Alþýðublaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 8
Laugardagur 23. júlí 1977. ffiSS" 8 Skattskrá Reykjavíkur árið 1977 Skattskrá Reykjavikur árið 1977 liggur frammi i Skattstofu Reykjavikur Tollhús- inu við Tryggvagötu, frá 22. júli til 5. ágúst n.k., að báðum dögum meðtöldum, alla virka daga, nema laugardaga, frá kl. 10.00 til 16.00. 1 skránni eru eftirtalin gjöld: 1. Tekjuskattur. 2. Eignaskattur. 3. Sóknargjald (kirkjugjald). 4. Kirkjugarðsgjald. 5. Slysatryggingargjald atvinnurekenda. 6. Lifeyristryggingargjald atvinnurek- enda. 7. Slysatryggingargjald vegna heimilis- starfa. 8. Iðgjald til atvinnuleysistryggingar- sjóðs. 9. Iðnlánasjóðsgjald og iðnaðarmálagjald 10. Iðnaðargjald. 11. Aðstöðugjald. 12. Tekjuútsvar. 13. Sjúkratryggingargjald. 14. Launaskattur. Innifalið i tekjuskatti og eignarskatti er 1% álag til Byggingarsjóðs rikisins. Barnabætur og sá hluti persónuafsláttar, sem kemur til greiðslu útsvars, er einnig tilgreint i skránni. Sérstök nefnd á vegum Borgarstjórnar Reykjavikur hefur annazt vissa þætti út- svarsálagningar. Jafnhliða liggja frammi i Skattstofunni yfir sama tima þessar skrár: Söluskattsskrá 1976, skrá um landsútsvör 1977, skrá um sérstakt vörugjald, enn- fremur launaskattur og tryggingargjöld utan skattskrár, heildarskattlagning út- lendinga, heildarskattlagning skv. „skatt- skrá heimfluttra”, heildarskattálagning dánarbúa svo og skrá um skattlagningu vegna samninga við erlend riki til að kom- ast hjá tvisköttun. Þeir sem vilja kæra yfir gjöldum sam- kvæmt ofangreindri skattskrá og skatt- skrá útlendinga, „skattskrá heimfluttra”, skrá um skattlagningu dánarbúa og skatt- skrá vegna samninga við erlend riki til að komast hjá tvisköttun, verða að hafa kom- ið skriflegum kærum i vörzlu Skattstof- unnar eða i bréfakassa hennar i siðasta lagi kl. 24.00 5. ágúst 1977. Reykjavik, 22. júli 1977. Skattstjórinn i Reykjavik. Útför eiginkonu minnar, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu Pálinu Þor- finnsdóttur, Urðarstig 10, Reykjavik, verður gerð frá Frikirkjunni i Reykjavik miðvikudaginn27. júliklukkan 13.30. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti liknar- stofnanir njóta. Magnús Pétursson Petrina Magnúsdóttir Bogi Guömundsson Siguroddur Magnússon Fanney Long Barnabörn og barnabarnabörn. Söngskólakórinn framh. úr sunnud. 3 og skrifuöu bara: „Elisabet — Iceland”, „Gunnar — Iceland” og svo framvegis, og létu þaö gott heita. Nokkrum sinnum i feröinni söng kórinn fyrir BBC, auk þess sem keppnin og tónleikarnir voru teknir upp I heild. Var ein mynd meö islenzka kórnum syngjandi sýnd i brezka sjón- varpinu, meöan kórinn var úti. Sjáumst aftur næsta ár! A milli 100 og 200 kórar tóku þátt i þessari tónlistarhátíö i Llangollen. Þaö var dýrmæt og skemmtileg reynsla fyrir Is- lendingana aö fá tækifæri til aö sækja þessa hátiö og hitta allt þetta fólk. Myndaöist vinskapur með mörgum keppendunum og varekki óalgengt aö kveöjurnar i lokin hljóöuöu eitthvaö á þá leiö, „Sjáumst i Llangollen á næsta ári”. Og þaö yröi vissu- lega gaman aö fá tækifæri á aö komast þangaö aftur. Myndirog texti Aöalheiöur Birgisdóttir. Skrifin 12 Borgþór. Auk þess heföi Borg- þór vitnaö til bréfaskrifta Jór- unnar Sörensen til Dýravernd- unarsambands Danmerkur, þar sem hún baö um aö Sædýrasafn- iö fengi ekki dýr úr göröum i Danmörku, jafnframt þvi sem hún baö um aö þessi beiöni yröi látin berast til annarra Norður- landa. Jórunn heföi auk þess skrifað áöur og gefiö ófagrar lýsingar á safninu, en hins veg- ar taldi Höröur ljóst, aö Páll A. Pálsson yfirdýralæknir heföi aldrei gefiö leyfi til innflutnings slikra dýra, ef ástand safnsins væri eins bágboriö og Borgþór og Jórunn vildu vera láta. — Þetta hefur bæði skaöaö safniö og valdiö þvi miklum erfiöleikum, sagöi Höröur, — auk þess sem okkur finnst þaö harla ódrengilegt að fara meö slikar deilur út fyrir land- steinana. Látum vera þótt veriö sé aö kita um þessa hluti innan- lands. Trúi ekki... — Ég trúi þvi ekki aö Höröur Zophaniasson og stjórn Sædýra- safnsins hafi staðiö á bak viö þessa stefnu fyrr en Höröur seg- ir mér þaö sjálfur, sagöi