Alþýðublaðið - 08.03.1977, Page 1
MA RZ
ÞRIÐJUDAGUR 8
Að
ákalla
Guð
sinn!
Nei, þetta eru ekki
félagar i neinum trú-
arflokki aö ákalla guö
sinn. Þetta eru nem-
endur Leiklistarsköla
islands aö fram-
kvæma æfingar f
likamsþjálfun eftir til-
sögn Þúrhildar Þor-
leifsdóttur kennara
sins. Á siöum 4 og 5 er
viötal viö Pétur Ein-
arsson skóiastjóra
Leiklistarskóla ns
ásamt myndum sem
teknar voru þar af
nemendum i starfi
fyrir nokkru.
undir-
skriftum
til að mótmæla
sersamnmgum
félagsins og
Dagsbrúnar:
Undanfariö hefur gætt mikill-
arog almennrar óánægju meöal
hafnaverkamanna, einkum
þeirra er starfa hjá Eimskipa-
félaginu. Er þessi óánægja
komin til vegna ákvæöa i sér-
'samningum, sem Eimskipa-
félagiö og Dagsbrún gerða meö
sér, en þeir voru teknir inn I
aöalsamninga þann 1. marz
1976.
í sérsamningum er kveöiö svo
á um, aö verkamenn fái 16%
kauphækkun, ef þeir sæki tiltek-
innámskeiö, 1 vinnutima sinum.
Aftur á móti var kaffitimi
þeirra siödegis færöur til 4á0, i
eftirvinnutima. Kaffitimi laus-
ráöinna hafnarverkamanna var
felldur niöur, án þess þó aö þeir
íengju nokkra hækkun á sinu
kaupi, sagöi Gunnar Hrafn
Birgisson verkamaöur I viötali
-viö blaöiö i gær.
Eins og fyrr sagöi hefur þetta
.ákvæöi samningsins vakiö
mikla gremju manna á meöal,
og siöastliöinn fimmtudag hófst
undirskriftasöfnun meöal
hafnarverkamanna hjá Eim-
skip, Togaraafgreiöslunni og
Rikisskip, og er skoraö á st jórn
Dagsbrúnar aö fella sérsamn-
ingana út úr aöalsamningunum
án tafar.
1 gær höföu safnazt um 150
undirskriftir og höföu þá nær
allir verkamenn hjá Eimskip
skrifaö nöfn sin á iistana. í dag
munu svo fulltrúar verkamann-
anna ganga á fund stjórnar
Dagsbrúnar meö undirskriftar-
listana, og itreka þá ósk aö sér-
saningar veröi felldir út úr aöal-
samningum _j§s
Övissa umframvindu
mála við Kröflu
„TJr þvi sem komið er
má búast við að eitt-
hvað gerist hér á hverri
stundu”, sagði Guð-
mundur Sigvaldason,
forstöðumaður Nor-
rænu eldfjallastöðvar-
innar i samtali við Al-
þýðublaðið siðdegis i
gær, en hann var þá
staddur norður við
Kröflu.
Þar nyrðra eru nú all margir
jarövisindamenn viö rannsóknir
og hvers kyns mælingar og var i
gærdag meöal annars unnið aö
þvi aö raöa saman þeim upplýs-
ingum sem fengizt hafa og meö
þvi móti reynt aö ráöa i fram-
haldiö. Aö sögn Guömundar
voru menn engu nær um þaö i
gær hvaöa stefnu atburöimir
kunni aö taka þegar til tiöinda
dregur og þvi meö öllu óvist
hvort neöanjaröarhraun-
78% neyta
áfengis og
6,3%
fíkniefna
Sjá niðurstöður
könnunar á
vímugjafaneyzlu
nemenda í
mennta- og
fjölbrautarskólum
Samtökin ætla
að halda áfram
— en ekki eru allir Samtakamenn sammála
þeirri ákvörðun
Samtök frjálslyndra og
vinstri manna héldu flokks-
stjórnarfund um helgina, og
sátu hann 50 til 60 manns. A
fundinum var samþykkt, aö
Samtökin skyldu starfa áfram
á landsgrundvelli, og var
varaformanni framkvæmda-
stjórnar, Haraldi Henrýssyni,
falið aö boöa framkvæmda-
stjórn til fundar sem fyrst og
sjá um að hún héldi áfram
reglulegum störfum fram á
næsta landsfund.
