Alþýðublaðið - 23.07.1977, Síða 6

Alþýðublaðið - 23.07.1977, Síða 6
6 Laugardagur 23. júlí 1977. [ EINAR þ. MATHIESEf FORR 1. HJÓLHÚSAKLÚBBSINS: ] í síðasta tölublaði Caravans, félagsblaðs Hjólhúsaklúbbs tslands, ritar Einar Þ. Mathiesen formaður klúbbsins grein, þar sem hann rekur gang bil- ferjumála hér á landi. í greininni ræðir hann um Akraborgina, Herjólf og Smyril, rekur aðdrag- andann að stofnun hlutafélagsins Bifrastar og segir þar m.a. að stjórnvöld hafi reynt að bregða fæti fyrir stofnun félagsins og kaup þess á bilaflutningaskipi. Segir Einar, að fyrir nokkrum árum hafi hugmyndin um kaup á bilaflutn- ingaskipi fyrst komið fram, en þá hefi verið hætt við framkvæmd, þar sem Eimskipafélag- ið lækkaði skyndilega flutningsgjöld um 25%. Þá ræðir Einar um Ferjunefnd Norður- landaráðs, sem starfað hefur undanfarin ár, til að kanna möguleika á samgöngubótum milli Norðurlandanna, sér- staklega með það i huga að tengja Færeyjar og ísland betur hinum Norðurlöndunum. Segir Einar, að ef allt ganguað óskum ætti samnorræn bilaferjá að geta hafið siglingar árið 1980 og verði útgerðarstöð henn- ar að likindum i Færeyj- um, „enda hafa Færeyingar skotið okk- ur Islendingum aftur fyrir sig i ferjumálum... og hafa miklu meiri reynslu en við á þessu sviði”. Einar Þ. Mathiesen kemst að þeirri niðurstööu, að sl. 2 ár hafi lofsvert framtak átt sér stað i samgöngumálum íslendinga og ánægjuleg þróun. En þar beri einn skugga á, sem sé hinn þungi „þyrnirósarsveín” óskabarns þjóðarinnar, Eimskipafélags Is- lands. Alþýðublaðið hefur fengið leyfi til aö birta þann hluta greinar Einars, sem fjallar um þróun Eimskipafélagsins, og fer hann hér á eftir. „Eins og rakið hefir verið i köflunum hér á undan hefir átt sér stað ánægjuleg þróun og lofs- verð framtök i samgongumálum okkar íslendinga á s.l. 2. árum. Þrátt fyrir þessa ánægjulegu þróun ber þar óneitanlega stóran skugga á, en þaö er hinn þungi „ÞYRNIRÓSARSVEFN” óska- barns þjóöarinnar, Eimskipafé- lags íslands. Eimskipafélag Islands var stofnað 17. janúar 1914. Geysimikil og almenn þátttaka var i stofnun þessa mikla þjóð- þrifa fyrirtækis. Strax á fyrsta ári, eða i byrjun marz 1914, eru undirritaöir samningar um kaup á 2 skipum til siglinga til og frá Islandi. Þann 16. april 1915 kemur svo Gullfoss til landsins við mik- inn fögnuð landsmanna. Sigurður Eggerz þáverandi ráðherra íslands sagði m.a. i ræðu sinni við komu skipsins: „tslendingar, Gullfoss er kominn heim yfir hafið. Siglingadraumar islenzku þjóðarinnar eru að ræt-. ast. Það er bjart yfir Eimskipafé- laginu idag. Það er bjartyfir þjóð vorri, þvi þetta félag er runnið af samúð allrar þjóðarinnar. Þjóðin hefir ekki aðeins lagt fé i fyrir- tækið, hún hefir lagt það sem meira er, hún hefir lagt vonir sin- ar i það.” Það má með sanni segja að is- lenzka þjóöin lagði allt sitt fram til hins nýja félags. Engin þjóð skilur betur mikil- vægi siglinga en afskekkt eyþjóð. Mikilvægi siglinga fyrir sjálf- stæði eyþjóðar er óumdeilalegt. Þetta skildi islenzka þjóðin. Þetta skildu þeir sem til forystu voru valdir á stofnári Eimskipafélags tslands. Eimskipafélag íslands dafnaöi vel og skipastóll þess óx. Það hlaut réttnefnið „ÓSKABARN ÞJÓÐARINNAR”. Bjartsýnin og kjarkurinn ávöxtuðust glæsilega næstu 25 ár- in eða fram til heimsstyrjaldar- innar siðari. Þá verður að sjálf- sögðu hlé á skipakaupum og endurnýjun hjá Eimskipafélag- inu, sem og öðrum á slikum tim- um stórstyrjaldar. Eftir styrjöldina hefst endur- nýjun á skipastól félagsins og verða þar á, að ýmsu leyti skiljan leg mistök. Þá eru byggð skip eftir hugmyndum og teikningum, sem voru góðar og gildar á árun- um 1930-1939, en ekki á árunum 1950-1960. Dettifoss, Goðafoss, Lagarfoss og Gullfoss voru