Alþýðublaðið - 08.03.1977, Síða 11

Alþýðublaðið - 08.03.1977, Síða 11
alþyóu- bíaóió Þriðjudagur 8. marz 1977 11 Ég veit ekkert um hann annað en það, að hann sagðist heita Don Juan og vinna i Blaðaprenti.... ★ Grjótharðir stólar... bannað að hafa tyggjó i timum... ljótar stelpur... ekkert fall á milli bekkja. Og ÞETTA kallar Vil- hjálmur fyrirmyndar grunnskóla! ★ Stjörnuryk og heróín Myndin af þeim skötu- hjúum Keith Richard gítarista í Rolling Stones og Anitu Pallenberg var tekin á heimili þeirra 1969. Nú herma f regnir að Richard hafi flækst í enn eitt eiturlyf jamálið enn, nú í Toronto í Kanada þar sem hann var handtekinn með dágóðan slurk af heróíni í fórum sínum. Anita Pallenberg var hins vegar handtekin á Toronto-flugvelli fyrir þá sök að hafa í sínum fór- um hass og heróín. F ramhaldssagan F órnar- lambið — Um hvaö? — Um þig! Segöumér.hvaö þii geröir, þegar þiö bjugguö úti i skógi. — Ég átti ekki heima úti I skógi. Ég átti heima i húsi í litlu þorpi. Og Drúsilla fór aö lýsa þvi auövelda, óþvingaöa lifi, sem hún haföi lifaö. Hún er vel máli farin, þegar hún gleymir taugaóstyrknum, hugsaöi Sebastian undrandi. Hún var mun gáfaöri en hún leit út fyrir aö vera og haföi mikla kimnigáfu. Hún var ekki svo gal- in, ræfillinn litli. Þetta var kannski gamla sagan um lygna vatniö og djúpt til botns. Þegar þau komu til New Forest hugsaöi hann, aö Drúsilla væri einmitt rétti feröafélaginn i svona för. Hún naut göngunnar, kvart- aöi ekki yfir þvi, aö blautt væri eöa óslétt eins og frænkur hans heföu gert.Hún var allt önnur I þessu umhverfi. Appelsinu- og brúnu litirnir féllu vel viö haust- litina, og dökkbrún augu hennar voru árvökul og fjörmikil, næst- um tindrandi. Þau námu ekki staöar á leiöinni til aö boröa, en Drúsiilu var sama. Hún virtist ánægö meö allt, sem Sebastian tók sér fyrir hend- ur. Þegar hann talaöi, talaði hún. Þegar hann þagöi, þagöi hún. Hann komst þó aö þvi, aö hún var fróö um tré, fugla og villt dýr, en hún reyndi ekki aö blekkja hann meö vitneskju sinm. Klukkan f jögur sagði hann sak- bitinn: — Ertu ekki sársvöng? Viö skulum koma okkur aö biln- um og fara og fá okkur te! — Allt i lagi! Fékkstu nokkra hugmynd? Hann hristi höfuöiö. — Um- hverfiö er komiö, en atburöarrás- in ekki. Er ekki yndislegt hérna? — Dásamlegt! — Ertu ekki þreytt? Viö höfum gengiö margar milur! — Nei, nei! Ég er vön löngum gönguferöum. Ég fór oft fjórar milur aö næsta þorpi og fjórar milur heim meö þunga körfu. — Hamingjan hjálpi mér! En sú seigla! — Ég er seig! Ég hef aldrei haft neinn til aö stjana viö mig eins og Maud frænka stjanar viö Evu og Katrinu. Hún er alltaf hrædd um aö þær veröi of þreytt- ar, fái kvef eöa eitthvaö álika. — Færöu aldrei kvef? — Jú, jú.enamma tók þaðekki hátiölega! — En nú ertu rikur erfingi! Hvernig er þaö? — Hræöilegt! — Hvers vegna? Er ekki gam- an aö eyða peningum? — Ég má engu eyöa! Maud frænka lætur mig leggja fram reikning fyrir hverri krónu, og hún vill ekkert leyfa mér aö kaupa, sem mig langar i. Hún er mjög vingjarnleg og vill gjarnan kenna mér og aöstoöa mig, en þaö var skemmtilegra