Alþýðublaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 12
ÞRIÐJUDAGUR Vígsluathöfn í Þjórsárdalnum Byggingarnefnd Þjóöveldis- bæjarins, en svo mun hann verða nefndur framvegis, ef aö likum lætur, skilaði af sér við hátiðlega athöfn á Jónsmessu i hinum ný- reista bæ. Formaður byggingarnefndar, SteinþórGestsson alþingismaður, flutti ræðu þar sem hann rakti i aöalatriðum byggingarsögu bæj- arins. Byggingin hefur staðið yfir í röskþrjúár.en aðdragandi miklu lengri. Þurfti og margs að gæta, til þess að freista þess að bærinn yrði sem sönnust mynd af forn- aldarbæjum. Þá hlið annaðist einkum Hörður Agústsson list- málari. Margir hafa lagt bæði fé fram og hönd að bæjarbyggingunni sem Steinþór upplýsti að kostað hefði, eins og bærinn nú stendur við afhendingu, um 41,5 milljónir. Félag skógareigenda i Noregi sýndi m.a. þá rausn að gefa timb- ur allt i bæinn, um 4,5 milljóna virði. Formaður byggingarnefndar afhenti svo forsætisráðherra bæ- inn, en varðveizla hans á að heyra undir forsætisráðuneytið. Ráðherra þakkaði með ræðu, þar sem hann lagði verulega á- herzlu á, að hér væri merkilegur tengiliður risinn milli fortiðar og framtiðar. Þá lýsti hann þvi yfir, að nefnd hefði verið skipuð, til að 'annast varðveizlu bæjarins og sömuleið- is ákveða um sýningu hans. For- maður nefndarinnar er Gisli Gestsson, safnvörður, en aörir i nefndinni Steinþór Ingvarsson, oddviti Gnúpverjahrepps og Eirikur Briem, forstjóri Lands- virkjunar. Mun nú bærinn brátt verða opnaður almenningi til sýn- is. Að lokum flutti Hörður Agústs- son ræðu, þar sem hann lýsti bæn- um og ræddi um þau aðföng, sem hann hefði lagt til grundvallar framkvæmdinni. Er hér um að ræða eftirmynd hins forna bæjar GauksTrandilssonar að Stöng, að svo miklu leyti sem rústir hans sýna. Óhætt er að segja, að mikill myndarbragur er yfir bænum, og flest þar haglega unnið, bæði torf- og tréverk. Þó er ýmislegt, semþeir hljóta að sakna, sem kunnugir eru hinum fornu torf- bæjum. Utanbæjar mætti helzt benda á, að það, sem sker i augu, þegar komið er að framhlið bæjarins, að torfverkið er aðeins streng- hleðsla. Þar mætti telja, að betur hefði farið á, að nota hina sér- kennilegu klömbruhleðslu, sem algengust var á torfveggjum og mikil prýði að, sama gegnir um stafn. Þessa hleðslu er raunar að finna á bakhlið. Vitanlega er miklum erfiðleik- um bundið að gera sér fulla grein fyrir bæjarbyggingum á þjóð- veldisöld og framkvæma bygg- ingu þeirra, þó heimildir séu nokkrar. Trúlegt má þykja að einhverjir Framhald á bls. 10 „Réttur til náms og er mannréttindi” Alls luku 234 prófi frá Háskóla Islands á þessu vori og skiptust þeir þannig á deildir: Guðfræöideild..................5 Læknadeild....................35 Lyfjafræði lyfsala............14 Lagadeild ....................25 Heimspekideild................38 Verkfr.-og raunvis.deild.....49 Viðskiptadeild ...............31 Tannlæknadeild ............... 5 Félagsvisindadeild ...........18 Námsbraut ihjúkrunarfr.......14 Haustið 1976 luku 68 prófi frá háskólanum og á miðjum siðasta vetri 41. Alls luku þvi 343 prófi frá Háskóla lslands háskólaárið 1976- 1977. Sambærileg taia fyrir árið 1975-1976 var 322 og árið 1974-1975 234. 1 febrúarlok á þessu ári var tala nemenda viö Háskóla Islands 2818, þar afl009 konur. Flestir stunduðu nám i heim- spekideild, 748, i verkfræði- og raunvísindadeild 538, i viðskipta- deild 374, i læknadeild 336, i fé- lagsvisindadeild 294, i lagadeild 267, i námsbraut i hjúkrunar- fræðum 86, i lyfjafræði lyfsala 57, i guöfræðideild 53, i tannlækna- deild 47 og i námsbraut i sjúkra- þjálfun 18. Að þessu sinni eru i fyrsta sinn útskrifaðir hjúkrunarfræðingar með B.S. gráðu. Námsbraut i hjúkrunarfræöum tók til starfa við Háskóla islands i tengslum við læknadeild haustið 1973. Hún lýtur sérstakri stjórn, sem full- trúar háskólaráðs og lækna- deildar eiga sæti i ásamt fast- ráðnum kennurum, náms- brautarstjðra og fulltrúum stú denta. Formaður námsbrautar- stjórnar er Arinbjörn Kolbeins- son dósent, en námsbrautarstjóri Ingibjörg Magnúsdóttir. Engar nýjar kennara- stöður. I máli Guðlaugs Þorvalds- sonar, háskólarektors, við braut- skráninguna 25. júni kom m.a. fram að námsbraut i sjúkra- þjálfun hóf starfsemi innan skól- ans á siðastliðnum vetri og