Alþýðublaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 4
Laugardagur 23. júli ]977. Rætt við Guðmund R. Oddsson forstjóra Alþýðubrauðgerðarinnar og Baidvin Jónsson stjón — Alþýöubrauðgerðin var stofnuð sem baráttutæki verka- lýðsins til að fá brauö og kökur á sem lægstu veröi. Verkalýðs- hreyfingin hafði lengi talið, að brauðmeti væri of dýrt i bakari- um og brauðgerðin var aöferðin sem notuð var til aö sanna það, Enda fór það svo að brauðin komu út 5 til 10 aurum ódýrari frá Alþýðubrauðgerðinni heldur en frá bakarium meistara. Þetta byggðist á þvi að við lögðum minna á en bakarameistararnir og gerðum auk þess hagkvæmari innkaup á hráefni. Bakarar höföu antípatí Þessi sérstaða Alþýðubrauð- gerðarinnar hélzt allt til siðasta striðs, enda var verðlagning ævinlega reiknuð eftir útreikn- ingum Alþýðubrauðgerðarinnar. eftir striðið voru hins vegar settar svo strangar hömlur á verðlag, að við treystum okkur ekki til að vera lægri en aðrir. Alþýðubrauðgerðin var fyrst til húsa i Fichersundi en aðeins i eitt ár. Siðan tók fyrirtækið á leigu húsið aö Laugavegi 61, en keypti það siðar á sama árinu, 1918. Bakari hafði veriö i húsinu neðanverðu, en Alþýðubrauð- gerðin byggði við það viöbót vestanvert undir brauðgerðina. Þessu húsi hefur skrifstofa brauðgerðarinnar verið allar göt- ur siðan. Húsið/iöVitastiginn var svo byggt á árunum 1942-’44. Það fór ekki hjá þvi, aö bakarar hefðu mikið antipati á þessu fyrirtæki. Stofnun þess vakti mik- ið umtal, en áróöurinn gegn þvi hjaðnaði þó fljótlega eftir að það var stofnaö, þegar sýnt þótti að Alþýðubrauögerðin gat bakað og tók Guðmundur R. Oddsson við og hefur veriö það siðan. Formenn stjórnar Alþýðubrauðgeröarinn- ar hafa hins vegar verið fleiri. Af Jóni tók við Kjartan ólafsson múrari,siðan kom Haraldur Guð- mundsson, Stefán Jóhann Stefánsson og aö siðustu Baldvin Jónsson núverandi stjórnarfor- maður, en hann er sonur Jóns Baldvinssonar. En hvernig gekk svo rekstur svona fyrirtækis, sem stofnaö var til höfuðs gróðasjónarmiðum og til hagsbóta fyrir verkalýös- hreyfinguna? — Þegar bezt lét voru starfandi viö fyrirtækið 14 bakarar, auk að- stoðarfólks og starfsfólks i verzl- unum. Fram til ársins 1940 var allt unnið i höndunum, hnoðað deig og þess háttar, en eftir það fórum við að vélvæða bökunina og þá fækkaði mannskapnum jafn- hliða. Um það er við hættum starfseminni voru bakararnir 7. Búðirnar voru flestar 9, en þeg- ar við hættum voru þær komnar niður i 5, hér á Laugaveginum, i Hólmgarðinum, i Stórholtinu, á Njálsgötu 106 og Leifsgötu 32. Þetta voru búöir sem við rákum, en auðvitað seldum viö i miklu fleiri verzlanir, allt þar til Mjólkursamsalan hætti sinum rekstri. Sama er að segja um Eimskipafélag Islands, við seld- um þeim allt það brauð sem þeir notuöu á sinum skipum. Rétturinn var aldrei véfengdur — Nú hafið þið sem stofnuðuð Alþýðubrauðgerðina verið sakað- ir um að selja sjálfum ykkur fyrirtæki sem stofnað hafi verið Guðmundur R. Oddsson, forstjóri Alþýðubrauðgerðarinnar f 47 ár, — starfsmaöur i 57 ár. selt ódýrara brauö en önnur bakari. Varla var hægt að skamma hana fyrir það, — þótt rauðliðafyrirtæki væri. Tveir forstjórar í 60 ár Að þetta væri bolsafyrirtæki fór aldrei á milli mála. Hvort tveggja var að stofnendur þess voru félagar Alþýöusambandsins og þá um leið Alþýðuflokksins, og i forystu fyrirtækisins völdust menn, sem þekktir voru af bar- áttu sinni fyrir verkalýðinn. Fyrsti formaður stjórnar og jafnframt framkvæmdastjóri var Jón Baldvinsson prentari og siðar þingmaöur. Jón var fram- kvæmdastjóri til ársins 1930. Þá til hagsbóta fyrir verkalýðs- hreyfinguna. Hvað vilt þú um þaö segja, Guðmundur? — Þetta hefurheyrzt. En þegar menn reyna að halda þvi fram að við höfum verið aö framkvæma ólöglega hluti með þessum breytingum, okkur til hagsbóta, ættu þeir að minnast þess, að þegar hlutafélag var stofnað um Iðnó var farið i mál við stjórn- endur fyrirtækisin en það mál tapaöist þeim sem þaö sóttu. Réttur Alþýðubrauðgerðarinnar var hins vegar aldrei véfengdur, né neitt reynt til að koma i veg fyrir framgang þess máls. A það er að lita að skipulag Al- þýðubrauðgerðarinnar sveif mjög i lausu lofti fyrir breyting- una. Fyrirtækiö hafði verið stofn- Stofnað