Alþýðublaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 28. júní 1977 SKÁK ^ % Umsjón: svavar guðni SVAVARSSON Hver var Bilguer? Lauslega þýtt úr sænska skák tlmaritinu Schacknytt mai-heft: 1977. Eftir Svend Nyvrup. Þegar fyrsti hluti byrjana alfræöibókar FIDE kom út fyrii’ nokkrum árum vakti þaö mikhi hrifningu i öllum skákheiminum. Þaö var ekki aöeins Bent Larsen sem sagöi aö þetta væri ,,okka; tima Bilguer”. Hver var Biíguer' Nafniö felur i sér stutt ei athyglisvert lifshlaup. Rudolf voi Bilguer fæddist i Berlin 1815 oi var af aöalsætt, sem haföi öölaz. tign sina vegna hermennsku. Hann gekk hermannsveginn og fékk vegna tignar sinnar yfir- mannsstarf eftir nauösynlegan námstima. Samhliöa starfi sinu undi hann viö skák I skákfélagi staöarins. Um þróun hans sem skák- manns er litiö vitaö. Þegar hann tefldi við beztu skákmenn sins tima i Berlin var hann jafningi þeirra. Hann var mjög heiisu- tæpur og eftir tvö ár sem yfir- maöur i hernum, neyddist hann 1 Bilguer til þess aö sækja um lausn frá störfum. Skömmu fyrir 25. afmælisdag sinn lézt hann. A siðustu árum æfi sinnar vann hann meö mikilli atorku aö verki, sem þá var óþekkt, þaö var bók um byrjana yfirlit. Aöur fyrr var ekki fengizt svo mjög um byrj- analeiðir. Meö vini sinum Thass- ilo von der Lasa vann hann aö athugunum sinum og var langt kominn meö starf sitt þegar hann dó 1840. Von der Lasa hélt verkinu áfram og lauk þvi. Ariö 1943 kom siöan út „Handbuch des Schachpiels. Entoworfen und angefangen von P.R. v. Bilguer, forgesetzt und herausgegeben von seinem Freunde v.d. Lasa”. Verkiö varö bók aldarinnar /egna mikils yfirgrips efnisins, /fsindalegra — og kerfisbundinna /innubragöa. Þaö iýsir bezt oröum Larsens þegar hann sagöi aö komin væri ,,nýr Bilguer”, hversu framsýnn hann var (Bilguer). (Þess má geta aö endurskoöanir voru gerö- ar á bókinni meö árunum m.a. fann ég i safni minu eina slfka geröa af Carli Schlechter og út- gefna af Jacques Mieses, Berlin og Leipzig 1921. Sv. G. Sv.). Hvernig tefldi Bilguer sjálfur? Viö skulum lfta á eina hinna fáu skáka, sem hafa varöveitzt frá hans hendi. Hvitt: Bilguer. Svart Schorn. Skozka bragðið. 1. e4, e5. 2. Rf3, Rc6. 3. d4, exd4. 4. Bc4, Bb4+. 5. c3, dxc3. 6. 0-0, cxb2. 7. Bxb2, Bf8. 8. Dd5, (Sé skoöaö i bók Bilguers mælir hann hér meö 8. e5, en segir aö miklir möguleikar séu eftir leikinn, sem hann lék. Þaö sannast hér.) 8~, Rh6. 9. Rg5, De7. 10. Rc3, d6. 11. Rb5, Re5. 12. Bxe5, dxe5. 13. Rxc7+, Dxc7. 14. Hacl, De7. 15. Bb5+, Bd7. 16. Dxb7, Hd8. 17. Hfdl, Bxb5. 18. Dxb5+, Hd7. 19. Hc8+, Dd8. 