þannig að þaö leit út fyrir aö enginn þyrfti aö naga neglurnar sakir matarleysis, þegar aö átinu kæmi um kvöldiö. A slaginu hálf niu vorum viö öll feröbúin, þvegin og strokin meö matföng i trogi og mörgum ilátum öörum úr plasti og málmi. Viö fengum bilferö á áfangastaöinn, félagsheimili sveitarinnar, og þurftum ekki aö dvelja lengi viö útidyrnar. Þar sem aðgöngumiöarnir höföu veriö keyptir mörgum vikum fyrir blótiö. A þeim var mynd af kirkju og viö dyrnar stóö maöur á vegum þorrablóts- nefndar og tók viö miöunum. Hann hallaði sér upp aö dyra- stafnum og brá öðrum fæti aftur fyrir hinn (lét tána nema viö gólfiö) til þess aö fá sem mesta og besta hvfld út úr starfinu. Viö fengum sæti viö langborö eitt mikiö i húsinu, en þar voru fyrir þrjár til fjórar fjölskyldur úr sveitinni og gáfu þær komu- mönnum laumulegar augngot- ur. Viö settumstog hófum þegar undirbúning atlögunnar viö hangiketsbita og sótugu andlit- in, eins og útlendur kunningi minn kallaöi blessaða sviöa- hausana. Viö vorum meö diska og hnifapör meö okkur og vor- um þvi á allan hátt mjög óþorrablótsleg f öllu framferði okkar. Enda fengum viö sting- andi augnaráð undan mörgum peysufatahúfum á næstu borö- um, að maöur nú ekki tali um athyglina sem við vöktúm við eigiö borö og umtaliö sem af þessu hlauzt. Ætlar þetta aldrei að byrja? Þaö skipti engum togum aö um leiö og diskarnir voru komn- ir á borðið framan viö okkur og áhöldin við hliö þeirra, aö þá réðust boröfélagar minir á matarhaugana á boröinu og skömmtuöu sér meira af kappi en forsjá. Sérstaka athygli mina vaktikjúklingursem var á milli haröfisksins og bringukollsins i troginu. Hann var sýnu vinsæili en aðrar matartegundir á borö- inu og stóöu þetta tveir til þrir gaflar i hverjum bita I einu. Þaö þarf ekki aö taka þaö fram aö innfæddir borðfélagar okkar fylgdust mjög vel meö öllu sem fram fór — meö sýnilega mjög takmarkaöri viröingu. Ég sjálf- ur tók ekki þátt I þessum leik, enda alinn upp viö svarfdælska borðsiði og svarfdælskar þorra- blótsvenjur. En mér var fyrst öllum lokiö, þegar boröfélagar minir hófu aö rifa græögislega i sig þaö sem hafnaö haföi á disk- unum, en þar mátti greina a.m.k. þrjár tegundir kjötmetis, flatkökur, haröfisk, kartöflur, rófustöppu og tvær tegundir aö velferöarsalati (viö vorum auð- vitaö einu þorrablótsgestirnir sem létum sjá okkur meö salat — slikt þekkist ekki til sveita). Ég þreifaöi fyrir mér undir boröinu meö löppinni og leitaði aö fótleggjum boröfélaga minna og reyndi aö dreifa samvizku- samlega einu sparki á hvern legg, til aö stööva átiö. Til að dreif.a athygli inn- fæddra i salnum, horföi ég at- hugull á innréttinguna á veggn- um gegnt mér og boraöi i nefiö meö eins kæruleysislegum hreyfingum og mér var unnt á þessari örlagastundu. Spörkin höföu undursamleg áhrif: félag- ar minir lögöu frá sér áhöldin og kenndu hver öörum um aö hafa bætt þessum lúalegu spörkum inn i matarprógramiö. Ég hvæsti út á milli samanbitinna tannanna: „Þiö eigiö aö biöa þangaö til einhver segir gjöriöi- sovel’', en i huganum bætti ég við „djöfulsins óbermin ukkar”. Þetta hreif. Siðan hófst biðin eftir mann- inum sem átti aö segja „gjöriöi- sovel”, en honum virtist siöur en svoliggja á, þvi klukkan varö niu og hálf tiu án þess aö grænt ljós væri gefiö á átiö af fram- kvæmdanefndinni. En loksins fór kliöur um salinn og maö.ur einn gekk upp á sviöiö meö blaðrifrildi úr stilabók I hend- inni. Ég notaöi mér aö athygli allra beindist nú aö sviöinu og gómaöi löpp af kjúklingi af diski sessunauts mins, enda var þaö eini möguleikinn til aö bragöa þá tegund matar um kvöldiö. Sessunautarnir höföu þegar tek- iö til sin