sem baráttatei verkslýðsins Þær fréttir fóru ekki hátt, sem bárust fyrir nokkrum dögum, um aö Alþýðubrauðgerðin væri að hætta störf- um. Einhvern tima hefði þó þótt ástæða til að hafa hátt vegna slikra tiðinda, sérstaklega þegar tillit er tekið til þess að fyrirtækið hefur starfað i 60 ár og var á sínum tima brautryðjandi i sölu ódýrs brauðs í Reykjavík. Til þess að fræðast um tilurð fyrirtækisins, sögu þess og ástæðurnar fyrir þvi að það hættir nú eftir 60 ára starf, gengu Alþýðublaðsmenn á fund Guðmundar R. Oddssonar, forstjóra þess, og Baldvin Jónsson, stjórnar- formanns, nú nýveriðog báðum þá að segja okkur undan og ofan af. að með framlagi geysimargra manna sem lögðu fram 5-10 krón- ur i stofnfé. Til þess að koma fyr- irtækinu i fastara form var ákveðið að gera úr því híutafélag 1940. Framlag þeirra, sem stofn- uðu félagið var endurgreitt, en i staöinn var verkalýðsfélögunum i Alþýðusambandinu afhentur hlutur, hverju fyrir sig, auk þess sem einstaklingum var seldur hlutur. Þessi verkalýðsfélög eru hlut- hafar enn i dag, eða þau þeirra, sem enn eru við lýði. Þar má nefna Hið islenzka prentarafélag, Félag Framreiðslumanna, Bakarasveinafélagið, Stýrimanna félagið, Bókbindarafélag Islands, Félag islenzkra hljóðfæraleik- ara, Bifreiðastjóarfélagið Frama, Sjómannafélag Reykja- vikur, Verkakvennafélagið Framsókn, Iðju, félag verk- smiðjufólks, Félag járniðnaðar- manna og Fulltrúarráð verkalýösfélaganna. Það sem ætti að sýna að það hefur ekki verið gróðavonin hjá nokkrum einstaklingum, sem hratt fyrirtækinu af stað, er sú staðreynd, að hlutafé hefur ekki gengið kaupum og sölum. I annan stað er sú staðreynd, að þegar einstaklingar hafa látið sin hluta- bréf, hafa þeir ýmist gefið þau Al- þýðubrauðgerðinni eða Alþýðu- flokknum. Það er þvi aldeilis frá- leit ásökun, að halda þvi fram að við höfum verið að hagnast á þessu, þegar við breyttum brauð- gerðinni i hlutafélag. 7000 króna tap á sL ári — Nú skilst manni að fyrirtæki almennt séu á hausnum á Is- landi. Hætti Alþýðubrauðgerðin að einhverju leyti starfi vegna fjárhagsörðugleika? — Nei, alls ekki. Hagur fyrir- tækisins hefur alla tið verið góöur og við hættum sannarlega ekki vegna þess að við værum að fara á hausinn. Að visu var tap á rekstrinum á siðasta ári, i eitt af örfáum skipt- um. En það voru ekki nema 7000 krónur i tap. Hins vegar hefur fyrirtækið aldrei verið rekið með það fyrir augum að verða stór- gróðafyrirtæki. Þar hefur ráðið þaö sjónarmið, aö hafa brauðið sem ódýrust. Aftur höfum við lagt minni áherzlu á kökubakstur, þótt þær gefi meira i aöra hönd. Það má nefna sem dæmi um þetta, að stjórnarfundi árið 1930 er tekin um það ákvörðun, aö lækka brauð frá fyrirtækinu um 10%. Og slik ákvörðun var hreint ekkert einsdæmi. Forstjóri og verkstjóri — Svo við snúum okkur að manninum Guðmundi R. Odds- — Þessum tiu króna gullpeningi tókégvið af Jóni Baldvinssyni, sem ijóði félagsins, sagði Guð- mundur þegar hann sýndi okkur þennan gullpening frá árinu 1890. — Og ég hef geymt hann siðan. syni. Hvað ert búinn að vera lengi hjá Alþýðubrauðgerðinni? — Ég byrjaði sem verkstjóri hé á vinnuplássinu árið 1920. Þá voru hér starfandi 3 aðrir sveinar og ég get sagt þér að það var þrældóm- ur að vera bakari i þá daga. Þá byrjuðum við allir klukkan 4 á morgnana, þvi við urðum að hafa allt nýbakað þegar við opnuðum búðirnar klukkan 8. Nú er allt orðið vélvætt og þetta er að verða skikkanleg iðn. Einn maöur byrj- ar klukkan 4 til að laga deigin, þar sem það þarf að standa, en óþarfi að hamast við til að skila nýbökuðu fyrir opnun. Ný geymir maður brauðin i frysti. Ég var verkstjóri til 1930, en þá tók ég við framkvæmdastjóra- stöðunni og hef gegnt henni síöan. Raunar hef ég verið verkstjóri jafnhliða, utan stuttan tima, sem ég réði mann i það. Ég er því bú- innaðverahjáfyrirtækinui57 ár. — Þvi hefur verið haldið fram að þú hafir verið erfiður húsbóndi og óþægur ljár i þúfu stéttarfél- aga þess fólks sem hjá þér starf- ar. Er þaö rétt, að þinu mati? Hlutafélagið verður ekki lagt niður — Ég hef nú ekki orðið var við það. Enda hefði ég ekki haldið starfsfólki hér eins lengi og raun Laugavegur 61. (AB-myndir ATA)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.