byggðir eftir gömlum hugmynd- um aldinna stjórnenda og stand- ast ekki samtiðina, voru raunar talin „15 ára gömul” þegar þeim var hleypt af stokkunum. Það má segja aðþá hafi sigið að hinn þungi „ÞYRNIRÓSAR- SVEFN” sem Eimskipaféiag Islands sefur enn. Dettifoss og Goðafoss voru seldir og keypt nýtízkulegri skip, sem vissulega var spor i rétta átt, en reyndist þó aðeins augnabliks brá. Sumarið 1973 siglir Gullfoss nýi, eins og hann var kallaöur, sinar slðustu áætlanir og siðan er hann seldur. Eina farþegaskip okkar Islend- inga, sem þá sigldi milli Islands og Evrópu, hvarf úr sögunni án þess að nýtt skip kæmi i staðinp. Engin tilraun er gerð til að halda áfram farþegaflutningum milli Islands og Evrópu. Slika tilraun átti auðvitað að gera af hálfu Eimskipafélags Islands og þá meö nýtlzkulegu sniði, sem mikið hefir rutt sér til rúms ÞEvrópu, skip sem hvorttveggja eru, far- þega- og bilferja. En ekkert skeði og stjórnendur Eimskips féllu endanlega I hinn þunga „ÞYRNIROSARSVEFN”. Meira að segja Lagarfoss, sem teljast má 40-50 ára miðað við teikningu, en skipið er gert fyrir vöruflutninga og tekur 12 far- þega, er enn I siglingum. Eim- skipafélag tslands hafði um ára- tugaskeiö verið sannkallaö óska- barn Islenzku þjóðarinnar, en slikri nafnbót hlýtur að fylgja meira en hlunnindin ein. Það nlýtur að fylgja þvl meira en skattfrelsi um árabil og ýmis sér- staða i fyrirgreiðslu. Það hljóta að fylgja sliku nafni siðferðilegar skyldur. Þær skyldur eru við upp- runa félagsins, við það sjálft og við íslenzku. þjóðina. I dag á Eimskip ekkert far- þegaskip en fyrsta skip félagsins varfarþegaskip.Þaðmá segja að timarnir hafi breytzt, nú ferðist Islendingar með flugvélum. En svo er þó ekki alfarið, þvi Islend- ingar eru komnir yfir nýjabrum flugsins og stór hluti fólksins vill nú ferðast á sem hagkvæmastan hátt, ekki bara fljótvirkastan. Fólkið vill geta ferðast með sina eiginbifreið til útlanda og Ut- lendingar vilja ferðast með bif- reiðar sinar til Islands. Þaö þarf ekki neitt luxusskip til að leysa þennan vanda, aðeins hagkvæmt skip, sem getur verið bifreiða- og fólksferja I senn og þar sem hægt er að fá ódýrt fæði með sjálfaf- greiðslu kerfi en ekki yfirfullt af rándýru þjónustuliði, sem aðeins eykur kostnað ferðamannsins. Nú mundu einhverjir vilja segja að farþegaskip, sem um leið yrði bílferja og sigldi milli Is- lands og meginlands Evrópu, hefði ekki fjárhagslegan rekstr- argrundvöll. Þessu er til að svara að á sh’kt yrði að reyna og ekki er útlitfyrirannaðen slikt geti látið siggerast. Það er ekki alltafhægt að gera hlutina á þurru eins og það er kallað, það verður stund- um að taka einhverri áhættu. Þeirsem ekki eru tilbúnirtil að taka einhverri áhættu af og til i rekstri sinum eiga ekki að fást við rekstur, þvi framfarir verða svo takmarkaðar hjá slikum aðilum eins og dæmin sanna hjá Eim- skipafélagi Islands. Eimskipafé- laginu erskylt að taka á sig þessa áhættu og að minnsta kosti gera tilraun og leigja til að byrja með ferjuskip. Stjórnendur Eimskipa- félags tslands eiga ekki að stjórna ferðamáta islenzku þjóð- arinnar. Eimskipafélagið á að þjóna islenzku þjóðinni. Færeyingar hafa gertlofsverða tilraunsem virðist ætla að takast, að minnsta kosti hafa þeir haft i huga að bæta við ferjuskipaflota sinn og beina einu skipanna ein- göngu til Islands. Hvernig væri að við tslendingar, sem eigum i sameiningu Eimskipafélagið, -eyndum að vekja stjórn og fram- kvæmdastjórn þess af hinum þunga „ÞYRNIROSARSVEFNI” með þvi að láta siglingadrauma islenzku þjóðarinnar halda áfram að rætast. f . —I.— — ...,1 II , Þymirósarsvefn Eimskipafélagsins Samnorræn bílaferja í gagnið 1980? — E.Þ.M.’ /n '

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.