Alþýðublaðið - 08.03.1977, Síða 7

Alþýðublaðið - 08.03.1977, Síða 7
Ma&fó' Þriðjudagur 8. marz 1977 UTLðND 7 Walter F. Mondale „Sibreytileg verkefni og þörf- in fyrir lifsfyllingu einstaklings- ins þrýsta stööugt á, að fólk eigi i auknum mæli kost á endur- hæfingu bóklegrar og verklegr- ar kunnáttu me&an lifiö endist” segir Walter F. Mondale, vara- forseti Bandarikjanna. Þaö ræöir hann frekar i eftirfarandi grein. Fullorðinsfræðsla og lífs- fylling Verulegur hluti af styrk Bandarikjanna sem lýöræöis- þjóöfélags liggur i upplýsingu þjóðfélagsborgara okkar. Aukin menntun, bókleg og verkleg, er samt sem áður þaö, sem viö verðum aö stefna aö i vaxandi mæli og það á um allan aldur að verða þjóöarstolt okk- ar, aö hvika hvergi þar frá. Hér þarf til að koma endurskipu- lagning á fulloröinsfræöslu okk- ar þannig, að hver borgari eigi þess kost að snúa sér aö námi, sem hugur hans girnist, hvaö sem aldrinum liður. Of mikil sérhæfing, þar sem menn loka sig frá öllu öðru en þvi, sem tilheyrir daglegu starfi, getur verið og er tvi- eggjaö sverð. Menn geta raunar komist lengra i sérhæfðu starfi, en almennt gerist með þvi að vera i einskonar búri. En er það það, sem koma skal, þegar aldur færist yfir? Þvi miöur virðist augljóst, að mikill fjöldi hinna sérhæföu fer algerlega á mis við annað en þrengstu viðfangsefni, og svo er komið að þegar þeir ættu að vera á þroskaaldri og horfa á lif og umhverfi opnum augum og huga eru þeir ekki i minni þörf fyrir upplýsingu en táningar á menntaskólastigi. CJr þessu verður ekki á annan hátt, betur bætt en að auka svo alla möguleika á fullorðins- fræðslu, að sett verði orðtakið: „Svo lengi lærir sem lifir.” Og við höfum nú gullnari tækifæri en oftast áður, til að mæta þessari þörf, þar SS!B YÍþ höfum að kalla i höndunum möguleika til dreifingar hvers- konar fræðslu, sem hugur okkar kann að girnast. Siðast en ekki sizt tel ég að við böfum lika nægilegt af áhugamönnum, til þess að slikir draumar geti rætzt. Eigin reynsla Ég átti þess kost um árabil að taka þátt i skipulagningu fræöslumála á vegum öldunga- deildarinnar og hefi þannig haft tækifæri til þess að hafa áhrif á grundvallarstefnuna i fræðslu- málum siðasta áratugs.En það sem einkum beindi huga minum að fullorðinsfræðslunni var starfsemin i heimariki minu, Minnesota. Þar fór saman frjó athugun á möguleikum rikisins, til þess aö efna til allskonar fræðslu fyrir fullorðna og vilji ráðamanna til hverskonar samstarfs. Tak- markið er að sérhver borgari rikisins geti fundið eitthvað við sitt hæfi til aukinnar lifsfylling- ar meðan æfin endist. Þessi starfsemi i Minnesota er aðeins ein grein af þeim mikla áhuga, sem ráðamenn fylkjanna sýna nú i þessum efn- um. Miðstöð Nýja Englands rikjanna um fullorðinsfræðslu Ful og lorðins lífsfyll ífræðsla ing ★ Of mikil sérhæfing er tvíeggjað sverð ★ Auka þarf möguleika á fullorðinsfræðslu ★ Þannig hvarf kynslóðabilið ★ Verður „námsleiði" sögulegt hugtak? hefur nú með höndum áætlun, sem nær til sex fylkja um sam- hæfð vinnubrögð og rikisháskól- inn i New-York riki hefur þegar boðið fram