20. Dd7 Mát. Byrjana alfræöibók FIDE hef- ur fengizt i Skákhúsinu á Haga- mel. Einu fjölmennasta skákmóti, sem hefur veriö haldiö á Islandi, Vetrarmóti Skákfélagsins Mjöln- is er lokiö en þar sem óljóst er um nokkrar skákir i A-riöli og ég hef ekki fengiö upplýsingar þar um birti ég ekkert, enda efni i heil- siöugrein. Vonandi lætur blaöa- fulltrúi félagsins frá sér heyra I fjölmiölum um hiö grósku mikla starf félagsins. Aö endingu vil ég óska Friörik Olafssyni gæfu og gengis hvort, sem hann ætlar aö starfa utan skákborösins i skákheiminum eöa viö þaö. Svavar. Læknar gera strandhögg í skák- heiminum Fyrir nokkru siöan tefldu lækn- ar Landspitalans viö starfsmenn Verkfræöiskrifstofu Siguröar Thoroddsen og sigruöu meö 58 v. gegn 17 v. 1 siðustu viku tefldu tiu læknar og einn vaktmaöur þeirra viö starfsmenn Landsbankans, og Landsbankamenn hafa veriö taldir til stórvelda i skákheimin- um hér. Keppninni var hagaö þannig aö tefldar voru fimm minútna skákir, samtals átta um- feröir og fóru leikar svo aö Land- spitalamenn sigruöu meö 49 og hálfum vinningi gegn 38 og hálf- um vinningi. Liö Landspitalans var sem hér segir: Sæmundur Kjatansson, Grétar Ólafsson, Bjarni Þjóöleifsson, Ingólfur Hjaltalin, Sverrir Bergmann Hjalti Þórarinsson, Guöjón Sigur- björnsson, Ragnar Konráösson, Þóröur Haröarson, Gestur Þor- geirsson. Af einskærri heppni komst upp um þessar keppnir og var tölu- vert erfitt aö afla fullra heimilda og kostaöi mörg simtöl, en smátt Framhald á bls. 10 KVIKMYNDIR 1 Þorsteinn Úlfar Björnsson skrifar Tvær myndir um Háskólabió: Kassandra brúin itölsk/brezk 1977, iitir, breið- itölsk/brez4 1977, litir, Dreio- tjald, stjórnandi: George Cos- matos. Það skemmir fyrirað vita um endi myndarinnar og er nóg aö segja að hún fjalli um járn- brautarlest þar sem hættulegur moröingi leikur lausum hala. Þessi morðingi er bakteria og stórkostlega erfiði meðhöndlun. Það er ekkert mótefni til og þaö ráð er tekið að innsigla lestina. Það eru ýmsir þræðir sem gaman er að velta fyrir sér i sambandi við atburðarásina. Til dæmis hvers vegna Bandarikja- menn eru svona æstirf að koma henni yfir til Póllands. Hvers vegna yfirmaður áætlunarinnar um að senda lestina þangað er hafður undir eftirliti af sam- starfsmönnum sinum, og fleira mætti tina til. Cosmatos hefur sjálfur sagt að þetta sé i raun og veru ham- fara mynd og fyrir sig persónu- lega sé drepsótt miklu meira eyðileggjandi en jarðskjálfti, eldsvoði eða sprengja. „Drep- sótt sem framkölluð er af mönnum er verst af öllu og fyrirlitlegust. Við erum verstu óvinir sjálfra okkar. Við erum að drepa okkur með svoköll- uðum framförum eöa þróun.” Kassandra brúin er vel gerð og góö mynd. Hún heldur manni hugföngnum frá upphafi til enda. Ég vil eindregið hvetja fólk til að láta myndina ekki fram hjá sér fara en það verða ferðalög örugglega fáar sýningar eftir þegar þetta birtist á prenti. Cos- matos er kunnur fyrir mynd- irnar The beloved og Massacre inRome en hann hlaut skilorðs- bundinn fangelsisdóm fyrir þá siðarnefndu þar sem sannleik- urinn kom illa við Vatikanið. Hann er leikstjóri sem mikils má vænta af i framtiðinni og hefur einstakt lag á að fá það bezta út úr leikurum þeim sem vinna með honum. Laugarásbió: Höidum iifi (Survive) gerð 1976, mexikönsk, litir