Karvel Pálmason, þingmaö-
ur Samtakanna, var þó ekki á
sömu skoöun, og tók hann ekki
þátt i afgreiöslu mála. Hann
geröi hins vegar grein fyrir af-
stöðu Samtakamanna á Vest-
fjöröum, sem lýst hafa áhuga
sinum á samstarfi viö Alþýðu-
flokkinn. Þá komu ekki til
fundarins nokkrir fulltrúar
Samtakanna utan af landi,
sem veriö hafa áhrifamenn i
flokknum.
Ný og ýtarlegri
stefnuskrá.
A flokksstjórnarfundinum
var samþykkt aö kjósa 10
manna nefnd, sem veröi fram-
kvæmdastjórn til aöstoöar
fram aö landsfundi, og á
nefndin og framkvæmda-
stjórnin aö starfa sem ein
heild. 1 henni eiga sæti fimm
menn af Suð-Vesturlandi og
jafnmargir úr þeim kjördæm-
um, sem ekki eiga nú starf-
andi fulltrúa i framkvæmda-
stjórn, þ.e. af Vestfjörðum,
Norðurlandi vestra, Noröur-
landi eystra, Austfjöröum og
Suöurlandi.
Þá samþykkti flokks-
stjórnarfundurinn aö kjósa
fimm manna nefnd til aö
semja drög aö nýrri, ýtarlegri
stefnuskrá fyrir Samtökin.
Nefndin á aö skila drögunum
nógu snemma til þess, aö hægt
veröi aö ræöa þau i flokks-
félögunum fyrir landsfundinn.
Einnig samþykkti flokks-
stjórnarfundurinn aö fela
framkvæmdastjórn að boöa tíl
landsfundar Samtakanna ekki
siöar en i október/nóvember
næst komandi.
iFramhald á io siöu.
straumurinn muni renna noröur
i Gjástykki, til suöurs I áttina aö
Bjarnarflagi eöa hvort hann
muni brjóta sér leið upp á yfir-
boröiö.
A siöustu mæliönn komu alls
118 skjálftar fram á mælum
skjálftavaktarinnar I Reynihliö,
sem var 8 skjálfta fjölgun frá
þvi sem mældist sólarhringinn á
undan. Allir skjálftarnir voru
frekarvægir og mældust aöeins
6 þeirra yfir 2 stig á richter og
sá sterkasti þeirra 2,5 stig.
Upptök skjálftanna voru mjög
dreifö um sunnanvert Leir-
hnjúkssvæöiö.
A sunnudagskvöld var sú
ákvöröun tekin hjá Almanna-
vörnum- ríkisins, aö þeir 100
starfsmenn sem veriö höföu i
helgarfrii skyldu ekki fara aftur
til vinnu viö svo búiö, en þeir 72
starfsmenn sem voru á staönum
skyldu halda áfram vinnu. 1
gærdag var siðan haldin annar
fundur og þótti á honum ekki
ástæöa til aö breyta þessari
ákvöröun.
Svo sem skýrt var frá i Al-
þýöublaöinu á laugardag, var
áformað aö halda æfingu meö
starfsfólki Kisiliöjunnar um
: helgina og fór sú æfing fram i
gær. Að sögn Guðjóns Petersen,
tókst æfingin mjög vel og tók aö-
eins 5 minútur aö rýma verk-
smiöjuna.
Hefur ekki haft áhrif á
holurnar
i
Alþýöublaöiö innti Valgarö
Stefánsson, hjá Orkustofnun,
eftir þvi i gær, hvort óróleiki
undanfarinna sólarhringa heföi
haft einhver áhrif á gufuöflun-
ina og borholurnar viö Kröflu.
Sagöi Valgaröur aö ekki heföi
oröiö vart neinna sérstakra
breytinga á sem rekja megi til
þeirrar ókyrröar sem riki á
svæöinu.
Sömu sögu væri aö segja af
gufuöflun þeirrisem fram færi i
Námafjalli fyrir Kisiliöjuna,
þar heföi engrar breytingar orö-
iö vart, en vel væri fylgzt meö
báöum þessum svæöum.
Hqfnarvérkamenn
hjá Eimskip:
Safna
—GEK
Hftstjórn Sfðumúla II - Sfmi 8I8ÓÓ