námskeið fyrir nem. endur yfir 60 ára aldri i fjöl- mörgum greinum. Ekki er látið við það sitja, heldur eru einnig skipulögð iveruhverfi fyrir nemendur og það gerist æ algengara að eldri og yngri nemendur sækist eftir samvistum við nám sitt. Hugmyndirnar um þessa hreyfingu eiga einnig miklu fylgi að fagna i ýmsum Evrópu- löndum, sem mörg hver eru að skipuleggja viðlika starfsemi, einkum i verklegri fræðslu á staðnum. Menn fá greidda þátt- töku i námskeiðum, og leyfi frá störfum án launaskerðingar, eða aðrar hvatningar til endur hæfingar. Sameiginlegt þessu fólki er, að það trúir þvi, að kunnáttu sé að sækja viðar en i fasta skóla, og það sé einmitt aöalatriðið að geta tengt saman bóknám og verklega kunnáttu i órjúfandi samhengi. Þetta geti gerzt og eigi að gerast á hvaða aldurs- skeiði sem er. Það finnur að i si- breytilegum heimi er það ekki Walter Mondale, höfundur greinarinnar nóg, að hafa sérhæft sig i ein- hverju einu i eitt skipti fyrir öll. Og það eru ótrúlega mörg svið sem menn fýsir að takast á við. Ef til vill er gleðilegast af öllu, að ýmislegt, sem menn hafa ekki hugleitt, eða sinnt, getur vakið lifandi áhuga fram eftir öllum aldri, þegar menn hafa gefið sér tima til að rifa sig upp úr þvi saumfari, sem menn hafa einu sinni lent i. Þess ber að vænta, að hvar svo sem fólk er samansafnað, hvort er i skólum, verksmiðj- um, vinnubólum eða kirkjulegu starfi, eigi þessi hreyfing að geta auðgað lifið að þvi sem mölur og ryð fær ekki grandað, eflingu skilnings og samhugar um leið og þekking eykst á ann- arra kjörum og lifsviðhorfum. Brot af þessum möguleikum þykist ég hafa eygt i starfi minu að fræðslumálum. Æfilangt nám Það er engum efa bundið, að eftir að skriður komst á full- orðinsfræðsluna, þó margt sé þar ógert, hefur það áorkað þvi, að eldra fólk, sem jafnvel varhættstörfum að mestu leyti, getur nú horft bjartari augum til framtiðarnnar. Lifsreynsla þess er einnig of dýrmæt til þess, að hún eigi aö hverfa með þvi i gröfina, og hér birtist ein- mitt möguleikinn, til þess að þetta góða fólk finni, aö þess sé enn þörf, þótt vinnugetan hafi skerzt og knúið þaö til að láta af venjulegum störfum. Hér er örugglega snert á þvi sem jákvæðast er i hreyfing- unni. Mér er minnisstæður vitnis- burður gamals eftirlaunamanns sem þingnefnd um fræðslumál átti tal við á liðnu sumri. Honum fórust svo orð: „Það varð mér eins og opinberun að koma aftur i skóla, til þess að rif ja upp fyrri kunnáttu, meðal annars læra af þeim yngri og ef til vill með veika von um að þeir gætu eitt- hvað af mér numið. Þetta rætt- ist rikulegar en ég þorði að gera mér i hugarlund áður. En það bezta er enn ósagt. Samvistirn- ar við hina nýju kynslóð, sem nú er i uppvexti, og ég hafði haft talsverða fordóma á,ollu þvi, að ég leit lifið nýjum augum og lærði að meta þeirra sjónarmið, og ég vona að þeir yngri hafi lika lært að meta min. Þannig virtist mér hið umtalaða kyn- slóðabil hverfa. Fjölmargt af þvi, sem við hin eldri og reyndari höfum lært og reynt á langri lifsleið myndi glatast ella. Og ný og fersk viðhorf hinna yngri sýna