Alþýðublaðið - 28.06.1977, Síða 1

Alþýðublaðið - 28.06.1977, Síða 1
ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNi 7 7 —— S ^ :............. siminn er 14-900 Fagnaðarfundir A sunnudaginn komu til landsins um eitt hundrað konur úr kvennasamtökum jafnaðar- mannaflokkanna i Noregi, Svi- þjöð og Finnlandi. Samband Alþýðuflokkskvenna sérum alla fyrirgreiðslu vegna ferðar- innar, en það eru einu pölitisku kvennasamtökin hér á landi. Konurnar föru beint frá Keflavikurflugvelli austur að Laugarvatni. Siðan fara þær i Skálholt, að Gullfossi og Geysi og yfir Kjöl. Á Akureyri verða þær smátima^ fara i Mývatns- sveit og i Reykholt á leiðinni til Reykjavikur. 1. júli skoða þær Reykjavik og um kvöldið verða þær gestir á heimilum Alþýðu- flokksmanna i Reykjavik. I hópi kvennanna eru konur, sem mjög hafa komið við sögu stjórnmála i heimalöndum sinum. Á myndunum sjást kon- urnar við komuna til Kefla- vikur. Á efri myndinni til vinstri er Kristin Guðmunds- dóttir, formaður Bandalags Alþýðuflokkskvenna. Eins og sjá má uröu fagnaðarfundir, enda islenzku konurnar starfað með flokkssystrum sinum á ýmsum vettvangi. (Ljósm. ATA). handrit á I dag verða boðin upp hjá Sotheby i London 4 fornrit is- lenzk, þrjú Skarðsbókarhand- rit frá fjórtándu öld og auk þess eina handritið sem til er af óprentuðum rannsóknum á guðum heiðinna norrænna manna i samantekt Eggerts Ólafssonar. Talið er að handrit þetta hafi verið i fórum Jóns, yngri bróður Eggerts, en Stein- greinum Jónsson biskup vitn- aði i ritgerðina og er handrit biskups til i Landbókasafni. En handrit Eggerts gufaði hins vegarupp og var lengi vel talið að það væri að eilifu glatað, eöa þar til að það birt- ist skyndilega á uppboðslista hjá Sotheby 12. ágúst 1831. Kom þaö þá úr bókasafni sem var i eigu sænsks ambassa- dors. En nú er handrit Eggerts sem sagt á uppboðslista Sotheby i a.m.k. annað sinn. Sotheby, við New Bond Street i London er virt uppboðsfyrir- tæki og vel þekkt viða um lönd. Geirfuglinn sæli, sem sleginn var tslendingum við mikinn fögnuö hér um árið var einmitt boðinn upp hjá Sothe- by. —ARH Sérkennileg deila leigubifreidastjóra í Keflavík Kauphækkun hafnað! — Það er liklega heimsmet að menn kæri sig ekki um kaup- hækkun!, sagði bilstjóri einn á ökuleiðum i Keflavik i samtali við blaðið, en tilefnið var frétt i Suðurnesjatiðindum á föstudag- inn. Þar segir frá sérstæðu far- gjaldastriði leigubifreiðastöð- anna i Keflavík, ökuleiða og Aðalstöðvarinnar. Eins og kunnugt er hækkaði ökutaxti leigubifreiða um 10.8% i siðasta mánuði. Bifreiðastjórar Aðal- stöðvarinnarhafa enn ekki tekið gjaldsamkvæmtnýja taxtanum innan Keflavikurflugvallar og er það trúlega gert til þess að skapa sér betri aðstöðu i sam- keppninni um kúnnana á Vell- inum ökuleiðamenn eru þvi til neyddirað aka undir leyfilegum taxta. Að þvi er ökuleiðabil- stjórinn sagði i gær er ekki ekið samkvæmt gjaldmæli á Vell- inum, heldur eftirákveðnu jafn- aðargjaldi. Suöurnesjatiðindi hafa eftir Aðalstöðvarmönnum, að þeir séu ekki andvigir nýja ökutaxt- anum sem slikum, en segja samkomulag ekki hafa tekizt vegna langvarandi deilu um auglýsingar á flugveliinum. Hafi þeir boðið ökuleiða- mönnum upp á sameiginlega auglýsingastarfsemi, en þeir ekki fallizt á það. ökuleiðabil- stjórinn sagði hins vegar i sam- tali við Alþýðublaðið, að reynslan hafi sýnt að litt sé að treysta orðum þeirra á Aðal- stöðinni. ökuleiðir hafi lengi barizt fyrir sameiningu stöðv- anna, en þar hafi ætið strandað á nokkrum mönnum á Aðalstöð- inni. Bilstjórarnir af ökuleiðum og Aðalstöðinni hafa með sér sam- eiginlegt hagsmunafélag, Bif- : h’ramhald á bls. 10 45.000 tunnur af sfld til Rússlands Nýlega voru undirritaðir i Moskvu fyrirframsamningar um sölu á 45.000 tunnum af salt- aðri Suðurlandssild til Sovét- ríkjanna. Þar af eiga 35.000 tunnur að vera hausskorin og slógdregin sérverkuð sild eða svokölluð „specialsild” og 10.000 tunnur heilsöltuð sild. Heildarsöluverðmæti sildar- innar nemur um 900 millj. króna, og til þess að framleiða þetta magn þarf rúmlega6200 smálestir af fersksild. Gert er ráð fyrir að siðar verði teknar upp viðræður um viðbótarmagn til afgreiðslu á fyrsta ársfjórð- ungi næsta árs. A sl. ári þegar fyrirfram- samningar við Sovétrikin voru undirritaðir i Moskvu, var ein- ungis samið um sölu á heilsalt- aðri sild af minnsta stærðar- flokki, en núverandi samningur gerir ráð fyrir sölu á sild af öllum stærðarflokkum. Þá hafa einnig verið undirrit- aðir samningar um sölu á 20.000 tunnum af sykur- og kryddsalt- aðri sild til Finnlands og var einnig samið um nokkra hækk- un á söluverði þangað. Heildar- fc söluverðmæti þess sildar- magns, sem fer til Finnlands, nemurum 500 milljónum krðna og þarf tæplega 3.000 smálestir af fersksild, til að framleiða umsamið söíumagn. Er gert ráð fyrir að undirbún- ingsviðræður um sölu á saltaðri sild til Sviþjóðar hefjist i næsta mánuði. —JSS Tillögur um „heimilisuppbót á Iffeyri 99 1 yfirlýsingu rikisstjórnar- innar, varðandi nýgerða kjara- samninga, sagði meðal annars að rikisstjórnin myndi beita sér fyrir þvi aö tekin yrði upp sér- stök „heimilisuppbót á lifeyri” allra einhleypra einstaklinga sem búa einir á eigin vegum. Myndi uppbót þessi nema kr. 10.000 á mánuði. 1 samræmi við þessa yfirlýs- ingu hefur heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið, falið tryggingaráði að gera tillögur um úthlutun slikra bóta og mun rikisstjórnin að þeim tillögum fengnum beita sér fyrir setn- ingu bráðabirgöalaga þar um. íslenzk uppbod í London

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.