Alþýðublaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 12
Hvað er verkamaður lengi að vinna fyrir árslaunum forstjóra ferðaskrifstofunnar Útsýnar? LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1977 Rúm 30 ár! ef reiknað er með átta tíma vinnu á dag! Þegar skattskráin kemur út verður fólk ákaflega forvitið, eins og allir vita. Blaða- menn ekkert siður en aðrir, enda hafa þeir atvinnu sina af þvi að forvitnast um það sem er að gerast i kringum þá. Oftast er reynt að koma auga á þá sem engan borga skattinn þótt auðsjáanlega séu nægir peningar fyrir hendi hjá þeim og þeir lifi mun hærra en þeir sem greiða hundruð þúsunda i opinber gjöld. En það eru fleiri hliðar á þessu máli. Til dæmis geröi blaðamaður Alþýöublaösins sér það að leik i gær að reikna út mismuninn á launum hæsta skattgreiðanda einstaklinga i Reykjavik og verkamanns á þriðja taxta Dagsbrúnar. Þar kom margt forvitnilegt i ljós. Til dæmis þaö, að til þess að ná árstek jum Ingólfs Guðbrandssonar for- stjóra þarf verkamaöur að vinna samkvæmt fyrrgreindum þriöja taxta Dagsbrúnar i liö- lega þrjátiu ár, ef miðað er við átta stunda vinnu á dag. Þetta kann einhverjum aö þykja hressileg niðurstaða og litt sennileg, en litum á stað- reyndir: Samkvæmt skattskrá er Ing- ólfur Guðbrandsson meö 3.746.000 i útsvar. Þar sem út- svarið er reiknað 11% af heild- artekjum er dæmið tiltölulega einfalt. Hann er meö 34 milljón- ir 54 þúsund 545 krónur i árslaun sem aftur þýða 2 milljónir 837 þús. 878 kr. á mán, ef miðað er við 8 stunda vinnudag, 21 dag i mánuöi. Þar með eru dagslaun- in 135.137 krónur og timakaupið 16.892 krónur. Verkamaöur á þriöja taxta Dagsbrúnarer aftur á mótimeð 560krónurá timann, 4.480 krón- ur ádag,94.080krónurá mánuði og samkvæmt þvi 1.128.960 á ári. Þannig liggur þaö ljóst fyrir að ef miöað er viö átta stunda vinnu á dag, er verkamaðurinn liðlega tvö ár að vinna fyrir mánaðarkaupi forstjórans. En nú er það nokkuð ljóst, að það er ekki tekið út með átta stunda vinnudegi 21 dag i mán- uöi aö vera forstjóri einnar stærstu feröaskrifstofu á land- inu. Sennilega lætur nærri að þaðsé sólarhringsstarf. Til þess þá að vera sæmilega sanngjarn reiknaði blaðamaðurinn einnig út laun þessara tveggja manna miðað viö 24 stunda vinnu 365 daga á ári. Slikt myndi að visu flokkast undir þrældóm af lök- ustu gerö hvað verkamanninn snertir, en sennileg getur for- stjórinn þó hallað sér á milli annahriða. Sé dæmið reiknað þannig, er timakaup forstjórans ekki nema 5.630 krónur, dagkaupið 135.137 krónur, vikukaupið 945.959 krónurog mánaðartekjur þann- ig 2.837.878 krónur. Ef verkamaðurinn vinnur svona þarf að taka með i reikn inginn að eftir átta tima vinnu koma tveir timar I eftirvinnu og það sem eftir er sdlarhrjngsins greiðist með nætur- og helgi- dagakaupi. Þegar dæmið er reiknað á þann hátt hefur verkamaðurinn 4.480 krónur fyrirdagvinnuna, 1.568 fyrireft- irvinnuna (784 kr. pr. tima) og 14.112 fyrir nætur-og helgidaga- vinnu (1.008 kr. pr. tima). Þetta gera 20.160 krónur á sólarhring, 141.120 kr. á viku, 564.480 i mán- aðarkaup og 6 milljónir 773 þús- und 760 krónur á ári. Þannig er- verkamaöurinn rúm fimm ár aö vinna fyrir árslaunum Ingólfs Guöbrandssonar ef hann vinnur 24 tíma á sólarhring 365 daga ársins. Hér er aö vfsu reiknað með 30 dögum f hverjum mán- uði og ekki tekið tillit til löggilts hvildartfma verkamannsins. Það er þvi sannarlega margt forvitnilegt sern f ljós.kemur, þegar maður flettir skatt- skránni. — hm Ljótt að sjá Þetta hús hefur verið ómálað og lóðin vanhirt í 13 ár Á sama tima og flestir húseigendur i höfuð- borginni eru önnum kafnir við að snyrta hús sin og umhverfi þeirra, mála og dytta að görð- um, eru aðrir, sem virð- ast ekki hafa minnsta áhuga á að eignir þeirra verði þeim ekki til skammar. Einn slikra er eigandi hússins að Hátúni 6 i Reykjavik, en það hús er i einkaeign og ibúðir þess leigðar út. Myndin með fréttinni var tekin i fyrradag, en hefði i raun getað verið tekin siðla árs 1964, þeg- ar byggingu hússins lauk. Á þessum þrettán árum hefur nefnilega litið sem ekkert verið gert til að gæða húsið einhverju lifi. Það hefur ekki verið málað öll þessi ár, og lóðin um- hverfis það er i sama