okkur, að sitthvað, sem við höfum talið sjálfgefið eða ekki veitt athygli, snertir á annan hátt rætur viðfangsefna en okkur hafði hugkvæmst. A þennan hátt geta kyn- slóðirnar látið hönd selja hendi milliliðalaust kunnáttu eldra fólksins og fersk viðhorf hinna yngri. Þannig hlýtur að safnast örar i þann sameiginlega sjóð sem við köllum sögulega menningu þjóðfélagsins.” Tvíhliða ábati Um leið og við viðurkennum skoðanir og reynslu hins aldna eftirlaunamanns, komumst við ekki hjá þvi að sjá að með þvi að opna leiðina milli kynslóðanna i námi og starfi, þarf enginn lengur að streitast við að nema ákveðinn þekkingarforða á ungum aldri, til þess að geta orðið hlutgengur. Ef menn vita, að þeim stendur sú leið ætið opin að bæta við þekkingu sina, hvort heldur er bóklega eða verklega á það að þýöa að svo kallaður námsleiði, sem tals- vert ber á meðal yngra fólks, verði brátt sögulegt hugtak. Þroski manna til náms fer ekki ætiðeftir árum, og þó unga fólk- ið taki þvi með trúarinnar aug- um, að það þurfi að afla sér svo og svo mikillar þekkingar á venjulegum skólaaldri, varðar miklu, að skilningurinn hvers- vegna.sé með i ferðinni. Niðurstaðan af tilraunum okkar lofar einnig mjög góðu. A árunum 1969-1972 óx tala náms- manna i fulloröinsfræðslu um 20,4% en á sama tima óx tala námsmanna i æðri skólum um 8,8%. Athuga þarf viðhorf skólanna til hluta- og heimanáms. Ennþá eru þeir fremur bundnir við hina hefðbundnu starfsemi og rýmka þyrfti möguleika hinna eldri, til að ná sama marki og skólarnir stefna aö fyrir hina yngri. Við skulum hafa hugfast að eftir öllum sólarmerkjum að dæma, muni tala þjóöar okkar aukast úr 127 milljónum 1970 i 190 milljónir árið 2000. Liklegt er að aldursskipting þjóðarinn- ar verði einnig hinum eldri i hag. Ekki sizt þessvegna verðum viö að vinna ötullega að fullorðinsfræðslunni og gera hana sem viðtækasta og áhrifa- mesta. Stækkum hringinn Þó hingað til hafi einkum verið rætt um okkar innan- landsmál og dvaliö við það, sem kalla mætti aðsíoð við þá, sem eru smáít ög smátt að hverfa af vettvangi starfsins hér og i þeirri veru að gera þá aftur og sem lengst virka i þjóöfélaginu, megum við vita að við erum ekki einir i heiminum! Þessi hreyfing á einnig að geta náð út fyrir okkar landa- mæri, jafnhliða þvi, sem aðrar þjóðir gera einnig á sama eöa svipuðu sviði. Vel má vera, að við stöndum ýmsum framar um fjölda skóla bæði undirbúnings og æðri menntastofnana og gætum þessvegna verið i fararbroddi. En hvi skyldu aðrar þjóðir ekki einnig njóta góðs hér af? Þó við stefnum að þvi að gera okkar þegna sem hæfasta að kunnáttu.lifsfyllingu og þar með hamingju frá vöggu til grafar, er það örugglega ekki siður mikilsvert að aðrar þjóðir feti i sömu slóð. Látum okkur skiljast að við — mannkynið — erum öll á sama báti, þegar öllu er á botninn hvolft. Viðtæk samvinna um menningarverðmæti og dreif- ingu þeirra kann að vera þýðingarmeiri en margur hygg- ur, ef til vill eina ranhæfa vonin. Þýtt og endursagt o.s. Of mikil sérhæfing getur verið tvleggjaö sverð.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.