endurskoðunarnám hefur verið fellt inn i viðskiptadeildina. I haust er svo ætlunin að hefja kennslu i matvælafræði á vegum vinnu Guölaugur Þorvaldsson, há- skólarektor. verkfræði- og raunvfsindadeildar. A þessu ári fengust engar nýjar kennarastöður við skólann, en há- skólarektor sagði væntanlega yrði bætt úr brýnasta fjárhags- vandanum við gerð fjárlaga 1978. Fjárveitingartil rannsókna þyrfti einnig að auka verulega ef skólinn ættiaö standa undir nafni. Lokaorð rektors voru á þessa leið: Aðgangstakmarkanir að há- skólanámi hafa verið mjög i brennidepli og það er ekki eftir- sóknarvert fyrir neina skóla- stjórn að framkvæma þær fremur en að framkvæma hliðstæðar tak- markanir um aðgang til vinnu, enda verður að lita á réttinn til náms og réttinn til vinnu sem mannréttindi. Þó að við heyrum oft sagt, að sjálfsagt sé að tak- marka aðgang að háskólanum, jafnvel með beinum fjöldatak- mörkunum, þá ættum við að vera minnug þeirra orða franska há- skólaráðherrans, frú Saunier- Seité, sem hún viðhafði i ræðu á fundi Evrópuráðsins i Strassburg á siðastliðnu hausti: „Allir vilja takmarka aögang ungs fólks að háskólanámi, að- eins ef það gildir ekki fyrir þeirra eigin börn”. FISKSJUKDOMAFBÆÐ- INGAR HINGAÐ A VEGUM BORGARINNAR? 1 samtali við Davið Oddsson varaformann i Veiði- og fiski- ræktarráði Reykjavikurborgar kom fram, að ráðið hefur fyrir nokkru samþykkt tillögu til borgaryfirvalda þess efnis að fengnir verði hingað til lands sérfræðingar i fisksjúkdómum til að rannsaka sjúkdóma sem upp hafa komið i fiskeldistöðv- um hér á landi, svo sem Elliöa- árstöðinni og laxeldistöð Skúla Pálssonar á Laxalóni. Sagði Davið að upphaflega hefði það verið hugmyndin i fiskiræktarráði að að slikri heimsókn stæðu þær stofnanir auk ráðsins, sem fulltrúa eiga i Fisksjúkdómanefnd, en það eru Veiðimálastofnunin og tilrauna- stöðin að Keldum. t svari sem Veiði- og fiski- ræktarráði barst frá Fisksjúk- dómanefnd hefði hins vegar komið fram, að nefndin vildi ekki taka þátt i þessu samstarfi, enda efaðist hún um gagnsemi sh'krar skyndiheimsóknar. ,,Við teljum hins vegar svo mikið f húfi, að leita beri allra mögulegra leiða áður en gripið er til örþrifaráða svo sem stór- fellds niðurskurðar eldisfisks.” sagði Davið, ,,og þvi viljum við beita okkur fyrir hingaðkomu erlendra sérfræðinga, þó svo að ekki hafi tekizt samstarf við áð- urgreinda aðila um þessa að- stoð.” Sagðist Davið reikna með að erindi Veiði- og fiskiræktarráðs verði tekið til meðferðar hjá borgarráði i dag, þriðjudag, og vonast hann til að það fái já- kvæðar undirtéktir þar. —GEK alþýöu blaðið HEYRT, SÉÐ 0G HLERAÐ Lesið: t Vestmannaeyja- blaðinu Brautinni: „Flug- leiðir h.f. hafa boðið bæjar- sjóði Vestmannaeyja for- kaupsrétt á nýjum hluta- bréfum i fyrirtækinu, sam- tals að upphæð kr. 514.100.00. Ákvörðun um kaupin verður tekin á næsta bæjarstjórnar- fundi.” V Séð: I síðasta hefti Sjávarfrétta: „Forráða- menn Hafskips h.f. hafa nú endanlega hætt við fyrir- huguð kaup á norska bræðsluskipinu Norglobal, en eins og áður hafði verið fjallað um i Sjávarfréttum höfðu þeir gert eigendum skipsins tilboð i það, sem hafði verið vel tekið. Þegar fréttist um það i Noregi að eigendur Norglobal hygð- ust selja skipið risu norskir sjómenn upp og andmæltu þvi kröftuglega að skipið yrði selt, og hótuðu meira að segja málshöfðun. Var fjallað töluvert um málið i norskum blöðum, og kom fram að það væru fleiri en Islendingar sem áhuga hefðu á kaupunum. Aðeins örfá bræðsluskip eru nú til, sem eru i svipuðum gæða- flokki og Norglobal, og þrátt fyrir að ætla megi að verkefni fyrir slik skip verði minni framvegis en verið hefur, þá hafa Norð- menn haft mjög góöa reynslu af skipinu og telja sig alls ekki geta misst það”. # Tckið eftir: Að JC-menn á Suðurnesjum og slökkvi- liösmenn i Keflavik hafa á þremur mánuðum selt 500 reykskynjara og 400 slökkvitæki fyrir um 9 milljónir króna. ☆ Heyrt: Að opnuð hafi verið i Reykjavik ný verzlun, sem nær eingöngu selur efni og tæki til bruggunar. Eigandi hennar hefur m.a. auglýst og hvatt fólk til að vera viðbúið verzlunar- mannahelginni. Þetta þyk- ir nú sumum talsverð ögr- un við yfirvöld, þegar þess er gætt, að bruggun áfengs öls er bönnuð samkvæmt lögum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.