breiðtjald, stjórnandi: Rene Cardona. Það þarf aðeins eina setningu til að skrifa um meistaraverk. Þessvegna væri hægt að skrifa langt mál um Höldum lifi. Gall- inn er bara sá að það er eyðsla á rúmi sem væri betur varið undir eitthvað annað þarfara en þessa ógeöfelldu og að flestu leyti slæmu mynd. Höldum lifi fjallar um atburði sem gerðust nýlega ofnýlega, og eru fremur dapur- legir. Myndin er gerð i heim- ildarmyndar stil og hefur sum- staðar þul sem segir setningar eins og „þau gerðu hið ómögu- lega, þau héldu óbuguðum and- legum styrk”. En myndina vantar samt raunverulegt heimildarmyndaryfirbragð. Það er sáralitið sýnt af félags- legum högum og samskiptum fólksins. Það er lögð miklu meiri áherzla á að sýna þegar verið er að brytja niður lik til matar. 1 stuttu máli sagt er gert of mikið úr mannáti fólksins en það var bara einn af fjöl- mörgum þáttum þessa hörmu- lega slyss. Þó á myndin til sin augnablik. Það er i fyrsta lagi sjálft slysiö þegar vélin skellur á fjallinu og eftirleikur þess, aöhlynning sjúkra og særðra. 1 öðru lagi er sena þar sem draugalegar verur bera hina dánu til hinstu hvilu i snjónum ógnþrungin og tónlistin undir hreint mögnuð. Sjaldan hefur maður orðið eins var við dauðann i nokkurri mynd eins og þar. Tvö önnur atriði eru nokkuð góð. Þaö er þegar fólkið heyrir um andlát sitt I litlu ferðaviðtæki og þegar örvæntingarfullir mennirnir komast loks til byggða eftir hjálp. Það sem eftir er af mynd- inni nær að minum dómi alls ekki sama gæðastigi. Opið bréf til útvarpsstjóra: Mátflytjendur í Ríkisútvaipi skulu vera starfi sinu vaxnir Þátttakendur I námskeiöi fyrir móöurmálskennara I grunnskólum, sem haldíö var i Kennaraháskóla Islands, 6.-10. júni sl. hafa sent útvarpsstjóra Andrési Björnssyni opiö bréf, þar sem lögð er rik áherzla á aö þulir og aörir fastráönir mál- flytjendur Rikisútvarpsins séu starfi sinu vaxnir, og framburð- ur þeirra sé skýr og eölilegur, á- herzlur réttar og málhreimur Islenzkur. Benda kennararnir á aö þetta megi sizt bresta hjá þeim sem annast þætti fyrir ungu kynslóöina, svo sem barnatima, iþróttaþætti og poppþætti. I bréfinu til útvarpsstjóra segir ennfremur aö þaö sé sam- dóma álit kennaranna á nám- skeiðinu, aö koma eigi á viötæku samstarfi Rikisútvarpsins og móöurmálskennslu i skólum, meöal annars meö föstum þátt- um um framburö islenzks máls. Jafnframt þakka kennararnir þá viöleitni Rikisútvarpsins til eflingar islenzkrar tungu meö þáttum um daglegt mál og þátt- um oröarbókamanna. Allir þátttakendur i nám- skeiöinu undirrituöu bréfiö til Útvarpsstjóra og var afrit af þvi sent til menntamálaráöherra, útvarpsráös og allra fjölmiöla. —AE HORNID Að endaðri kvöldsögu i útvarpi: Endað þruglið, aftur lagði auma bók — frá kommablesa. Andskotinn loks amen sagði, ögmundsson þá'hætti að lesa. Flosi Flosa. Auglýsingasími blaðsins er 14906

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.