ásigkomulagi og þegar byggingu þess lauk. mynd — GEK Þegar Alþýðublaðið haföi sam- band við skrifstofu borgarverk- fræöings og spurði hvað ylli þvi, að húseigendum einstakra húsa leyföist að hafa hús sín dfrágeng- in árum saman, meöan þeir sem ný hús byggja eru skyldaðir til að mála og ganga frá lóöum inr.an ákveðins tima,var þvi svarað til, aö fegrunarnefnd hefði ítrekað skrifað eiganda hússins að Hátúni 6bréf og farið þess á leit, að hann lagfærði húsiö og fegraði um- hverfi þess. Þvi hefði hins vegar ekki verið sinnt. Sá kostur væri að visu fyrir hendi að borgin gerði þetta á eigin kostnað og innheimti það siöan, en borgaryfirvöld væru ekkert hrifin af þvi að lenda i sliku. Hins vegar var blaðamanni sagt, að liklega yrði bráðlega ráð- in bót á þessu máli. Eigandi húss- ins hefði sótt um leyfi til breyt- inga á efstu hæðinni, og fengiö það með þvi skilyrði, að hann gengi fyrst frá húsi og lóð. Þannig gæti fariö svo að þetta háhýsi hætti að stinga vegfarendur eins i augu og þaö hefur gert undanfar- in ár. — hm Málsókn Sædýrasafnsins: Skrifin hafa skaðað safnið — segir Hörður Zophaníasson stjórnarformaður Eins og blaðiö hefur skýrt frá áöur, hefur Sædýrasafnið i Hafnarfirði stefnt þeim Jórunni Sörensen og Borgþóri Kærme- sted fyrir niörandi og meiðandi ummæli um safnið I skrifum sinum, Borgþór sem frétta- manni erlendra fjölmiöla á ts- landi og Jórunni sem formanni Sambands dýraverndunarfé- laga á tslandi. Alþýðublaðið náði I gær sam- bandi við Hörö Zophaniasson skólastjóra, stjórnarformann Sædýrasafnsins, og spurði hann nánar út i forsendu stefnanna. Skaðlegt og ódrengi- legt. Höröur hefur verið á feröalagi ogþvf ekkihægtað ná sambandi viö hann fyrr. Hörður sagði, aö stjórnin heföitekiöákvörðun um aöleita álits lögfræðings sins á greinum Borgþórs I erlendum blöðum og bréfum Jórunnar til erlendra dýraverndunarsambands, og stefna siöan ef lögfræðingnum þætti það ráðlegt. Það sem gert heföi útslagið á þetta heföi verið frétt Borgþórs til Ritzau frétta- stofunnar urrr, að þegar siðustú ljónin komu til safnsins hefðu þau verið veik, og bar Borgþór þar fyrir sig Guöbrand Hliðar, dýralækni, sem aftur á móti kveöst aldrei hafa rætt við Framhald á bls, 8. alþýðu blaðið Seð: Smápistill, sem Græn- jaxl laumaði að okkur, og er á þessa leið: „Núna i vikunni, þegar sólin gyllti haf og hauöur heldur svona myndarlega, varö mér reikað meðfram Tjörninni. Sá ég þá verkin tala, hversu Reykvikingar eiga sanna borgarstjórn. Það er ekki einasta að staðið sé við gefin loforð um grænu bylt- inguna á þurrlendingu, heldur er hún lika fram- kvæmd i Tjörninni, — og var nú slikt óþarfi fyrr en þá réttfyrir næstu kosning- ar, eða hafa það framtak á næsta loforðalista. Varð ég svo hrifinn af allri dásemd- inni, að ég klúöraði saman lofsöng á þessa leið: Alltaf reynist ihaldið oss vænt, enda segist veröldina laga. Svo jörð og vatn, nú allt erorðið grænt, ólikt þvi er var I fyrri daga. * Tekiö eftir: Albert Guð- mundsson hefur sagt sig úr stjórn Innkaupastofnunar Reykjavikurborgar, og af þvi tilefni gagnrýnt- ýmis innkaup Bæjarútgeröar- innar. A siöasta borgarráðsfundi lét Alfreð Þorsteinsson bóka eftirfar- andi: „Vegna fundargerð- ar BOR frá 13. júli, þar sem rætter um væntanleg kaup á 15 þúsund fiskikössum, vil ég mótmæla þeim vinnubrögðum BOR að sniðganga reglur Inn- kaupastofnunar Reykja- vikurborgar, sem kveða á um að stjórn Innkaupa- stofnunarinnar taki á- kvarðanir um kaup á vör- um og þjónustu fyrir stofn- anir og fyrirtæki Reykja- víkurborgar. BOR er ekki undanþegin reglum Inn- kaupastofnunarinnar og verður að vænta þess að fyrirtækið lúti reglugerö hennar, meðan ekki hefur verið tekin ákvörðun um annað.” * Tekið eftir: Að einhver deila er risin vegna ráðn- ingar f stöðu yfirlæknis lyf- lækningadeildar Borgar- spitalans. 1 siöustu fundar- gerð borgarráös Reykja- vlkur má lesa eftirfarandi: „Lagt fram bréf Birgis Guöjónssonar, læknis, dags. 9. mai s.l., en mótt. i dag, um meinta ólögmæta ráðningu i stöðu yfirlæknis lyflækningadeildar Borg- arspitalans og kröfu um, að ráðningin veröi felld úr gildi. Visað til umsagnar borgarlögmanns.” wsm iim* j——

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.