allan kjúklinginn. Fór þá heldur að lifna yf- ir mönnum .... Mikiö rétt: Þetta reyndist vera maöurinn sem átti aö segja „gjöriðöisovel”. En þaö var langt frá þvi aö hann hæfi mál sitt á þessum oröum. Hann byrjaöi á þvi aö bjóöa gesti vel- komna og þá sérstaklega heiöursgesti hátiöarinnar hr. X og frú Z, sem sóknarnefndin hafði boöið sérstaklega til henn- ar. Þvi næst hljóp hann á þvi helzta sem á daga mannkynsins haföi drifiö og hóf mál sitt þar sem barátta manns og náttúru hefst I mannkynssögunni. Siö- an hljóp hann léttilega yfir helztu atburöi sögunnar og end- aði innganginn á þvi aö segja, aö baráttan viö náttúruna væri siður en svo til lykta leidd. Menn þyrftu bara annaö slagiö aö létta sér lifiö og lyfta sér upp á samkomum sem þessari. Aö þvi búnu kvaöst ræöumaö- ur ekki sjá ástæöu til að hafa orö sinfleiri (og fékk umtalsveröan stuöning viö þetta álit sitt úr salnum) og bauö gestum aö „gjörasovel”. Þá loksins lifnaði yfir borö- félögum minum og þeir tóku til þar sem frá var horfið fyrir ein- um og hálfum tima. En ég fylgdist með innfæddum sem sátu við borðið okkar, þegar trogin voru afhjúpuö lökunum sem vafin höföu veriö utan um þau heima i eldhúsinu. Þau sem sátu næst mér voru þrjú um trog og mætti segja mér aö þau sætu enn þann dag i dag viö aö éta sig til botns i þvi, svo var þaö hraukaö af kræsingunum. Þar mátti greina ótal bita af rauðu og fallegu hangiketi, mörg sótug andlit, döndla, mag- ála og bringukolla. Auk þess var ein appelsina af suörænni strönd á mann, llklega til aö undir- strika alþjóöahyggjuna, þá kom upp úr trogi þeirra mjólkurdreitill I flösku undan tómatsósu frá Libby’s og þar voru einnig þrir stóreflis vasa- hnifar sem vafðir voru innan i bumbúöir utan af mjólkursium. Vasahnifarnir voru allir af þeirri gerö sem gera allt nema ef til vill aö hugsa sjálfstætt. tJt úr þeim koma alls kyns verkfæri til aö opna dósir, skafa úr pipum, skafa undan nöglum, stinga upp hurðir og peningaskápa o.s.frv. En hvað um þaö, ég sá engan einasta mann i öliu húsinu sem brúkaöi diska og hnifapör eins og við. Allir voru meö sina vasa- hnifa og spændu kjötmetiö i sig úr lófa. Ég var hins vegar meö disk og hnifapör og reyndi aö framleiöa sem minnstan há- vaöa þegar ég hreinsaöi diskinn meö hnifnum aö átinu loknu, til aö vekja ekki óþarfa athygli innfæddra. Allir sem ekki voru gerðir að opinberum fíflum urðu sármóðgaðir Siöan hófust skemmtiatriöi og gengu þau I stuttu máli út á þaö, aö innfæddir skiptust á aö fara upp á sviöið, þar sem þeir hæddu hver annan meö tviræöu oröavali og fettum og brettum. Eftir þvi sem þolendum fannst sviviröilegar aö sér vegiö ofan af senunni, þvi betra fannst þeim. Þegar fúkyröaflaumnum linnti, voru þeir einir móögaöir i húsinu sem ekki höföu verið geröir aö opinberum fiflum. Þegar skemmtiatriöin voru komin vel af staö, tóku menn aö lita flóttalega I kring um sig og siöan var dorgaö I þorratrogun- um og upp dregnar pyttlur meö söngvatni. Söngvatn af stút gengur I réttum, en á þorrablót- um þykir meira við hæfi aö sulla þvi saman viö amriskt kóla. Siö- an var dreypt á þessum undur- samlega drykk og sjá: málbein tóku aö liökast og haröir and- litsdrættir mýktust. Þegar svo var komiö aö þvi atriöi i dag- skránni er þekktur óperusöng- vari úr höfuðborginni tróð upp og flutti innfæddum sýnishorn af list sinni, þá brá svo viö aö hann fékk harða samkeppni úr öllum áttum. Söngvatniö haföi nefnilega gert óperusöngvara úr laglausum innfæddum og laö- aö fram fegurstu tóna úr þeim sem höföu fyrir tóneyra og dul- itla söngrödd. Undir iágnættiö var salurinn ruddur og tilkynnt aö stiginn skyldi dans fram eftir nóttu. Og dansinn dunaði............ Fyrir dansinum lék fjögurra manna trió úr höfuðborginni, þrir þeirra voru ljósklæddir og höföu hljóöfæri I fanginu \ eöa á gólfinu fyrir framan sig, en fjóröa hjóliö á trióinu var hins vegar afar dökkklæddur og dökkur á brún og brá og söng undir hjá hinum. Trióið stillti þegar strengi sina og hóf aöleika finustu dansmúsik, sem seiddi innfædda og gesti þeirra á dans- gólfið, svo aö þar var brátt ein iöandi kös af sveittu fólki. Á þorrablótum til sveita er timinn afstætt hugtak. Þegar klukkan var langt gengin tvö, fór ég aö hafa orö á þvi -ið inn- fæddan, aö liklega væri geimiö brátt á enda. Hann henti gaman að mér og kvaö litlar horfur á þvi aö horfið yröi frá þessu, „svona rétt þegar er aö litast 1 manni blóöiö”. Sú varö og raun- in. Ég gekk um salinn, anddyriö og snyrtinguna og blandaöi geöi viö innfædda eftir mætti. Ég átti langt tal viö mann einn I andyr- inu. Hann var bóndasonur úr sveitinni, pabbi hans var orö- i n n gamall og þeir voru þvi tveir bræöurnir sem ráku bú- skap á jöröinni. Mamman haföi dáiö ’74 og þaö haföi þvi komið i hlut viömælanda mins að axla ábyrgö heimilisstarfsins aö miklu leyti. Hann kvaöst nú samt ganga aö útiverkum til jafns viö aöra á heimilinu Aö auki var hann svo embættis- maöur sinnar sveitar: hann annaöist hundahreinsunina á staönum. Hundahreinsun fer þannig fram, aö annaö hvert ár er öllum hundum í sveitinni safnaö saman á einn staö, I sér- stakan hundakofa, þar sem þeir eru sveltir yfir nótt og nota þeir þá nóttina I staöinn til áfioga og illinda. Siöan er þeim gefiö smjörliki meö einhverju lyfi hnoöuöu saman viö og á þaö aö útrúma ormum, ef einhverjir eru, úr innyflum þeirra Hreins- uninni lýkur svo á þvi aö öll hundakösin er bööuö til aö losa þá viö hugsanlega lús og annan óþrifnaö. Embættismaöurinn bauö mér að koma á næstu hundahreins- unarvertiö og skrásetja helztu þætti hennar og taka myndir. Ég þáöi auövitaö boöiö meö þökkum. Áhrif söngvatnsins fóru að gera vart við sig Þegar hér var komiö sögu, var áhrifa söngvatnsins greini- lega fariö aö gæta og geröi þaö samkomuna alla frjálslegri. Ménn voru farnir aö tala mun meira og i háværari tóntegund- um og sumir sungu viö raust gömlu fifilbrekkulögin. For- manni skólanefndarinnar hafði tekizt aö króa af eina kennara- blókina á staönum úti i horni og hundskammaöi vesalings rikis- starfsmanninn vegna fæðisins sem hans börn og önnur þurftu aö þola I skólanum. Formaöur skólanefndar kvaöst sko hafa lesið sér nóg til um næringar- fræöi undanfariö til þess aö geta fullyrt, aö þessar pylsutitlur frá Sláturfélaginu væru gersam- lega lausar viö öll næringarefni, gott ef þær virkuöu ekki öfugt og brytu niöur likamsbyggingu barnanna á skipulegan hátt. A öörum staö voru sóknar- organistinn og söngstjóri kirkjukórsins komnir I hár sam- an út af tónsetningunni á ein- hverjum sálmanna sem æföir voru fyrir siöustu jólamessu og á enn öörum staö haföi bónda- kvinna tekiö dýralækninn til bæna og skammaði hann dug- lega fyrir ráðleysi hans viö aö koma doöabelju á lappir voriö ’72. Svona gekk lifiö á þorrablót inu. Upp á sviöinu gekk lifiö sinn vanagang. Þar lék trióið fjög- urra manna hvert lagið á fætur ööru og dansgólfiö var enn þétt- skipaöra en áöur. Fjórmenn- ingarnir I trióinu höföu greini- lega ekki fariö varhluta af söng- vatninu sem samkomugestir höföu sér til upplyftingar. Þeir voru farnir aö fara talsvert frjálslega meö sum lögin á pró- gramminu og notuöu gjarnan fleiri nótur en þeir komust af meö, til aö koma músikinni til skila. Aukanóturnar voru sum- ar hverjar anzi langt frá lagi, en

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.