Alþýðublaðið - 29.03.1977, Síða 6

Alþýðublaðið - 29.03.1977, Síða 6
Þriðjudagur 29. marz 1977 .£15%?*° 6 VETTVANGUR Mjólkurfélag Reykjavíkur 30 ára Stjórn MR og forstjóri Jón M. Guðmundsson, Einar Tönsberg, Sigsteinn Pálsson.Leifur Guðmundsson ólafur Andrésson Siguröur Sigurösson. Þann 28. mars hefir Mjólkur- félag Reykjavíkur starfaö i 60 ár Félagið er óháö samvinnu- félag. Félagssvæðið nær yfir Reykjavik og nærsveitir, vestan Hellisheiðar og sunnan Skarðs- heiðar. Upphaflegur tilgangur félags- ins var, að hafa með höndum sölu og dreifingu mjólkur fyrir framleiðendur i Reykjavik og nágrenni. Arið 1920 kom félagið á fót fyrstu mjólkurstöð á landinu. Keypt var höseign við Lindar- götu og þar settar upp mjög vandaðar vélar til mjólkur- vinnslu. Mjólkurlögin sem sett voru 1934, orsökuðu að félagið varð að hætta mjólkurstöðvar- rekstri en hefur siðan starfað i þágu landbúnaðarins sem verslunarfélag og innflytjandi á korni og framleiðandi kjarn- fóöurs. Arið 1930 kom félagið á fót mjög fullkominni mjólkur- vinnslustöð við Snorrabraut með þvi að byggja hús þaö sem Osta og smjörsalan er til húsa i nú. Sama ár byggði félagiö húsið Hafnarstræti 5. Þar var rekin um árabil umfangsmikil verslunarstarfsemi ásamt fóöurblöndunarstöð og korn- myllu. Arið 1964 hóf félagið byggingu á nýrri fóðurblöndunarstöð á samliggjandi lóö við Brautar- holt. Keyptar voru i þessu skyni mjög fullkomnar blöndunarvélar og hófst fóöur- blöndun þar árið 1965. Ari siðar byrjaði félagið fyrst allra hér- lendis að framleiða fóðurköggla sem þá var algjör nýlunda hér. 1 framhaldi af þessu var komið upp kornmyllu og hafinn innflutningur korns i lausu. Sala á fóöurkögglum jókst mjög Ort og árið 1969 keypti félagið korn- dælubil hinn fyrsta hérlendis og hóf sölu á lausu kjarnfóðri en i það fyrirkomulag hafði félagið ávallt stefnt. Arið 1969 hóf Mjólkurfélagið ásamt Fóður- blöndunni h/f og SIS undir- búning aö byggingu Korn- hlööunnar h/f i Sundahöfn og er félagið eignaraðili að þvi fyrirtæki að 1/3. Kornhlaöan tók siðan til starfa i ágúst 1971 og bætti það aöstöðu félagsins til kjarnfóður- vinnslu mjög verulega. 1 desmber 1971 hóf félagið byggingaframkvæmdir við enn nýja fóðurblöndunarstöð við hlið Kornhlöðunnar i Sunda- höfn. Þessa nýju blöndunarstöð tók félagið i notkun seint á árinu 1972. Voru blöndunarsamstæður og kornmylla fluttar frá verk- smiðju félagsins við Brautar- holt og þær settar upp i nýbygg- ingunni við Sundahöfn. Ýmsar nýjar vélar voru keyptar og verksmiðjan endurskipulögð. Enn er stöðugt unnið að endur- bótum og fullkomnun i tækja- búnaöi. 1 fóðurblöndunarstöð MR við Sundahöfn eru nú notaðar mjög fullkomnar og nákvæmar vélar til fóður- blöndunar. Gott fóöur fæst ein- göngu með nákvæmri vigtun á þvi hráefni sem i blöndurnar er notaö og góðri blöndun svo og með þvi að nota aðeins úrvals hráefni. MR kaupir allt það korn- sem það notar i fóðrið beint frá korn- ræktarsvæðum i Evrópu og Bandarikjunum og flytur það laust til landsins. Þvi er dælt inn i Kornhlöðuna við Sundahöfn, en siðan i vinnsiugeyma verk- smiðjunnar. Þar er kornið malað og blandað ýmsum efn- um og að lokum flutt á eigin bil- um til viðskiptamanna MR . 1 Sundahöfn er nú öll fóður- vöruframleiðsla félagsins og fóðurafgreiðsla. í húseign félagsins við Lauga- veg 164, eru skrifstofur og öll önnur starfsemi. Þar eru MR búðirnar sem selja girðingar- efni, fræblöndur og ýmis tæki til notkunar við landbúnað o.fl. svo og matvörur allskonar. Mjólkurfélagið er eins og áður er getið samvinnufélag en hefur verulega verslun við utan- félagsmenn um land allt. Mark- mið félagsins er að selja viðskiptamönnum sinum fyrsta flokks vörur við sem hag- stæöustu verði og láta i té góða þjónustu öllum sem viö þaö skipta hvar á landinu sem þeir búa. Fratr.hald á bls. 10. MR kaupir húseignina nr. 14 við Lindargötu á horni Lindargötu og Vatnsstigs (nú nr. 36). Þar var sett upp mjólkurstöðog mjólkin gerilsneydd. Einnig átti M.R. um tlma htiseignirnar Vatnsstfg 10 og 14. 1930: Lokið byggingu hússins Hafnarstræti 5. Fyrsti stjórnarfundur hald- inn þar 17. júni 1930. 1932: Mjólkurstöð M.R. við Snorrabraut tekur tii starfa f húsi þvf sem fé- laeið byggði þar. Þarer núOsta- og Smjörsalan til húsa. 1954-1958: Húsið Laugavegi 164, fóðurblöndunarstöð og skrifstofur, byggt og tekið I notkun. Nýbyggð fóðurblöndunarstöð við Brautarhoit tekin f notkun með ný- tlsku vélum og hafin framieiðsla á köggluðu fóðri f fyrsta sinn hér- lendis. 1972: Tekin í notkun nýbyggð fóðurblöndunarstöð I Sundahöfn I tengslum við Kornhiöðuna hf.sem M.R. á að 1/3 hluta.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.