Alþýðublaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 5
sssx Þriðjudagur 28. júni 1977 VIDHORF 5 Erblaðamenn Alþýðublaðsins voru á ferð um Vestfirði á dög- unum gafst þeim meðal annars kostur á að fara j siglingu með Djúpbátnum Fagranesi um Isa- fjarðardjúp. Þetta var á föstu- dags siðdegi i bliðskaparveðri og fjallasýn eins og bezt verður á kosið. Jafnvel sunnlenzkir landkrabbar á borð við okkur, sem ekki þekkja sjómennskuna nema af afspurn, gengu glað- beittir um þiljur Fagranessins án þess að hafa hinn minnsta beig af hafinu hvað þá að það örlaði fyrir sjóveiki sem sagt sannkallaður dýrðardagur. Mikilvæg samgöngubót Allt frá þvi Fgranesið var , keypt nýsmiðað hingað til lands frá Noregi árið 1963, hefur skip- ið verið mikilvæg samgöngubót ibúum við Isafjarðardjúp, en það heldur uppi reglubundnum mjólkur- og mannflutningum um Djúpið. A Fagranesinu er 6 manna á- höfn, sem samanstendur af tveimur vélstjórum, skipstjóra, stýrimanni, matsvein og háseta. Skipstjóri lengst af eða um 12 ára skeið var Asberg Kristjánsson, en næstur honum kom Benedikt Egilsson sem var skipstjóri á Fagranesinu i rúmt hálft ár. Siðan i september 1975 hefur Hjalti Hjaltason verið skipstjóri og var engan bilbug á honum að finna þegar blaða- menn Alþýðubiaðsins ræddu stuttlega við hann, þrátt fyrir fremur bágborinn reksturs- grundvöll skipsins. — Ég tel að ljóst sé að Fagra- nesið var þegar 10-15 árum á eftir timanum er það var keypt til landsins árið 1963, bæði hvað snertir tækjabúnað og stærð, sagði Hjalti. Jafnframt sagði hann að sök- um þess hve Fagranesið væri litið og óhentugt til að sinna þvi hlutverki sem þvi er ætlað, væri brýnt aö nýtt skip fengist til að taka við þessu hlutverki. Kaup á sliku skipi hafa veriö á prjónum Hjalti Hjaltason, skipsstjóri Þegar veöriö er gott geta farþegar setiö uppi á dekki og notio út' sýnisins meöan sólin bakar þá. tsfirðinga um alllangt skeið, en ennþá hefur ekkert gerzt i þvi máli, a.m.k. svo vitað sé. Allt frá þvi Fagranesið kom til landsins hefur það verið i hvers kyns flutningum um tsa- fjarðardjúp, en auk þess hefur skipið verið i leiguferðum fyrir ýmsa aðila á sumrin. Vegna þess hve Fagranesið er mikilvægt búaliði við tsa- fjarðardjúp, hefur rikið styrkt útgerð þess, en að sögn Hjalta hrekkur sá styrkur skammt og mætti gjarnan vera myndar- legri. Ef til vill eru það fólksflutn- ingarnir yfir sumartimann sem hafa haldið útgerð skipsins ,,á floti”, en undanfarin sumur hef- ur farþegum fjölgað mikið. Að sögn Hjalta eru hringferð- irnar um djúpið vinsælastar hjá ferðamönnum, en einnig er mikið um að ferðafólk sem er á eigin bifreiðum takisérfar með skipinu á einhvern viðkomu- staðanna inni i Djúpi og haldi siðan ferð sinni áfram þaðan. Að lokum skulum við lita á hvernig áætlun Fagranessins litur út i grófum dráttum. A mánudögum er haldið úr höfn. klukkan 8 að morgni og eru við- komustaðir Æðey, Bæir, Ogur, Vigur, Hvitanes, og aftur til Isa- fjarðar. Á miðvikudögum er einnig lagt af stað klukkan 8 að morgni og er þá farin hringferð um allt Djúpið. Enn er lagt af stað frá ísafirði klukkan 8 á föstudagsmorgnum og eru við- komustaðir þeir sömu og á mánudögum. Aðra daga vikunnar eru farn- ar aukaferðir eftir þvi sem til fellur. 1 brúnni. MYNDIR - TEXTI: AXEL T. AMMENDRUP - GUNNAR E. KVARAN

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.