að eiga heima hjá ömmu. — Þá skaltu ekki giftast elsku Konráöi! — Giftast Konráöi? Drúsilla staröi á hann. — Hvers vegna 1 ósköpunum ætti ég aö taka upp á þvi? Hann.... hann vill mig ekki, og ég.... ég vil alls ekki giftast honum. — Konráö er tækifærissinni, vina min. Hann kvænist þér, ef hann getur, og reynir hæfileika sína sem húsameistari á þér. Hann teiknar splunkuný ráðhús, en hann nýtur þess aö fá gamalt hús og gera þaö nýtízkulegt. Hann lætur fella öll tré f nágrenninu, tætir af þeim vafningsviöinn og setur i þau allt, sem hann kallar „nútima þægindi”. Mér finnst ár- angurinn voöalegur. Vesalings húsiö missir alla sál... iáttu hann ekki fara þannig meö þig. — Æ! Drúsilla vissi ekki, hvort honum var alvara eða ekki. — Auðvitaö ekki! Ég held, aö þaö væri voöalegt aö giftast Kon- ráöi... en Daviö finnst, aö þaö veröi aö veröa breyting á mér til batnaðar. — Daviö er asni! Þú ert ágæt eins og þú ert. Þaö er ekki hægt aö breyta skógarfugli i kanarifugl 1 búri, sagði Sebastfan glaðlega. Klukkan var aö verða fimm, þegarþau komuaöbilnum, og þau fundu ekkert veitingahús fyrr en eftir tuttugu minútna leit. — Viö komum alltof seint til kvöldveröar, og Maud frænka veröur afskaplega reiö viö okkur, sagöi DrúsiUa, þegar þau sátu og borðuðu hveitibollur meö jaröar- berjasultu. — Égskalsjáum hana! Viö för- um ekkertheim strax! Ég ætla aö sjá sólsetriö og rökkriö falla á skóginn. Viltu þaö ekki? Viö fáum okkur aö boröa á heimleiöinni, sagöi Sebastian meö fortölum. — Hvortég vil! Ég vildi, aö viö þyrftum aldrei aö fara til „Jecelyns”. Þetta hefur verið himneskur dagur, andvarpaði Drúsilla. — Sólin hefur skiniö i allan dag. Sólsetriö veröur fall- egt. Þaö var það lika, en þaö kólnaöi fljótt, þegar sólin var horfin af lofti og DrúsUla var fegin, að hún haföi tekiö tvidkápuna meö sér. Sebastian sat viö hliö hennar og skrifaöi ákaft i vasabók. Hún sat grafkyrr og óttaðist að trufla hann, en hann hélt áfam aö skrifa, meöan einhver glæta var á lofti. Þá lagöi hann bókina frá sér og sagöi: — Eigum viö aö skreppa i smá gönguferö? — Já,já! En ég held, aö þaö sé aö koma þoka! — Það skiptir engu. Ég get ekið I blindþoku, sagöi Sebastian ánægöur. — Komdu! Skógurinn er óhugnanlegur i myrkri. Finnst þér það ekki? Þaö er erfitt að lýsa þvi... kyrrö, sem engin kyrrö er, þögn, sem I heyrist alls konar hljóö, sem maöur veit ekki, hvaö eru, hélt hann áfram um leið og hann fór út úr bílnum. — Ég veit, hvaö þú átt viö, svaraöi Drúsilla. — Manni finnst einhver elta mann, þegar maöur er einn. — Viö förum nú ekki svo langt! Haltu um hendina á mér. Daviö haföi aldrei boðist til aö eftir JAN TEMPEST KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FiSKUR Breiöholti Simi 7 120« - 7 1201 G'N? V PÖSTSENDUM TRULOFUNARHRINGA ijoli.nmts Utnsson U.uiH.iUtgi 30 *i|im. 10 200 Dunn Síðumúla 23 /íffli 64200 Heimiliseldavélar. 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðmstoig Simai 25322 og 10322 Loftpressur og traktorsgröfur til leigu Véltækni hf. Símiádaginn 84911 á kvöldin 27924

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.