Jórunn Sörensen þegar blaöamaður ræddi viö hana i gær. Jórunn hefur eins og Höröur veriö á ferðalagi og þvi ekki náöst i hana fyrr. Auk þess sagðist Jórunn ekki skilja hvers vegna henni væri stefnt persónulega, þar sem öll bréf sem hún heföi skrifað um málefni Sædýrasafnsins væru skrifuð i nafni Sambands dýra- verndunarfélaga. Hún kvaöst eiga eftir aö ræöa viö lögfræöing sinn og vildi þvl ekki tjá sig frekar um máliö, en um skrif Borgþórs Kærnested vissi hún ekkert, né heldur fyrir hverju hún væri borin i þeim. — Annars finnst mér þetta ansi seint til ráöa gripiö sagöi Jórunn, — þar sem þaö er nú um ár siöan þessar bréfaskriftir fórufram, auk þess sem getiðer um þær i siöasta tölublaöi Dýra- verndarans. En þá komu engin '■ viöbrögö. "I — hm UTlVISTARFERÐlP' Laugard. 23/7 kl. 13. Garðahverfi til Hafnarfjaröar með Gisla Sigurössyni, sem sýnir einnig Byggöasafniö. Verð 500 kr. (Hafnfirðingar verði i Engidal). Sunnud. 24/7 kl. 13 Meitlarnir, léttar fjallgöngur og grasafjall, bezt er aö tina fjallagrös i vætu. Fararstj. Einar Þ. Guðjohnsen. Verö 800 kr., fritt f. börn m. fullorðn- um. Fariö frá B.S.I., vestan- verðu. Útivist. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Landspítalinn Aðstoðarmaður óskast til starfa hjá iðjuþjálfa á Endurhæfingardeild spitalans nú þegar eða eftir sam- komulagi. Upplýsingar veittar hjá Endurhæfingardeild. LYFJAFRÆÐINGUR Óskast til stxrfa i lyfjabúri spitalans. Innifalin i starfinu er þjónusta við aðrar stofnanir rikisspitalanna. Umsækj- andi þarf að geta hafið störf eigi siðar en 15. september næstkom- andi. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda skrifstofu rikisspitalanna fyrir 1. september 1977. SJÚKRALIÐAR óskast til starfa nú þegar til afleysinga eða i fast starf nú þegar. Hlutavinna og vinna ein- stakar vaktir kemur til greina. Upp- lýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, simi 29000. Kleppspítalinn Sálfræðingur óskast til starfa á áfengisdeildum spitalans frá 1. september næstkomandi. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda skrifstofu rikis- spitalanna fyrir 22. ágúst næstkom- andi. Upplýsingar veitir yfirsál- fræðingur spitalans. HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRAR óskast til starfa á deild II, III og IV nú þegar. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast til starfa nú þegar til afleysinga eða i fullt starf. Hlutavinna og vinna einstakar vaktir kemur til greina. Upplýsingar veitir hjúkrunarfor- stjóri spitalans i sima 38160. Hús- næði og barnagæsla er til staðar. Reykjavik 22. júli 1977. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000 „Trimm-rallý” Samtök skiptinema á tslandi efna til skemmtilegrar nýbreytni á sunnudaginn kemur. Þá hyggj- ast samtökin efna til svokailaös „trimm-rallýs” sem er skoðunar og fróöleiksferö um Reykjavikur- borg og ætluö fyrir alla fjölskyld- una. Ráögert er aö leggja af staö frá Háskóla tslands milli kl. 13 og 14 á sunnudag, og er gert ráö fyrir að „trimm-rallýiö” standi yfir I svo sem tvær klukkustundir. Leikur þessi fer þannig fram, aö viö upphaf hans fær hver þátt- takandi i hendur blaö meö upp- lýsingum um hvaöa leiö á aö fara. A blaðinu eru einnig spurningar sem þátttakendur eiga aö svara, flestar sögulegs eölis. Til dæmis aö finna hús sem einhver ákveö- inn sögulegur atburöur hefur átt sér staö i. Til þess aö auövelda þátttakendum til aö finna svarið verða gefin upp nokkur atriöi á blaöinu sem þeir fá. Leiöinni sem farin veröur er skipt i þrjá hluta og veröa tveir „póstar” á leiöinni þar sem timi þátttakenda er skráður. Þar eiga þeir einnig aö leysa af hendi alls konar þrautir, svo sem poka- hlaup; og annað I sllkum léttum dúr. Aö sögn aöstandenda skipti- nemasamtakanna er tilgangur þessa „trimm-rallýs” aö opna augu borgarbúa fyrir ýmsum stöðum i Reykjavik, sem þeir ganga iðulega framhjá án þess aö gera sér grein fyrir þvi aö þar hafi sögulegir atburðir átt sér stað. Aö rallýinu loknu veröa verö- laun afhent i Bústaöakirkju, þar sem skiptinemasamtökin standa einnig fyrir kaffisölu. —hm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.