Alþýðublaðið - 23.07.1977, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 23.07.1977, Qupperneq 2
alþýðU' 2 STJÖRNMAL/ FRÉTTIR Laugardagur 23. júlí 1977. i!K,r Þórshöfn: Meiri og betri handfæraafli en undanfarin sumur Afli handfærabáta hefur veriö meö meira móti nú I sumar á Þórshöfn. Aö sögn sveitarstjór- ans Bjarna Aöalgeirssonar er aflinn jafnan betri og meiri en undanfarin sumur, og hráefni til vinnslu mun meira. Frá Þórs- höfnerugeröirútá stærri bátar, 20 — 50 tonn og um þaö bil 20 minni, um 15 — 20 tonn. — Netaveiöin var góö i april, en hefur verið með tregara móti i sumar, og ég býst viö aö stærri bátarnirfari á dragnótaveiðar i byrjun ágúst, sagði Bjami. Mikiö er um framkvæmdir á Þórshöfnisumar.Meðal annars er unniö aö undirbyggingu gatna og er ráögert aö oliumal- bera á næsta ári. Verið er aö reisa iþróttavöll og unniö er aö fyrsta áfanga i stækkun hafnar- innar. Þá er veriö aö byrja á nýju skólahúsnæöi og fbúöum fyrir aldraöa. Þaö eru fyrstu ibúöir, sem byggöar eru fyrir aldraö fólk á staönum, en aö sögn Bjarna er mikil þörf á þess hátt- ar húsnæöi. — Þaö eru geysileg húsnæöis- vandræöi hérna og þaö má segja aö eölileg þróun strandi alger- lega á húsnæöi, sagöi sveitar- stjórinn. Veðriö hefur ekki leikið viö Þórshafnarbúa, frekar en svo marga aöra, og hefur verið litiö um sólskin þar nyröra i sumar. Heyskapur er rétt aö byrja, en hann hefur gengið fremur illa sökum óþurrkatiöar. — AB "Útgefauði: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Arni Gunnarsson. Aöselur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Aiþýöuhúsinu Hverfísgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Biaöaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuöi_og 60 krónur i lausasölu. Einar frá í nokkrar vikur í viðbót Búast má við, aö Einar Agústs- son utanrikisráöherra veröi frá störfum vegna veikinda sinna um nokkurra vikna skeiötil viöbótar. Að sögn Henriks Sv. Björnssonar ráöuneytisstjóra i utanrikisráöu- neytinu var Einar skorinn upp fyrir tveimur vikum, en er um það bil aö fara heim af sjúkrahús- inu. Hins vegar kvaö Henrik senni- legt, aö ráöherra yröi aö hvila sig eitthvaölengureftir uppskuröinn, en hann kæmi sennilega til starfa á næstu vikum, — en þaö færi þó allt eftir þvi hvaö læknar ráö- legðu i þvi efni. Mengun og stjórnmál Lénsgróðahvötin Sjaldan hefur jafn þungur dómur verið kveðinn upp yfir íslenzka skattkerfinu og verð- bólgu þróuninni en fram kemur í orðum Halldórs Sigfússonar, skattstjóra í Reykjavík, er hann fylgir skattskránni síðustu úr hlaði. Þá má ætla, að eng- inn íslenzkur maður hafi meiri þekkingu og reynslu en Halldór til að gegna embætti dómar- ans. Ástæðan er til að birta umsögn Halldórs orð- rétta: Hann segir: „Játa verður að lengi vel var að því keppt, að hin fram- lagða Skattskrá i Reykja- vík sýndi sem mest end- anlegar skattgreiðslutöl- ur, en öll þróun héf ur gert útilokað að ná lengur þessu markmiði. Verður að fresta ýmsum þáttum endurskoðunar og rann- sókna á f ramtölum þar til eftir útkomu skattskrár og er það ver. En gæta má þess, að verðbólguþróunin í þessu fjárhungraða landi hefur skekkt tekjuskattsramm- ann, tekjuskattur og út- svar er ekki sá mæli- kvarði á gjaldgetu og réttlæti, sem ætlast var til fyrr, af vísum feðrum. Það, sem kalla mætti lénsgróða, en skilgreining tekjuhugtaksins nær ekki til, hefur fengið vaxandi mikilvægi við hliðina á tekjuöflun í skilningi skattalaga. Þessi þróun hefst raunar á sólstöðum 1939, þegar innvígðir fóru að gefa trúnaðarvinum sínum hyggileg fjár- málaráð, af því heim- styrjöldin brytist út 1. september, sem raun varð á. Hefur þetta síðan verið undirstraumur við kjölinn undir pólitískum gárum, og má kalla þetta þjóðfélagsaf I lénsgróða- hvötina." Ekki þarf að fara nein- um orðum um þessi skrif skattstjórans. Þau segja meira en heilar bækur. — AG Alþýðublaðið hefur áð- ur gert að umræðuefni hinn eiturgula reyk, sem látlaust stígur upp af Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Á góðviðris- dögum liggur gul slæða frá verksmiðjunni, yfir byggðina i Mosf ellssveit, eða með fjöllum upp að Hafravatni og Miðfelli. Reykurinn liggur einnig yfir sjónum, yfir Viðey og víðar má greina hann. Reykur þessi er sagður hættulaus, þótt sannan- lega séu í honum eitur- efni. Þess ber einnig að minnast, að fyrir nokkr- um árum kenndu starfs- menn við sorphauga Reykjavíkurborgar, sem eru skammt frá verk- smiðjunni, nokkurs las- leika, og var reyknum kennt um. Ekkert var þó sannað í því máli. Hvað sem líður áhrif- um reyksins á menn og skepnur, er hann sérstak- lega hvimleiður í túnjaðri Reykjavíkur. Hvernig sem á því stendur hafa þó hörðustu andstæðingar hverskonar mengunar talað fátt um Áburðar- verksmiðjuna, enda er hún í eigu (slendinga. Þeir hafa heldur ekki haft hátt um Sements- verksmiðjuna á Akra- nesi, sem er íbúum þar stöðugt til ama. Ryk frá henni berst inn í íbúðir og er til óþæginda. Ætla má, að hávaðinn hefði orðið meiri, ef er- lent f jármagn væri bund- ið í þessum tveimur verk- smiðjum. Eða er kannski eitthvað af baráttuni gegn mengun bundið við tilteknar stjórnmálaskoð- anir? Bágt væri, ef það reyndist rétt. Baráttan gegn mengun verður að vera ábyrg og sjálfri sér samkvæm. Eða hvers vegna er ekki heimtaður hreinsibúnaður á útblást- ur bifreiða: einn argasta mengunarvald sem til er. Það er brýn nauðsyn að ganga hart eftir full- komnum hreinsibúnaði við álverksmiðj una í Straumsvík, sem alltof lengi hefur dregizt að ganga f rá. Strangar kröf- ur hafa verið gerðar til járnblendiverksmiðjunn- ar. — Væri nú ekki rétt að íslendingar gerðu strang- ari kröfur til eigin fyrir- tækja, og hættu að gera mengunarmál að stjórn- málaleik? — hm

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.